Umheimur 2004

Öryggi Íslands ógnað

...Undarlegt andvaraleysi er hins vegar hjá þessum sömu aðilum þegar raunveruleg ógn við öryggi landsins blasir við. Sjö rússnesk herskip hafa nú í rúma viku haldið til við Þistilfjörð, rétt utan tólf mílna landhelginnar. DV hefur í dag eftir sérfræðingi í rússneska flotanum, Nick Brown, (hjá Jane´s Information Group) að líklegt sé að eitt skipanna, beitiskipið Pyotr Velikiy, sé bilað. Skipið sé kjarnorkuknúið og hugsanlega með kjarnorkuvopn um borð. Í blaðinu er vitnað í talsmenn rússneska hersins sem sagt hafi að skipið sé nánast eins og ruslahaugur, kjarnaofninn hugsanlega í ólagi og að raunveruleg hætta sé á því að skipið gæti sprungið í loft upp...

Lesa meira

Fasisti í framboði

...Mér er heitt í hamsi þegar ég slæ þessi orð inn í tölvuna. Ég var nefnilega að lesa viðtal við íraska konu, Huda Alazawi að nafni. Hún hefur sagt frá reynslu sinni í fangavist bandarískra hermanna í Írak. Hún er nýlega laus úr fangelsi en tveir bræður hennar eru enn í haldi. Einn bræðranna myrtu bandarísku hermenninrnir eftir grimmilegar pyntingar. Minnumst þessa næst þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson segja hve gott það hafi verið að losna við Saddam Hussein. Eflaust var það gott en ekki er það betra hlutskipti að fá þá félaga Bush, Blair og litlu kallana okkar yfir sig; mennina sem veita sadistum í íröskum fangelsum skjól...

Lesa meira

Gerum 9/11 að alþjóðlegum minningardegi

Grein sem birtist í gær 9/11 í Theran Times er merkileg fyrir ýmissa hluta sakir og þá sérstaklega fyrir yfirvegun og yfirsýn greinarhöfundar, sem heitir  Hamid Golpira. Hann hvetur til þess að 9/ 11 verði gerður að alþjóðlegum minningardegi. Í niðurlagi greinar sinnar segir hann, að slík athöfn á heimsvísu "til minningar um allt það saklausa fólk sem lét lífið þennan dag gæti orðið til að stuðla að friði og sanngjarnari heimsmenningu". Greinarhöfundur minnir okkur síðan á að hinn 9. september árið 2001 hafi fleira saklaust fólk látið lífið en þeir sem þann dag voru drepnir í New York og Washington. Þannig hafi á þessum eina degi 30 þúsund börn og 8 þúsund fullorðnir dáið úr hungri og sjúkdómum sem rekja megi til fátæktar. "Börnin í þriðja heiminum upplifa 9/11 á hverjum einasta degi". Síðan rekur Hamid Golpira atburði sem áttu sér stað á þessum tíma víðs vegar um heiminn og er það umhugsunarverð lesning. Þessi nálgun opnar víða sýn á heiminn. Hún hvetur til raunsæis og er stefnt gegn fordómum. Hún er umburðarlynd. Ég læt greinina fylgja á ensku og síðan vefslóðir bæði á þessa grein og blaðið sem hún birtist í.

Lesa meira

11.september í Nýju róttæku miðstöðinni

Þrjú ár eru nú liðin frá árásunum á New York og Washington og er í dag haldin minnigar- og menningardagskrá í Nýju róttæku miðstöðinni að Garðastræti 2 (101 Reykjavík), um atburðina 11. september 2001 og eftirköst þeirra.  Stofnun Nýju róttæku miðstöðvarinnar er lofsvert framtak sem ég hvet sem flesta til að kynna sér. Það er Gagnauga.is sem stendur að skipulegningunni en fyrir þá sem ekki til þekkja er athyglisvert að fara inn á þann róttæka og gagnrýna vef. Eins og fram kemur í meðfylgjandi dagskrá ...

Lesa meira

Á okkar ábyrgð

Myndir geta verið áhrifaríkari en orð. Faðir huggar son sinn, heitir myndin sem hlaut World Press Photo verðlaunin í ár. Myndina tók franski ljósmyndarinn Jean-Marc Bouju en hann starfar fyrir Associated Press fréttastofuna. Myndin er úr fangabúðum í Najaf í Írak og sýnir fanga reyna að hugga fjögurra ára son sinn. Fanginn er látinn hafa hettu yfir höfði sínu en slíkt virðist tíðkast í herfangelsum Bandaríkjamanna, til að draga úr sjálfsöryggi og svipta menn mennskunni. En hve margir skyldu hugleiða þegar þeir horfa á þessa mynd eða svipaðar myndir, að fangarnir eru meðhöndlaðir á þennan hátt á ábyrgð Íslendinga. Hér á síðunni...

Lesa meira

Lýðræðissinnar fagna úrslitum í Venezuela

Úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Venuzuela eru lýðræðissinnum víðast hvar í heiminum að skapi. Það á hins vegar fyrst og fremst við um lýðræðissinna. Ekki aðra. Ekki til dæmis George Bush, Bandaríkjaforseta. Talsmenn  Hvíta hússins í Washington sögðu eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir að þeir myndu ekki viðurkenna úrslitin fyrr en ... Lesa meira

Andanum lyft á síðum Weekendavisen

Ef allir létu berast með straumnum, spyrðu aldrei gagnrýninna spurninga og andæfðu ekki þegar þeim þætti stefna í óefni, er hætt við að við næðum aldrei því stigi að geta kallað samfélag okkar siðað menningarsamfélag. Það getur krafist hugrekkis að gagnrýna hið hefðbundna. Það á svo sannarlega við um Hirsi Ali, 35 ára konu frá Sómalíu sem nú á sæti á hollenska þinginu. Það á einnig við um Karsten Möller stjórnanda danska herskólans. Þetta eru ólíkir einstaklingar en tilviljun réði því að viðtal er við þau bæði í danska blaðinu Weekendavisen um síðustu mánaðamót (30. júlí - 5. ágúst) og önnur tilviljum réð því að eintak af blaðinu barst mér í hendur. Mér þótti þessi viðtöl gefa bjartsýni byr undir báða vængi. Það er alltaf gaman að heyra til fólks sem lyftir andanum - ekki síst þegar einstaklingarnir koma úr óvæntri átt. ...

Lesa meira

Ríkisstjórnin mótmælir mannréttindabrotum í Guantanamo - í kyrrþey

Enda þótt framangreind samtök fagni því að íslensk stjórnvöld sýni einhvern lit vekur athygli af hve mkilli hógværð og linku þau koma fram í þessu máli. Það var ekki fyrr en eftir að undirskriftasöfnun er komin af stað að frá því var greint að utanríkisráðuneytið hafi komið mótmælum á framfæri.


Mótmæli í kyrrþey skipta nánast engu máli og eru lítið annað en friðþæging. Það sem máli skiptir er hvað sagt er opinberlega helst á pólitískum vettvangi þar sem mannréttindabrjóturinn er veikur fyrir. Það hafa fulltrúar okkar í utanríkismálum, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson nánst aldrei gert þegar Bush og Bandaríkin eru annars vegar. Fræg að endemum var för Davíðs vestur um haf nýlega þar sem hann spilaði þeirri yfirlýsingu inn í kosningabaráttu Bush að hann hefði gert heiminn friðvænlegri með árásinni á Írak! Ekki orð um Guantanamó eða pyntingar í bandarískum herfangelsum...

Lesa meira

New York Times biðst afsökunar

Þá er þriðji hópurinn sem ekkert viðurkennir og heldur áfram að berja höfðinu við steininn oft að því er virðist til að sýna ráðamönnum í Washington að þeir "bili ekki" eins og það var kallað í Sovét í gamla daga. Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands, vakti heimsathygli með yfirlýsingum sínum í Washington fyrir fáeinum dögum þegar hann lýsti því yfir að innrásin í Írak hefði verið öllum heiminum til góðs; heimurinn væri nú betri og öruggari en áður. Þetta eru barnalegar yfirlýsingar og dapurleg er sú tilhugsun að við skulum kynnt um víða veröld með þessum hætti. Leiðarinn í New York Times víkur að þeim hópi manna sem engum rökum tekur og segir...

Lesa meira

Davíð Oddsson kemst í heimsfréttirnar: "Heimurinn öruggari"

Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands hitti George W. Bush í Hvíta húsinu í Washington og er alsæll. Ekki svo að skilja að sýnilegur árangur hafi orðið af heimsókninni. Menn hafa nokkuð hent gaman að för Davíðs og barnslegri ánægju hans yfir því að hafa fengið að hitta þennan vin sinn, sem hann kallar svo. Fyrir Íslendinga er það hins vegar ekkert gamanmál  hvernig ráðamenn þjóðarinnar knékrjúpa ráðamönnum í Washington. Davíð komst í heimsfréttir fyrir tvennt...

Lesa meira

Frá lesendum

FELLA STJÓRN?

Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.

Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

Í AUÐMENN KOKKAÐ

Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.

Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VG KOMI HEIÐARLEGA FRAM

Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVAR ERU MÁLSVARAR SKYNSEMI?

Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A. 

Lesa meira

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.

Spillingin leikur enn lausum hala

líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

SÁRT BÍTUR SOLTIN LÚS

Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.

Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

EKKI HVERJIR KEYPTU HELDUR HVERJIR SELDU

Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara

Lesa meira

SPILAKASSAR: HVAÐ SEGJA HINIR FLOKKARNIR?

Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu

Lesa meira

GULLFISKAMINNI

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar: VARNIR GEGN VÖLDU FÖRUFÓLKI

Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÚKRAÍNA OG RÖKFRÆÐI STAÐGENGILSSTRÍÐSINS

Þegar ég staðhæfði, skömmu eftir að innrás Rússa hófst, að Úkraínustríðið væri staðgengilsstríð var allt slíkt tal stimplað sem «Pútínáróður» enda væri stríðið einfaldlega þjóðfrelsisstríð Úkraínu. Slíkir stimplar eru vissulega enn á lofti og mynd þjóðfrelsisstríðsins er haldið fast að okkur í fjölmilum. Inn á milli heyrist samt oftar og oftar frá háum stöðum, ekki síst í Washington, að Úkraínustríðið sé einmitt – staðgengilsstríð. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sambandi “staðgengils» og þeirra sem hann «staðgengur” fyrir ...

Lesa meira

Einar Ólafsson skrifar: VINSTRI GRÆN OG STÆKKUN NATO

Eftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi.
Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta:
„Íslensk stjórn­völd styðja þær ákvarð­anir sem þjóð­þing Finn­lands og Sví­þjóðar munu taka varð­andi aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO). Engin breyt­ing hefur orðið á sam­þykktri stefnu Vinstri grænna (VG).Þetta kemur fram í svari ...

Lesa meira

Kári skrifar: EVRÓPUSAMBANDIÐ OG ÞRIÐJA RÍKIÐ - RITSKOÐUN -

Eitt er að hafa skoðun annað að hafa ritskoðun. Þótt ást og hatur virðist við fyrstu sýn vera andstæðar tilfinningar hafa vísindamenn á sviði taugalíffræði komist að þeirri niðurstöðu að sömu rásir í heilanum tengist bæði ást og hatri. Þá benda rannsóknir í sálfræði til þess að því dýpri sem „ástin“ er þeim mun meira sé „hatrið“. Þetta tvennt virðist því fara saman. Nútildags eru tjáðar skoðanir sem ekki fylgja valdinu í blindni flokkaðar sem „hatursorðræða“...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: UM HORNA- OG HALAVÖXT

... Óljóst er hverjar svikasakir voru bornar á útlægan Andskota forðum. Ráð er að taka dóminn upp, finna leið sátta. Færa Djöfsa upp til fyrra embættis í Guðsríki, banna slaufun og einelti gegn honum. Gera hann að bættum engli, þótt meðferð kosti. Við slíka sátt lýkur því Miklastríðinu, en við það missa þó krossmenn spón úr aski og aðrir kjörnir stríðsmenn. Mikjáll stríðsengill missir embættið ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: RÚSSNESK ÖRYGGISMÁLASTEFNA FRÁ LENÍN TIL PÚTÍNS

Einkennist utanríkispólitík Pútíns af útþenslustefnu? Því verður ekki svarað nema skoða hana í samhengi við pólitík annarra heimsvelda. Það þarf jafnframt að skoða öryggismálastefnu Rússlands í sögulegu samhengi – og þar birtist furðu mikil söguleg samfella þrátt fyrir ólíkt stjórnarfar í Kreml á ólíkum tímum. Það er ljótt og það er ógnvænlegt stríðið sem geisar í Úkraínu ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar