Fróðleiksmoli um framlag ríkisstjórnar Íslands til mannréttinda í Írak

Við fáum nú fréttir í hverjum fréttatíma frá Írak. Okkur er sagt frá stórsigrum bandaríska hernámsliðsins þar. Svo er að skilja að mannfall hafi ekki orðið mikið í röðum þess og látið að því liggja að óbreyttir borgarar séu nánast undanþegnir hörmungum stríðsins þrátt fyrir að heimkynni þeirra hafi verið jöfnuð við jörðu, skrúfað fyrir vatn og rafmagn, taugaveiki að breiðast út og haldið uppi stórskotaárásum á þá. Þeir einu sem kúlurnar hitti hins vegar séu lögmæt skotmörk, "hryðjuverkamenn" eins og bandarísk hermálayfirvöld skilgreina alla þá sem andæfa hernáminu. Eitthvað kemur þetta ekki heim og saman og hafa gagnrýnir fréttamenn vestan hafs og austan vakið máls á því. Í þeirra hópi er Greg Palast ...
Lesa meiraBirtist í Morgunpósti VG 17.11.04.
...Hvað skyldi Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna hafa gert við bréfið - eða öllu heldur ákallið - sem hann
fékk frá borgaryfirvöldum í Fallujah þar sem hann var beðinn um
stuðning Sameinuðu þjóðanna að koma í veg fyrir fyrirsjáanleg
fjöldamorð og hryðjuverk Bandaríkjahers? Skyldi hann hafa
sent erindið til Öryggisráðsins? Hefði verið gott að þar sæti nú
fulltrúi Íslands? Hefðu íbúar Fallujah átt þar hauk í horni? Hefði
hann krafist þess að Öryggisráðið fordæmdi Bandaríkjastjórn og
bresku stjórnina og vitorðsmenn þeirra fyrir stríðsglæpi? Er það
kannski frekar...
Undanfarna sólarhringa hafa borist fréttir af stríðsglæpum í Írak. Fallujah, 300.000 manna borg, hefur nánast verið jöfnuð við jörðu. Enginn veit hve margir óbreyttir borgarar hafa verið drepnir. Fyrir árásina var skrúfað fyrir vatn og rafmagn til borgarbúa. Hjálparstofnunum var meinaður aðgangur að borginni og allur flutningur hjálpargagna inn í hana bannaður. Fyrsta takmark árásarliðsins var að ná sjúkrahúsum á sitt vald til að koma í veg fyrir að fréttir bærust af mannfalli. Sprengjum og stýriflaugum hefur verið skotið á borgina af handahófi dögum saman. Drykkjarvatnið er orðið eitrað - taugaveiki breiðist nú út...Við hljótum öll að mótmæla þessum stríðsglæpum og krefjast þess að ríkisstjórn Íslands geri slíkt hið sama opinberlega og á alþjóðavettvangi...
Lesa meira...Eina leiðin til að skilja Yasser Arafat er að skipta út nafninu Arafat fyrir baráttu palestínsku þjóðarinnar. Öll gagnrýni á Arafat er gagnrýni á þessa baráttu. Hann fæddist inn í baráttuna fyrir frelsi og dó umkringdur óvinum. Undir lokin var litið á hann sem þránd í götu friðarsamninga. Þrátt fyrir að hann hafi verið tilbúinn að gefa eftir mun meira land en margir Palestínumenn gátu sætt sig við, þá var hann aldrei tilbúinn til að semja um að falla frá réttinum til að snúa aftur frá flóttamannabúðunum. Þessi réttur var honum meira virði en frelsi strax, þar sem hann taldi að það yrði hægt að byggja upp pólitíska baráttu síðar, ef fólk aðeins "fengi að snúa aftur". ..
Lesa meiraÞjóð í þrengingum - samstöðufundur með Palestínumönnum er yfirskrift fundar sem haldinn verður í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.00. Eftir fráfall Arafats eru blikur á lofti í Palestínu og því mikilvægt að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu.Um áratugi hefur hún mátt þola þrengingar og harðræði að hálfu hernámsliðs Ísraels. Kynþáttaaðskilnaðarmúrinn er til marks um hversu langt er gengið í ofsóknum á hendur Palestínumönnum. Enda þótt Ísraelsstjórn láti í veðri vaka að hún sé nú að draga úr útþenslu á Gaza sviftir kynþáttamúrinn Palestínumenn á Vesturbakkanum stóru svæðum. Múrinn er auk þess reistur til að sundra landi og byggðum, fjölskyldum og samfélagi...
Lesa meiraÍ dag flutti Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, skýrslu á Alþingi. Þar komu fram áherslur ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum: Fullkomin fylgispekt, nú sem fyrr, við utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sennilega enn andheitari ástarjátning en nokkru sinni fyrr. Skýringin er ekki skoðanamunur þeirra Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, heldur hitt að Davíð er sennilega meiri tilfinningamaður og tjáir sig ákafar. Þó held ég að Halldór hefði ekki gengið eins langt og Davíð gerði í dag í formælingum í garð...
Lesa meiraFréttamaðurinn og fræðimaðurinn John Pilger birtir stórmerkilega grein í New Statesman í dag undir fyrirsögninni Írak: Hið ótrúlega verður eðlilegt ( Iraq: the unthinkable becomes normal). Hann byrjar grein sína á atburðunum í Fallujah í Írak sem Bandaríkjaher herjar nú hvað harðast á. Hann vekur athygli okkar á því að fjölmiðlar virðist telja að þar búi nú aðallega "uppreisnarmenn". Staðreyndin sé hins vegar sú að þar sé "konum og börnum slátrað í okkar nafni." Hvernig má það vera að þetta gerist? Pilger vitnar í ...
Lesa meiraÍ nóvember árið 2001 sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna: "Engir samningar verða gerðir á kostnað afganskra kvenna". Þetta var skömmu eftir að hernaðarárásin var gerð á landið. Powell og aðrir bandarískir ráðamenn voru þá iðnir við að réttlæta árásina í ljósi þess að verið væri að frelsa afganskar konur. Þessu var endurómað á Íslandi og er enn gert. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þessa skýringu á takteinum í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð tvö í kvöld. Þetta rifjar upp...
Lesa meiraFlóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...
Lesa meiraÞegar ég staðhæfði, skömmu eftir að innrás Rússa hófst, að Úkraínustríðið væri staðgengilsstríð var allt slíkt tal stimplað sem «Pútínáróður» enda væri stríðið einfaldlega þjóðfrelsisstríð Úkraínu. Slíkir stimplar eru vissulega enn á lofti og mynd þjóðfrelsisstríðsins er haldið fast að okkur í fjölmilum. Inn á milli heyrist samt oftar og oftar frá háum stöðum, ekki síst í Washington, að Úkraínustríðið sé einmitt – staðgengilsstríð. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sambandi “staðgengils» og þeirra sem hann «staðgengur” fyrir ...
Lesa meiraEftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi.
Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta:
„Íslensk stjórnvöld styðja þær ákvarðanir sem þjóðþing Finnlands og Svíþjóðar munu taka varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Engin breyting hefur orðið á samþykktri stefnu Vinstri grænna (VG).Þetta kemur fram í svari ...
Eitt er að hafa skoðun annað að hafa ritskoðun. Þótt ást og hatur virðist við fyrstu sýn vera andstæðar tilfinningar hafa vísindamenn á sviði taugalíffræði komist að þeirri niðurstöðu að sömu rásir í heilanum tengist bæði ást og hatri. Þá benda rannsóknir í sálfræði til þess að því dýpri sem „ástin“ er þeim mun meira sé „hatrið“. Þetta tvennt virðist því fara saman. Nútildags eru tjáðar skoðanir sem ekki fylgja valdinu í blindni flokkaðar sem „hatursorðræða“...
Lesa meira... Óljóst er hverjar svikasakir voru bornar á útlægan Andskota forðum. Ráð er að taka dóminn upp, finna leið sátta. Færa Djöfsa upp til fyrra embættis í Guðsríki, banna slaufun og einelti gegn honum. Gera hann að bættum engli, þótt meðferð kosti. Við slíka sátt lýkur því Miklastríðinu, en við það missa þó krossmenn spón úr aski og aðrir kjörnir stríðsmenn. Mikjáll stríðsengill missir embættið ...
Lesa meiraEinkennist utanríkispólitík Pútíns af útþenslustefnu? Því verður ekki svarað nema skoða hana í samhengi við pólitík annarra heimsvelda. Það þarf jafnframt að skoða öryggismálastefnu Rússlands í sögulegu samhengi – og þar birtist furðu mikil söguleg samfella þrátt fyrir ólíkt stjórnarfar í Kreml á ólíkum tímum. Það er ljótt og það er ógnvænlegt stríðið sem geisar í Úkraínu ...
Lesa meira