Umheimur Október 2004
Í nóvember árið 2001 sagði Colin Powell,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna: "Engir samningar
verða gerðir á kostnað afganskra kvenna". Þetta var skömmu
eftir að hernaðarárásin var gerð á landið. Powell og aðrir
bandarískir ráðamenn voru þá iðnir við að réttlæta árásina í ljósi
þess að verið væri að frelsa afganskar konur. Þessu var endurómað á
Íslandi og er enn gert. Einar K. Guðfinnsson,
þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þessa
skýringu á takteinum í sjónvarpsþættinum Ísland í
dag á Stöð tvö í kvöld. Þetta rifjar
upp...
Lesa meira
Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Einar K. Guðfinnsson, er dagfarsprúður maður. Það hendir þó af og til að tilfinningarnar bera hann ofurliði. Ekkert nema gott um það að segja að menn séu tilfinningaríkir. Hitt er verra þegar óbeislaðir skapsmunir og slæmur málstaður fara saman. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur iðulega tekið að sér það hlutverk í seinni tíð að verja hernaðarstefnu Bandaríkjastjórnar og þá ekki síður stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar við hana. Í dag fjölluðu fjölmiðlar um tilræði við íslenska friðargæslumenn í Kabúl. Af þessu tilefni var leitað til ...
Lesa meira
...Undarlegt andvaraleysi er hins vegar hjá þessum
sömu aðilum þegar raunveruleg ógn við öryggi landsins blasir
við. Sjö rússnesk herskip hafa nú í rúma viku haldið til við
Þistilfjörð, rétt utan tólf mílna landhelginnar.
DV hefur í dag eftir sérfræðingi í rússneska
flotanum, Nick Brown, (hjá Jane´s
Information Group) að líklegt sé að eitt skipanna,
beitiskipið Pyotr Velikiy, sé bilað. Skipið sé
kjarnorkuknúið og hugsanlega með kjarnorkuvopn um borð. Í blaðinu
er vitnað í talsmenn rússneska hersins sem sagt hafi að skipið sé
nánast eins og ruslahaugur, kjarnaofninn hugsanlega í ólagi og að
raunveruleg hætta sé á því að skipið gæti sprungið í loft
upp...
Lesa meira
...Mér er heitt í hamsi þegar ég slæ þessi orð inn í tölvuna. Ég
var nefnilega að lesa viðtal við íraska konu, Huda
Alazawi að nafni. Hún hefur sagt frá reynslu sinni í
fangavist bandarískra hermanna í Írak. Hún er nýlega laus úr
fangelsi en tveir bræður hennar eru enn í haldi. Einn bræðranna
myrtu bandarísku hermenninrnir eftir grimmilegar pyntingar.
Minnumst þessa næst þegar Davíð Oddsson og Halldór
Ásgrímsson segja hve gott það hafi verið að losna við Saddam
Hussein. Eflaust var það gott en ekki er það betra hlutskipti að fá
þá félaga Bush, Blair og litlu kallana okkar yfir sig; mennina sem
veita sadistum í íröskum fangelsum skjól...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum