Fara í efni

Í BÍTIÐ MEÐ BRYNJARI

BÍTIÐ
BÍTIÐ


Við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddumst við í Bítið á Bylgjunni í morgun um þau mál sem hátt ber þessa stundina í þjóðmálaumræðunni, ESB og fangelsismál. Nú er spurt hvort kjósa skuli um ESB og eina ferðina enn er rætt um að skjóta á frest að reisa nýtt fangelsi, nokkuð sem staðið hefur til að gera frá því um miðja síðustu öld.
Ekki svo að skilja að við Brynjar Níelsson séum á öndverðum meiði í þessu efni.  Alla vega ekki hvað grundvallaratriði varðar. Staðreyndin er sú að nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun spara okkur mikla fjármuni en ætlað er að kostnaður við hvern fanga þar muni nema um fimm milljónum króna á móti ellefu milljónum á Skólsavörðustíg, samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið.
Auk þess leysir nýtt fangelsi á Hólmheiði ýmsan annan vanda, svo sem þann sem lýtur að kvennafangelsi, fangelsi fyrir unga afbrotamenn og svo framvegis.
Allt þetta ræddum við Brynjar á Bylgjunni í morgun, sbr. hér: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=20413
Sjá ennfremur: http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/08/19/fullkomid-glapraedi-ad-haetta-vid-byggingu-fangelsis-a-thessu-stigi/ 
og: https://www.ogmundur.is/is/greinar/urtolur-i-halfa-old