Umheimur 2005
Á morgun fimmtudag heldur Hans Engelberts,
framkvæmdastjóri PSI, Publuic Services International,
Samtaka launafólks í almannaþjónustu, fyrirlestur um
alþjóðavæðinguna í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík.
Innan vébanda þessara samtaka eru yfir tuttugu milljónir manna
og leyfi ég mér að fullyrða að þetta séu lang kröftugustu
verkalýðssamtök starfandi á heimsvísu. Þau hafa beitt sér af miklum
krafti fyrir...
Lesa meira
Ef fólk er ósátt við ríkisstjórnir gagnrýnir það þær. Að
jafnaði beinist gagnrýnin ekki að fólkinu sem kaus þær. Þetta gerum
við ekki vegna þess að við séum alltaf elsku sátt við kjósendur.
Við gerum þetta af virðingu fyrir lýðræðinu. Eins hefði mátt halda
að ríkisstjórnir og svokallaðir leiðtogar, sem komist hafa til
áhrifa í samfélaginu, sýndu þeim sem þeir eiga völd sín að þakka -
kjósendum - samsvarandi virðingu. Viðbrögð ýmissa forystumanna
innan Evrópusambandsins við niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í
Frakklandi og Hollandi um nýjan ...Leiðtogar ríku iðnríkjanna nota
hugtakið lýðræði gjarnan til að réttlæta hagsmuna-slagsmál í ríkjum
sem búa yfir ríkulegum auðlindum, svo sem í Írak. Heima fyrir sýna
þeir hins vegar að allt eru þetta orðin tóm. Gæti verið að lýðræði
sé ...
Lesa meira
Morgun-
blaðið birtir í laugardags-
blaðinu ágæta frétt um ásakanir sem fram hafa komið að Kóraninn
hafi verið óvirtur í fangabúðum Bandaríkja-
manna í Guantanamo til að ögra múslímskum föngum þar... Óhug setti
að mörgum við að verða vitni að því að jafnöflugum fjölmiðli og
menn töldu Newsweek vera væri sagt fyrir verkum á þennan hátt:
Við erum komin ískyggilega nærri því að bandarísk
stjórnvöld komist upp með að láta endurskrifa söguna. Eða
skyldi fólk vera búið að gleyma því þegar menn voru þurrkaðir af
ljósmyndum austur í Sovét þegar ekki hentaði hagsmunum ráðamanna að
þeir hefðu verið til! Á fréttamannafundinum sem Morgunblaðið
greinir hér frá kemur fram að ásakanir um að Kóraninn hafi verið
svívirtur ... reyndist vera rétt þótt ...
Lesa meira
...Nú væri fróðlegt að heyra frekari útleggingar þeirra
Tímamanna á sannleikanum. ...Sá grunur læðist þó að mér að svo
ósjálfstæðir kunni þeir að vera í hugsun, að hafi Ísland átt
samleið með Norðurlöndunum eða öðrum Evrópuríkjum í alþjóðlegu
deilumáli, þá sé það hafið yfir gagnrýni....Tímaskrifarar rifja upp
þá tíð þegar ég gegndi starfi fréttaskýranda erlendra frétta hjá
RÚV. Iðulega leitaði ég þá til þeirra manna um framlag sem
fróðastir voru taldir um utanríkismál. Í þeim hópi, og reyndar í
sérstöku uppáhaldi hjá mér, var Þórarinn
Þórarinsson, fyrrum ritstjóri Tímans.
Hann var í senn víðsýnn og sjálfstæður í hugsun. Einnig fyrir
Íslands hönd. Það er af sem áður var á þeim bænum...
Lesa meira
Síðastliðinn miðvikudag voru tvö palestínsk ungmenni skotin til
bana í Beit Liqya, bæ vestur af Ramallah. Jamal Jaber, 15 ára og
Uday Mofeed, 14 ára, létust reyndar ekki samstundis. Þeim blæddi út
á leiðinni á sjúkrahús. Sjúkrabíllinn tafðist nefnilega, eða
öllu heldur...Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum UNICEF árið 2003
lifa 93% þeirra barna, sem könnunin náði til, í stöðugum ótta við
að á þau verði ráðist eða að eitthvað hræðilegt muni henda
þau...
Lesa meira
Málgagn Ungra Vinstri Grænna
U-Beygjan sýnir mér þann heiður að taka
við mig viðtal um utanríkismál þar sem sérstaklega er fjallað um
Alþjóðabankann og
Alþjóðagjaldeyrssjóðinn. Þar kemur m.a. fram að
:...Þegar fátæku ríkin hafa selt grunnþjónustu sína eru þau
ofurseld fyrrum lánveitendum sínum sem nú eru komnir í aðstöðu til
að græða á þeim; græða á sömu löndum og þeir voru að lána til.
Þannig bera menn sig að við að koma heilum þjóðfélögum undir hælinn
á auðvaldinu...Ég er mjög bjartsýnn á að málstaður vinstrimanna sé
í sókn enda byggður á traustum málefnalegum grunni auk þess sem
reynslan er okkur í hag. Við eigum ekki að sleppa hægrimönnum við
að skoða eigin spor og afleiðingar gerða sinna...
Lesa meira
...Þegar svara skal spurningum um
réttlæti og hefnd gerist áleitið að spyrja hvort jafna megi saman
annars vegar ríki og hins vegar einstakri mannpersónu; hvort rétt
sé að meta ábyrgð ríkisins og einstaklingsins á sama
mælikvarða...?
Lesa meira
...Í hádegisfréttum RÚV í dag var rætt um tvo áhrifamenn úr liði
Bush Bandaríkjaforseta og afstöðu þeirra til Sameinuðu þjóðanna,
annars vegar Johns Boltons nýútnefnds sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum og Condoleezzu Rice utanríkisráðherra. Okkur var
sagt að John Bolton hefði gagnrýnt SÞ harðlega og
Condoleezza Rice vildi umbætur hjá þessum sameiginlegu
samtökum jarðarbúa. En nú fór ég að hugsa um orðin. Er rétt að
segja að John Bolton hafi gagnrýnt Sameinuðu þjóðirnir, væri ekki
nær að segja að hann hafi ...
Lesa meira
...Ef heimsóknin átti að vera táknræn um sjálfsöryggi ráðamanna
og uppbyggingu varð reyndin önnur. Aðstoðarutanríkisráðherrann
steig ekki fæti á jörð í Fallujah, sagði blaðamaður, heldur fór
beint úr herþyrlu í brynvagn sem æddi um götur borgarinnar,
Main Street og Michigan Street og
fleiri götur sem Bandaríkjamenn hafa endurskýrt. Alls staðar blöstu
við húsarústir. Hermaðurinn sem hafði orð fyrir þeim sem fylgdu
aðkomumönnum, utanríkisráðherranum og hans liði ásamt fréttamönnum,
sagði að íbúarnir hefðu áður lifað í stöðugum ótta við
hryðjuverkamenn. Mörg hús hafi vissulega verið eyðilögð, en
"íbúarnir skildu að þetta þurfti að gerast." ...Þegar hér
var komið sögu í lestri greinarinnar, rifjaðist upp fyrir mér
bænaskjal sem borgaryfirvöld í Fallujah skrifuðu...
Lesa meira
...Hvað gerir fólk við slíkar aðstæður? Sumir koðna niður, aðrir
flýja land - frá Moldovu hefur ein milljón flust úr landi, nokkuð
sem hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir þjóð sem telur 4,4
milljónir. Þriðji kosturinn er að berjast fyrir umbótum. Það
er einmitt verkefni verkalýðshreyfingarinnar og á dagskrá EUREC
fundarins var að leggja á ráðin um baráttu fyrir betra þjóðfélagi.
Þótt aðstæður séu víða erfiðar fer því fjarri að menn hafi setið
auðum höndum. Okkur var sagt frá fundum og seminörum þar sem
upplýsingum var miðlað og reynt að efla samstöðuna. Það var t.d.
frábært að heyra frá fundum í Serbíu þar sem ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum