Umheimur 2002
Birtist í Fréttablaðinu 20. desember 2002
Það er mikið um að vera á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
þessa dagana. En það fer ekki mjög hátt. Alþjóðaviðskiptastofnunin
var sett á laggirnar árið 1994 á grunni GATT-samningaferilsins um
afnám tolla á heimsvísu. Nú er þjónustustarfsemin undir GATS
(General Agreement on Trade in Services). Tekist er á um það
hvernig skilgreina skuli þjónustustarfsemi og hvaða hlutar hennar
skuli ofurseldir markaðslögmálunum. Samtök launafólks - með samtök
innan almannaþjónustunnar í broddi fylkingar - hafa barist fyrir
því að þessar viðræður skuli fara fram fyrir opnum tjöldum en ekki
luktum. Við erum nú stödd þar í þessu ferli að einstök ríki leggja
fram kröfur á hendur öðrum ríkjum um hvaða þjónustugeirar verði
opnaðir fyrir erlendri samkeppni og settir á markað. Hugmyndin er
sú að þau reyni að ná samkomulagi sín í milli og síðan haldi allir
áfram í sameiningu að útvíkka grunninn.
Lesa meira
Forseti Bandaríkjanna hefur rýmkað heimildir sínar til bandarísku leyniþjónustunnar CIA um aftökur á fólki sem hún sjálf skilgreinir sem hermdarverkamenn. Í bandarískum fjölmiðlum er talað um rýmkaðar morðheimildir Ákvarðanirnar hljóta að vekja allan almenning til umhugsunar um í hvaða siðferðilegu hæð valdsmenn í Washington ferðast þessa dagana. Óskandi væri að lögmenn, aðrir en þeir sem uppteknir eru við innheimtustörf, veltu fyrir sér opinberlega því sem er að gerast á sviði dóms- og réttindamála í Bandaríkjunum, sem um margt hafa verið öðrum þjóðum fyrirmynd í réttindamálum almennings.
Lesa meira
Íslensk stjórnvöld óska eftir því við forráðamenn Flugleiða og
Atlanta að flugfélögin gangist undir þá kvöð að ráðstafa
farþegaflugvélum til flutninga á herliði á vegum NATÓ komi til
átaka sem hernaðarbandalagið á hlutdeild í.
Lesa meira
Út er komið tímarit stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands og
nefnist ritið Íslenska leiðin. Undirritaður var beðinn að
svara nokkrum spurningum í greinarstúf sem hér birtist:
Það viðfangsefni sem ég hef verið beðinn um að velta vöngum yfir í
þessu greinarkorni lýtur að þeirri togstreitu og ójöfnuði sem ríkir
á milli norðurs og suðurs og hvernig hægt sé að bæta stöðu þeirra
landa sem teljast til "suðurs".
Lesa meira
Hálf milljón manns mótmælti yfirvofandi herför Bandaríkjaforseta
gegn Írökum í Flórens á Ítalíu fyrir fáeinum dögum. Þetta eru jafn
gleðileg tíðindi og fjöldamótmælin í hverri stórborginni á fætur
annarri.
Lesa meira
Allar götur frá því Ariel Sharon núverandi forsætisráðherra
Ísraels fór fylktu liði upp á Musterishæðina að Al Aqsa-moskunni,
helgasta stað íslams í Jerúsalem, í september árið 2000,
augljóslega til þess að ögra og æsa til andófs, mátti
heimsbyggðinni ljóst vera hvað vekti fyrir ísraelskum
stjórnvöldum.
Lesa meira
LOKIÐ er í Reykjavík utanríkisráðherrafundi NATÓ. Íslenskir
ráðamenn hafa fengið klapp á kollinn fyrir að standa sig vel enda
allar fjárhirslur ríkisins opnaðar og Reykvíkingar hafa fengið
afhjúpað listaverk á flötinni við Hagatorg til dýrðar
hernaðarbandalaginu.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum