Umheimur 2005
...Í umræddu Kastljósviðtali sýndi Valerie Amos,
barónessa, fram á ýmsar víddir í breskum stjórnmálum. Það var
áhugavert og fórst Kristjáni vel úr hendi að ræða við hana. Mér
sýndist hann hins vegar verða hálf miður sín undir lokin á
viðtalinu þegar viðmælandi hans fór að fabúlera um Íraksstríðið því
þar stóð ekki steinn yfir steini. Kristján lét á sér finna að ekki
væri hann sáttur en barónessan hélt sínu striki, talaði sig meira
að segja upp í talsverðan hita og hélt því fram að engar...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 13.12.05
...Elías Davíðsson, tónskáld, hefur óskað eftir því að sjá gögnin sem lágu að baki þeirri ákvörðun Íslands að styðja stríðið og ritaði hann utanríkisráðuneytinu bréf þar hann krafðist upplýsinga um þetta efni. Elías hefur jafnframt lagt fram kæru á hendur Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni, fyrrum utanríkisráðherra, fyrir meinta hlutdeild í stríðsglæpum árið 1999. Tilefnið var ákvörðun leiðtogafundar NATÓ í Washington þann 23. apríl 1999 að heimila árásir á fjölmiðla í Serbíu en þann fund sátu þeir báðir og tóku þátt í þeirri ákvörðun...Krafa um að þeir axli þá ábyrgð, rökstyðji gerðir sínar, sýni gögn sem þeir byggðu ákvarðanir sínar á, er ekki eins fjarlæg og áður heldur þvert á móti kemur hún nú upp sem fylgifiskur þessara nýju aðstæðna...
Lesa meira
BSRB vill að samningaviðræðurnar á
vegum Alþjóðaviðskiptastofnun-
arinnar verði stöðvaðar þar til samningar hafa tekist um nýjar
samningsforsendur og lýðræðislegri og opnari vinnubrögð. Geir H.
Haarde utanríkisráðherra, sem nú er staddur í Hong Kong á
ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnun-
arinnar, WTO, barst í dag bréf frá BSRB þar sem þess er krafist að
Íslendingar beiti sér í þessa veru en samskonar kröfur hafa nú
verið reistar af hálfu verkalýðshreyfingar og félagasamtaka sem
beita sér fyrir almannaheill, víðs vegar um heiminn.
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 12.12.05
...Nú er það svo að aðalritari NATÓ lýsti því yfir að ríkisstjórnum NATÓ ríkjanna hefðu verið kynnt sönnunargögn um ábyrgð Al Qaeda á árásunum í New York og Washington þann 11. september árið 2001. Á grundvelli þessara gagna samþykkti utanríkisráðherra, fyrir hönd allra Íslendinga, að styðja árásir Bandaríkjanna á Afganistan.
Er ekki kominn tími til þess að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra geri grein fyrir þeim gögnum sem þessar ákvaraðanir voru byggðar á?
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 10.12.05.
...Af þessum sökum er nú sett fram tvíþætt krafa af hálfu fjölda
verkalýðsfélaga og heimssambanda þeirra, þar á meðal BSRB og
PSI.
Í fyrsta lagi verði öllum frekari viðræðum á vettvangi WTO frestað
og reynt að ná víðtæku samkomulagi við verkalýðshreyfingu og
almannasamtök um nýjar samningsforsendur. Í öðru lagi verði
framkvæmt mat á félagslegum, umhverfislegum og menningarlegum
afleiðingum þess regluverks í alþjóðaviðskiptum sem hannað hefur
verið af fjölþjóðastofnunum á borð við WTO og ríkisstjórnir hafa
undirgengist.
Verkalýðsfélög um heim allan hafa sammælst um að koma þessum kröfum
á framfæri...
Lesa meira
Á föstudag skýrði utanríkisráðherra Noregs, norska þinginu frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að draga til baka allar kröfur sem hún hefði áður reist á hendur vanþróuðum ríkjum ( Least Developed Countries, LDC) í GATS viðræðunum. Þetta gerir norska stjórnin áður en ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO hefst í Hong Kong á þriðjudag...Fyrir sitt leyti segja talsmenn þróunarríkjanna að vissulega sé vandi þeirra mikill. Varasamt sé þó að einblína á vanda þróunarríkjanna. Það séu ekki síður hinn ríkari hluti heimsins sem eigi í vandræðum. Hann framleiði einfaldlega of mikið og þarfnist nú nýrra markaða fyrir vörur sínar og þjónustu til þess að geta viðhaldið gróðanum og aukið hann. Ef hins vegar eitthvert jafnræði eigi að komast á verði þróunarríkin að fá ...
Lesa meira

Undirritaður við hlið Carolu Fischbach-Pyttel,
framkvæmdastjóra EPSU, í göngunni.
Launafólk víðs vegar að úr Evrópu tók þátt í mótmælagöngu og
útifundi í Brussel á fimmtudag þegar orkumálaráðherrar
Evrópusambandsins komu þar saman til fundar. Frá því hafist var
handa um að markaðsvæða raforkukerfin í Evrópu hafa 300 þúsund
manns misst atvinnu sína, verðlag hefur hækkað og dregið hefur úr
öryggi við afhendingu á rafmagni. Þess vegna hljómaði krafan um að
við viljum hafa ljósin logandi!
Lesa meira
Samtök launafólks í almannaþjónustu á Hinu evrópska
efnahagssvæði (European Public Services Union) samþykkti á
stjórnarfundi í Brussel í dag harðorð mótmæli gegn þeirri ákvörðun
starfsnefndar Evrópuþingsins að mæla með því að öll almannaþjónusta
skuli falla undir nýja þjónustutilskipun Evrópusambandsins.
Þjónustutilskipun Evrópusambandsins, sem hér um ræðir, hefur að
geyma svokallaða upprunalandsreglu þar sem kveðið er á um að
kjarasamningar þess lands sem farandfyrirtæki er frá, skuli gilda,
ekki samningar þess lands sem fyrirtækið starfar í. Þetta myndi
gera að engu íslensk lög um að íslenskir kjarasamningar á
vinnumarkaði skuli gilda. Þá eru í tilskipuninni að finna ákvæði um
að heilbrigðisþjónustan skuli opnuð fyrir einkavæðingu.
Lesa meira
Í Genf í Sviss hefur í vikunni staðið árlegur stjórnarfundur í Public Services International (PSI), Samtökum launafólks í almannaþjónustu. Ég á sæti í stjórn PSI, tilnefndur af norrænu verkalýðssamtökunum, sem mynda eins konar samráðsheild innan þessara samtaka...Ég tek nokkuð mikið upp í mig í yfirskrift þessarar frásagnar en þetta er einfaldlega mitt mat og hef ég fylgst talsvert með starfi alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar...Barátta íslenskra kvenna vakti verðskuldaða athygli og stóðu allir bókstaflega á öndinni þegar sagt var frá þátttökunni á útifundunum 24. október... má segja að mál málanna hafi nú, sem endranær verið alþjóðavæðingin. Hún birtist í ýmsum myndum, meðal annars í þeirri...
Lesa meira


Birtist í Morgunblaðinu 22.10.05.
...Sannast sagna rak mig í rogastans þegar ég las grein sem
utanríkisráðherrar allra Norðurlandanna sendu frá sér í sameiningu
og birtist í norrænum blöðum 22. júní sl.. Tilefnið var ráðstefna
sem þá var haldin í Brussel um Írak og var fyrirsögn greinarinnar
Skilaboð Norðurlanda til Íraksráðstefnu. Mjög erfitt er að
átta sig á hver þessi skilaboð áttu að vera að öðru leyti en því að
utanríkisráðherrarnir vonuðust til að Írakar fengju að búa við frið
og öryggi, njóta mannréttinda og lifa án fátæktar og kúgunar.
Hljómar vel. En síðan þegar farið er að rýna í textann kemur í ljós
að þessi orðsending frá norrænu utanríkisráðherrunum er lítið annað
en réttlæting á innrásinni í Írak og stuðningur við sögutúlkanir
Bush-stjórnarinnar bandarísku. Svona er andstaðan við hernmámsliðið
afgreidd...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum