Umheimur 2003
Lengi hef ég
ætlað að setja niður nokkur orð um Rachel Corey.
Hún var tuttugu og þriggja ára gömul þegar hún var myrt af
ísraelskum hermönnum. Morðið var framið á yfirvegaðan og
kaldrifjaðan hátt. Þessi unga stúlka, sem var einlægur friðarsinni,
vildi koma í veg fyrir að hús palestínskrar fjölskyldu yrði jafnað
við jörðu. Hún stóð í vegi fyrir jarðýtunni sem var notuð til þess
verknaðar. Fyrst var hent braki og jarðvegi yfir stúlkuna og þegar
hún féll til jarðar var ýtt yfir hana, handleggir og fótleggir
brotnuðu og höfuðkúpan brákaðist. Hún lést skömmu síðar. Þetta
gerðist 16. mars síðastliðinn.
Lesa meira
Fyrir alþingiskosningar beina aðskiljanleg samtök spurningum til
stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka og óska eftir afstöðu þeirra
til málefna sem tengjast viðkomandi samtökum. Á meðal fyrirspurna
sem bárust inn á mitt borð voru neðangreindar spurningar frá
mannréttindasamtökunum Amnesty International.
Lesa meira
Sem betur fer er fjöldi erlendra fréttamanna í Írak sem færa
okkur fréttir af framferði innrásarherjanna. Auðvitað er
alvarlegast hvernig fólk hefur verið myrt, raforkuverin eyðilögð,
vatnsbólin að sama skapi, landið stráð sprengjum sem bíða þess að
fætur stigi á þær til að valda limlestingu og eyðileggingu,
krabbameinsvaldandi efnum dreift um stór svæði með sprengiregni,
sem á eftir að drepa og afskræma um langt árabil. Allt þetta eru
stríðsglæpir sem aldrei verða fyrirgefnir, því menn vita hvað þeir
eru að gera; þetta er gert að yfirveguðu ráði.
Lesa meira
Ríkisstjórn Íslands hefur lýst því yfir að hún vilji kosta nýja
gervilimi á lítinn dreng sem var limlestur í árásunum á Írak.
Fjölskylda hans var öll drepin og heimili lagt í rúst. Það er í
sjálfu sér þakkarvert að ríkisstjórnin skuli með þessu finna til
ábyrgðar á afleiðingum árásanna á Írak en þær eru sem kunnugt er
gerðar með fullu samþykki ríkisstjórnar Íslands. Ekki er vitað hve
marga Bandaríkjamenn og Bretar hafa þegar myrt í árásunum en ljóst
er að auk þeirra sem innrásarherirnir hafa drepið er mikill fjöldi
fólks sem hlotið hefur örkuml fyrir lífstíð.
Lesa meira
Hvernig stendur á því að öfgafyllstu stríðsæsingamennirnir í
kringum Bush Bandaríkjaforseta tala um að Fjórða heimsstyrjöldin sé
hafin? Skýringin er sú að fyrst hafi orðið tvær heitar styrjaldir
og síðan sé Kalda stríðið þriðja heimsstyrjöldin. Hin fjórða sé
hafin og standi hún á milli Bandaríkjanna og Breta annars vegar og
strangtrúaðra Múhameðstrúarmanna hins vegar.
Lesa meira
Í fjölmiðlum vestan hafs og austan keppast gagnrýnir fréttamenn
við að fletta upp ummælum helstu haukanna í ráðuneyti Bush
Bandaríkjaforseta nokkur ár aftur í tímann. Í ljós kemur að menn á
borð við Richard Pearl, sem á sæti í ráðgjafaráði Pentagons (
bandaríska stríðsmálaráðuneytisins), Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra og Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráherra og
margir fleiri hafa um árabil hvatt til árása á Írak til að gæta
olíuhagsmuna bandarískra fyrirtækja.
Lesa meira
Ávarp á Friðarsamverustund í Fríkirkjunni í Reykjavík
11.apríl.
Farísear spurðu hann, hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim:
"Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. 21Ekki munu menn
segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með
yður." (Lúkas 17. kap. 20-21)
Lesa meira
Bandarískar og breskar innrásarsveitir í Írak kalla það
"vinsamlega árás" þegar þeir ráðast fyrir mistök á eigin menn
("friendly fire incident"). Nokkrar slíkar "vinsamlegar árásir"
hafa verið gerðar á undanförnum dögum, nú síðast á breska
fréttamenn og sveitir Kúrda um helgina.
Lesa meira

Stuðningsmönnum stríðsins hér á landi ber skylda til að horfast
í augu við afleiðingar gerða sinna. Þeir verða að axla siðferðilega
ábyrgð. Hægan, hægan kann einhver að segja. "Ekki berum við ábyrgð
á stríðinu". Jú, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn
styðja árásarstríðið.
Lesa meira
Halldór Ásgrímsson var á meðal gesta í Silfri Egils á Skjá einum
í dag. Fram kom að honum hafi þótt ákvörðun um að styðja
Bandaríkjamenn og Breta til árása á Írak erfið. En stundum þyrfti
að taka erfiðar ákvarðanir sagði utanríkisráðherra. Mér er spurn:
væri ekki nær að spyrja hvers vegna þessar ákvarðanir voru svona
erfiðar?
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum