Fara í efni

ESB, VATNIÐ OG EINKAVÆÐINGIN

Páll H Hannesson
Páll H Hannesson

Páll H. Hannesson er manna fróðastur um stefnur og strauma í Evrópusambandinu. Hann hefur starfað sem blaðamaður hér á landi og erlendis, m.a. á fjölmiðlum sem hafa sérhæft sig í málefnum ESB. Um nokkurra ára skeið var hann alþjóðafulltrúi BSRB og kynntist ég þá vel störfum hans, m.a. hvað varðar markaðsvæðingu almannaþjónustunnar á grundvelli Evrópusambandsins og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Hann skipulagði mikla herferð á vegum BSRB sem að lokum náði til fjölmargra félagasamtaka um vatn þar sem krafa var sett fram um að vatnið ætti að vera almannaeign. Í mínum huga hafa því orð Páls H. Hannessonar um Evópusambandið og þróun þar á bæjum því mikla vigt.
Þennan formála hef ég til að vekja athygli á lesendabréfi frá Páli H. Hannessyni hér á síðunni þar sem hann lýsir því hverning einkavæðingarsinnar eru að færa sig upp á skaftið innan ESB, að þessu sinni gagnvart vatninu. Í bréfi sínu lætur Páll fylgja slóð á átta mínúntna sjónvarpsþátt sem er einkar athyglisverður. Hvet ég fólk til að kynna sér þetta efni sem er því miður á erlendum málum - að uppistöðu þýsku en textað á ensku.
Bréf Páls: https://www.ogmundur.is/is/greinar/vatn-einkavaeding-esb-og-island