Umheimur Júní 2004

Öryggistilfinning Bandaríkjaforseta

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segir frá Írlandsheimsókn Bush Bandaríkjaforseta undir yfirskriftinni Heimurinn er öruggari en áður. "Ég trúi því að heimurinn sé öruggari staður", er orðrétt haft eftir forsetanum og ástæðan að sjálfsögðu sú, að hans sögn, að ráðist var á Afganistan og Írak. Eftir þessar innrásir sé heimurinn öruggari. Bush hefur viðdvöl á Írlandi í tæpan sólarhring á leið sinni til Tyrklands á NATO fund. Í DV kemur svo skýringin á þessari miklu öryggistilfinningu Gerorgs Bush. Þar segir frá ...

Lesa meira

Bandaríkjaforseti: fífl eða fól?

Vel á minnst. Þeir Davíð og Halldór eru sannarlega í hópi þeirra manna sem allra minnsta meðvitund hafa um það sem er að gerast í kringum þá nema þeir séu algerlega samdauna valdaklíkunni í Washington, einhverri harðsvíruðustu ofstækisklíku heimsvaldasinna, sem þar hefur ráðið um langt árabil. Nú hefur rannsóknarnefnd á vegum Bandaríkjaþings komist að þeirri niðurstöðu að engin tengsl hafi verið á milli al-Queada og Saddams Husseins en þessi tengsl voru ein höfuðréttlætingin á árasinni á Írak. Bush Bandaríkjaforseti átti ekki í miklum vandræðum við að bregðast við þessari skýrslu...

Lesa meira

Evrópusinnar – en gagnrýnin

Á nýafstöðnu þingi EPSU (European Public Service Union, Starfsfólk í Almannaþjónustu innan Evrópusambandsins og EES) í Stokkhólmi í vikunni kom fram harðari tónn frá forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar og gagnrýnni í garð Evrópusambandsins en fram hefur komið í langan tíma. Tilefnið er ný tilskipun um þjónustustarfsemi, sem nú er í smíðum og telja menn sýnt að henni sé stefnt gegn samfélagslega rekinni velferðarþjónustu...

Lesa meira

Skýrir sauðargæran lélega kosningaþátttöku í Evrópusambandsríkjunum?

Í dag lauk í Stokkhólmi þingi EPSU ( Samtaka Launafólks í Almannaþónustu innan Evrópusambadsins og Hins Evrópska Efnahagssvæðis). Ráðstefnan var frjó og gefandi. Flest aðildarsamtökin eru innan Evrópusambandsins og reyna af alefli að hafa áhrif á það sem þar gerist. Ég hef fylgst nokkuð vel með umræðunni innan þessara samtaka um árabil og finn fyrir vaxandi óánægju með tvennt: Annars vegar er það gagnrýnt að Evrópusambandið (ESB) gangi erinda fjármagns- og atvinnurekendavalds og hins vegar er vaxandi kurr út af óheiðarlegum málflutningi...

Lesa meira

"Bolkenstein / Frankenstein"

Það er ekki tekið út með sældinni að heita Fritz Bolkenstein. Það er að vísu ekki bara nafnið sem veldur, heldur það sem þessi verkstjóri Evrópusambandsins við smíði nýrrar tilskipunar um þjónustustarfsemi, þykir hafa á samviskunni. Tilskipunin gengur út á að útvíkka hugtakið "þjónustu" þannig að það teygi sig inn á svið hefðbundinnar velferðarþjónustu en þar með væri opnað fyrir markaðsvæðingu hennar...

Lesa meira

Tekist á um framtíð almannaþjónustunnar

Að mínu mati eru Public Services International (PSI), Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, kröftugustu alþjóðasamtök launafólks starfandi í heiminum. Þessi samtök hafa beitt sér fyrir úrbótum og framförum innan almannaþjónustunnar og barist gegn einkavæðingu af miklum krafti. Engin samtök hafa átt í eins mikilli gagnrýnni samræðu við Alþjóðagjaldeyrisssjóðinn og Alþjóðabankann.

Lesa meira

Kröftugur fundur gegn hernaðarofbeli Ísraela


Á laugardag var haldinn útifundur til þess að mótmæla hernaðarofbeldi Ísraela gegn Palestínumönnum. Það var félagið Ísland-Palestína sem stóð fyrir fundinum og stýrði formaður félagsins, Sveinn Rúnar Hauksson, fundinum. Ræðumenn voru Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Á fundinum var samþykkt ályktun ( sjá nánar) og Sigurður Skúlason, leikari las ljóð, þar á meðal meðfylgjandi ljóð eftir Kristján Hreinsson, skáld:

Lesa meira

Saga Reagans endurskrifuð?

Forseti Íslands

hefur sent samúðarskeyti vestur um haf vegna fráfalls Ronalds Reagans forseta Bandaríkjanna 1980-88. Hann lést í fyrradag á tíræðisaldri. Í Morgunblaðinu í dag er leitað eftir ummælum forsætisráðherra,utanríkisráðherra, fyrrverandi ...

Lesa meira

Íslendingar beiti sér gegn mannréttindabrotum Bandaríkjamanna í Guantanamo


Frá fréttamannafundi þar sem áskorunin var kynnt. Á myndinni eru Bjarni Magnússon frá Deiglunni, Huginn Þorsteinsson frá Múrnum, Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Mynd Bára.

BSRB, ASÍ, Íslandsdeild Amnesty International og mörg ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna hafa sent sameiginlega áskorun til ríkisstjórnar Íslands þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að koma mótmælum á framfæri með formlegum hætti við ríkisstjórn Bandaríkjanna vegna þeirra mannréttindabrota sem nú viðgangast í herstöðinni við Guantanamo flóa á Kúbu. Þá hafa þessir aðilar ráðist í sameiginlega undirskriftasöfnun á vefslóðinni: www.skodun.is/undirskrift
Í áskoruninni segir:..

Lesa meira

Busharon


Ísraelski baráttumaðurinn fyrir mannréttindum, Uri Avnery, segir í blaðagrein sem birtist í Morgunblaðinu, laugardaginn 29. maí, að "sú undarlega skepna Busharon" sé í kreppu. Það eigi bæði við um framenda skepnunnar, George W. Bush, Bandaríkjaforseta og afturendann, Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Myndbirtingarnar úr íröskum fangelsum af nöktum föngum hafi opinberað nekt Bandaríkjaforseta. Kreppa Ísraela felist í því að ofbeldið sem þau beiti Palestínumenn færi þeim ekki árangur.

Lesa meira

Frá lesendum

,,BJARNA GREIÐI‘‘

Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.

Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

FELLA STJÓRN?

Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.

Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

Í AUÐMENN KOKKAÐ

Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.

Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VG KOMI HEIÐARLEGA FRAM

Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVAR ERU MÁLSVARAR SKYNSEMI?

Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A. 

Lesa meira

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.

Spillingin leikur enn lausum hala

líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

SÁRT BÍTUR SOLTIN LÚS

Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.

Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: SAMRÆMD EIGNAUPPTAKA Í EVRÓPU? - ORKUSTEFNA ESB - FRAMHALDSSAGA

... Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB. Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR

Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ... Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...

Lesa meira

Kári skrifar: FIMMTI ORKUPAKKI ESB KOMINN Á FÆRIBANDIÐ

... Með hverjum pakka herðist kverkatak ESB á einstökum aðildarríkjum á sviði orkumálanna. Kvaðirnar og skyldurnar verða sífellt meira íþyngjandi og oft í engu samræmi við tilefnið. Hvað Ísland snertir má spyrja: hvert er raunverulegt gildissvið EES-samningsins?
Þegar samningar eru gerðir (almennt talað) eru þar að jafnaði sérstök ákvæði um gildissvið, þ.e.a.s. um hvað samningurinn snýst og hversu langt hann nær. EES-samningurinn er stundum kallaður „lifandi samningur“ en í því felst að hann tekur breytingum, nýjar ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: VARNIR GEGN VÖLDU FÖRUFÓLKI

Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÚKRAÍNA OG RÖKFRÆÐI STAÐGENGILSSTRÍÐSINS

Þegar ég staðhæfði, skömmu eftir að innrás Rússa hófst, að Úkraínustríðið væri staðgengilsstríð var allt slíkt tal stimplað sem «Pútínáróður» enda væri stríðið einfaldlega þjóðfrelsisstríð Úkraínu. Slíkir stimplar eru vissulega enn á lofti og mynd þjóðfrelsisstríðsins er haldið fast að okkur í fjölmilum. Inn á milli heyrist samt oftar og oftar frá háum stöðum, ekki síst í Washington, að Úkraínustríðið sé einmitt – staðgengilsstríð. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sambandi “staðgengils» og þeirra sem hann «staðgengur” fyrir ...

Lesa meira

Einar Ólafsson skrifar: VINSTRI GRÆN OG STÆKKUN NATO

Eftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi.
Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta:
„Íslensk stjórn­völd styðja þær ákvarð­anir sem þjóð­þing Finn­lands og Sví­þjóðar munu taka varð­andi aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO). Engin breyt­ing hefur orðið á sam­þykktri stefnu Vinstri grænna (VG).Þetta kemur fram í svari ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar