Umheimur Janúar 2005

HVERT ER HLUTVERK FJÖLMIÐLA Í ÍRAKSDEILUNNI?

... Það er undarlegt að fjölmiðlar skuli ekki allir líta á það sem hlutverk sitt að draga fram í dagsljósið gögn sem upplýsa málið í stað þess að gera útúrsnúninga Halldórs Ásgrímssonar um meinta vanþekkingu stjórnarandstöðu á utanríkismálum að aðalatriði í fréttaflutningi, eins og Ríkissjónvarpið gerði t.d. í kvöld. Ekki var nóg með að útúrsnúningsbútur úr ræðu Halldórs í þinginu í dag væri birtur heldur fékk hann – og hann einn – að árétta árásir á gagnrýnendur sína í sérstöku viðtali sem greinilega var tekið eftir ræðuhöldin. ... Lesa meira

PALESTÍNA


Við kynþáttamúrinn.

Í framhaldi af umfjöllun um Palestínu hér á síðunni í tengslum við för okkar Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands og Borgþórs Kjærnested (skipuleggjanda ferðarinnar fyrir hönd fél. Ísland Palestína) hefur ég fengið talsverð viðbrögð og er ljóst að áhugi manna að kynna sér ástandið á þessu svæði fer vaxandi. Mikið er um Palestínu fjallað í fjölmiðlum víða um heim en furðu má sæta hve þöglir stóru fjölmiðlarnir sem starfa á heimsvísu eru um þau mannréttindabrot sem daglega eru framin á Palestínumönnum. Hér á landi...

Lesa meira

VELKOMINN Í HÓPINN EINAR ODDUR!

Einar Oddur Kristjánsson

, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, hvatti til þess í fjölmiðlum í dag að ríkisstjórnin hætti við að sækjast eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd eins og unnið hefur verið að. Taldi Einar Oddur að um gæti verið að ræða tilkostnað sem næmi milljarði króna. Áður hafa svipuð viðhorf ...

Lesa meira

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG MANNRÉTTINDABROTIN Í ÍRAK

Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins

á erfitt þessa dagana. Það er mjög skiljanlegt í ljósi þess hlutverks sem hann hefur tekið að sér. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur nefnilega tekið á sig þá byrði að verja innrásina í Írak og hernám landsins ... Ég tel að á okkur hvíli siðferðileg og pólitísk krafa að láta mannréttindabrot ekki liggja í þagnargildi. Ekki heldur þegar þeir Bush,  Blair og leppar þeirra í Írak, Allawi og félagar eiga í hlut. Ég held að það væri hollt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að leiða ögn að þessu hugann. Er ekki eitthvað að þegar fjölmennur stjórnmálaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að verja ofbeldi og mannréttindabrot eins og hann nú gerir í Írak ...?

Lesa meira

VERÐUR VEGURINN OPNAÐUR?


Sá sem lætur ekki hjartað ráða för endar í blindgötu. Den der ikke bærer hjertet på vejen ender vejen blindt.
(Lífssannindi úr suður-jóskum háskóla)

 Myndin hér að ofan er dæmigerð fyrir það sem sjá má víða í Palestínu. Góðum vegi hefur verið lokað með stórum jarðvegshrúgum. Annars staðar eru vegirnir grafnir í sundur: Allt til að torvelda Palestínumönnum verslun og almennar samgöngur á milli bæja. Vegasamgöngum á milli landránsbyggða Ísraela á herteknu svæðunum er hins vegar haldið í góðu horfi ... Nú að afloknum kosningum í landinu spyrja menn því hvort samskipti Ísraela og Palestínumanna eigi eftir að breytast, hvort opna eigi leið inn í framtíðina. Skírskotun til vegarins hefur þannig hvort tveggja í senn; bæði eiginlega og óeiginlega merkingu ...

Lesa meira

RÆNT Í RÓM


Mordechai Vanunu
hafði starfað við kjarnorkuáætlun Ísraels í 9 ár þegar hann ákvað árið 1985 að hefja baráttu gegn smíði Ísraelsmanna á kjarnorkuvopnum. Hann hafði gert sér grein fyrir þeirri hættu sem mannkyninu stafaði af þessum vopnum. Yfir kjarnorkuáætlun Ísraelsmanna hvíldi þá sem nú mikil leynd. Kjarnorkuvopnahreiður voru neðanjarðar og rækilega falin fyrir öllum utanaðkomandi. Jafnvel bandarískir eftirlitsmenn sem vildu hafa eftirlit í þessum efnum á sjöunda áratugnum fengu ekkert að vita. Lesa meira

RADDIR VONAR

Í heimsókn okkar félaganna Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands og Borgþórs Kjærnested, fulltrúa félagsins Ísland Palestína, til Palestínu og Ísraels hittum við framan af einkum fulltrúa Palestínumanna og kynntumst hlutskipti þeirra, nokkuð sem hafði djúp áhrif á okkur eins og fram hefur komið í pistlum hér á heimasíðunni. Það var því mikill léttir að kynnast einnig gyðingum í Ísrael sem mótmæla í orði og athöfn framferði ísraelsku ríkisstjórnarinnar og ofbeldi og ofsóknum Ísraelsríkis á hendur Palestínumönnum. Fulltrúa eins slíks hóps hittum við í Tel Aviv. Þetta var ungt fólk sem neitar að taka þátt í hernáminu; neitar að gegna herþjónustu á herteknu svæðunum. Í landinu nú eru einir fjórir slíkir hópar og neita þeir á mismunandi forsendum. Hugrekki til að segja nei, Courage to refuse, heitir sá hópur sem við hittum ... Lesa meira

FORSETAKOSNINGAR Í PALESTÍNU Í DAG


Í dag fara fram forsetakosningar í Palestínu og er myndin hér að ofan tekin á kosningamiðstöð undir kvöldið.

Þótt yfirgnæfandi meirihluti Palestínumanna fagni tækifæri til að taka þátt í forsetakosningunum í dag eru tilfinningar engu að síður blendnar.

Fáein orð um þetta tvennt ...

Lesa meira

MINNIR ÓÞÆGILEGA Á NASISMANN


Í Þýskalandi nasismans var framinn einhver hrikalegasti glæpur mannkynssögunnar. Fórnarlömbin voru gyðingar, sem voru ofsóttir og myrtir milljónum saman – haldið í fangabúðum og sendir í gasklefa til slátrunar. Í aðdragandanum voru þeir látnir gjalda kynþáttar síns og trúar, sviptir eignum sínum og öllum mannréttindum. Gyðingagettóin, þar sem gyðingar voru lokaðir inni, aðgreindir frá öðrum manneskjum, niðurlægðir og kúgaðir á alla lund eru okkur flestum ofarlega í huga og mega aldrei gleymast. Eftir að nasisminn hafði verið brotinn á bak aftur spurðu menn hvernig þetta hafi getað gerst. Spurt var: Hvers vegna sagði enginn neitt? Vissulega andæfðu margir og hefði verið nær að spyrja, hvers vegna andmæltu ekki allir? Þessi spurning brennur á vörum þeirra sem fara nú með opin augun um Palestínu. ... Lesa meira

RÆNDUR LÍFINU – EN ÆRUNNI EKKI


Dauðsjúkur að koma heim eftir rúm tuttugu ár í fangelsi.
 
... Því má segja með nokkrum sanni að þessi 47 ára gamli Sýrlendingur hafi verið sviptur lífinu í tvennum skilningi, þeim hluta ævinnar, sem menn eru þrekmestir og síðan möguleikanum að fá læknisaðstoð í tæka tíð – annað hvort til að læknast af sjúkdómi sínum eða skjóta banvænum áhrifum hans á frest. En ærunni var Hayl Abo Zed ekki sviptur. Það vottuðu þúsundir bæjarbúa í heimabæ hans, Majdal-Shams, 10 þúsund manna bæjar hátt í Golanhæðum. Þorri bæjarbúa fagnaði heimkomu hans af ákafa og innilegheitum. Svo tilfinningaþrungin var þessu stund að hún gat engan mann látið ósnortinn. Það voru ekki einvörðungu ... Lesa meira

Frá lesendum

SAMHENT Á NÝJU ÁRI

Já nú byrjar allt ballið víst
hjá Bjarna, Sigga og Kötu
Um samruna ég heyrði tíst
enda samhent á ríkis jötu.

Æ ráðherra ansi illa fór
undir mikilli pressu
þegar flónið Willum Þór
féll á Þorláksmessu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ÁRIÐ ER LIÐIÐ

Tvö þúsund tuttugu og eitt
tók hræðilegan enda
Því hér var helst engu breytt
á hægristjórn vil benda

Um áramót er aukin spenna
öll verðum hennar vör
Hverjir vilja og hverjir nenna
að verða lady eða sör.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍ ER ÞAGAÐ UM WIKILEAKS Á ALÞINGI?

Kann einhver skýringu á því að alþingismenn skuli þegja þunnu hljóði um fangelsun stofnanda Wikileaks og ofbeldið í hans garð? Allt á þetta svo að heita að tekist sé á um málið fyrir dómstólum þótt staðreyndin sé augljóslega sú að þetta snýst bara um pólitík og ofbeldi eins og þú bendir réttilega  á í bréfi þínu til breska sendiherrans Ögmundur. Eistaklingur er ofsáttur fyrir að upplýsa um stríðsglæpi og stjórnvöldin í heiminum láta gott heita. Þar á meðal ríkisstjórn Íslands og svo Alþingi eins og það leggur sig.
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

ERUÐ ÞIÐ Á LYFJUM?

Sæll, það er sorglegt að sjá að þú og aðrir haldið að það leysi vandann að banna spilakassana, fólkið sem notar þá mun þá bara færa sína fíkn inn á netið og peningarnir renna bara úr landinu. Nær væri að skylda þá sem reka þá til að láta 75% af hagnaði renna í forvarna og meðferðarstarf. En nei eins og þið núverandi og fyrrverandi þingmenn virðist sjá einhverja töfralausn í banni þó að raunveruleikinn sýni allt annað, eru einhver spes vímuefni sem þið fáið ...
Einar

Lesa meira

EIGNATILFÆRSLUSTJÓRNIN

Þetta gengur allt út á "eignatilfærslur", að ræna þjóðina (þjóðirnar) auðlindum og eigum. Alvöru kapitalisti er sá sem byggir upp sjálfur, helst frá rótum, en rænir ekki eigum almennings til þess að auðgast sjálfur. Á því tvennu er  grundvallarmunur.

Bankana færum við Björgólfum sterkum,
blásum að rótum glóðar.
Stefnum að miklum og stórum verkum,
stelumst í eigur þjóðar.

Kári

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: HVAÐ RÆÐUR MESTU UM HEGÐUN NOTENDA Á RAFORKUMARKAÐI?

Ef reynt er að lesa í vilja íslenskra kjósenda að loknum kosningum til Alþingis virðist sem talsverður hluti þeirra sé ekki mjög óánægður með yfirstandandi braskvæðingu raforkumálanna. Líklegt er að sú afstaða haldist óbreytt þangað til notendur sjá áhrifin með vaxandi þunga á rafmagnsreikningum sínum. Þegar breytingarnar skila sér í buddu notenda, með gríðarlegum hækkunum, kann að verða breyting á. En það gildir hér, eins og víða annars staðar, að best er að bregðast við í tíma, ekki bíða þar til allt er komið í óefni. Það stefnir nefnilega í ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: STÖNDUM MEÐ ASSANGE

... Ef við missum allar raunverulegar gagnrýnisraddir í þetta hyldýpi óttans er samfélagið komið langt frá þeim gildum sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og við eigum á hættu að missa það frelsi og þau réttindi sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut. ... Fylgjum nú öll fordæmi Ögmundar Jónassonar. Mótmælum fangelsun og framsali Julians Assange, og krefjumst þess um leið að Julian Assange fái frelsi og pólitískt hæli á Íslandi. Mætum við breska seniráðið við Laufásveg á morgun, miðvikudaginn 22. desember 2021 ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BÓLUSETNINGARSKYLDA OG LÖGREGLURÍKI

Um allan heim eru átök og spenna sem virðast vaxa með hverjum deginum. Opinbert tilefni átakanna nú er deilan um mismunun óbólusettra með lögum, lögum sem innleidd hafa verið í ýmsum löndum, og skref verið tekin í þá átt í næstu nágrannalöndum okkar (Noregi, Svíþjóð). Þar er um að ræða  innanríkisvegabréf, víða nefnt «grænn passi» eða „kórónupassi“, bólusetningarskilríki sem sett eru sem skilyrði fyrir borgaralegum réttindum. Við nánari athugun sést að deilan snýst um nokkrar meginreglur réttarríkis, og um lýðræðið. Á Íslandi hefur sóttvarnarlæknir fengið að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ Í EFLINGU

Það kom flatt upp á almenning þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði upp starfi sínu og formennsku í Eflingu. Og starfsbróðir hennar Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri einnig. Það kom jafnvel enn flatar upp á fólk að ástæðan skyldi vera «vantraust» frá starfsfólki Eflingar. 
Tilefni afsagnarinnar var í fyrsta lagi ályktun tveggja trúnaðarmanna starfsfólksins á skrifstofu Eflingar í júní sl. sumar. Í ályktuninni voru borin upp á stjórn Eflingar samningsbrot, tilefnislausar uppsagnir og «aftökulistar» starfsfólks. Í öðru lagi var tilefnið dramatískur fundur með umræddu starfsfólki föstudaginn 29. október. Á þeim fundi gaf Sólveig Anna hópnum ... 

Lesa meira

Kári skrifar: INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS - FRAMLEIÐSLA OG DREFING Á JARÐGASI

Það er lesendum kunnugt að innri orkumarkaður Evrópusambandsins nær til framleiðslu, dreifingar og sölu á rafmagni og gasi (jarðgasi). Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn virðast trúa því að jafnaðarmerki sé á milli annars vegar aðgerða í loftslagsmálum og þess að Ísland verði fullgildur aðili að innri orkumarkaði Evrópusambandsins. Með öðrum orðum, menn tengja saman mögulegan árangur í loftslagsmálum við aðild að innri orkumarkaði Evrópu. Samkvæmt þessu getur ekkert ríki í heiminum náð árangri í loftslagsmálum nema ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÓPERASJÓN BARBAROSSA – ENN OG AFTUR

Áttatíu ár eru í dag liðin frá innrás Þýskalands í Sovétríkin, Óperasjón Barbarossa, mannskæðasta glæp veraldarsögunnar. Haldið er upp á afmælið með mikilli samræmdri heræfingu í Austur-Evrópu undir bandarískri stjórn, gegn Rússlandi. Æfingin sem nefnist  DefenderEurope 2021 stendur nú yfir en er dreift á nokkrar vikur í 12 Austur-Evrópulöndum, á landi og sjó. Þátt taka 37 þúsund hermenn frá 27 löndum, þar á meðal frá hinum 14 nýju aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu. Öll fer æfingin fram í Austur-Evrópu, frá Eystrasalti til Svartahafs og Balkanskaga ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar