Stjórnmál Janúar 2010

STYRKJA SAMNINGSSTÖÐUNA


Flestir sem verða á mínum vegi þessa dagana gleðjast yfir því að möguleikar kunni að opnast á endurupptöku Icesave samninganna. Úrtölufólk er líka til en því fer fækkandi. Sem betur fer. Ég heyri á félögum mínum og vinum sem ég er í samskiptum við innan verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndum og á vettvangi Evrópusambandsins, að nú blási ferskari vindar og okkur hagstæðari en verið hefur fram til þessa...Tvær konur hafa verið skeleggar í þessu efni síðustu dagana, þær Eva Joly og Lilja Mósesdóttir.  Norrænir þingmenn óskuðu eftir því að Eva Joly gerði grein fyrir sinni sýn á Icesave málið fyrir hálfri annarri viku. Sá fundur muna hafa verið...

Lesa meira

ÖLL GÖGN UM ÍRAK FRAM Í DAGSLJÓSIÐ!

...Gott er að finna fyrir stuðningi Kristins H. Gunnarssonar hvað þetta varðar en fyrir þinginu liggur beiðni frá mér og fleirum um að öll gögn í þessu máli verði gerð opinber og upplýst um það niður í kjölinn. Þingsályktunartillagan er svohljóðandi:  "Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að birt verði öll skjöl og allar aðrar upplýsingar sem fyrir liggja frá ársbyrjun 2002 til desember 2003 sem varpa ljósi á ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjamanna og Breta og annarra þjóða í Írak árið 2003." ...Sjá hér nánar umfjöllun mína um þetta efni frá því í desember...

Lesa meira

FJÁRMAGN GEGN FÓLKI


...Kannski finnst Reinfeldt forsætisráðherra það vera í góðu lagi að gerast handrukkari. En hvað skyldi sænsku þjóðinni finnast um þetta nýja hlutverk sitt? Hvað skyldi þjóðinni sem átti Olov Palme finnast um að vera komin í fótgöngulið fjármagnsins gegn fólkinu? Skyldu menn almennt átta sig á því að viðhorfsbreytingin í Evrópu á meðal almennings er vegna þess að fólk er farið að stilla dæminu svona upp...

Lesa meira

MARKMIÐ OKKAR ALLRA ER HIÐ SAMA


... Þegar málsmetandi aðilar í evrópskum stjórnmálum, fjölmiðlaheimi og á meðal almennings taka undir með okkur, á faldi íslenskrar lýðræðisbylgju, hljótum við að lyfta jákvæðum röksemdum sem fram eru reiddar en ekki tala þær niður einsog hefur viljað brenna við. Í stað þess að horfa aftur á bak og sýta erfitt hlutskipti okkar eigum við að fagna því þegar staðan batnar og vinna að því að bæta hana enn meira. Það er verkefnið. Sjálfur hef ég alla tíð líkt þessari þrautagöngu við...

Lesa meira

LÝÐRÆÐI EÐA FORRÆÐI?


...Rökum Péturs um að lýðræði í of stórum skömmtum leiði til ranglætis andmæli ég á tvennum forsendum. Í fyrsta lagi þykja mér þau byggja á forrræðishyggju. Þetta voru rök......Þá má spyrja hvort það hefði verið til ills að efnt hefði verið til þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeildar ráðstafanir á undangengnum tveimur áratugum. Er það hollt að ríkisstjórninr komi "erfiðum málum", svo vitnað sé í prófessor Davíð Þór, auðveldlega í gegn?  Hefði verið virkjað við Kárahnjúka, hefðu bankarnir verið einkavinavæddir og sjávarauðlindin ef þurft hefði að eiga það við þjóðina beint? Hefði heita vatnið verið einkavætt? Ég held...

Lesa meira

RÖKRÉTT NIÐURSTAÐA FORSETA ÍSLANDS


Að mínu viti er erfitt að sjá hvernig forseti Íslands hefði getað komist að annarri niðurstöðu en hann gerði. Honum bárust undirskriftir fjórðungs atkvæðisbærra manna í landinu sem hvöttu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þennan lýðræðilega vilja hlaut forsetinn að virða. Það hefur hann nú gert. Ég ítreka þá afstöðu mína að ríkisstjórnin á að sitja áfram. Hún var mynduð til að verja velferðarþjóðfélagið á Íslandi og má ekki hlaupa frá því ætlunarverki. Ég hef þegar lýst þessari skoðun í ...

Lesa meira

RÍKISSTJÓRNIN HEFUR EKKI LEYFI TIL AÐ FARA FRÁ!


...Nú heyrist á stöku stjórnarliða - félaga minna - að komi til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem málið yrði fellt þá félli ríkisstjórnin jafnframt. Þessu mótmæli ég harðlega. Hér er ekki talað fyrir mína hönd! Þeir sem svona mæla eru reiðubúnir að fórna vinstri stjórn vegna Icesave.   Ég vona að allir haldi ró sinni, horfi á málið af yfirvegun og spyrji sjálfa sig hvort sé mikilvægara, lýðræðið og félagslega þenkjandi ríkisstjórn eða sú útgáfa af Icesave sem nú liggur á borði forseta Íslands. Ég vona að menn geri sér grein fyrir því að það var norrænn velferðarfáni sem til stóð að hefja að húni í Stjórnarráði Íslands næstu fjögur árin. Það er ...

Lesa meira

AUKA BER VEG HINS BEINA LÝÐRÆÐIS


Forseti Íslands flutti að mínu mati sitt besta nýársávarp til þessa. Hann fjallaði um lýðræðið og hvatti til opnari, gagnsærri og lýðræðislegri stjórnarhátta...Menn velta því nú fyrir sér hvort forsetinn staðfesti Icesave-lögin eður ei. Þau sjónarmið heyrast að það sé ekki við hæfi að bera þetta tiltekna mál undir þjóðaratkvæði, það eigi bara við um önnur mál án þess að það sé skilgreint nánar hver þau eru. Í mínum huga er bara ein skilgreining sem máli skiptir: Lýðræðislegur vilji. Ef hann er fyrir hendi á að virða hann. Sá vilji birtist í tugþúsundum undirskrifta. Vinstrihreyfingin grænt frmaboð hefur alla tíð barist fyrir auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslunnar - og þar með hinu beina lýðræði. Við vildum ...

Lesa meira

MIKILVÆG YFIRLÝSING FORSÆTISRÁÐHERRA

Joh.Sig. VATN 31.des 09
...Yfirlýsingar forsætisráðherra í áramótaávarpinu eru mjög mikilvægar og sérstakt fagnaðarefni. Þessum fyrirheitum þarf nú að fylgja eftir. Í ávarpi sínu sagði Jóhanna Sigurðardóttir um þetta efni:... Það ætti því að vera eitt af okkar brýnustu verkefnum að þessi ómetanlega auðlind, íslenska vatnið, verði skilgreind í stjórnarskránni sem almannaeign - engu síður en fiskurinn í sjónum...  

Lesa meira

Frá lesendum

GÓÐ UPPRIFJUN, GÓÐ SPURNING!

Afhverju var þessu máli ekki áfrýjað til Hæstaréttar á sínum tíma sem fjallað var um í þessari grein ,,Kvótakerfið hangir á bláþræði'' fyrir bráðum 14 árum ? Úgerðarmenn þorðu ekki með málið lengra því Hæstarréttur hefði líklega staðfest dóminn sem hefði líklega framkallað bankahrun 2 árum áður en bankahrunið varð flestum ljóst í okt. 2008 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1067864/
B
aldvin Nielsen

Lesa meira

VILL ALLAN AFLA Á UPPBOÐSMARKAÐ

Hvernig er hægt að skrifa um fyrirkomulag fiskveiða við strendur landsins án þess að minnast á að setja allan afla á uppboðsmarkað? Að klippa milli veiða og vinnslu er forsenda breytinga. Kvótinn var settur til að vernda fiskinn í sjónum en ekki fiskvinnslur í landi.
Tryggvi L. Skjaldarson
...

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ – FRAMHALDSUMRÆÐA - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

Hér á eftir verður haldið áfram þar sem frá var horfið síðast, fyrir áramót, að rekja í stuttu máli innihald raforkutilskipunar ESB nr. 2018/944. Síðast var fjallað um 9. gr. tilskipunarinnar og endað þar. Er þá komið að 10. gr., III kafla. Sá kafli fjallar um „valdeflingu neytenda“ [consumer empowerment] og „neytendavernd“. Í 1. mgr. 10. gr. segir efnislega að aðildarríki [ESB] skuli tryggja að lokakaupendur (viðskiptavinir) hafi rétt til þess að fá rafmagn frá veitu, samkvæmt samningi hennar, óháð því í hvaða aðildarríki veitan er skráð, að því gefnu að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: PÓLITÍSK MORÐ OG RÍKISHRYÐJUVERK  - AFLEIKUR TRUMPS

Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad ... Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BREXIT OG BREYTTAR ÁTAKALÍNUR Í STÉTTABARÁTTUNNI

Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við, breskur verkalýður öskrar það svo skýrt að ekki verður misskilið. Verkalýðurinn segist tilbúinn að búa við stéttaróvin sinn Boris Johnson næstu fjögur árin til þess eins að reyna að tryggja að staðið verði við það Brexit sem hann valdi 2016. Atkvæðagreiðslan 2016 opinberaði mikla gjá á milli valdakerfisins og kjósenda. Ekki bara hafði almenningur á móti sér ...

Lesa meira

Berta Finnbogadóttir skrifar: ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var birtur þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka 1 og 2. Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i] og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar