Umheimur Janúar 2005

HVERT ER HLUTVERK FJÖLMIÐLA Í ÍRAKSDEILUNNI?

... Það er undarlegt að fjölmiðlar skuli ekki allir líta á það sem hlutverk sitt að draga fram í dagsljósið gögn sem upplýsa málið í stað þess að gera útúrsnúninga Halldórs Ásgrímssonar um meinta vanþekkingu stjórnarandstöðu á utanríkismálum að aðalatriði í fréttaflutningi, eins og Ríkissjónvarpið gerði t.d. í kvöld. Ekki var nóg með að útúrsnúningsbútur úr ræðu Halldórs í þinginu í dag væri birtur heldur fékk hann – og hann einn – að árétta árásir á gagnrýnendur sína í sérstöku viðtali sem greinilega var tekið eftir ræðuhöldin. ... Lesa meira

PALESTÍNA


Við kynþáttamúrinn.

Í framhaldi af umfjöllun um Palestínu hér á síðunni í tengslum við för okkar Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands og Borgþórs Kjærnested (skipuleggjanda ferðarinnar fyrir hönd fél. Ísland Palestína) hefur ég fengið talsverð viðbrögð og er ljóst að áhugi manna að kynna sér ástandið á þessu svæði fer vaxandi. Mikið er um Palestínu fjallað í fjölmiðlum víða um heim en furðu má sæta hve þöglir stóru fjölmiðlarnir sem starfa á heimsvísu eru um þau mannréttindabrot sem daglega eru framin á Palestínumönnum. Hér á landi...

Lesa meira

VELKOMINN Í HÓPINN EINAR ODDUR!

Einar Oddur Kristjánsson

, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, hvatti til þess í fjölmiðlum í dag að ríkisstjórnin hætti við að sækjast eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd eins og unnið hefur verið að. Taldi Einar Oddur að um gæti verið að ræða tilkostnað sem næmi milljarði króna. Áður hafa svipuð viðhorf ...

Lesa meira

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG MANNRÉTTINDABROTIN Í ÍRAK

Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins

á erfitt þessa dagana. Það er mjög skiljanlegt í ljósi þess hlutverks sem hann hefur tekið að sér. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur nefnilega tekið á sig þá byrði að verja innrásina í Írak og hernám landsins ... Ég tel að á okkur hvíli siðferðileg og pólitísk krafa að láta mannréttindabrot ekki liggja í þagnargildi. Ekki heldur þegar þeir Bush,  Blair og leppar þeirra í Írak, Allawi og félagar eiga í hlut. Ég held að það væri hollt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að leiða ögn að þessu hugann. Er ekki eitthvað að þegar fjölmennur stjórnmálaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að verja ofbeldi og mannréttindabrot eins og hann nú gerir í Írak ...?

Lesa meira

VERÐUR VEGURINN OPNAÐUR?


Sá sem lætur ekki hjartað ráða för endar í blindgötu. Den der ikke bærer hjertet på vejen ender vejen blindt.
(Lífssannindi úr suður-jóskum háskóla)

 Myndin hér að ofan er dæmigerð fyrir það sem sjá má víða í Palestínu. Góðum vegi hefur verið lokað með stórum jarðvegshrúgum. Annars staðar eru vegirnir grafnir í sundur: Allt til að torvelda Palestínumönnum verslun og almennar samgöngur á milli bæja. Vegasamgöngum á milli landránsbyggða Ísraela á herteknu svæðunum er hins vegar haldið í góðu horfi ... Nú að afloknum kosningum í landinu spyrja menn því hvort samskipti Ísraela og Palestínumanna eigi eftir að breytast, hvort opna eigi leið inn í framtíðina. Skírskotun til vegarins hefur þannig hvort tveggja í senn; bæði eiginlega og óeiginlega merkingu ...

Lesa meira

RÆNT Í RÓM


Mordechai Vanunu
hafði starfað við kjarnorkuáætlun Ísraels í 9 ár þegar hann ákvað árið 1985 að hefja baráttu gegn smíði Ísraelsmanna á kjarnorkuvopnum. Hann hafði gert sér grein fyrir þeirri hættu sem mannkyninu stafaði af þessum vopnum. Yfir kjarnorkuáætlun Ísraelsmanna hvíldi þá sem nú mikil leynd. Kjarnorkuvopnahreiður voru neðanjarðar og rækilega falin fyrir öllum utanaðkomandi. Jafnvel bandarískir eftirlitsmenn sem vildu hafa eftirlit í þessum efnum á sjöunda áratugnum fengu ekkert að vita. Lesa meira

RADDIR VONAR

Í heimsókn okkar félaganna Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands og Borgþórs Kjærnested, fulltrúa félagsins Ísland Palestína, til Palestínu og Ísraels hittum við framan af einkum fulltrúa Palestínumanna og kynntumst hlutskipti þeirra, nokkuð sem hafði djúp áhrif á okkur eins og fram hefur komið í pistlum hér á heimasíðunni. Það var því mikill léttir að kynnast einnig gyðingum í Ísrael sem mótmæla í orði og athöfn framferði ísraelsku ríkisstjórnarinnar og ofbeldi og ofsóknum Ísraelsríkis á hendur Palestínumönnum. Fulltrúa eins slíks hóps hittum við í Tel Aviv. Þetta var ungt fólk sem neitar að taka þátt í hernáminu; neitar að gegna herþjónustu á herteknu svæðunum. Í landinu nú eru einir fjórir slíkir hópar og neita þeir á mismunandi forsendum. Hugrekki til að segja nei, Courage to refuse, heitir sá hópur sem við hittum ... Lesa meira

FORSETAKOSNINGAR Í PALESTÍNU Í DAG


Í dag fara fram forsetakosningar í Palestínu og er myndin hér að ofan tekin á kosningamiðstöð undir kvöldið.

Þótt yfirgnæfandi meirihluti Palestínumanna fagni tækifæri til að taka þátt í forsetakosningunum í dag eru tilfinningar engu að síður blendnar.

Fáein orð um þetta tvennt ...

Lesa meira

MINNIR ÓÞÆGILEGA Á NASISMANN


Í Þýskalandi nasismans var framinn einhver hrikalegasti glæpur mannkynssögunnar. Fórnarlömbin voru gyðingar, sem voru ofsóttir og myrtir milljónum saman – haldið í fangabúðum og sendir í gasklefa til slátrunar. Í aðdragandanum voru þeir látnir gjalda kynþáttar síns og trúar, sviptir eignum sínum og öllum mannréttindum. Gyðingagettóin, þar sem gyðingar voru lokaðir inni, aðgreindir frá öðrum manneskjum, niðurlægðir og kúgaðir á alla lund eru okkur flestum ofarlega í huga og mega aldrei gleymast. Eftir að nasisminn hafði verið brotinn á bak aftur spurðu menn hvernig þetta hafi getað gerst. Spurt var: Hvers vegna sagði enginn neitt? Vissulega andæfðu margir og hefði verið nær að spyrja, hvers vegna andmæltu ekki allir? Þessi spurning brennur á vörum þeirra sem fara nú með opin augun um Palestínu. ... Lesa meira

RÆNDUR LÍFINU – EN ÆRUNNI EKKI


Dauðsjúkur að koma heim eftir rúm tuttugu ár í fangelsi.
 
... Því má segja með nokkrum sanni að þessi 47 ára gamli Sýrlendingur hafi verið sviptur lífinu í tvennum skilningi, þeim hluta ævinnar, sem menn eru þrekmestir og síðan möguleikanum að fá læknisaðstoð í tæka tíð – annað hvort til að læknast af sjúkdómi sínum eða skjóta banvænum áhrifum hans á frest. En ærunni var Hayl Abo Zed ekki sviptur. Það vottuðu þúsundir bæjarbúa í heimabæ hans, Majdal-Shams, 10 þúsund manna bæjar hátt í Golanhæðum. Þorri bæjarbúa fagnaði heimkomu hans af ákafa og innilegheitum. Svo tilfinningaþrungin var þessu stund að hún gat engan mann látið ósnortinn. Það voru ekki einvörðungu ... Lesa meira

Frá lesendum

LOFORÐAVERTÍÐIN BYRJUÐ

Nú kjörtímabilið er klárlega búið
kófsveittir akta á bæði borð
En samstarfið var jú lélegt og lúið
lítið heyrðust trúverðug orð.

Í frjálshyggjunni ei frelsi sést

flokksmenn snúa til varna
En væri ekki lang lang best
að leiða í burtu Bjarna?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð

Lesa meira

JÁ NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ

Nú sósíalistar setjast á þing
Sjálfstæðis flokks að gæta
Með alþýðu nú Nallann syng
úr neyðinni vaskir bæta.

Hér svik og lygi sitt á hvað
sjáum nú alla daga
í September við sjáum það
hverjir sultarkjörin laga.

Í lífsins skóla lærði fljótt
að loforð frambjóðenda
Lifðu alls ekki eina nótt
á lygina vildi benda.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð

Lesa meira

BRANDARAKALLARNIR SEM GERÐU ÍSLAND GJALDÞROTA

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kastró er ekki búinn að vera fimm mínútur í helvíti og við erum þegar byrjaðir að fá flóttamenn“.  Ég man Þegar Íhaldið sá um fjármálaráðuneytið 2008 og Gerði Ísland GJALDÞROTA. Almenningur missti húsnæði og vinnu og FLÚÐI land!

Brandara kallinn Óli Björn
baunar á sósialisma
Virðist í frjálshyggju vörn
hatar víst komonista.

Sósíalistum ég sendi hug
saman hafið valdið
Með samstöðunni sýnið dug
sækið á auðvaldið.

Ráðherraliðið rauk nú austur
í rólegheita kjaftalotu
En fáránlegur var fjáraustur
fóru víst í einkaþotu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

NÚ ER ÞAÐ NALLINN!

Sósíalistar sigla á þing
seinna á þessu ári
Auðvitað nú Nallann syng
nelgdu það Gunnar Smári.

Aðalheiður er alveg óð
aldeilis illa hitti
segir sjómenn veiða kóð
og sýkta ormatitti.

Sautjándi júlí kemur senn
sjötíu og fjagra verður þá
Hann segist í fullu fjöri enn
farðu varlega og slakaðu á.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÓPERASJÓN BARBAROSSA – ENN OG AFTUR

Áttatíu ár eru í dag liðin frá innrás Þýskalands í Sovétríkin, Óperasjón Barbarossa, mannskæðasta glæp veraldarsögunnar. Haldið er upp á afmælið með mikilli samræmdri heræfingu í Austur-Evrópu undir bandarískri stjórn, gegn Rússlandi. Æfingin sem nefnist  DefenderEurope 2021 stendur nú yfir en er dreift á nokkrar vikur í 12 Austur-Evrópulöndum, á landi og sjó. Þátt taka 37 þúsund hermenn frá 27 löndum, þar á meðal frá hinum 14 nýju aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu. Öll fer æfingin fram í Austur-Evrópu, frá Eystrasalti til Svartahafs og Balkanskaga ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar : “VANDASAMT ER VEGABRASK”

... Árás á sameignarviðhorf um almannavegi birtist í Vaðlaleiknum. Það högg reyndist klámhögg og verður því ekki sértjaldað vegabraski til framdráttar. Sú er ástæðan fyrir þöggun og yfirklóri, enda eru önnur plön um vegabrask í bígerð. Að auki er orðstýr skapara absúrd Vaðlaleiks þeim mikilsverðastur af öllu. Því er reynt að fela öll óhreinindin, allt kusk á hvítflibbum dustað af þeim sem með spunavald fara gagnvart almenningi. Eftir stendur þó ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVER Á VINDINN? - BRASK MEÐ ALMANNAGÆÐI

Umræða um vindorkuver á Íslandi hefur varla farið framhjá nokkrum einasta manni undanfarna mánuði og ár. Fjölmiðlar hafa greint frá mjög glannalegum áformum um stóra vindorkugarða, oft í eigu erlendra aðila. Þetta er enn einn anginn af botnlausri græðgisvæðingu samfélagsins. Ætlunin er að fórna landsvæði, útsýni og fuglalífi á altari fáeinna braskara og jafnvel fjárglæframanna.  Fjölmiðlar margir eru gagnrýnislausir, segja einungis frá áformunum en tengja þau ekkert við stærra samhengi. Eftir því sem áherslan eykst á „græna orkugjafa“ sjá braskararnir sér einfaldlega leik á borði að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FRÁSÖGN KJARTANS ÓLAFSSONAR AF ÍSLENSKUM KOMMÚNISTU

...Pólitískur klofningur verkalýðsaflanna á Íslandi birtist í stofnun KFÍ og brösóttri sambúð hans við Alþýðuflokkinn. Af hverju var sú sambúð svo erfið? Hverjir klufu mest? ASÍ var samvaxið Alþýðuflokknum frá stofnun, 1916. Allt frá 3. áratugnum predikuðu kommúnistar aðskilnað verkalýðsfélaga frá flokknum og stofnun óháðs verkalýðssambands, en kratar hindruðu það. Flokksfélögum kommúnista var meinuð aðild að Alþýðusambandinu, og ekki bara það – krataforingjarnir ákváðu að aðeins Alþýðuflokksmenn skyldu kjörgengir til trúnaðarstarfa innan sambandsins. Þeir klufu verkalýðsfélög hiklaust ef kommúnistar höfðu þar forustu, stofnuðu ný félög og véku hinum úr ASÍ. Þetta var alvarlegasta klofningsstarfið í hreyfingunni. Kjartan Ólafsson kemur inn á þessa klofningsaðferð kratanna, lýsir henni málefnalega (t.d. bls. 87) en hefur samt ekki um hana mörg orð ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: FUGLAR OG FÓLK.

Rjúpa ein hvílir í klóm frænda síns, fálka. Haldin Stokkhólmseinkenni, unir rjúpa sér vel eftir atvikum og bæði segja samband sitt samþykkt í nafni samstöðu. Yfir sveimar vígalegur konungur fugla, fálka og rjúpu, örn, sem kallast Sammi á stundum og veit vel af yfirvaldi sínu yfir þeim frændsyskinum í samstöðubandinu.
Með sunnavindi bárust nýlega öllu fuglageri Íslands vondu tíðindin af harmi kúgaðs fólks í Palestínu, fjöldadrápi á fólki í fangabúðum, fjölþættum ofsóknum um langan tíma á svæði þar sem hatrið ríkir. Hugaður ...

Lesa meira

Kári skrifar: STOFNUN UM SAMVINNU LANDSREGLARA (ACER) - Framsal íslensks ríkisvalds  - Framhaldsumræða

  Í síðustu grein var rætt um tilurð og stofnun ACER og reglugerðirnar sem þessi stofnun landsreglara byggist á. Eftir því sem sumir stuðningsmenn orkupakkanna, sérstaklega á þingi, tjá sig oftar og meira, þeim mun augljósari verður djúpstæður þekkingarskortur þeirra á heildarsamhengi málsins. Málflutningur þeirra minnir helst á tal krakka sem eru að byrja að átta sig á heiminum og reyna að skilja muninn á hlutbundnum og óhlutbundnum veruleika...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar