Umheimur Apríl 2004
Gíslarnir japönsku frá Írak eru komnir heim heilir á húfi. Mér
var létt. Ég hafði séð myndir af þeim í haldi með bandbrjálaða menn
yfir sér með branda á lofti, öskrandi hótanir um líflát og tortúr.
Ég hélt að öllum væri létt þegar fólkinu hafði verið sleppt. Nei,
aldeilis ekki. Ráðamönnum í Japan kann að vísu hafa þótt gott að
losna við vandann sem fylgdi gíslatökunni. En þeir hugsuðu fólkinu
þegjandi þörfina. Samkvæmt fréttum virðist það hafa einnig átt við
um stóran hluta japönsku þjóðarinnar. Það ótrúlega gerðist
nefnilega, að eftir að fólkinu var sleppt úr haldi og það komið til
síns heima í Japan sætti það ofsóknum. Svikarar stóð á skilti, sem
því var sýnt við heimkomuna.
Lesa meira
Fjölmiðlar vestanhafs gera mikið úr því þessa dagana hve mikið
Bush Bandaríkjaforseti leggur upp úr því að honum sé ætlað það
sögulega (trúarlega?) hlutverk að boða Írökum lýðræði að vestrænni
fyrirmynd. Nú hefur verið skýrt frá því að John
Negroponte verði skipaður sendiherra í Írak. Hann er
núverandi sendiherra BNA hjá Sameinuðu Þjóðunum. Bandarískir
fjölmiðlar rifja nú upp feril þessa manns. Staðnæmast þeir ...
Lesa meira
... Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar breska stórblaðið Guardian greindi frá því í janúar, að Adam Smith Institute nyti ríflegs ríkisstuðnings. "Helsta áróðurssmiðjan um einkavæðingu fjármögnuð með almannaé", sagði blaðið. Focus, sem er málgagn Heimssamtaka starfsfólks í almannaþjónustu, (Public Service International, PSI), tekur málið upp og segir að um sé að ræða fjárstuðning sem nemur 8 milljónum sterlingspunda...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 15.04.04.
Þegar upp er staðið og ummæli manna krufin þá hlýtur maður að
fallast á, að sennilega sé það rétt hjá Halldóri
Ásgrímssyni, að ekki er öllum gefið að hugsa málin á yfirvegaðan og
rökrænan hátt. Spurningin er hins vegar hvort það eigi einvörðungu
við um íslamska öfgamenn...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 15.04.04.
Þetta lítur sem sagt allt alveg ljómandi vel út að mati
ríkisstjórnar Íslands - enda allar líkur á að við fáum að vera með!
Samkvæmt fréttum virðist mönnum líka ganga ágætlega að réttlæta
vígvæðinguna. Þar er gamalkunnugt ráð að koma sér upp óvinum sem
þarf að verjast gegn...
Lesa meira
Bandaríski blaðamaðurinn Ray Hanania segir í nýbirtri grein augljóst hvað vaki fyrir ísraelska forsætisráðherranum: Að framkalla ofbeldi af hálfu Palestínumanna. Með því móti styrki hann stöðu þeirra Ísraela sem vilji meiri landtöku á herteknu svæðunum. Í grein á vefsíðu sem er að finna í lokin á þessari samantekt, segir Ray Hanina, að morðið á Ahmed Yassin, helsta forsvarsmanni Hamas samtakanna, nú í lok marsmánaðar, hafi verið úthugsað einmitt með þetta fyrir augum. Ferill Ariels Sharons sé blóði drifinn. Á sjötta áratug síðustu aldar hafi Sharon farið fyrir "aðgerðahópi" ("hit-squad"), sem hafi myrt fjölda manns. "Ef hægt er að líkja einhverjum við bin Laden", segir Ray Hanina, þá er það Arile Shoron, “sem þurrkar út alla möguleika á að koma á friði". Hanina heldur því fram að Sharon hafi talið ísraelsk stjórnvöld á það á áttunda áratugnum, að styrkja Ahmed Yassin í sessi sem mótvægi við Yassir Arafat leiðtoga Frelsishreyfingar Palestínumanna, PLO, og staðhæfir hann að ...
Lesa meira
Fyrirsögnina hef ég eftir Roger Normand,
framkvæmdastjóra Rannsóknarstofu Efnahagslegra og
Félagslegra Réttinda (Center for Economic and Social Rights,
CESR).
Lesa meira
Einhver kröftugusta baráttukona fyrir mannréttindum, sem nú er
uppi, er án nokkurs vafa indverska konan Arundhati
Roy. Skrif hennar og ræður eru sterkar og hrífandi. Eina
slíka ræðu flutti hún í Harlem í New York í maí
síðastliðnum. Í New York var Arundhati Roy á vegum, eða í samstarfi
við Samtök um Efnahagsleg og Félagsleg Réttindi ( Center
for Economic and Social Rights, CESR).
Í upphafi ræðu sinnar segir Arundhati Roy að einhverjum kunni að
finnast orka tvímælis að indversk kona skuli komin til
Bandaríkjanna til að gagnrýna það ríki. "En þegar land hættir
að vera land og verður heimsveldi þá verður eðlisbreyting á gjörðum
þess og hlutverki. Ykkur til skýringar þá tala ég sem þegn í
heimsveldi, þræll sem gagnrýnir konung sinn."
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum