Umheimur Janúar 2006
...Tilefni þessara skrifa minna eru Staksteinar Morgun-
blaðsins síðastliðinn sunnudag. Ekki skrifa ég upp á hvert orð
pistilsins. En vitiborinn er hann að mínu mati, ber vott um víðsýni
höfundar og er ég, þegar á heildina er litið, boðskapnum
hjartanlega sammála. Í þeirri afstöðu sem birtist í þessum
Staksteinapistli er að finna lykilinn að friðsamlegri sambúð. Með
aðferðafræði suður-afríska biskupsins Desmonds Tutu í ofanálag
mætti síðan komast upp úr skotgröfunum. Þjóð Tutus hins blakka
biskups hafði verið kúguð, pyntuð, rænd og fangelsuð um áratugi af
valdhöfum og handbendum þeirra. Þegar svo kúgararnir gáfust upp, þá
setti...
Lesa meira
...Ef ekki ætti í hlut voldugasta ríki heimsins hefði fyrir
löngu komið til tals að slíta stjórnmála-
sambandi við það! Ekkert væri fjær íslensku ríkisstjórninni.
Gagnvart Bandaríkjastjórn kann hún best við sig á hnjánum. Þegar
ríkisstjórnin var knúin til þess að "mótmæla"
framferði Bandaríkjamanna vorið 2004 var það gert svo
mildilega að ekki nokkur maður tók eftir því. Þetta hafa síðan
verið kölluð mótmæli í kyrrþey. Í stað þess að afneita staðreyndum
um framferði Bandaríkjamanna á ríkisstjórn Íslands nú að hafa
manndóm í sér til að...
Lesa meira
Í Fréttablaðinu í gær furða menn sig á áherslum
BSRB varðandi Doha-viðræðurnar svokölluðu, sem
fram fara á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar,
WTO...Út á hvað ganga þessar ályktanir samtaka launafólks?
Tvennt er gagnrýnt. Í fyrsta lagi sú leynd sem
hvílt hefur yfir samningaviðræðunum og ólýðræðsileg
vinnubrögð...Í öðru lagi eru samningsforsendurnar
gagnrýndar... Fréttablaðið gerir að sínum orð Ýmis
Arnar Finnbogasonar, eins af pistlahöfundum
deiglunnar.com, sem er vefrit frjálshyggjumanna
þar sem hann beinir gagnrýni ...Ég tók reyndar þátt í mjög
skemmtilegri umræðu um þetta efni með ágætum deiglupenna,
Halldóri Benjamín Þorbergssyni, í síðustu viku á
fundi sem Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS,
boðaði til...
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum