Óviðeigandi, jafnvel ólöglegt !

Í sjónvarpsfréttum lýsti stjórnandi fangelsismála hernámsliðsins
í Írak því yfir, að pyntingar á föngum hefðu verið
"óviðeigandi, jafnvel ólöglegar"
( improper, even illegal)! Er það virkilega svo, að
stjórnendum fangelsismála hafi þótt þetta óviðeigandi og hugsanlega
ekki í samræmi við lög? Í fréttinni með þessum yfirlýsingum
herforingjans voru sýndar myndir af nöktum mannslíkömum, bundnum
saman í stóra kös; aðrir fangar voru reyrðir fastir, með bundið
fyrir augun eða með kvenmannsnærbuxur yfir höfðinu. Allt gert til
að valda sem mestri þjáningu og niðurlægingu. Frásagnir af
nauðgunum og misþyrmingum fylgdu.