Á Alþingi fer nú fram umræða um Vaðlaheiðargöng. Í seinni tíð
hef ég gerst gagnrýninn á þá framkvæmd vegna þess að áhöld eru um
að forsendur hennar standist og síðan hitt að tillögur eru um að
flýta Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum og óheppilegt er að vinna
að tvennum göngum í einu. Aðkoma mín að þessum málum hefur fléttast
inn í umræðurnar á þingi og hafa söguskýringar sumra þingmanna
verið harla misvísandi. Vil ég því gera grein fyrir málinu eins og
það blasir við frá mínum bæjardyrum. ...Nú hefur verið ákveðið að
freista þess að flýta Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum. Það hlýtur
að skipta máli þegar menn tímasetja Vaðlaheiðargöng sem annars
hefðu verið ein í framkvæmd meðan beðið væri eftir fjármagni af
samgönguáætlun í hin göngin. Nú ræðir enginn lengur um að setja
Vaðlaheiðargöng í einkaframkvæmd - því eftir því er ekki eftirspurn
á markaði...
Í gær fóru fram eldhúsdagsumræður á Alþingi og tók ég þátt í
umræðunni. Gerði ég aðildarviðræður Íslands að ESB m.a. að
umræðuefni og sagði að nú loksins væri ESB farið að viðurkenna að
það væri háð vilja samningsaðila hvenær viðræðum lyki en ekki
óviðráðanlegum lögmálum himintunglanna eins og iðulega hefur verið
gefið í skyn. Þetta hafi komið fram hjá Stefan Füle
"stækkunarstjóra" ESB í nýafstaðinni heimsókn hans til Íslands.
Síðan fór ég ...
Birtist í Sunnudagsmogganum 26. 05. 2012 Í stjórnarskrá Íslands er
eignarrétturinn talinn til grunnréttinda: Mannréttinda. Ef
eignarrétturinn er á einhvern hátt skertur skal tjónið bætt að
fullu. Nú bregður svo við að í nýjum stjórnarskrárdrögum
stjórnlagaráðs eru menn enn við sama heygarðshornið í þessu efni
þótt heldur sé verið að færa sig til nútímans hvað varðar auðlindir
í almannaeign. Í hinum nýju drögum er líka skírskotað til þess að
eignarrétti fylgi skyldur. En grunnhugsunin gamla og úr sér gengna
er enn til staðar. Svo heilagur gerðist eignarrétturinn undir
nýliðin aldamót og fram á þennan dag, að iðulega heyrist því fleygt
að ef sameign hefði verið einkavædd væri hún nánast óafturkræf nema
þá á ofurkjörum markaðsprísa. Það er einmitt þetta sem menn vilja
læsa aftur inn í nýja stjórnarskrá...
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa. Jóel A.
Björgólfur með barnslegt hjarta blygðunarleysi vill aumu skarta Þorstein vill verja mútur burt sverja og spillingu búa framtíð bjarta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...
þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i]og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...
Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi. Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...
Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...
Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...
... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...