Stjórnmál 2012

... Haft er eftir kínverska auðmanninum Huang Núbo að hann sé
ekki af baki dottinn að komast yfir land á Grímsstöðum á Fjöllum.
Þá sé hann reiður íslenskum stjórnvöldum, sem hafi beðið sig um að
fjárfesta á Íslandi. Hér er það ég sem kem af fjöllum. ... Það þarf
greinilega að tala skýrt í þessu máli enda full efni til. En svo
enginn þurfi að velkjast í vafa um niðurstöðu ráðherranefndarinnar,
þá var því ekki slegið á frest að taka afstöðu til beiðni
fyrirtækjasamsteypu Húangs Núbós. Beiðninni var hafnað...
Lesa meira

...Í forvali VG þótti mér gott og uppörvandi að finna góðan
baráttuvilja hjá mörgu fólki. Langar mig til að nota þetta tækifæri
til að þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem ég fann fyrir í
aðdraganda forvalsins og eftir það. Í Suðvestur-kjördæmi, Kraganum,
höfum við nú á að skipa öflugri liðsheild og er næsta
verkefnið að ganga frá endanlegum framboðslista og gera okkur klár
í bátana fyrir kosningabaráttuna. Þar er verkefnið að sjá til þess
að...
Lesa meira

Ræða á lýðræðisráðstefnu
...Fulltrúalýðræðið vildi með öðrum orðum ekki gefa frá sér valdið.
Ég sagði í upphafi að það ætti ekki að skipta máli hvað fulltrúunum
fyndist um spurningu dagsins um hvort valdið ætti að ganga til
fólksins. Sjálfir væru þeir ekki uppspretta valdsins heldur
handhafar þess og til tiltekinna afmarkaðra verkefna. En
staðreyndin er vitanlega sú að fulltrúalúðræðið hefur tögl og
hagldir eins og dæmin sanna. Í rauninni er ekkert undarlegt að
stofnanakerfi stjórnmálanna skuli vera efins um beint lýðræði.
Ástæðan er sú að margir stjórnmálamenn líta á beint lýðræði sem ógn
...
Lesa meira
Birtist á Smugunni 07.11.12.
...þaut í holti tófa. Mér sýnist komið
óþol í Sjálfstæðisflokkinn; hann langar til að komast að
kjötkötlunum að væta þurran góminn eftir fjarveru frá
veisluborðinu, sem hann útbjó sér og sínum á tuttugu árum sitt
hvorum megin aldamótanna. Nú þegar kosningar fara að nálgast er
öllum hollt að hugsa skýrt og láta ekki gleymskuna glepja
sig.
Rifjum upp...
Lesa meira

Næstkomandi laugardag verður haldin ráðstefna í Ráðhúsi
Reykjavíkur um lýðræði á 21. öld. Að ráðstefnunni stendur
Innanríkisráðuneytið í samstarfi við lýðræðisfélagið Öldu,
Umboðsmann barna og Reykjavíkurborg. Ég er sannfærður um að þessi
ráðstefna verður áhugaverð og vek ég því athygli á henni í tíma og
hvet áhugafólk um lýðræði að mæta á laugardag...
Lesa meira

Í gær rann út frestur til að skila inn framboðum í fyrirhugað
prófkjör í Suðvesturkjördæmi hjá Vinstrihreyfingunni grænu
framboði. Áður en frestur rann út tilkynnti ég til kjörstjórnar að
ég sæktist eftir 1. sætinu. Prófkjörið fer fram 24. þessa mánaðar
og geta þeir sem skráðir eru í VG tekið þátt. Vilji fólk láta skrá
sig er hægt að gera það til 14. þessa mánaðar en þá verður kjörskrá
lokað. Skilyrði fyrir skráningu/þáttöku er að...
Lesa meira

... Ákvörðun Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur um að segja skilið
við stjórnmálin á að verða tilefni til að staldra við; tilefni til
endurmats á vinnubrögðum og áherlsum... Munum að andvaraleysi okkar
getur fært valdatauma í þjóðfélaginu aftur í hendur þeirra sem
bjuggu í haginn fyrir hrunið, með einkavæðingu og
misskiptingarstefnu á nánast öllum sviðum þjóðlífsins. Það er hollt
að hlusta vel eftir því sem talsmenn Sjálfstæðisflokksins mæla
þessa dagana. Þeir tala mjúklega en...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 29.10.12.
Um rannsóknarheimildir er hins vegar
deilt og þá sérstaklega svonefndar forvirkar rannsóknarheimildir,
sem fela í sér að hefja rannsókn á glæp áður en hann hefur verið
framinn. Þetta getur verið vandkvæðum háð, enda erfitt að spá fyrir
um það með óvilhöllum hætti að glæpur sé í undirbúningi. Í þessum
efnum vilja margir þingmenn ganga sömu slóð og Norðurlandaríkin, en
þar eru starfræktar leyniþjónustur. Því hef ég verið andvígur, enda
hef ég efasemdir um að ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 28.10.12.
...
Hefðu bankarnir verið einkavæddir og seldir ef þjóðin hefði verið
spurð beint um það? Eða kvótakerfið, hefði því verið komið á ef
þjóðin hefði verið spurð? Hefði orkuframleiðsla á Reykjanesi verið
seld út fyrir landsteinana ef spurt hefði verið um það sérstaklega?
Og hvað með sjúklingagjöld og einkavæðingu í heilbrigðiskerfi? Ég
held að ekkert af þessu hefði verið gert ef ...
Lesa meira

... Þessi umræða er margslungnari en svo að hún verði afgreidd
með þessum hætti. Ég get hins vegar ekki látið hjá líða að gagnrýna
harðelga þessi skrif og þá ekki síður samhengið. Í norskum
stjórnmálum eru þeir til sem hafa viljað nota hryðjuverk Anders
Breiviks í eigin pólitíska þágu, til dæmis til að koma höggi á Jens
Stoltenberg og félaga hans í norsku ríkisstjórninni. Það er líka
svo að þeir sem vilja efla eftirlitsþjóðfélagið nota tækifærið til
að tala fyrir slíku af miklum krafti. Ég fæ ekki betur séð en
einmitt það geri ritstjórinn í leiðara sínum...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum