Umheimur Maí 2005
Morgun-
blaðið birtir í laugardags-
blaðinu ágæta frétt um ásakanir sem fram hafa komið að Kóraninn
hafi verið óvirtur í fangabúðum Bandaríkja-
manna í Guantanamo til að ögra múslímskum föngum þar... Óhug setti
að mörgum við að verða vitni að því að jafnöflugum fjölmiðli og
menn töldu Newsweek vera væri sagt fyrir verkum á þennan hátt:
Við erum komin ískyggilega nærri því að bandarísk
stjórnvöld komist upp með að láta endurskrifa söguna. Eða
skyldi fólk vera búið að gleyma því þegar menn voru þurrkaðir af
ljósmyndum austur í Sovét þegar ekki hentaði hagsmunum ráðamanna að
þeir hefðu verið til! Á fréttamannafundinum sem Morgunblaðið
greinir hér frá kemur fram að ásakanir um að Kóraninn hafi verið
svívirtur ... reyndist vera rétt þótt ...
Lesa meira
...Nú væri fróðlegt að heyra frekari útleggingar þeirra
Tímamanna á sannleikanum. ...Sá grunur læðist þó að mér að svo
ósjálfstæðir kunni þeir að vera í hugsun, að hafi Ísland átt
samleið með Norðurlöndunum eða öðrum Evrópuríkjum í alþjóðlegu
deilumáli, þá sé það hafið yfir gagnrýni....Tímaskrifarar rifja upp
þá tíð þegar ég gegndi starfi fréttaskýranda erlendra frétta hjá
RÚV. Iðulega leitaði ég þá til þeirra manna um framlag sem
fróðastir voru taldir um utanríkismál. Í þeim hópi, og reyndar í
sérstöku uppáhaldi hjá mér, var Þórarinn
Þórarinsson, fyrrum ritstjóri Tímans.
Hann var í senn víðsýnn og sjálfstæður í hugsun. Einnig fyrir
Íslands hönd. Það er af sem áður var á þeim bænum...
Lesa meira
Síðastliðinn miðvikudag voru tvö palestínsk ungmenni skotin til
bana í Beit Liqya, bæ vestur af Ramallah. Jamal Jaber, 15 ára og
Uday Mofeed, 14 ára, létust reyndar ekki samstundis. Þeim blæddi út
á leiðinni á sjúkrahús. Sjúkrabíllinn tafðist nefnilega, eða
öllu heldur...Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum UNICEF árið 2003
lifa 93% þeirra barna, sem könnunin náði til, í stöðugum ótta við
að á þau verði ráðist eða að eitthvað hræðilegt muni henda
þau...
Lesa meira
Málgagn Ungra Vinstri Grænna
U-Beygjan sýnir mér þann heiður að taka
við mig viðtal um utanríkismál þar sem sérstaklega er fjallað um
Alþjóðabankann og
Alþjóðagjaldeyrssjóðinn. Þar kemur m.a. fram að
:...Þegar fátæku ríkin hafa selt grunnþjónustu sína eru þau
ofurseld fyrrum lánveitendum sínum sem nú eru komnir í aðstöðu til
að græða á þeim; græða á sömu löndum og þeir voru að lána til.
Þannig bera menn sig að við að koma heilum þjóðfélögum undir hælinn
á auðvaldinu...Ég er mjög bjartsýnn á að málstaður vinstrimanna sé
í sókn enda byggður á traustum málefnalegum grunni auk þess sem
reynslan er okkur í hag. Við eigum ekki að sleppa hægrimönnum við
að skoða eigin spor og afleiðingar gerða sinna...
Lesa meira
...Þegar svara skal spurningum um
réttlæti og hefnd gerist áleitið að spyrja hvort jafna megi saman
annars vegar ríki og hins vegar einstakri mannpersónu; hvort rétt
sé að meta ábyrgð ríkisins og einstaklingsins á sama
mælikvarða...?
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum