Stjórnmál Maí 2013
Birtist í DV 24.05.13.
Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, þeir Sigmundur
Davíð og Bjarni Benediktsson klifa á því að þeim sé sérstaklega
annt um heimilin í landinu. Þegar þeir eru hins vegar inntir nánar
eftir þessu kemur á daginn hvaða heimili þeir einkum hafa í huga.
Það eru ekki lágtekjuheimilin og ekki millitekjuheimilin.
Hátekjuheimilin eru þeim félögum Sigmundi Davíð og Bjarna efst í
huga. Hag þeirra bera þeir fyrir brjósti. Nú er að koma á daginn
hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn var svo feiminn að ræða útfærslur
á skattastefnu sinni í aðdraganda kosninga...
Lesa meira

...1. tölublað, 1. árgangs var að líta dagsins ljós. Á forsíðu
er boðuð kynning á matseðli fjárfestanna og vísað í
umfjöllun um lán til hlutafjárkaupa. Og að sjálfsögðu er
lögð sérstök áhersla á konur á verðbréfamarkaði og enn eina ferðina
ýtt undir þá sögufölsun að konur séu öðru vísi en karlar við að
virkja eignagleðina eins og það einhvern tímann hét. Og
viti menn í blaðinu er að finna tilvísan til þess að braskið örvi
framleiðni vinnuafls og leiði til betri
lífskjara! Eitt er víst að ...
Lesa meira
... Þarna er ég Snorra sammála. Hann gefur þeirri hugsun
nefnilega undir fótinn að pólitík sé spurning um ríkjandi
samfélagshugsun. Það séu takmörk fyrir því hvað tíðarandinn leyfi!
Þess vegna sé atkvæðum aldrei kastað á glæ, ekki heldur atkvæðum
21.522 kjósenda sem engan fulltrúa fengu kjörinn í síðustu
kosningum. Öllu máli skipti að tendra baráttuandann og halda honum
logandi: "Fólkið sem meinti eitthvað með þessu brölti, bæði
kjósendur og frambjóðendur, er ekki dautt, heldur og mun væntanlega
berjast áfram." ...
Lesa meira

Enginn getur svarað því afdráttarlaust hvað fyrir kjósendum
vakti í nýafstöðnum þingkosningum. Enginn þekkir hug kjósandans
nema hann sjálfur. Engu að síður er ekkert óeðlilegt við það að
menn komi með tilgátur um hvað vakað hafi fyrir kjósendum almennt.
Þetta gerir Kristján þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks á
meðal annarra. Eftir honum er haft að...Og er þar komið að minni
tilgátu um hvers vegna það gerðist. Fólk hreifst af
kosningaloforðum Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks...
Lesa meira

...Báðir fengu þessir flokkar talsvert fylgi í nýafstöðnum
kosningum á grundvelli loforða sem þeir gáfu.
Þegar tólf ára stjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins lauk vorið 2007 var Framsóknarflokkurinn
trausti rúinn enda búinn að svíkja öll sín félagslegu heit. Telur
forysta flokksins kominn tíma til að endurnýja þau svik?
Sjálfstæðisflokkurinn lofaði...
Lesa meira

Nú er keppst við að rýna í úrslit nýafstaðinna kosninga og senn
kemur í ljós hvert stjórnarmynstrið verður. Mín skoðun er sú að
Framsóknarflokknum, sem nú hefur verið falið
stjórnarmyndunarhlutverk, væri heilladrýgst að horfa yfir á
félagshyggjuvæng stjórnmálanna ... Framsetning fjölmiðla er
hins vegar með þeim hætti að eðlilegt sé að dansparið frá
1995-2007, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, taki ballskóna út úr
skápnum. Á þessum árum voru stigin dansspor sem enn hræða
...Eftirtektarverðast var í þessari kosningabaráttu og í umræðum að
henni lokinni...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum