Umheimur 2005
Erfitt er að átta sig á því hvað verður ofan á varðandi
tilraunir Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra
að kaupa fyrir Ísland sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Forsætisráðherra ítrekaði áhuga sinn á sætinu í ræðu sem hann
flutti á Allsherjarþingi SÞ. Uppi varð fótur og fit hér heima enda
málið mjög umdeilt sem kunnugt er. Um þetta er eftirfarandi haft
eftir Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra og
varaformanni Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu í
dag...Að lokum ein lítil tillaga: Fari svo að
Halldór Ásgrímsson hafi sitt fram og haldi þessu máli til streitu,
væri ekki hugsandi að ...
Lesa meira
Hinn hægri sinnaði stjórnarflokkur Japans,
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn,
vann sigur í nýafstöðnum þingkosningum í landinu.
Forsætisráðherrann, formaður flokksins, Junichiro
Koizumi, hrósar sigiri. Það gerir
Morgunblaðið á Íslandi líka. Það gleðst
yfir sigri japanskra peningafrjálshyggjumanna.
Morgunblaðinu er að sjálfsögðu frjálst að fagna þessari
niðurstöðu. Ég staðnæmdist hins vegar við orðalag
Morgunblaðsleiðarans í gær, sem fjallar um...
Lesa meira

Birtist í Morgunblaðinu 10.09.05.
...Á heiminum öllum hvíla því siðferðilegar skyldur að vinna markvisst að úrbótum. Ört vaxandi heimshreyfing verkalýðssamtaka og annarra almannasamtaka, hefur myndað breiðfylkingu til að örva umræðu og knýja á um markvissar úrbætur og hafa Samtök starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International, PSI, sem BSRB á aðild að, staðið mjög framarlega í þessari baráttu. Þessi alheimsherferð gegn fátækt kallast á ensku Global Call to Action Against Poverty, en hefur verið kölluð „Brúum bilið“ á íslensku...
Lesa meira
...Það var einmitt þetta trúarlega sjónarhorn sem hreif Van der
Hoeven vísinda- og menntamálaráðherra Hollands, að hennar eigin
sögn. Hún lýsti því yfir opinberlega í vor að hún hefði átt
"stórkostlega merkilega" samræðu við fyrrnefndan Cees
Dekker og í kjölfarið skrifaði hún eftirfarandi á heimasíðu
sína: "Það sem sameinar Múhameðstrúarmenn, Gyðinga og Kristna
er hugmyndin um skapara...Ef okkur tekst að sameina vísindamenn af
mismunandi trúarbrögðum, mætti nýta það í skólum og í kennsluefni
sem þar er kennt..." Í haust ætlar að Van der Hoeven,
ráðherra, að halda seminar um Vitræna Hönnun í
menntamálaráðuneytinu hollenska. Hollenskir þingmenn og vísindamenn
vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið...
Lesa meira

Í sumar dvaldi ég ásamt konu minni um nokkurra daga skeið í St. Paul og Minneapolis, "tvíburaborgunum" svonefndu í Minnesotaríki í Bandaríkjunum. Á þessum dögum fékk ég örlitla innsýn í ýmsa þætti í bandarísku þjóðlífi sem maður hefur ekki að staðaldri fyrir augunum. Ýmsir viðburðir sem að staðaldri eru í heimsfréttum þessa dagana fengu á sig skýrari, og í mínum huga skiljanlegri, mynd.
Auðvitað er ekki hægt að alhæfa um stórþjóð á við Bandaríkjamenn...Annað, og nokkuð sem kom þægilega á óvart, var almennt umburðarlyndi sem ég þóttist verða var við hjá fólki...Auðvitað er himinn og haf á milli þess besta og versta í bandarískri fjölmiðlun. Athygli flestra Evrópumanna vekur þó að ég held, hve þröngur sjóndeildarhringur bandarískra ljósvakamiðla almennt er...Enda þótt bandarísk yfirvöld dýrki ofbeldið og upp um húsveggi margra stórbygginga sé að finna lofgjörð og ákall til hernaðarhyggjunnar koma önnur skilaboð sums staðar úr grasrótinni...Sú pólitíska umræða sem vakti athygli mína mest í Bandaríkjunum snerist um trúmál og vísindi...Um þessa þróun hefur nokkuð verið ritað. Mest áberandi er umræðan í vísindatímaritum, sértaklega Science, einu virtasta vísindariti Bandaríkjanna, en í bandarískum blöðum er umræðan einnig áberandi...
Lesa meira
...Talsmenn bandaríska sendiráðsins við Laufásveg myndu staðhæfa
við ykkur lesendur góðir eins og þeir hafa gert í mín eyru að
fjöldamorðin hafi verið til góðs, tilgangurinn hafi helgað meðalið.
Þetta er mottó hryðjuverkamanna og einnig hryðjuverkaríkja. Þau eru
tilbúin að myrða og tortíma ef það þjónar hagsmunum þeirra.
Bandaríkin eru hryðjuverkaríki. Bandaríkjastjórn byggir á
hugmyndafræði ofbeldis og framfylgir þeirri stefnu.
Bandaríkjastjórn segir ekki koma til greina að eyða sínum
kjarnorkuvopnum. Bandaríkjastjórn vill hafa þau upp í erminni og
geta notað þau til að hóta andstæðingum. Bandaríkjamenn standa hins
vegar fast á þeirri kröfu að...
Lesa meira
Á vef CNN fréttastofunnar bandarísku segir nýlega frá dæmum af pyntingum, líkamlegum og ekki síður andlegum, í Guantanamo fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu. Yfirpyntingameistarinn um nokkurra missera skeið frá 2002, Miller að nafni, hefur til dæmis skýrt frá því að til að fá tiltekinn fanga í fangabúðunum til að tala hefði verið reynt að brjóta hann niður, og svo vitnað sé í CNN, með því hefja yfirheyrslurnar á staðhæfingum um að ...Mannréttindasamtök víðs vegar um heiminn hafa mótmælt mannréttindabrotum Bandaríkjastjórnar og hefur Amnesty International staðið þar í fararbroddi. Í lok júnímánaðar mótmælti Íslandsdeild Amnesty International pyntingunum í Guantanamo við Austurvöll í Reykjavík. Fólki gafst kostur á að reyna í faeinar mínútur það sem er daglegt brauð fanganna í Guantanamo...Í Guantanamo eru nú 520 fangar. Í pyntingabúðunum er þeim haldið án dóms og laga. Sárafáir hafa verið ákærðir fyrir að hafa drýgt einhvern glæp. Það skyldu þó aldrei vera glæpamennirnir sem hafa lyklavöldin í Guantanamó fangelsinu...
Lesa meira
Það er mikil gæfa að Sighvatur Björgvinsson skuli ekki vera
varðstjóri í lögreglunni í Edinborg. Hún glímir nú við tugþúsundir
fólks sem þar er saman komið til að vekja athygli á fátækt og
misrétti í heiminum í tilefni fundar forsvarsmanna voldugustu
hervelda heimsins. Í útvarpsviðtali gaf Sighvatur - sem nú gegnir
stöðu framkvæmdastjóra Þróunarstofnunar Íslands - lítið fyrir þessi
mótmæli. Hann ætti ekki von á því að slíkt skilaði "miklu fyrir
fátækt fólk í Afríku, enda held ég að þessir ribbaldar með sýniþörf
séu nú að hugsa um annað en fátæka fólkið í Afríku. Hins vegar er
það fundur ráðamanna ríkjanna G-8, sem ég vona nú að geti haldið
sinn fund þrátt fyrir að ribbaldar með sýniþörf vilji spilla
fundinum." Fréttamaður benti nú á að kannski væru nú
ekki allir mótmælendur þarna ribbaldar með sýniþörf.
Sighvatur kvaðst...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 01.07.05
...Við megum ekki gleyma því að hið sama gildir um fátækar þjóðir
heimsins. Þeim er jafnvel enn meiri lífsnauðsyn en okkur að efla
þjónustu af þessu tagi innan sinna samfélaga. Þess vegna þarf að
hjálpa þeim að losna úr viðjum auðhyggjunnar sem fyrrnefndar
alþjóðlegar stofnanir hafa hneppt þær í. Brosandi segjast hinar
ríku þjóðir nú koma færandi hendi, veita líkn og náð og fella niður
skuldir. Um forsendur og skilyrði slíkra tilboða er minna
rætt. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi stjórnvöldum, og
reyndar okkur öllum, við efnið hvað þetta varðar. Íslendingar eiga
aðild að stjórnum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
eigum við þar samstarf við aðrar Norðurlandaþjóðir. Nokkrum sinnum
hef ég vakið athygli á málflutningi Norðurlandanna á þessum
vettvangi og gagnrýnt það hve hallur hann hefur oft verið undir
markaðsöflin. Og ekki má gleyma ...
Lesa meira
Alvarlegasta ógn sem steðjar að mannkyninu er án efa
misskiptingin í heiminum og sú örbirgð sem hrjáir drjúgan hluta
mannkynsins. Á hverjum degi deyja 30 þúsund börn af völdum
fátæktar. Í dag, 1. júlí, er fyrsti baráttudagurinn af nokkrum sem
kenndur er við "hvíta bandið", tákn um þá herör sem skorin
verður upp um allan heim af verkalýðssamtökum, félagasamtökum og
almenningi gegn þessu misrétti. BSRB tekur þátt í þessu átaki bæði
beint og með aðild sinni að alþjóðasamtökum launafólks sem beita
sér af alefli í þessari baráttu. Davíð Oddssyni, utanríkisráðherra,
var í dag afhent ályktun stjónar BSRB þar sem íslensk stjórnvöld
eru hvött til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þeirri
viðleitni að brúa bilið á milli ríkra og snauðra í heiminum.
Í samþykkt BSRB segir...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum