Fara í efni

RÖKRÉTT NIÐURSTAÐA FORSETA ÍSLANDS


Að mínu viti er erfitt að sjá hvernig forseti Íslands hefði getað komist að annarri niðurstöðu en hann gerði. Honum bárust undirskriftir fjórðungs atkvæðisbærra manna í landinu sem hvöttu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þennan lýðræðilega vilja hlaut forsetinn að virða. Það hefur hann nú gert.
Ég ítreka þá afstöðu mína að ríkisstjórnin á að sitja áfram. Hún var mynduð til að verja velferðarþjóðfélagið á Íslandi og má ekki hlaupa frá því ætlunarverki. Ég hef þegar lýst þessari skoðun í fjölmiðlum.
Dæmi er að finna hér:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/05/rokrett_akvordun_forsetans/
http://www.visir.is/article/20100105/FRETTIR01/508279823