Umheimur 2003
Þess má geta til gamans að Bush líkti Blair við Winston
Churchill vegna hugrekkis hans. Í því sambandi koma
upp í hugann ummæli utanríkisráðherra í
landi norðvestur af Bretlandi sem kvaðst dást að Blair
fyrir að hafa til að bera staðfestu og hugrekki að senda unga menn
í stríð! En það er fleira sem kemur upp í hugann sem minnir á
íslensku ríkisstjórnina við þessa heimsókn Bush til Blairs og það
er að forsetinn mætti ekki sjá mótmælendur og þá sérstaklega að
ljósmyndarar gætu aldrei fangað forsetann á mynd með mótmælendum.
Óneitanlega minnir þetta á Íslandsheimsókn forseta
Kína...
Lesa meira
Frá þriðjudegi til föstudags hefur staðið yfir fundur í stjórn
PSI en þar á ég sæti. Stjórnarmenn koma frá öllum heimshornum en
samtals eiga aðild að samtökunum 20 milljónir, allt starfsmenn
innan almannaþjónustunnar. Fundurinn er vel skipulagður, miklar
upplýsingar eru settar fram á markvissan hátt. Þannig má nefna
kynningu á skýrslu um heilbrigðisþjónustuna í austanverðri Evrópu
og þær breytingar sem eru að verða á henni. Titill skýrslunnar
vísar til þess að breytingarnar séu til ills...
Lesa meira
Birtist í DV 13.10.2003
Ljóst er að ástandið í Palestínu er löngu orðið geigvænlegt - en
versnar þó enn. Undarlegt er hve dofinn heimurinn virðist vera
gagnvart þeirri atburðarás sem við verðum nú vitni að. Eftir
loftárásir ísraelskra sprengjuflugvéla á flóttamannabúðir
Palestínumanna í Sýrlandi var haft eftir Halldóri Ásgrímssyni
utanríkisráðherra Íslands, að hvorki Ísraelsmenn né Palestínumenn
hefðu tekið skref í átt til friðar. Og orðrétt segir hann í
Fréttablaðinu daginn eftir loftárásirnar...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 13.10.2003
Þegar við látum hugann reika aftur í tímann veltum við því held ég
flest oft fyrir okkur hvers vegna ekki urðu fleiri til að rísa upp
og andæfa mestu og alvarlegustu glæpaverkum mannkynsins. Þá verða
efst í huga útrýmingarbúðir nasista þar sem murkað var lífið úr
milljónum gyðinga af vísindalegri yfirvegun og nákvæmni. Illvirkinn
var þýska ríkið og morðin voru viðbjóðslegri fyrir þá sök að þau
voru unnin af verkfræðingum og vísindamönnum á hvítum sloppum;
mönnum sem fóru heim tíl sín á kvöldin, kysstu börnin sín og
hlustuðu á skemmtiþátt í útvarpinu. Þarna liggur munurinn á milli
tilfinningaverunnar...
Lesa meira
Birtist í Fréttabladinu 15.09.2003
Svíar eru nýbúnir að hafna Evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var
í sjálfu sér athyglisvert og fellur inn í nokkuð merkilegt mynstur:
Nánast allt stofnanaveldið í tilteknu landi mælir með því við
þjóðina að hraða Evrópusamrunanum en meirihluti þjóðarinnar segir
hins vegar nei...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 06.08.2003
Á sínum tíma tókum við ákvarðanir um stækkun fiskveiðilögsögunnar
þvert á ríkjandi skoðun í heiminum og höfðum þann árangur að
gerbreyta viðhorfum manna til nýtingarréttar og
fiskveiðistjórnunar. Þetta sýndi að með samtakamætti og trú á
málstað getur lítil þjóð fengið ýmsu áorkað. Í kjölfar
Þorskastríðanna var stundum haft á orði, að svo harðdrægir hefðu
Íslendingar reynst, að forsjóninni væri fyrir að þakka að þeir væru
ekki fjölmennari en raun ber vitni. Þá fyrst yrðu þeir varasamir
þegar þeir kæmust í tölu milljónaþjóða. En dugnaður og eftirfylgni
er síður en svo slæm, allt er undir því komið hver málstaðurinn er,
sem barist er fyrir.
Lesa meira
Birtist í DV 31.07. 2003
Mánudaginn 21. maí skrifar Geir R. Andersen, gamalgróinn
fjölmiðlamaður á DV, brýningargrein í blað sitt um Íraksstríðið. Nú
sé hætta á því að Evrópa "kikni í hnjáliðunum" gagnvart
gagnrýnendum þeirra Bush og Blairs. "Sagan er að taka nýjan kúrs,
hún hefði ekki fyrirgefið þeim að taka ranga ákvörðun", segir Geir.
Að hans mati hefðu þeir félagar, Bush og Blair, brugðist ef þeir
hefðu ekki látið til skarar skríða gegn Írak. Ekki þurfti Geir R.
Andersen að bíða lengi eftir að skoðanabróðir og liðsmaður sama
málstaðar léti til sín heyra. Sá maður heitir Davíð Oddson og
er forsætisráðherra Íslands. Honum var mikið niðri fyrir í
stórviðtali við DV um síðustu helgi, enda dugðu honum ekki minna en
tvær opnur til að tjá viðhorf sín. Nánast í hverri málsgrein voru
útúrsnúningar og rangfærslur...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 15.07. 2003
Einar Karl Haraldsson varaþingmaður Samfylkingarinnar hefur látið
nokkuð að sér kveða að undanförnu í umræðunni um "varnarmálin".
Mörgum brá í brún þegar hann viðraði hugmyndir um að Íslendingar
kæmu á fót eigin her. Fram til þessa hefur Björn Bjarnason verið
nánast einn íslenskra stjórnmálamanna um að ala með sér slíka
drauma.
Lesa meira
Það er alltaf gagnlegt að fá utanaðkomandi fyrirlesara til að
sækja okkur heim og varpa ljósi á á þau álitamál sem uppi eru í
samtímanum. Utanríkisráðuneytið á þakkir skilið fyrir að bjóða til
landsins David M. Malone forseta Alþjóðlegu friðarakademíunnar í
New York til að halda fyrirlestur um stöðu Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna. Þetta er athyglisvert viðfangsefni, ekki síst vegna
þeirra deilna sem risið hafa í tengslum við Íraksmálið.
Fyrirlesturinn var fróðlegur og að mörgu leyti skemmtilegur þótt
mér finnist ástæða til að gagnrýna hann mjög ákveðið um
margt.
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 11.06.2003
Við birtingu í Fréttablaðinu féllu niður nokkrar
setningar en hér birtist greinin óstytt.
Meiri áhugi á stjórum á RÚV og Mogga en
forsætisráðherra?
Ég hef saknað þess nokkuð að utanríkisráðherra Íslands sé látinn
svara fyrir þá ábyrgð sem ríkisstjórnin axlaði á vegum þjóðarinnar
þegar hún studdi árásirnar á Írak og skipaði Íslendingum í hóp
svokallaðra staðfastra þjóða að baki Bandaríkjamönnum og
Bretum.
Nú er að koma fram í dagsljósið að miklar líkur eru á því að helstu
forsvarsmenn bandarísku og bresku ríkisstjórnanna hafi beitt
blekkingum um vopnabúnað Íraka til þess að geta fengið samþykki
heima fyrir til að ráðast á Írak. Fyrir þá sem fylgst hafa grannt
með Íraksmálinu kemur þetta ekki á óvart því þótt
heimsfjölmiðlarnir hafi verið seinir að taka við sér hefur
reglulega verið bent á ósannindatal sem einkum Bush
Bandaríkjaforseti hefur orðið uppvís að í þessu máli.
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum