Umheimur Júní 2004

Öryggistilfinning Bandaríkjaforseta

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segir frá Írlandsheimsókn Bush Bandaríkjaforseta undir yfirskriftinni Heimurinn er öruggari en áður. "Ég trúi því að heimurinn sé öruggari staður", er orðrétt haft eftir forsetanum og ástæðan að sjálfsögðu sú, að hans sögn, að ráðist var á Afganistan og Írak. Eftir þessar innrásir sé heimurinn öruggari. Bush hefur viðdvöl á Írlandi í tæpan sólarhring á leið sinni til Tyrklands á NATO fund. Í DV kemur svo skýringin á þessari miklu öryggistilfinningu Gerorgs Bush. Þar segir frá ...

Lesa meira

Bandaríkjaforseti: fífl eða fól?

Vel á minnst. Þeir Davíð og Halldór eru sannarlega í hópi þeirra manna sem allra minnsta meðvitund hafa um það sem er að gerast í kringum þá nema þeir séu algerlega samdauna valdaklíkunni í Washington, einhverri harðsvíruðustu ofstækisklíku heimsvaldasinna, sem þar hefur ráðið um langt árabil. Nú hefur rannsóknarnefnd á vegum Bandaríkjaþings komist að þeirri niðurstöðu að engin tengsl hafi verið á milli al-Queada og Saddams Husseins en þessi tengsl voru ein höfuðréttlætingin á árasinni á Írak. Bush Bandaríkjaforseti átti ekki í miklum vandræðum við að bregðast við þessari skýrslu...

Lesa meira

Evrópusinnar – en gagnrýnin

Á nýafstöðnu þingi EPSU (European Public Service Union, Starfsfólk í Almannaþjónustu innan Evrópusambandsins og EES) í Stokkhólmi í vikunni kom fram harðari tónn frá forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar og gagnrýnni í garð Evrópusambandsins en fram hefur komið í langan tíma. Tilefnið er ný tilskipun um þjónustustarfsemi, sem nú er í smíðum og telja menn sýnt að henni sé stefnt gegn samfélagslega rekinni velferðarþjónustu...

Lesa meira

Skýrir sauðargæran lélega kosningaþátttöku í Evrópusambandsríkjunum?

Í dag lauk í Stokkhólmi þingi EPSU ( Samtaka Launafólks í Almannaþónustu innan Evrópusambadsins og Hins Evrópska Efnahagssvæðis). Ráðstefnan var frjó og gefandi. Flest aðildarsamtökin eru innan Evrópusambandsins og reyna af alefli að hafa áhrif á það sem þar gerist. Ég hef fylgst nokkuð vel með umræðunni innan þessara samtaka um árabil og finn fyrir vaxandi óánægju með tvennt: Annars vegar er það gagnrýnt að Evrópusambandið (ESB) gangi erinda fjármagns- og atvinnurekendavalds og hins vegar er vaxandi kurr út af óheiðarlegum málflutningi...

Lesa meira

"Bolkenstein / Frankenstein"

Það er ekki tekið út með sældinni að heita Fritz Bolkenstein. Það er að vísu ekki bara nafnið sem veldur, heldur það sem þessi verkstjóri Evrópusambandsins við smíði nýrrar tilskipunar um þjónustustarfsemi, þykir hafa á samviskunni. Tilskipunin gengur út á að útvíkka hugtakið "þjónustu" þannig að það teygi sig inn á svið hefðbundinnar velferðarþjónustu en þar með væri opnað fyrir markaðsvæðingu hennar...

Lesa meira

Tekist á um framtíð almannaþjónustunnar

Að mínu mati eru Public Services International (PSI), Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, kröftugustu alþjóðasamtök launafólks starfandi í heiminum. Þessi samtök hafa beitt sér fyrir úrbótum og framförum innan almannaþjónustunnar og barist gegn einkavæðingu af miklum krafti. Engin samtök hafa átt í eins mikilli gagnrýnni samræðu við Alþjóðagjaldeyrisssjóðinn og Alþjóðabankann.

Lesa meira

Kröftugur fundur gegn hernaðarofbeli Ísraela


Á laugardag var haldinn útifundur til þess að mótmæla hernaðarofbeldi Ísraela gegn Palestínumönnum. Það var félagið Ísland-Palestína sem stóð fyrir fundinum og stýrði formaður félagsins, Sveinn Rúnar Hauksson, fundinum. Ræðumenn voru Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Á fundinum var samþykkt ályktun ( sjá nánar) og Sigurður Skúlason, leikari las ljóð, þar á meðal meðfylgjandi ljóð eftir Kristján Hreinsson, skáld:

Lesa meira

Saga Reagans endurskrifuð?

Forseti Íslands

hefur sent samúðarskeyti vestur um haf vegna fráfalls Ronalds Reagans forseta Bandaríkjanna 1980-88. Hann lést í fyrradag á tíræðisaldri. Í Morgunblaðinu í dag er leitað eftir ummælum forsætisráðherra,utanríkisráðherra, fyrrverandi ...

Lesa meira

Íslendingar beiti sér gegn mannréttindabrotum Bandaríkjamanna í Guantanamo


Frá fréttamannafundi þar sem áskorunin var kynnt. Á myndinni eru Bjarni Magnússon frá Deiglunni, Huginn Þorsteinsson frá Múrnum, Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Mynd Bára.

BSRB, ASÍ, Íslandsdeild Amnesty International og mörg ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna hafa sent sameiginlega áskorun til ríkisstjórnar Íslands þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að koma mótmælum á framfæri með formlegum hætti við ríkisstjórn Bandaríkjanna vegna þeirra mannréttindabrota sem nú viðgangast í herstöðinni við Guantanamo flóa á Kúbu. Þá hafa þessir aðilar ráðist í sameiginlega undirskriftasöfnun á vefslóðinni: www.skodun.is/undirskrift
Í áskoruninni segir:..

Lesa meira

Busharon


Ísraelski baráttumaðurinn fyrir mannréttindum, Uri Avnery, segir í blaðagrein sem birtist í Morgunblaðinu, laugardaginn 29. maí, að "sú undarlega skepna Busharon" sé í kreppu. Það eigi bæði við um framenda skepnunnar, George W. Bush, Bandaríkjaforseta og afturendann, Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Myndbirtingarnar úr íröskum fangelsum af nöktum föngum hafi opinberað nekt Bandaríkjaforseta. Kreppa Ísraela felist í því að ofbeldið sem þau beiti Palestínumenn færi þeim ekki árangur.

Lesa meira

Frá lesendum

SAMHENT Á NÝJU ÁRI

Já nú byrjar allt ballið víst
hjá Bjarna, Sigga og Kötu
Um samruna ég heyrði tíst
enda samhent á ríkis jötu.

Æ ráðherra ansi illa fór
undir mikilli pressu
þegar flónið Willum Þór
féll á Þorláksmessu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ÁRIÐ ER LIÐIÐ

Tvö þúsund tuttugu og eitt
tók hræðilegan enda
Því hér var helst engu breytt
á hægristjórn vil benda

Um áramót er aukin spenna
öll verðum hennar vör
Hverjir vilja og hverjir nenna
að verða lady eða sör.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍ ER ÞAGAÐ UM WIKILEAKS Á ALÞINGI?

Kann einhver skýringu á því að alþingismenn skuli þegja þunnu hljóði um fangelsun stofnanda Wikileaks og ofbeldið í hans garð? Allt á þetta svo að heita að tekist sé á um málið fyrir dómstólum þótt staðreyndin sé augljóslega sú að þetta snýst bara um pólitík og ofbeldi eins og þú bendir réttilega  á í bréfi þínu til breska sendiherrans Ögmundur. Eistaklingur er ofsáttur fyrir að upplýsa um stríðsglæpi og stjórnvöldin í heiminum láta gott heita. Þar á meðal ríkisstjórn Íslands og svo Alþingi eins og það leggur sig.
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

ERUÐ ÞIÐ Á LYFJUM?

Sæll, það er sorglegt að sjá að þú og aðrir haldið að það leysi vandann að banna spilakassana, fólkið sem notar þá mun þá bara færa sína fíkn inn á netið og peningarnir renna bara úr landinu. Nær væri að skylda þá sem reka þá til að láta 75% af hagnaði renna í forvarna og meðferðarstarf. En nei eins og þið núverandi og fyrrverandi þingmenn virðist sjá einhverja töfralausn í banni þó að raunveruleikinn sýni allt annað, eru einhver spes vímuefni sem þið fáið ...
Einar

Lesa meira

EIGNATILFÆRSLUSTJÓRNIN

Þetta gengur allt út á "eignatilfærslur", að ræna þjóðina (þjóðirnar) auðlindum og eigum. Alvöru kapitalisti er sá sem byggir upp sjálfur, helst frá rótum, en rænir ekki eigum almennings til þess að auðgast sjálfur. Á því tvennu er  grundvallarmunur.

Bankana færum við Björgólfum sterkum,
blásum að rótum glóðar.
Stefnum að miklum og stórum verkum,
stelumst í eigur þjóðar.

