Stjórnmál Apríl 2013

BIÐJUM UM STUÐNING Í KRAGA

Ögmundur og Rósa

...Ég býð mig fram í Suðvestur-kjördæmi, Kraganum. Hann tekur yfir Seltjarnarnes, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ ,  Álftanes, Mosfellsbæ og Kjós....Í skoðanakönnunum hefur fylgi VG sveiflast mjög og hef ég verið úti og inni í þessum könnunum. Í síðustu könnun náði ég hins vegar inn og einnig Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem skipar annað sæti listans í Suð-vesturkjördæmi. Það væri ánægjulegt ef Rósa Björk næði kjöri í kosningunum á morgun... 

Lesa meira

SKÝR PÓLITÍSK LANDAMÆRI

KATA

...Fremur en þjóðarsátt við aðila innan atvinnulífsins á þessum  forsendum, þarf þjóðarsátt við almennt launafólk sem vill jöfnun lífskjara, eflingu almannatrygginga og velferðarkerfis. Þar er krafist afnáms notendagjalda, hvort sem er á þjóðvegum landsins eða á sjúkrahúsunum - enginn vafi leikur á því heldur að nýja fyrirkomulagið varðandi lyfjakaup mun þurfa gagngerra lagfæringa við. Í þessum anda talar formaður VG hér við umræðuna...

Lesa meira

GETUR ÞAÐ VERIÐ?

Birtist í DV 26-28.O4.13.
DV -... Ástæðan er sú að með þessu móti yrði samvinnu- og félagshyggjustrengurinn hrærður í báðum þessum samstarfsflokkum VG. Þetta er raunhæfur kostur. Þessir flokkar gætu saman náð ágætum meirihluta. Allt að sjálfsögðu komið undir kjósendum á kjördag. Það er bara eitt sem ég á erfitt með að trúa, nefnilega að kjósendur ætli í alvöru að leiða Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk til valda að nýju svo skjótt eftir hrun sem raun ber vitni. Þeir eru enn lafmóðir eftir hrundansinn. Það rýkur af þeim...

Lesa meira

SAGA AF TVEIMUR KAFFIBOLLUM

Birtist í Morgunblaðinu 23.04.2013
MBL - Logo...Þetta kemur upp í hugann þegar hlustað er á málflutning aðdáenda Evrópusambandsins, sem telja það vera allra meina bót að ganga í ESB og taka upp evru. Sumir ganga svo langt að segja að Íslendingar hefðu sloppið við hrun ef þeir hefðu haft evru sem áður segir. Ekki sluppu Írar, Kýpverjar, Portúgalar, Grikkir, Spánverjar... Þeir hafa þó evru. Þeir sem halda slíkum málflutningi til streitu eru auðvitað að berja höfðinu við steininn. Og allir vita hvernig það fer með höfuðið...

Lesa meira

NETIÐ OG LÝÐRÆÐIÐ

Birtist í Fjarðarpóstinum, Kópavogspóstinum og Mosfellingi, apríl 2013.
Fp - Kop p - MosfellingurNú er þessi vinna farin að skila merkjanlegum árangri. Á meðal verkefna sem ráðist hefur verið í er þróun rafrænnar auðkenningar, svokallaðs Íslykils - nafnskírteinis á netinu - sem þróaður var af Þjóðskrá Íslands...  Einnig hefur verið unnið að eflingu rafræns lýðræðis í sveitarfélögum og hafa þegar verið samþykktar breytingar á sveitarstjórnarlögum sem undirbúa jarðveginn fyrir rafrænar íbúakosningar og undirskriftasafnanir á Ísland.is. Með þessum verkefnum er lagður grunnur að margvíslegri rafrænni þjónustu...

Lesa meira

ÞORLEIFUR FJALLR UM BEINT LÝÐRÆÐI

Þorleifur G 2

Þorleifur Gunnlaugsson fjallar um beint lýðræði í grein sem hann birtir á Smugunni nú um helgina. Hann er formaður stýrihóps sem ég skipaði á sínum tíma um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði. Hann hefur verið óþreytandi hvatamaður að því að við létum verkin tala hvað varðar  rafræna þjónustu og beint lýðræði. Hann hefur einnig verið gerandi í að koma á tengingu á milli ríkisins og sveitarfélaganna í þessum málum. Þetta tel ég vera grundvallaratriði enda ...

Lesa meira

GAGNRÝNUM FRAMSÓKN Á RÉTTUM FORSENDUM

Sigmundur XB

Ég hef efasemdir um loforð Framsóknar um skuldamálin, skattamálin, verðtrygginguna, launamál, velferð, örorku, tryggingagjald, lánasjóð námsmanna, Íbúðalánasjóð ... ekki um málefnin heldur þegar lofað er upp í ermina. Allt á að verða gott, öllum lofað gulli og grænum skógum og síðan allt svikið, jafnvel framkvæmt þvert á það sem lofað var. Þetta þekkjum við allt frá fyrri tíð. Síðan koma boðendur nýrra sjónarmiða sem hafa að kjörorði að menn eigi bara að setjast niður og spjalla saman um hagstjórnina - helst á netinu segir eitt framboðið - þá verði framtíðin skínandi björt og ekkert vesen... En það þarf líka að koma heiðarlega fram gagnvart frambjóðendum. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni , ekkert síður en öðrum...

Lesa meira

FEIMINN FLOKKUR

ömmi og BB

..... Í báðum þáttunum var Eygló Harðardóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, þátttakanadi í umræðunum en kaus að tjá sig ekkert um málefnið. Talaði bara á almennum nótum um að séð yrði til þess að allir hefðu það betra og allt yrði gott ef aðeins Framsókn fengi góða kosningu, nokkuð sem við heyrðum fyrir hverjar einustu kosningar í aðdraganda hruns. Eftirleikinn þekkjum við. Fróðlegt verður fylgjast með frekari viðbrögðum formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins varðandi skattastefnuna og þá hvort þau treysti sér til þess að ræða staðreyndir þessa máls eða verði...

Lesa meira

MÁLFLUTNINGUR SEM RÍMAR VIÐ SKYNSEMINA

Katrín X 2013

... Breytingar okkar eru þrepaskipt skattakerfi, verðtrygging persónuafsláttar og þar með skattleysismarkanna, auðlegðarskattur, breyting á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjald. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur hvað það þýðir að breyta skattkerfinu í fyrra horf eins og hótað hefur verið. Við viljum engar skyndilausnir í atvinnumálum, sagði Katrín, þess vegna ...

Lesa meira

ÞAU TALA SKÝRT

Katrín og Bjarni

...Ég virði Sjálfstæðisflokkinnn fyrir að koma hreint til dyranna og flokksformanninn þar á bæ, Bjarna Benediktsson, fyrir að tala skýrt um grundvallarstefnu flokks síns. Bjarni er ófeiminn að ræða misskiptingarstefnuna sem margt hægri sinnað fólk telur hið mesta þjóðráð í efnahagslegu tilliti. Í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var þetta kallað...Að sama skapi var Katrín Jakobsdóttir hreinskiptin og skýr í sínum málflutningi um skattastefnu sem gengur út á að JAFNA KJÖRIN...Engin plat ummæli um að nú þurfi að setjast niður og spá og spekúlera og kannski þetta og kannski hitt og alls ekkert vesen, eins og ein fylkingin býður upp á...

Lesa meira

Frá lesendum

ÓVÖNDUÐ FRÉTTASTOFA SJÓNVARPS

... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.  
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara  

Lesa meira

Á HVAÐA VEGFERÐ ERUM VIÐ?

Það var illa  til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

VIÐREISN ÁLYKTAR OG ÞINGMAÐUR KÆRIR - SIG SJÁLFAN

Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.

Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.

Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári

Lesa meira

HÆLIÐ FYRIR ÖSKURAPA:

Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur

Lesa meira

SKAMMHLAUP Í HEILABÚI STJÓRNVALDA?

Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni?  Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: YS OG ÞYS ÚT AF NATO

Keflavík, Finnafjörður, Noregur, Úkraína. Jens Stoltenberg segir að Rússar verði að „hætta óréttlætanlegri hernaðaruppbyggingu í og við Úkraínu. NATO stendur með Úkraínu“. En NATO-myndin af yfirgangsstefnu Pútíns sem kjarna vandans er fölsk mynd. Nýtt stjórnarfrumvarp er flutt af Guðlaugi Þór utanríkisráðherra ... Í greinargerðinni segir ...  Á Alþingi Íslendinga er engin sjáanleg andstaða í öryggis og utanríkismálum. Eitt sinn var andheimsvaldastefna stór þáttur vinstristefnu og sósíalisma en sýnist nú vera gleymd ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁHRIF MARKAÐSVÆÐINGAR ORKUMÁLANNA Í BRETLANDI - INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS - SÍÐARI GREIN

... Eins og áður er komið fram gagnast svokallaðir snjallmælar [smart meters] vel í braskkerfi með raforku þar sem hægt er að mæla notkun í rauntíma. Ef hins vegar slíkir mælar ættu að gagnast neytendum í alvöru þyrftu þeir að vera þannig útbúnir að þeir leiti líka að lægsta verði og skipti um rafveitu (sjálfvirkt) samkvæmt því. Neytandinn gæti þá treyst því að hann greiði ætíð lægsta verð í boði. Það væru snjallmælar sem snúa að neytendahliðinni ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: UM VANDASAMT VEGABRASK

... Vaðlaheiðargöng, braskdæmið í skötulíki, eru nú kölluð hluti af þjóðvegakerfi, sem að öðru leyti er i sameign þjóðar. Áfram er þó vegabrask kappsmál. Megináherslan er því á að skuggsetja Vaðlaklúðrið, göng skráð sem séreign hlutafélags með eignaraðild stórfyrirtækja, en kostuð með almannafé. Vegabrask er ennþá pólitískt kappsmál. Síst er að vænta andstöðu SF eða VG við þann draum nýfrjálshyggjuafla. Vaðlaheiðargöng eru í raun ríkiseign, en þó ennþá skráð sem séeign ábyrgðarlauss skúffufélags, VHG hf. Pínlegan ruglandann skal þagga sem kostur er, þótt ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁHRIF MARKAÐSVÆÐINGAR ORKUMÁLANNA Í BRETLANDI - INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS -

Glöggir menn hafa réttilega bent á það undanfarið hvernig Landsvirkjun virðist reka sjálfstæða „orkustefnu“. Á sama tíma vinna stjórnvöld markvisst að því að innleiða orkustefnu Evrópusambandsins en hafa enga sjálfstæða stefnu. Er Ísland þó ekki aðili að sambandinu. Lausnin á vandanum er hins vegar ekki sú að búta Landsvirkjun niður og afhenda fjárglæframönnum bútana. Það mun einungis leiða til miklu hærra raforkuverðs, ofurskuldsetningar og síðan gjaldþrota [„bankaformúlan“]. Þá er það skelfileg tilhugsun að dreifikerfið (Landsnet) lendi í höndum braskara og ...

Lesa meira

Grímur skrifar: TÝNDUR Í TVÖ ÁR. ÓFUNDINN ENNÞÁ

...Almenningur er því varaður við þáttöku í leitinni, en engum fundarlaunum er heitið, nema þá helst ómerkilegum blaðamanna verðlaunum, mjög varasömum. Stökkbreytti týndi Vaðlaverðmiðinn var óásjálegur við fyrstu sýn 2012, en óx og dafnaði vel í kjölfarið, enda vel fóðraður. Glataða niðurstaðan frá í mars 2019 finnst þó síðar verði er hald margra, nema ef leit verði stöðvuð, vegna sprengjuhættu eða ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar