Stjórnmál Júní 2009

FULLVELDI, SJÁLFSTÆÐI, FRELSI

Birtist í Morgunblaðinu 22.06.09.
MBL...Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á að komast í nánari snertingu við "vinaríkin" í ESB sem láta sér ekki nægja að stilla okkur upp frammi fyrir afarkostum heldur reyna að græða á ógæfu okkar. Um það bera sérstakar álags-vaxtaprósentur Icesavesamningsdraganna vott, að ekki sé minnst á aðra þætti sem birtast í aðför þeirra að Íslendingum. Allt minnir þetta á þá staðreynd að bæði Bretar og Hollendingar, helstu handhafar Icesave skuldbindinganna, voru alræmd nýlenduríki sem mergsugu þær þjóðir sem þau náðu að undiroka. Þetta minnir okkur líka á að ekki er ýkja langt síðan Ísland var nýlenda. Við, þjóðin, höfðum okkur upp úr vesöldinni. Nú þarf að rifja upp baráttusöguna um hvernig Íslendingar fóru að því að koma undir sig fótunum á öldinni sem leið og þeirri nítjándu. Það var ...

Lesa meira

ÞÖGGUNARKRAFA ÞORSTEINS

Birtist í Fréttablaðinu 22.06.09.
Frettablaðið...Fyrir mitt leyti reyni ég að gera það besta úr stöðunni sem ég mögulega get. Aðkoma VG að ríkisstjórn var samfélagsleg nauðsyn. Ekki byði ég í það ef Sjálfstæðisflokkurinn, pólitiskur hönnuður vandræðanna, sæti hér enn við stjórnvölinn. Þetta breytir því ekki að ég vil losna úr bóndabeygju AGS eins fljótt og kostur er. Það telur Þorsteinn Pálsson, sem ekki er bara fyrrverandi ritstjóri heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, að megi helst ekki segja. Nú spyr ég hann: Getur verið að þöggunarstefna Sjálfstæðisflokksins eigi hlut í hruninu? Getur verið að opin lýðræðisleg umræða sé það eina sem geti vísað okkur fram á veginn; að í slíkri umræðu felist ...

Lesa meira

TVEIR LEIÐIR LEIÐARAR


Tveir undarlegir dagblaðsleiðarar birtust á þjóðhátíðardaginn. Í leiðara Fréttablaðsins þann dag gagnrýnir Jón Kaldal ritstjóri Evu Joly ráðgjafa íslenskra stjórnvalda í rannsókn á efnahagsbrotum sem tengjast hruni bankakerfisins. Eva Joly hefur sem kunnugt er varað við hagsmunatengslum við rannsóknina - nokkuð sem Íslendingar taka almennt undir enda... Svo var það Morgunblaðið. Leiðarinn á þjóðhátíðardaginn var gamli, gamli Moggi. Eldgamli Moggi, sem skrifar um hið illa ríki annars vegar og góðu þegnana hins vegar....

Lesa meira

ALLA ÍSLENDINGA Í SAMA BÁTINN

Viðtal í Fréttablaðinu 6.06.09
Ögmundur Jónasson hefur starfað sem fréttamaður og kennari og verið formaður BSRB síðan 1988, þingmaður síðan 1995. Eftir búsáhaldabyltingu var hann skipaður heilbrigðisráðherra, en hann var einn helsti hvatamaður ríkisstjórnar VG og Samfylkingar, ásamt félaga sínum Össuri Skarphéðinssyni. Ömmi frændi, eins og hann er stundum kallaður, vísaði þá til bágs efnahagsástands og afþakkaði ráðherralaun... Ég vissi að við stæðum frammi fyrir mikilli kjaraskerðingu innan heilbrigðiskerfisins, sem er raunin. Kjör starfsfólks hafa rýrnað og ég ber formlega ábyrgð á þeirri framkvæmd. Ég vildi ekki ganga til þessara verka nema með því að vera í hópnum. Þessi ákvörðun stendur þar til annað verður ákveðið...

Lesa meira

Frá lesendum

TEKIÐ UNDIR MEÐ GRÍMI UM BAKKA-RANGHERMI OG ÞÖGGUN

Þú pælir sem aðrir Ögmundur í pestaróféti, m.a hvernig það virkar á stjórnmál. Eitt gróft dæmi um misnotkun er verksmiðjan á Bakka sem okkur er sagt án athugasemda fjjölmiðlafólks að hafi lent í ógöngum vegna Covid. Þetta eru helber ósannindi. Þess vegna fagna ég skrifum Gríms hér á síðunni um staðreyndir þessa máls. Svo vill til að ég þekki þetta nokkuð og tek ég heilshugar undir með Grími: Sleitulausar ófarir i rekstri kísilvers á Bakka hófust um mitt ár 2018, frá byrjun. Ekki batnaði rekstur 2019, tapið þá 7.3 milljarðar. Ömurlegur var gangurinn, 2020 byrjaði mjög illa. Líklega var tap á tveggja ára rekstri orðinn 14 ma þegar glóruleysið leiddi til stöðvunar á rekstri við lok júlí sl. Engin búbót er sýnd í kortum. Krísan algjör. Vegna þessa tekur yfirklór við en mest þöggun um málavexti. Grófasta ranghermið til yfirklórs er ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

FER MIKINN

Bítur oft í annars bök
eða ber út þvaður
Þorsteinn hefur á því tök
enda auðmaður. 

Við lygina ´ann laginn er
ef leitar til varna
Maðurinn þar mikið fer
ég meina Bjarna.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

PÓLITÍSK LINDÝR

Mosi spyr hvað eigi að kalla stjórnmálafólk sem brýtur reglur sem það setur öðrum, lætur hagsmunaaðila bjóða sér í dekurferðir og síðan þyrlu Landhelgisgæslunnar snatta með sig fram og til baka á ráðherrafundi. Þau sem ekki eru í þyrlunum eða í dekurferðunum kóa með í þögn. Mosi klykkir út með því að spyrja hvort vanti beinin í þetta fólk. Þar með hefur hann svarað spurningu sinni. Að sjálfsögðu eru þetta pólitísk lindýr. 
Sunna Sara

Lesa meira

ALLIR TILBÚINIR AÐ SEGJA ÓSATT?

Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur dómsmálaráðherra, sem er í hestaferð á Suðurlandi, til Reykjavíkur og aftur tilbaka. Landhelgisgæslan segir þetta hafi verið í leiðinni og þá væntanlega bæði fram og til baka. Þetta eru augljós ósannindi og er óneitanlega óþægilegt þegar kerfið er tilbúið að segja ósatt beint upp í opið geðið á okkur. Stutt er síðan ferðamálaráðherrann fór í dekurferð á vegum hótelkeðju, sem er siðlaust, og braut auk þess reglur sem hún var nýbúin að setja öðrum af því að það var svo gaman að hitta vinkonurnar og dómsmálaráðherrann segir okkur hve verðmætt það sé fyrir sig að komast á hestbak og í sól. Ríkisstjórnin kóar síðan með. Hvað á að kalla þetta? Vantar beinin í ...
Mosi

Lesa meira

UM PRINSIPP OG PRINSIPPLEYSI

Sammála er ég Jóel A. hér á síðunni hjá þér Ögmundur minn um það hvernig fréttamiðlar okkar virðist líta á það sem hlutverk sitt að sefa þjóðina og svæfa og drepa öllu á dreif sem máli skiptir. Í samanburði við stóru pólitísku málin þá sé kossaflangs ferðamálaráðherra með vinkvennum smávægilegt þótt brjóti gegn því sem predikað er. En eftir því sem ég hugsa málið þá finnst mér þetta þó ekki vera eins smátt mál og í fyrstu. Það varðar nefnilega prinsipp eða öllu heldur prinsippleysi. Þá er ég ekki bara að hugsa um fjarlægðartakmörk sem stjórnvöld ráðleggja heldur að vinkonurnar hafi verið í boði hótelkeðju! Semsagt ferðmálaráðherra fer ...
Mosi  

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar: ÁRÁSIR Á FLÓTTABÖRN

Samblanda af kynþátta-, trúarfordómum og fávisku er rót að illgjörnum árásum á fjögur egypsk flóttabörn og foreldra þeirra, sem hér hafa leyft sér að guða á glugga. Mannorðsníðingar dylgja um föður barnanna, stimpla hann sem líklegan “hryðjuverkamann” ! Fyrir það ámæli eiga ekki síst börn hans að líða. Maðurinn varð aktívisti þegar “ arabíska vorið” kom 2011 til Egyptalands, andóf gegn harðræði. Ekki fer allt að óskum og frá 2014 tók við ný harðstjórn, fræg fyrir ofsóknir gegn fyrri “ ólátabelgjum” Launmorð, pyntingar, aftökur, ólögmætar fangelsanir hafa snúið að þúsundum í Egyptalandi og gera það enn. Þá eru stimplar ekki sparaðir af ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA NÍU - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

 ... Efist einhver um að þetta sé raunverulega svona í pottinn búið, þá ætti sá hinn sami/sú hin sama að spyrja sig: hefur einhvern tíma verið kosið um þetta fyrirkomulag [að Ísland yrði hluti að innri orkumarkaði Evrópu]? Hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulagið? Kallar þjóðin sjálf eftir þessu fyrirkomulagi? Er hugtakið „lýðræði“ það fyrsta sem fólki kemur til hugar í þessu ferli öllu saman, eða frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur? Eru stjórnmálamenn tilbúnir að leggja spilin á borðið í þessu máli fyrir næstu kosningar? [Þvert á flokka] ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: PCC SE. - ÚTRÁSIN TIL ÍSLANDS.  ( Um eiganda og skuldabera hans)

Þýski hringurinn PCC SE, sérhannað útrásarfyrirtæki, gumar af yfirráðum og eign á 82 leppfyrirtækjum sínum í 18 ríkjum víðsvegar um heim, einu á Íslandi. Öll bera þau sjálfstæða ábyrgð, en eiga að skila eiganda arði. Íslenska “ útibú” PCC SE hlaut nafn, BakkiSilicon hf. Eigandinn hefur ráðskast með öll umsvif þess á Íslandi og erl.viðskipti þess. En sett alla ábyrgð á herðar BakkiSilcon hf, m.a. gífurlega skuldabyrði, sem nú er að sliga útibúið á Íslandi. Við bætast ...

Lesa meira

Kári skrifar: STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA

Í umræðu samtímans gætir eðlilega nokkurs misskilnings hvað snertir alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Misskilningurinn er fullkomlega eðlilegur sökum þess að dómstólarnir eru margir, þeir eru langt frá fólki í daglegum veruleika lífsins og fjalla um mál sem mörgum eru fjarlæg. Í fyrsta lagi þarf að gera greinarmun á alþjóðlegum dómstólum annars vegar og svæðisbundnum (regional courts) dómstólum hins vegar [sbr. Mannréttindadómstól Evrópu]. Í öðru lagi þarf að hafa í huga hvaða ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson og Þórarinn Hjartarson skrifa: MERKILEG BÓK UM ATBURÐINA 11. SEPTEMBER 2001 Í SAMHENGI

Í dag er árásin á Tvíburaturnana 19 ára. Nýlega kom út (á ensku, af íslensku forlagi) ný bók um atburðina sem áttu sér stað þann 11. september 2001. Þetta er gríðarlega vel unnin og beinskeytt bók sem nær að fanga marga mikilvægustu þættina um þetta málefni. Bókin America´s Betrayal Confirmed. 9/11: Purpose, Cover-up and Impunity, er sterk bók um stórmál. Elías Davíðsson er baráttumaður mannréttinda, hefur einnig mjög fjallað um náttúruverndarmál og lýðræði en öðru fremur hefur hann sem sérsvið málefni hryðjuverka (undir fölsku flaggi sérstaklega) ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar