Umheimur Maí 2004


Umræðan á fullu um þrýstiaðgerðir gegn Ísrael

Fyrir nokkrum dögum beindi ég spurningu til Félagsins Ísland Palestína á hvern hátt félagið teldi að Íslendingar gætu helst beitt sér gegn mannréttindabrotum og hernaðarofbeldi Ísraela á hendur Palestínumönnum. Finnst félaginu koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og hvað með viðskiptaþvinganir (sjá nánar)? Hér verður sagt frá athyglisverðum vangaveltum um þetta efni innan ísraelsku mannréttindasamtakanna, Gush Shalom, einnig af hálfu Elíasar Davíðssonar, o.fl....  Lesa meira

Svar félagsins Ísland Palestína: Nei, nú er komið nóg


19. maí gerði ísraelski herinn eldflaugaárás á friðsama mótmælagöngu í Rafah.  Hér má sjá mann á Al-Najjar sjúkrahúsinu, syrgja ættingja sem féllu í árasinni .


Nú hefur svar borist við fyrirspurn minni hér á síðunni nýlega, til félagsins Ísland Palestína, um hvort Íslendingar eigi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna þeirra alvarlegu mannrétindabrota, sem nú eru framin á ábyrgð ísraelskra yfirvalda. Svar félagsins hvet ég alla lesendur síðunnar til að kynna sérgaumgæfilega. Okkur ber siðferðileg skylda til að íhuga alvarlega hvernig við getum lagt okkar af mörkum í þágu mannréttinda. Svar félagsins er umhugsunarvert og vekjandi:..

Lesa meira

Fyrirspurn til Félagsins Ísland – Palestína

Ríkisstjórnir víða um heim mótmæla en oftar en ekki á svo lágum nótum að nær væri að tala um að þær maldi í móinn. Félagið Ísland Palestína hefur staðið vaktina í mannréttindabaráttu Palestínumanna um langt árabil. Það hefur félagið gert af yfirvegun og viti. Fyrir vikið bera allir virðingu fyrir félaginu. Nú beini ég spurningu til félagsins og þætti vænt um að fá svar. Hvað er  nú til ráða annað en mótmæla hástöfum? Hvað geta Íslendingar gert? Sjálfur er ég farinn að hallast að því að rétt sé að...

Lesa meira

Kúgarar afhjúpaðir

Pistillinn birtist í Morgunpósti VG (vg.is/postur) 10.05.04
Í niðurlagi leiðara Morgunblaðsins sl. laugardag segir: "Þeir sem ruddu Saddam Hussein á brott í krafti þess að þar væri kúgari á ferð hafa verið afhjúpaðir fyrir ógeðsleg mannréttindabrot." Við hlið leiðarans er síðan grein eftir aðstoðarmann utanríkisráðherra, Björn Inga Hrafnsson, sem ...

Lesa meira

Óviðeigandi, jafnvel ólöglegt !

Í sjónvarpsfréttum lýsti stjórnandi fangelsismála hernámsliðsins í Írak því yfir, að pyntingar á föngum hefðu verið "óviðeigandi, jafnvel ólöglegar"
( improper, even illegal)! Er það virkilega svo, að stjórnendum fangelsismála hafi þótt þetta óviðeigandi og hugsanlega ekki í samræmi við lög? Í fréttinni með þessum yfirlýsingum herforingjans voru sýndar myndir af nöktum mannslíkömum, bundnum saman í stóra kös; aðrir fangar voru reyrðir fastir, með bundið fyrir augun eða með kvenmannsnærbuxur yfir höfðinu. Allt gert til að valda sem mestri þjáningu og niðurlægingu. Frásagnir af nauðgunum og misþyrmingum fylgdu.

Lesa meira

Frá lesendum

,,BJARNA GREIÐI‘‘

Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.

Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

FELLA STJÓRN?

Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.

Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

Í AUÐMENN KOKKAÐ

Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.

Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VG KOMI HEIÐARLEGA FRAM

Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVAR ERU MÁLSVARAR SKYNSEMI?

Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A. 

Lesa meira

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.

Spillingin leikur enn lausum hala

líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

SÁRT BÍTUR SOLTIN LÚS

Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.

Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: SAMRÆMD EIGNAUPPTAKA Í EVRÓPU? - ORKUSTEFNA ESB - FRAMHALDSSAGA

... Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB. Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR

Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ... Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...

Lesa meira

Kári skrifar: FIMMTI ORKUPAKKI ESB KOMINN Á FÆRIBANDIÐ

... Með hverjum pakka herðist kverkatak ESB á einstökum aðildarríkjum á sviði orkumálanna. Kvaðirnar og skyldurnar verða sífellt meira íþyngjandi og oft í engu samræmi við tilefnið. Hvað Ísland snertir má spyrja: hvert er raunverulegt gildissvið EES-samningsins?
Þegar samningar eru gerðir (almennt talað) eru þar að jafnaði sérstök ákvæði um gildissvið, þ.e.a.s. um hvað samningurinn snýst og hversu langt hann nær. EES-samningurinn er stundum kallaður „lifandi samningur“ en í því felst að hann tekur breytingum, nýjar ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: VARNIR GEGN VÖLDU FÖRUFÓLKI

Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÚKRAÍNA OG RÖKFRÆÐI STAÐGENGILSSTRÍÐSINS

Þegar ég staðhæfði, skömmu eftir að innrás Rússa hófst, að Úkraínustríðið væri staðgengilsstríð var allt slíkt tal stimplað sem «Pútínáróður» enda væri stríðið einfaldlega þjóðfrelsisstríð Úkraínu. Slíkir stimplar eru vissulega enn á lofti og mynd þjóðfrelsisstríðsins er haldið fast að okkur í fjölmilum. Inn á milli heyrist samt oftar og oftar frá háum stöðum, ekki síst í Washington, að Úkraínustríðið sé einmitt – staðgengilsstríð. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sambandi “staðgengils» og þeirra sem hann «staðgengur” fyrir ...

Lesa meira

Einar Ólafsson skrifar: VINSTRI GRÆN OG STÆKKUN NATO

Eftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi.
Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta:
„Íslensk stjórn­völd styðja þær ákvarð­anir sem þjóð­þing Finn­lands og Sví­þjóðar munu taka varð­andi aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO). Engin breyt­ing hefur orðið á sam­þykktri stefnu Vinstri grænna (VG).Þetta kemur fram í svari ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar