Stjórnmál Október 2009

AGS-KRÖFUR: EINKAVÆÐING OG BÓKHALDSFALS?


... Mér brá svoldið á fundi nefndar sem ég hef nýverið tekið sæti í og fjallar um fjárfestingar á vegum hins opinbera, þegar rann upp fyrir mér að það er hugmyndafræði AGS sem stýrir för í vinnu nefndarinnar. Þessa hugmyndafræði þarf að ræða. Opinberlega. Forsenda þess að teknar verði ákvarðanir í þágu almannahagsmuna er opin og lýðræðisleg umræða. Hennar er nú þörf í ríkari mæli en verið hefur...

Lesa meira

ODDVITI VG: HLUSTUM Á LÆGSTU RADDIRNAR


...Mikið finnst mér það góð tilhugsun að Þorleifur Gunnlaugsson skuli vera málsvari okkar Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Önnur úr framvarðarsveitinni eru vissulega kröftug, Sóley Tómasdóttir og fleiri. Virkilega góð. En Þorleifur er oddvitinn og verður vonandi áfram í brgarstjórnarkosningunum í vor! Í grein á Smugunni er að finna athyglisverðar hugleiðingar hans um kreppuna...

Lesa meira

VIÐ BÚUM EKKI Í SKÁLDSÖGU


Eitt augnablik hvarflaði að mér að Staksteinahöfundur dagsins á Mogga gæti verið stjórnmálamaður. Með reynslu. Og að hann væri að gefa lýsingu á sjálfum sér, samkvæmt formúlunni, margur heldur mig sig. Auðvitað er af nógu að taka þegar leynimakk og baksamningar eru annars vegar, til dæmis úr heimi bankamálanna sem þessa dagana eru í brennidepli; hvernig bankarnir voru fengnir félögum og vinum í hendur fyrir slikk. Sem væri nú sök sér hefðu þeir ekki síðan komið okkur út í það fen sem við erum nú stödd í. Látum þetta liggja á milli hluta. Nema hvað baksamningar eru á dagskrá í Staksteinum í dag...

Lesa meira

EINANGRUN ÞORSTEINS PÁLSSONAR

Birtist í Fréttablaðinu 12.10.09.
Fréttabladid haus...Eins er það með hugarburðinn um torfærurnar sem ráðamenn á Íslandi hafa sagst vera staddir í undanfarna tólf mánuði. Síðastliðið haust sögðust leiðtogar ríkisstjórnarinnar vera að brjótast í gegnum skafla, síðan tóku brekkurnar við, að ógleymdum stórfljótunum. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálarýnir Fréttablaðsins, telur sig nú vera úti í einu slíku stórfljóti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu í skrifum um nýliðna helgi að aldrei hafi "þótt ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkjandi aðstæður væri það beinlínis háskalegt."
Hross Þorsteins er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sú skoðun, að því fyrr sem við losnum við AGS þeim mun betra, er "háskaleg", að mati Þorsteins, sem gæti leitt til viðsnúnings bykkjunnar. En ef það er raunverulega svo að ...

Lesa meira

FUNDUR Í KRAGA OG YFIRLÝSING FORSÆTISRÁÐHERRA


Á fundi með VG - félögum í Kraganum í Kópavogi í gær skýrði ég aðdragandann að afsögn minni úr ríkisstjórn.. Þar kom fram að í andmælum Breta og Hollendinga við fyrirvörum Alþingis við Icesaveskuldbindingum Íslands frá í sumar, hefði komið fram að þessar þjóðir neituðu okkur um að véfengja greiðsluskyldu okkar og leita til dómstóla. Þið megið vissulega véfengja skyldur ykkar, sögðu lánadrottnarnir en jafnframt verðið þið að skuldbinda ykkur til að borga það sem við setjum upp hverjar svo sem niðurstöður dómstóla yrðu! ...Ég sagðist aldrei geta samþykkt neitt af þessu tagi og gæti því ekki veitt stuðning við málið á þessu stigi - einsog krafist var af mér ...Í hádegisfréttum á RÚV í dag lýsti Jóhanna Sigurðardóttir, fosætisráðherra, því yfir að þessi afstaða Breta og Hollendinga gengi ekki upp.....

Lesa meira

SAMSTAÐA ER EKKI SAMA OG UNDIRGEFNI


Sérstakt að lesa Fréttablaðið þessa dagana. Á miðvikudag var blaðið ekki prentað í stóru letri en þó blasti við að það endurspeglaði það sem ég hef fundið fyrir síðustu daga, ótta og áróður. Félagslega sinnað fólk hefur áhyggjur af vinstri stjórn. Miklu meira en það. Vill ekki að andað sé á hana. Ef óþægilegt gæti verið að ræða um.... Eins og fram hefur komið er það ásetningur minn að reyna eftir megni að stuðla að því að ríkisstjórnin haldi. Af þeim sökum sá ég mig knúinn til að segja af mér. Ríkisstjórnin varð samkvæmt formönnum stjórnarflokkanna að tala einni röddu í Icesave málinu, einnig því er varðaði vinnubrögð. Þetta þótti mér...

Lesa meira

VIÐ ERUM VINSTRIÐ Í RÍKISSTJÓRNINNI


Viðtal úr Morgunblaðinu 7.10.09
MBL - LogoÖgmundur Jónasson sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra í liðinni viku vegna þess að hann gat ekki fallist á kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að ríkisstjórnin talaði einni röddu í Icesave-málinu. Margir hafa hins vegar á tilfinningunni að hin raunverulega ástæða afsagnar Ögmundar sé ekki komin fram. Hann segir að málið eigi sér langan aðdraganda þar sem baráttan hafi verið á milli opinna, þingræðislegra vinnubragða og valdboðs framkvæmdavaldsins...

Lesa meira

SJÓNARMIÐIN SKÝRÐ Á BYLGJUNNI

bylgjan xs

Afsögn mín úr embætti heilbrigðisráðherra hefur verið talsvert til umræðu undanfarna daga og hefur sitt sýnst hverjum. Ég hef reynt að skýra sjónarmið mín í útvarps- og sjónvarpsþáttum svo og í viðtölum í blöðum. Meðfylgjandi er slóð á viðtal í þættunum´"Í bítið" á Bylgjunni í gærmorgun...

Lesa meira

Í GÍSLINGU HJÁ GUNNARI HELGA


...Til að finna þessu stað var fenginn stjórnmálafræðingur úr Háskóla Íslands, Gunnar Helgi Kristinsson.
Hann var mættur í uppsláttarfrétt Sjónvarps til að setja staðhæfingar sínar í fræðilegan búning. Ekki þótti mér sérstaklega vel til takast og er ég þó með gráðu í stjórnmálafræðum -nokkuð gamla að vísu, greinilega úrelta. Að þessu vék ég lítillega í viðtölum á fréttamiðlum í kvöld, sbr. neðangreint. Í þessum viðtölum var ég einnig spurður út í umræður á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra. Í umræðunum var fjallað alemennt um...

Lesa meira

STILLT UPP VIÐ VEGG


Mig langar til að þakka fyrir allar þær góðu kveðjur sem ég hef fengið eftir að ég sagði mig úr ríkisstjórninni. Menn spyrja hvers vegna ég hafi ákveðið að segja af mér. Fram hefur komið að það gerði ég með trega og eftirsjá en átti ekki annarra kosta völ eftir að mér var stillt upp við vegg og settir afarkostir einsog glögglega mátti sjá bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu daginn sem ég tók...

Lesa meira

Frá lesendum

TEKIÐ UNDIR MEÐ GRÍMI UM BAKKA-RANGHERMI OG ÞÖGGUN

Þú pælir sem aðrir Ögmundur í pestaróféti, m.a hvernig það virkar á stjórnmál. Eitt gróft dæmi um misnotkun er verksmiðjan á Bakka sem okkur er sagt án athugasemda fjjölmiðlafólks að hafi lent í ógöngum vegna Covid. Þetta eru helber ósannindi. Þess vegna fagna ég skrifum Gríms hér á síðunni um staðreyndir þessa máls. Svo vill til að ég þekki þetta nokkuð og tek ég heilshugar undir með Grími: Sleitulausar ófarir i rekstri kísilvers á Bakka hófust um mitt ár 2018, frá byrjun. Ekki batnaði rekstur 2019, tapið þá 7.3 milljarðar. Ömurlegur var gangurinn, 2020 byrjaði mjög illa. Líklega var tap á tveggja ára rekstri orðinn 14 ma þegar glóruleysið leiddi til stöðvunar á rekstri við lok júlí sl. Engin búbót er sýnd í kortum. Krísan algjör. Vegna þessa tekur yfirklór við en mest þöggun um málavexti. Grófasta ranghermið til yfirklórs er ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

FER MIKINN

Bítur oft í annars bök
eða ber út þvaður
Þorsteinn hefur á því tök
enda auðmaður. 

Við lygina ´ann laginn er
ef leitar til varna
Maðurinn þar mikið fer
ég meina Bjarna.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

PÓLITÍSK LINDÝR

Mosi spyr hvað eigi að kalla stjórnmálafólk sem brýtur reglur sem það setur öðrum, lætur hagsmunaaðila bjóða sér í dekurferðir og síðan þyrlu Landhelgisgæslunnar snatta með sig fram og til baka á ráðherrafundi. Þau sem ekki eru í þyrlunum eða í dekurferðunum kóa með í þögn. Mosi klykkir út með því að spyrja hvort vanti beinin í þetta fólk. Þar með hefur hann svarað spurningu sinni. Að sjálfsögðu eru þetta pólitísk lindýr. 
Sunna Sara

Lesa meira

ALLIR TILBÚINIR AÐ SEGJA ÓSATT?

Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur dómsmálaráðherra, sem er í hestaferð á Suðurlandi, til Reykjavíkur og aftur tilbaka. Landhelgisgæslan segir þetta hafi verið í leiðinni og þá væntanlega bæði fram og til baka. Þetta eru augljós ósannindi og er óneitanlega óþægilegt þegar kerfið er tilbúið að segja ósatt beint upp í opið geðið á okkur. Stutt er síðan ferðamálaráðherrann fór í dekurferð á vegum hótelkeðju, sem er siðlaust, og braut auk þess reglur sem hún var nýbúin að setja öðrum af því að það var svo gaman að hitta vinkonurnar og dómsmálaráðherrann segir okkur hve verðmætt það sé fyrir sig að komast á hestbak og í sól. Ríkisstjórnin kóar síðan með. Hvað á að kalla þetta? Vantar beinin í ...
Mosi

Lesa meira

UM PRINSIPP OG PRINSIPPLEYSI

Sammála er ég Jóel A. hér á síðunni hjá þér Ögmundur minn um það hvernig fréttamiðlar okkar virðist líta á það sem hlutverk sitt að sefa þjóðina og svæfa og drepa öllu á dreif sem máli skiptir. Í samanburði við stóru pólitísku málin þá sé kossaflangs ferðamálaráðherra með vinkvennum smávægilegt þótt brjóti gegn því sem predikað er. En eftir því sem ég hugsa málið þá finnst mér þetta þó ekki vera eins smátt mál og í fyrstu. Það varðar nefnilega prinsipp eða öllu heldur prinsippleysi. Þá er ég ekki bara að hugsa um fjarlægðartakmörk sem stjórnvöld ráðleggja heldur að vinkonurnar hafi verið í boði hótelkeðju! Semsagt ferðmálaráðherra fer ...
Mosi  

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar: ÁRÁSIR Á FLÓTTABÖRN

Samblanda af kynþátta-, trúarfordómum og fávisku er rót að illgjörnum árásum á fjögur egypsk flóttabörn og foreldra þeirra, sem hér hafa leyft sér að guða á glugga. Mannorðsníðingar dylgja um föður barnanna, stimpla hann sem líklegan “hryðjuverkamann” ! Fyrir það ámæli eiga ekki síst börn hans að líða. Maðurinn varð aktívisti þegar “ arabíska vorið” kom 2011 til Egyptalands, andóf gegn harðræði. Ekki fer allt að óskum og frá 2014 tók við ný harðstjórn, fræg fyrir ofsóknir gegn fyrri “ ólátabelgjum” Launmorð, pyntingar, aftökur, ólögmætar fangelsanir hafa snúið að þúsundum í Egyptalandi og gera það enn. Þá eru stimplar ekki sparaðir af ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA NÍU - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

 ... Efist einhver um að þetta sé raunverulega svona í pottinn búið, þá ætti sá hinn sami/sú hin sama að spyrja sig: hefur einhvern tíma verið kosið um þetta fyrirkomulag [að Ísland yrði hluti að innri orkumarkaði Evrópu]? Hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulagið? Kallar þjóðin sjálf eftir þessu fyrirkomulagi? Er hugtakið „lýðræði“ það fyrsta sem fólki kemur til hugar í þessu ferli öllu saman, eða frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur? Eru stjórnmálamenn tilbúnir að leggja spilin á borðið í þessu máli fyrir næstu kosningar? [Þvert á flokka] ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: PCC SE. - ÚTRÁSIN TIL ÍSLANDS.  ( Um eiganda og skuldabera hans)

Þýski hringurinn PCC SE, sérhannað útrásarfyrirtæki, gumar af yfirráðum og eign á 82 leppfyrirtækjum sínum í 18 ríkjum víðsvegar um heim, einu á Íslandi. Öll bera þau sjálfstæða ábyrgð, en eiga að skila eiganda arði. Íslenska “ útibú” PCC SE hlaut nafn, BakkiSilicon hf. Eigandinn hefur ráðskast með öll umsvif þess á Íslandi og erl.viðskipti þess. En sett alla ábyrgð á herðar BakkiSilcon hf, m.a. gífurlega skuldabyrði, sem nú er að sliga útibúið á Íslandi. Við bætast ...

Lesa meira

Kári skrifar: STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA

Í umræðu samtímans gætir eðlilega nokkurs misskilnings hvað snertir alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Misskilningurinn er fullkomlega eðlilegur sökum þess að dómstólarnir eru margir, þeir eru langt frá fólki í daglegum veruleika lífsins og fjalla um mál sem mörgum eru fjarlæg. Í fyrsta lagi þarf að gera greinarmun á alþjóðlegum dómstólum annars vegar og svæðisbundnum (regional courts) dómstólum hins vegar [sbr. Mannréttindadómstól Evrópu]. Í öðru lagi þarf að hafa í huga hvaða ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson og Þórarinn Hjartarson skrifa: MERKILEG BÓK UM ATBURÐINA 11. SEPTEMBER 2001 Í SAMHENGI

Í dag er árásin á Tvíburaturnana 19 ára. Nýlega kom út (á ensku, af íslensku forlagi) ný bók um atburðina sem áttu sér stað þann 11. september 2001. Þetta er gríðarlega vel unnin og beinskeytt bók sem nær að fanga marga mikilvægustu þættina um þetta málefni. Bókin America´s Betrayal Confirmed. 9/11: Purpose, Cover-up and Impunity, er sterk bók um stórmál. Elías Davíðsson er baráttumaður mannréttinda, hefur einnig mjög fjallað um náttúruverndarmál og lýðræði en öðru fremur hefur hann sem sérsvið málefni hryðjuverka (undir fölsku flaggi sérstaklega) ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar