Stjórnmál 2009

FRÉTTAMANNAFUNDUR Í VALHÖLL


...Flokkurinn hefði ákveðið að efnt skyldi til kosninga 9. maí næstkomandi. Ekki var látið svo lítið að kanna vilja annarra stjórnmálalflokka á þingi. Kannski ekkert skrítið, eftir tæplega tveggja áratuga ofstjórn þar sem allir þræðir hafa legið í Valhöll.
Hitt er svo annað mál að mikinn skugga bar á fréttamannnafundinn í dag, sem í mínum huga yfirskyggði allt annað. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti um alvarleg veikindi sín og nauðsyn þess að hann gengist undir skurðaðgerð. Þetta eru slæm tíðindi. Óska ég Geir alls hins besta, góðs og skjóts bata.   

Lesa meira

ÓTTAST AÐ KOSNINGAR TRUFLI EINBEITINGUNA


...Í lesendabréfi sem birtist á síðunni í dag er réttilega bent á þá veruleikafirringu sem fram kemur í afstöðu forsætisráðherra. Hann verður að skilja að gagnrýnin og reiðialdan beinist ekki gegn honum persónulega á nokkur hátt. Sjálfur er ég eindregið þeirrar skoðunar að Geir H. Haarde sé mjög heiðarlegur og grandvar maður, sem vill þjóð sinni vel...Nú dugir enginn sýndarveruleiki lengur. Þjóðfélagið logar í bókstaflegri merkingu. það er ábyrgðarhluti að leggja ekki sitt af mörkum til þess að reiðin beinist í lýðræðislegan og uppbyggilega farveg. Það yrði gert með því að...

Lesa meira

UM HEILBRIGÐI VIÐSKIPTABLAÐSINS


...Þegar hið endurreista Viðskiptablað kom út að nýju í eignarhaldi nýrra aðila í vikunni fjallaði leiðarinn um hve jákvætt það væri að einkavæða heilbrigðisþjónustuna.  Heilbrigt skref var fyrirsögn leiðarans ...Ítrekað skal að einkavæðingaráhuginn er ekki nýr af nálinni á ritstjórn Viðskiptablaðsins. Hins vegar vakna ýmsar spurningar þegar auðmenn ná undirtökum í stjórnmálum og fjölmiðlum og hagsmunabarátta auðmannanna og ritstjórnarstefna fjölmiðla í þeirra eigu renna saman í eitt.  Þess vegna þessar hugrenningar að gefnu tilefni: Lofgjarðar,  um ráðherra sem deilir út ábatasömum verkefnum, í leiðara blaðs í eigu manns sem vonast til að komast sjálfur yfir verkefnin...

Lesa meira

ER AÐ UNDRA AÐ FÓLK HEIMTI KOSNINGAR?!


Í dag fékk ég þennan reikning sendan. Hann er ekki stílaður á mig einan heldur þjóðina alla. Á meðan skrifað er upp á reikning af þessu tagi fyrir okkar hönd virðist mér Samfylkingin bíða í ofvæni eftir því einu hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera gagnvart umsókn um aðild að Evrópusambandinu! Er þessi flokkur orðinn staurblindur...

Lesa meira

ENDURHEIMTUM ÞJÓÐAREIGINIR

Birtist í Morgunblaðinu 09.01.09.
MBL - LogoÞað er smám saman að renna upp fyrir þjóðinni hvað hefur hent hana á undanförnum árum. Allar eignir hennar hafa annað hvort verið teknar af henni með einkavæðingu eða þær hafa verið veðsettar að fullu og hún svipt þeim með þeim hætti...feigðarflanið hófst með einkavæðingu kvótakerfsins. En einmitt þar á nú að byrja að vinda ofan af öfugþróuninni.  Ná þarf að tryggja sjávarauðlindina aftur í þjóðareign. Sama gildir um vatnið, heitt og kalt, rafmagnið og alla grunnþjónustu samfélagsins ...Markaður á að ríkja þar sem hann gerir gagn. Ekki þar sem nú hefur sannast að hann gerir ógagn.  Brýnasta verkefni þjóðarinnar nú er að ná auðlindunum tilbaka. Ef við missum þær úr hendi til auðmanna innan lands eða utan þá eigum við okkur ekki viðreisnar von. Aldrei. Látum það ekki henda...

Lesa meira

ÞINGFLOKKUR VG ÁLYKTAR UM UPPGJÖF RÍKISSTJÓRNARINNAR


Í dag rann út frestur til að lögsækja bresk stjórnvöld fyrir að beita Íslendinga hryðjuverkalögum. Það gerði Gordon Brown, forsætisráðherra Breta  til að slá tvær flugur í einu höggi: Eyðileggja íslenska bankakerfið erlendum fjárfestingafyrirtækjum sem víti til varnaðar og til að bæta eigin stöðu í skoðanakönnunum.
Íslenska ríkisstjórnin þorði ekki í mál og má ráða af því að hún hafi enga trú á málstað Íslendinga. Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segja okkur að tilteknir lögfræðingar hafi sagt þeim að ...

Lesa meira

EKKI VÆRI LÚÐVÍK KOMINN Á HNÉN

Ég hef hlustað á talsmenn ríkisstjórnarinnar reyna að skýra hvers vegna hún hefur lyppast niður gagnvart yfirgangi Breta sem beittu hryðjuverkalögum við að koma íslenska bankakerfinu á hliðina þegar það mátti minnst við. Nú er orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki að láta reyna á lögmæti þessara hryðjuverkalaga Breta... En það má ríkisstjórnin vita að málið snýst ekki einvörðungu um að tapa eða vinna málaferli heldur að sýna fram á trú okkar á eigin málstað. Það út af fyrir sig myndi styrkja okkur í samningum um lánskjör Icesave-lánanna... Þetta hafði ekkert með lögmæti að gera heldur trú á málstað og vald. Sá sem trúir á málstað sinn öðlast vald. Það skildu landhelgiskempurnar okkar. Lúðvík Jósepsson kemur upp í hugann. Hann var einn fremsti foringi okkar í landhelgisstríðunum. Hann var málsvari til að reiða sig á vegna þess hve mikill baráttumaður hann var. Í nýútkomnu blaði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Kópavogi, Kópi, vík ég að baráttu Lúðvíks...

Lesa meira

FYRST TÓKUM VIÐ KVÓTANN, SÍÐAN BANKANA OG SVO LÍFEYRISSJÓÐINA...


Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands og sérlegur hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins um árabil, er holdgervingur öfgafrjálshyggjunnar sem riðið hefur húsum á Íslandi með þeim hrikalegu afleiðingum sem nú blasa við. Meðfylgjandi er ársgamalt viðtal við Hannes  Hólmstein úr þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Bernsk trú Hannesar á ágæti markaðshyggjunnar  skín í gegn þegar hann í ákafa sínum hvetur til þess að menn gefi betur í og haldi enn lengra...

Lesa meira

Frá lesendum

TEKIÐ UNDIR MEÐ GRÍMI UM BAKKA-RANGHERMI OG ÞÖGGUN

Þú pælir sem aðrir Ögmundur í pestaróféti, m.a hvernig það virkar á stjórnmál. Eitt gróft dæmi um misnotkun er verksmiðjan á Bakka sem okkur er sagt án athugasemda fjjölmiðlafólks að hafi lent í ógöngum vegna Covid. Þetta eru helber ósannindi. Þess vegna fagna ég skrifum Gríms hér á síðunni um staðreyndir þessa máls. Svo vill til að ég þekki þetta nokkuð og tek ég heilshugar undir með Grími: Sleitulausar ófarir i rekstri kísilvers á Bakka hófust um mitt ár 2018, frá byrjun. Ekki batnaði rekstur 2019, tapið þá 7.3 milljarðar. Ömurlegur var gangurinn, 2020 byrjaði mjög illa. Líklega var tap á tveggja ára rekstri orðinn 14 ma þegar glóruleysið leiddi til stöðvunar á rekstri við lok júlí sl. Engin búbót er sýnd í kortum. Krísan algjör. Vegna þessa tekur yfirklór við en mest þöggun um málavexti. Grófasta ranghermið til yfirklórs er ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

FER MIKINN

Bítur oft í annars bök
eða ber út þvaður
Þorsteinn hefur á því tök
enda auðmaður. 

Við lygina ´ann laginn er
ef leitar til varna
Maðurinn þar mikið fer
ég meina Bjarna.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

PÓLITÍSK LINDÝR

Mosi spyr hvað eigi að kalla stjórnmálafólk sem brýtur reglur sem það setur öðrum, lætur hagsmunaaðila bjóða sér í dekurferðir og síðan þyrlu Landhelgisgæslunnar snatta með sig fram og til baka á ráðherrafundi. Þau sem ekki eru í þyrlunum eða í dekurferðunum kóa með í þögn. Mosi klykkir út með því að spyrja hvort vanti beinin í þetta fólk. Þar með hefur hann svarað spurningu sinni. Að sjálfsögðu eru þetta pólitísk lindýr. 
Sunna Sara

Lesa meira

ALLIR TILBÚINIR AÐ SEGJA ÓSATT?

Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur dómsmálaráðherra, sem er í hestaferð á Suðurlandi, til Reykjavíkur og aftur tilbaka. Landhelgisgæslan segir þetta hafi verið í leiðinni og þá væntanlega bæði fram og til baka. Þetta eru augljós ósannindi og er óneitanlega óþægilegt þegar kerfið er tilbúið að segja ósatt beint upp í opið geðið á okkur. Stutt er síðan ferðamálaráðherrann fór í dekurferð á vegum hótelkeðju, sem er siðlaust, og braut auk þess reglur sem hún var nýbúin að setja öðrum af því að það var svo gaman að hitta vinkonurnar og dómsmálaráðherrann segir okkur hve verðmætt það sé fyrir sig að komast á hestbak og í sól. Ríkisstjórnin kóar síðan með. Hvað á að kalla þetta? Vantar beinin í ...
Mosi

Lesa meira

UM PRINSIPP OG PRINSIPPLEYSI

Sammála er ég Jóel A. hér á síðunni hjá þér Ögmundur minn um það hvernig fréttamiðlar okkar virðist líta á það sem hlutverk sitt að sefa þjóðina og svæfa og drepa öllu á dreif sem máli skiptir. Í samanburði við stóru pólitísku málin þá sé kossaflangs ferðamálaráðherra með vinkvennum smávægilegt þótt brjóti gegn því sem predikað er. En eftir því sem ég hugsa málið þá finnst mér þetta þó ekki vera eins smátt mál og í fyrstu. Það varðar nefnilega prinsipp eða öllu heldur prinsippleysi. Þá er ég ekki bara að hugsa um fjarlægðartakmörk sem stjórnvöld ráðleggja heldur að vinkonurnar hafi verið í boði hótelkeðju! Semsagt ferðmálaráðherra fer ...
Mosi  

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar: ÁRÁSIR Á FLÓTTABÖRN

Samblanda af kynþátta-, trúarfordómum og fávisku er rót að illgjörnum árásum á fjögur egypsk flóttabörn og foreldra þeirra, sem hér hafa leyft sér að guða á glugga. Mannorðsníðingar dylgja um föður barnanna, stimpla hann sem líklegan “hryðjuverkamann” ! Fyrir það ámæli eiga ekki síst börn hans að líða. Maðurinn varð aktívisti þegar “ arabíska vorið” kom 2011 til Egyptalands, andóf gegn harðræði. Ekki fer allt að óskum og frá 2014 tók við ný harðstjórn, fræg fyrir ofsóknir gegn fyrri “ ólátabelgjum” Launmorð, pyntingar, aftökur, ólögmætar fangelsanir hafa snúið að þúsundum í Egyptalandi og gera það enn. Þá eru stimplar ekki sparaðir af ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA NÍU - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

 ... Efist einhver um að þetta sé raunverulega svona í pottinn búið, þá ætti sá hinn sami/sú hin sama að spyrja sig: hefur einhvern tíma verið kosið um þetta fyrirkomulag [að Ísland yrði hluti að innri orkumarkaði Evrópu]? Hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulagið? Kallar þjóðin sjálf eftir þessu fyrirkomulagi? Er hugtakið „lýðræði“ það fyrsta sem fólki kemur til hugar í þessu ferli öllu saman, eða frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur? Eru stjórnmálamenn tilbúnir að leggja spilin á borðið í þessu máli fyrir næstu kosningar? [Þvert á flokka] ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: PCC SE. - ÚTRÁSIN TIL ÍSLANDS.  ( Um eiganda og skuldabera hans)

Þýski hringurinn PCC SE, sérhannað útrásarfyrirtæki, gumar af yfirráðum og eign á 82 leppfyrirtækjum sínum í 18 ríkjum víðsvegar um heim, einu á Íslandi. Öll bera þau sjálfstæða ábyrgð, en eiga að skila eiganda arði. Íslenska “ útibú” PCC SE hlaut nafn, BakkiSilicon hf. Eigandinn hefur ráðskast með öll umsvif þess á Íslandi og erl.viðskipti þess. En sett alla ábyrgð á herðar BakkiSilcon hf, m.a. gífurlega skuldabyrði, sem nú er að sliga útibúið á Íslandi. Við bætast ...

Lesa meira

Kári skrifar: STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA

Í umræðu samtímans gætir eðlilega nokkurs misskilnings hvað snertir alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Misskilningurinn er fullkomlega eðlilegur sökum þess að dómstólarnir eru margir, þeir eru langt frá fólki í daglegum veruleika lífsins og fjalla um mál sem mörgum eru fjarlæg. Í fyrsta lagi þarf að gera greinarmun á alþjóðlegum dómstólum annars vegar og svæðisbundnum (regional courts) dómstólum hins vegar [sbr. Mannréttindadómstól Evrópu]. Í öðru lagi þarf að hafa í huga hvaða ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson og Þórarinn Hjartarson skrifa: MERKILEG BÓK UM ATBURÐINA 11. SEPTEMBER 2001 Í SAMHENGI

Í dag er árásin á Tvíburaturnana 19 ára. Nýlega kom út (á ensku, af íslensku forlagi) ný bók um atburðina sem áttu sér stað þann 11. september 2001. Þetta er gríðarlega vel unnin og beinskeytt bók sem nær að fanga marga mikilvægustu þættina um þetta málefni. Bókin America´s Betrayal Confirmed. 9/11: Purpose, Cover-up and Impunity, er sterk bók um stórmál. Elías Davíðsson er baráttumaður mannréttinda, hefur einnig mjög fjallað um náttúruverndarmál og lýðræði en öðru fremur hefur hann sem sérsvið málefni hryðjuverka (undir fölsku flaggi sérstaklega) ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar