Umheimur Nóvember 2004

Fróðleiksmoli um framlag ríkisstjórnar Íslands til mannréttinda í Írak

...En hvað þá með raunverulegan meirihlutavilja hjá Sameinuðu þjóðunum? Hann hefur alla tíð verið algerlega á móti hernaðarofbeldi Bandaríkjanna! Í nóvember 1998, eftir að öllum var orðið löngu ljóst að viðskiptabannið á Írak hafði leitt til dauða mörg hundruð þúsund manna, einkum barna og veikburða fólks, þannig að nánast allar stofnanir Sameinuðu þjóðanna börðust gegn banninu, svo sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, og hver stjórnandi mannúðarhjálpar á vegum SÞ í Írak á fætur öðrum sagði af sér í mótmælaskyni, var borin fram ályktunartillaga á  Allsherjarþingi SÞ þar sem hvatt var til að ríki beiti ekki einhliða þvingunaraðgerðum ef þær stríði gegn grundvallarmannrréttindum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna... Lesa meira

Hvað verða margir grafnir?


Við fáum nú fréttir í hverjum fréttatíma frá Írak. Okkur er sagt frá stórsigrum bandaríska hernámsliðsins þar. Svo er að skilja að mannfall hafi ekki orðið mikið í röðum þess og látið að því liggja að óbreyttir borgarar séu nánast undanþegnir hörmungum stríðsins þrátt fyrir að heimkynni þeirra hafi verið jöfnuð við jörðu, skrúfað fyrir vatn og rafmagn, taugaveiki að breiðast út og haldið uppi stórskotaárásum á þá. Þeir einu sem kúlurnar hitti hins vegar séu lögmæt skotmörk, "hryðjuverkamenn" eins og bandarísk hermálayfirvöld skilgreina alla þá sem andæfa hernáminu. Eitthvað kemur þetta ekki heim og saman og hafa gagnrýnir fréttamenn vestan hafs og austan vakið máls á því. Í þeirra hópi er Greg Palast ...

Lesa meira

Verða fleiri leystir frá störfum?

Birtist í Morgunpósti VG 17.11.04.
...Hvað skyldi Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafa gert við bréfið - eða öllu heldur ákallið - sem hann fékk frá borgaryfirvöldum í Fallujah þar sem hann var beðinn um stuðning Sameinuðu þjóðanna að koma í veg fyrir fyrirsjáanleg fjöldamorð og hryðjuverk Bandaríkjahers? Skyldi hann hafa sent erindið til Öryggisráðsins? Hefði verið gott að þar sæti nú fulltrúi Íslands? Hefðu íbúar Fallujah átt þar hauk í horni? Hefði hann krafist þess að Öryggisráðið fordæmdi Bandaríkjastjórn og bresku stjórnina og vitorðsmenn þeirra fyrir stríðsglæpi? Er það kannski frekar...

Lesa meira

Mótmælum stríðsglæpunum í Írak

Undanfarna sólarhringa hafa borist fréttir af stríðsglæpum í Írak. Fallujah, 300.000 manna borg, hefur nánast verið jöfnuð við jörðu. Enginn veit hve margir óbreyttir borgarar hafa verið drepnir. Fyrir árásina var skrúfað fyrir vatn og rafmagn til borgarbúa. Hjálparstofnunum var meinaður aðgangur að borginni og allur flutningur hjálpargagna inn í hana bannaður. Fyrsta takmark árásarliðsins var að ná sjúkrahúsum á sitt vald til að koma í veg fyrir að fréttir bærust af mannfalli. Sprengjum og stýriflaugum hefur verið skotið á borgina af handahófi dögum saman. Drykkjarvatnið er orðið eitrað - taugaveiki breiðist nú út...Við hljótum öll að mótmæla þessum stríðsglæpum og krefjast þess að ríkisstjórn Íslands geri slíkt hið sama opinberlega og á alþjóðavettvangi...

Lesa meira

Þjóð í þrengingum - Arafat allur. Ræða á samstöðufundi

...Eina leiðin til að skilja Yasser Arafat er að skipta út nafninu Arafat fyrir baráttu palestínsku þjóðarinnar. Öll gagnrýni á Arafat er gagnrýni á þessa baráttu. Hann fæddist inn í baráttuna fyrir frelsi og dó umkringdur óvinum. Undir lokin var litið á hann sem þránd í götu friðarsamninga. Þrátt fyrir að hann hafi verið tilbúinn að gefa eftir mun meira land en margir Palestínumenn gátu sætt sig við, þá var hann aldrei tilbúinn til að semja um að falla frá réttinum til að snúa aftur frá flóttamannabúðunum. Þessi réttur var honum meira virði en frelsi strax, þar sem hann taldi að það yrði hægt að byggja upp pólitíska baráttu síðar, ef fólk aðeins "fengi að snúa aftur". ..

Lesa meira

Samstöðufundur með Palestínu

Þjóð í þrengingum - samstöðufundur með Palestínumönnum er yfirskrift fundar sem haldinn verður í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.00. Eftir fráfall Arafats eru blikur á lofti í Palestínu og því mikilvægt að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu.Um áratugi hefur hún mátt þola þrengingar og harðræði að hálfu hernámsliðs Ísraels. Kynþáttaaðskilnaðarmúrinn er til marks um hversu langt er gengið í ofsóknum á hendur Palestínumönnum. Enda þótt Ísraelsstjórn láti í veðri vaka að hún sé nú að draga úr útþenslu á Gaza sviftir kynþáttamúrinn Palestínumenn á Vesturbakkanum stóru svæðum. Múrinn er auk þess reistur til að sundra landi og byggðum, fjölskyldum og samfélagi...

Lesa meira

Vaxandi efasemdir um að Íslendingar eigi erindi í Öryggisráð SÞ

Í dag flutti Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, skýrslu á Alþingi. Þar komu fram áherslur ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum: Fullkomin fylgispekt, nú sem fyrr, við utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sennilega enn andheitari ástarjátning en nokkru sinni fyrr. Skýringin er ekki skoðanamunur þeirra Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, heldur hitt að Davíð er sennilega meiri tilfinningamaður og tjáir sig ákafar. Þó held ég að Halldór hefði ekki gengið eins langt og Davíð gerði í dag í formælingum í garð...

Lesa meira

John Pilger um Írak

Fréttamaðurinn og fræðimaðurinn John Pilger birtir stórmerkilega grein í New Statesman í dag undir fyrirsögninni Írak: Hið ótrúlega verður eðlilegt ( Iraq: the unthinkable becomes normal). Hann byrjar grein sína á atburðunum í Fallujah í Írak sem Bandaríkjaher herjar nú hvað harðast á. Hann vekur athygli okkar á því að fjölmiðlar virðist telja að þar búi nú aðallega "uppreisnarmenn". Staðreyndin sé hins vegar sú að þar sé "konum og börnum slátrað í okkar nafni." Hvernig má það vera að þetta gerist? Pilger vitnar í ...

Lesa meira

Frá lesendum

SAMHENT Á NÝJU ÁRI

Já nú byrjar allt ballið víst
hjá Bjarna, Sigga og Kötu
Um samruna ég heyrði tíst
enda samhent á ríkis jötu.

Æ ráðherra ansi illa fór
undir mikilli pressu
þegar flónið Willum Þór
féll á Þorláksmessu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ÁRIÐ ER LIÐIÐ

Tvö þúsund tuttugu og eitt
tók hræðilegan enda
Því hér var helst engu breytt
á hægristjórn vil benda

Um áramót er aukin spenna
öll verðum hennar vör
Hverjir vilja og hverjir nenna
að verða lady eða sör.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍ ER ÞAGAÐ UM WIKILEAKS Á ALÞINGI?

Kann einhver skýringu á því að alþingismenn skuli þegja þunnu hljóði um fangelsun stofnanda Wikileaks og ofbeldið í hans garð? Allt á þetta svo að heita að tekist sé á um málið fyrir dómstólum þótt staðreyndin sé augljóslega sú að þetta snýst bara um pólitík og ofbeldi eins og þú bendir réttilega  á í bréfi þínu til breska sendiherrans Ögmundur. Eistaklingur er ofsáttur fyrir að upplýsa um stríðsglæpi og stjórnvöldin í heiminum láta gott heita. Þar á meðal ríkisstjórn Íslands og svo Alþingi eins og það leggur sig.
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

ERUÐ ÞIÐ Á LYFJUM?

Sæll, það er sorglegt að sjá að þú og aðrir haldið að það leysi vandann að banna spilakassana, fólkið sem notar þá mun þá bara færa sína fíkn inn á netið og peningarnir renna bara úr landinu. Nær væri að skylda þá sem reka þá til að láta 75% af hagnaði renna í forvarna og meðferðarstarf. En nei eins og þið núverandi og fyrrverandi þingmenn virðist sjá einhverja töfralausn í banni þó að raunveruleikinn sýni allt annað, eru einhver spes vímuefni sem þið fáið ...
Einar

Lesa meira

EIGNATILFÆRSLUSTJÓRNIN

Þetta gengur allt út á "eignatilfærslur", að ræna þjóðina (þjóðirnar) auðlindum og eigum. Alvöru kapitalisti er sá sem byggir upp sjálfur, helst frá rótum, en rænir ekki eigum almennings til þess að auðgast sjálfur. Á því tvennu er  grundvallarmunur.

Bankana færum við Björgólfum sterkum,
blásum að rótum glóðar.
Stefnum að miklum og stórum verkum,
stelumst í eigur þjóðar.

Kári

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: HVAÐ RÆÐUR MESTU UM HEGÐUN NOTENDA Á RAFORKUMARKAÐI?

Ef reynt er að lesa í vilja íslenskra kjósenda að loknum kosningum til Alþingis virðist sem talsverður hluti þeirra sé ekki mjög óánægður með yfirstandandi braskvæðingu raforkumálanna. Líklegt er að sú afstaða haldist óbreytt þangað til notendur sjá áhrifin með vaxandi þunga á rafmagnsreikningum sínum. Þegar breytingarnar skila sér í buddu notenda, með gríðarlegum hækkunum, kann að verða breyting á. En það gildir hér, eins og víða annars staðar, að best er að bregðast við í tíma, ekki bíða þar til allt er komið í óefni. Það stefnir nefnilega í ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: STÖNDUM MEÐ ASSANGE

... Ef við missum allar raunverulegar gagnrýnisraddir í þetta hyldýpi óttans er samfélagið komið langt frá þeim gildum sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og við eigum á hættu að missa það frelsi og þau réttindi sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut. ... Fylgjum nú öll fordæmi Ögmundar Jónassonar. Mótmælum fangelsun og framsali Julians Assange, og krefjumst þess um leið að Julian Assange fái frelsi og pólitískt hæli á Íslandi. Mætum við breska seniráðið við Laufásveg á morgun, miðvikudaginn 22. desember 2021 ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BÓLUSETNINGARSKYLDA OG LÖGREGLURÍKI

Um allan heim eru átök og spenna sem virðast vaxa með hverjum deginum. Opinbert tilefni átakanna nú er deilan um mismunun óbólusettra með lögum, lögum sem innleidd hafa verið í ýmsum löndum, og skref verið tekin í þá átt í næstu nágrannalöndum okkar (Noregi, Svíþjóð). Þar er um að ræða  innanríkisvegabréf, víða nefnt «grænn passi» eða „kórónupassi“, bólusetningarskilríki sem sett eru sem skilyrði fyrir borgaralegum réttindum. Við nánari athugun sést að deilan snýst um nokkrar meginreglur réttarríkis, og um lýðræðið. Á Íslandi hefur sóttvarnarlæknir fengið að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ Í EFLINGU

Það kom flatt upp á almenning þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði upp starfi sínu og formennsku í Eflingu. Og starfsbróðir hennar Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri einnig. Það kom jafnvel enn flatar upp á fólk að ástæðan skyldi vera «vantraust» frá starfsfólki Eflingar. 
Tilefni afsagnarinnar var í fyrsta lagi ályktun tveggja trúnaðarmanna starfsfólksins á skrifstofu Eflingar í júní sl. sumar. Í ályktuninni voru borin upp á stjórn Eflingar samningsbrot, tilefnislausar uppsagnir og «aftökulistar» starfsfólks. Í öðru lagi var tilefnið dramatískur fundur með umræddu starfsfólki föstudaginn 29. október. Á þeim fundi gaf Sólveig Anna hópnum ... 

Lesa meira

Kári skrifar: INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS - FRAMLEIÐSLA OG DREFING Á JARÐGASI

Það er lesendum kunnugt að innri orkumarkaður Evrópusambandsins nær til framleiðslu, dreifingar og sölu á rafmagni og gasi (jarðgasi). Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn virðast trúa því að jafnaðarmerki sé á milli annars vegar aðgerða í loftslagsmálum og þess að Ísland verði fullgildur aðili að innri orkumarkaði Evrópusambandsins. Með öðrum orðum, menn tengja saman mögulegan árangur í loftslagsmálum við aðild að innri orkumarkaði Evrópu. Samkvæmt þessu getur ekkert ríki í heiminum náð árangri í loftslagsmálum nema ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÓPERASJÓN BARBAROSSA – ENN OG AFTUR

Áttatíu ár eru í dag liðin frá innrás Þýskalands í Sovétríkin, Óperasjón Barbarossa, mannskæðasta glæp veraldarsögunnar. Haldið er upp á afmælið með mikilli samræmdri heræfingu í Austur-Evrópu undir bandarískri stjórn, gegn Rússlandi. Æfingin sem nefnist  DefenderEurope 2021 stendur nú yfir en er dreift á nokkrar vikur í 12 Austur-Evrópulöndum, á landi og sjó. Þátt taka 37 þúsund hermenn frá 27 löndum, þar á meðal frá hinum 14 nýju aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu. Öll fer æfingin fram í Austur-Evrópu, frá Eystrasalti til Svartahafs og Balkanskaga ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar