ÁHUGAVERÐ RÁÐSTEFNA
Næstkomandi laugardag verður haldin ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur
um lýðræði á 21. öld. Að ráðstefnunni stendur Innanríkisráðuneytið
í samstarfi við lýðræðisfélagið Öldu, Umboðsmann barna og
Reykjavíkurborg. Ég er sannfærður um að þessi ráðstefna
verður áhugaverð og vek ég því athygli á henni í tíma og hvet
áhugafólk um lýðræði að mæta á laugardag.
Sjá nánar um dagskrá ráðstefnunnar:
http://www.innanrikisraduneyti.is/media/frettir-2012/lydraedi_dagskra.pdf
https://www.facebook.com/events/436587199738559/