Kári

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: HVAÐ RÆÐUR MESTU UM HEGÐUN NOTENDA Á RAFORKUMARKAÐI?

Ef reynt er að lesa í vilja íslenskra kjósenda að loknum kosningum til Alþingis virðist sem talsverður hluti þeirra sé ekki mjög óánægður með yfirstandandi braskvæðingu raforkumálanna. Líklegt er að sú afstaða haldist óbreytt þangað til notendur sjá áhrifin með vaxandi þunga á rafmagnsreikningum sínum. Þegar breytingarnar skila sér í buddu notenda, með gríðarlegum hækkunum, kann að verða breyting á. En það gildir hér, eins og víða annars staðar, að best er að bregðast við í tíma, ekki bíða þar til allt er komið í óefni. Það stefnir nefnilega í ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: STÖNDUM MEÐ ASSANGE

... Ef við missum allar raunverulegar gagnrýnisraddir í þetta hyldýpi óttans er samfélagið komið langt frá þeim gildum sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og við eigum á hættu að missa það frelsi og þau réttindi sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut. ... Fylgjum nú öll fordæmi Ögmundar Jónassonar. Mótmælum fangelsun og framsali Julians Assange, og krefjumst þess um leið að Julian Assange fái frelsi og pólitískt hæli á Íslandi. Mætum við breska seniráðið við Laufásveg á morgun, miðvikudaginn 22. desember 2021 ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BÓLUSETNINGARSKYLDA OG LÖGREGLURÍKI

Um allan heim eru átök og spenna sem virðast vaxa með hverjum deginum. Opinbert tilefni átakanna nú er deilan um mismunun óbólusettra með lögum, lögum sem innleidd hafa verið í ýmsum löndum, og skref verið tekin í þá átt í næstu nágrannalöndum okkar (Noregi, Svíþjóð). Þar er um að ræða  innanríkisvegabréf, víða nefnt «grænn passi» eða „kórónupassi“, bólusetningarskilríki sem sett eru sem skilyrði fyrir borgaralegum réttindum. Við nánari athugun sést að deilan snýst um nokkrar meginreglur réttarríkis, og um lýðræðið. Á Íslandi hefur sóttvarnarlæknir fengið að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ Í EFLINGU

Það kom flatt upp á almenning þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði upp starfi sínu og formennsku í Eflingu. Og starfsbróðir hennar Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri einnig. Það kom jafnvel enn flatar upp á fólk að ástæðan skyldi vera «vantraust» frá starfsfólki Eflingar. 
Tilefni afsagnarinnar var í fyrsta lagi ályktun tveggja trúnaðarmanna starfsfólksins á skrifstofu Eflingar í júní sl. sumar. Í ályktuninni voru borin upp á stjórn Eflingar samningsbrot, tilefnislausar uppsagnir og «aftökulistar» starfsfólks. Í öðru lagi var tilefnið dramatískur fundur með umræddu starfsfólki föstudaginn 29. október. Á þeim fundi gaf Sólveig Anna hópnum ... 

Lesa meira

Kári skrifar: INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS - FRAMLEIÐSLA OG DREFING Á JARÐGASI

Það er lesendum kunnugt að innri orkumarkaður Evrópusambandsins nær til framleiðslu, dreifingar og sölu á rafmagni og gasi (jarðgasi). Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn virðast trúa því að jafnaðarmerki sé á milli annars vegar aðgerða í loftslagsmálum og þess að Ísland verði fullgildur aðili að innri orkumarkaði Evrópusambandsins. Með öðrum orðum, menn tengja saman mögulegan árangur í loftslagsmálum við aðild að innri orkumarkaði Evrópu. Samkvæmt þessu getur ekkert ríki í heiminum náð árangri í loftslagsmálum nema ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÓPERASJÓN BARBAROSSA – ENN OG AFTUR

Áttatíu ár eru í dag liðin frá innrás Þýskalands í Sovétríkin, Óperasjón Barbarossa, mannskæðasta glæp veraldarsögunnar. Haldið er upp á afmælið með mikilli samræmdri heræfingu í Austur-Evrópu undir bandarískri stjórn, gegn Rússlandi. Æfingin sem nefnist  DefenderEurope 2021 stendur nú yfir en er dreift á nokkrar vikur í 12 Austur-Evrópulöndum, á landi og sjó. Þátt taka 37 þúsund hermenn frá 27 löndum, þar á meðal frá hinum 14 nýju aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu. Öll fer æfingin fram í Austur-Evrópu, frá Eystrasalti til Svartahafs og Balkanskaga ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar