Fara í efni

YFIRVEGAÐUR EIRÍKUR

Eirikur Svavars
Eirikur Svavars
Fróðlegt var að hlýða á Eirík S. Svavarsson, hæstaréttarlögmann á Bylgjunni í morgun fjalla um Icesave og væntanlegan úrskurð EFTA dómstólsins. Hann greindi vel á hverju úrskurðurinn tekur, það er hvort Ísland hafi virt eða brotið tilskipun ESB um tryggingasjóð innistæðueigenda. Hann sagði réttilega að EFTA dómstóllinn væri ekki að kveða upp úr um greiðsluskyldu Íslands, gagnstætt því sem ýmsir virðast halda.

Það sem mestu máli skiptir nú er að beina allri umræðu upp úr skotgröfum og inn í yfirvegaðan farveg sem illu heilli ekki tókst sumarið 2009. Á þetta lagði Eiríkur S. Svavarsson áherslu og skal undir það tekið.
Hér má hlýða á röksemdir Eiríks S. Svavarssonar:http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=16554