Umheimur Júlí 2006
Birtist í Morgunblaðinu 30.07.06.
...Jafnframt er haldið uppi stöðugum manndrápum og
ofbeldisaðgerðum. Allt þetta gerist eftir að Hamas samtökin, sem
kjörin voru lýðræðislega til valda, höfðu einhliða virt vopnahlé í
16 mánuði. Í kjölfar þessara atburða sauð upp úr og bæði Hamas og
Hizbollah í Suður-Líbanon gripu til vopna. Bæði Bandaríkin og
Evrópusambandið höfðu stutt Ísraela í ofbeldinu og eftir að til
átaka kom, var viðkvæðið: "Ísraelar hafa rétt til að verja hendur
sínar." Gott ef ekki heyrðist eitthvert taut um þetta í
Stjórnarráði Íslands líka, frá umsækjendunum um fulltrúasæti í
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna....
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 29.07.06.
...Ályktun 377, kom upphaflega til sögunnar árið 1950 að
frumkvæði Bandaríkjastjórnar, sem leitaði leiða til að komast
framhjá neitunarvaldi Sovétríkjanna í Öryggisráði SÞ. Það var
reyndar Bandaríkjastjórn, sem nýtti sér þessa aðkomu í Súezdeilunni
vegna neitunarvalds Breta og Frakka í ráðinu. Ályktun 377 gengur
einnig undir heitinu Sameining í þágu friðar, Uniting for peace. Í
ályktuninni er minnt á þá skyldu Sameinuðu þjóðanna og allra
stofnana þeirra að...
Lesa meira
Ávarp fyrir framan bandaríska sendiráðið
á opnum fundi sem Herstöðvaandstæðingar boðuðu til.
...Nú þarf að reisa kröfu á hendur Ísraelum og bakhjarli þeirra,
Bandaríkjunum: Stöðvið stríðsglæpina, stöðvið mannréttindabrotin.
Heimurin krefst þess að vopnin verði tekin af fólki, sem ekkert
kann annað en að drepa hvert annað.
Ísland á að krefjast þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
verði kallað saman þegar í stað svo stöðva megi ofbeldið. Sýnum að
okkur er alvara; að við viljum aðgerðir. Enga bið. Okkar krafa
er...
Lesa meira
Mikilvægt er að sem flestir mæti fyrir framan bandaríska
sendiráðið, föstudaginn 27. júlí, klukkan hálf sex. Samtök
herstöðvaandstæðinga efna til fundarins og eiga samtökin lof skilið
fyrir að skapa vettvang fyrir mótmæli gegn innrás Ísraela í Líbanon
og því skefjalausa ofbeldi sem Ísraelar beita Palestínumenn á
herteknu svæðunum í Palestínu. Allt þetta komast Ísraelar upp með
...Söfnum liði, mætum til þessa baráttufundar og allra
þeirra funda sem boðað verður til sem mótmæla ofbeldinu og tala
máli alþjóðasamninga og friðsamlegra lausna....
Lesa meira

...Augu heimsins beinast augljóslega fyrst og fremst að atburðum innan Líbanon, afleiðingum hernaðarárásanna á landið. Í fréttum fer minna fyrir hernaðarofbeldinu sem samhliða viðgengst af hálfu ísraelska hernámsliðsins víðs vegar á herteknu svæðunum innan Palestínu. Þar verður hvert svæðið á fætur öðru, hver bærinn og hver borgin á fætur annarri fyrir barðinu á ísraelska hernum. Aðferðafræðin er ætíð hin sama. Mikilvægar stjórnarbyggingar rústaðar, íbúðarhús eyðilögð og ráðist á fólk, að því er virðist af handahófi, til að skapa skelfingu og ringulreið. Fyrir hálfu öðru ári ferðaðist ég um herteknu svæðin ásamt þeim...
Lesa meira
Fyrirlesararnir frá PSI, Jurgen Buxbaum og Alan Leather.
Á föstudaginn, 7. júlí, fór fram á vegum BSRB umræðufundur um
opnun vinnumarkaða bæði í Evrópu og á heimsvísu. Fjölmenni hlýddi á
tvo fyrirlessara frá Public Services International - Samtaka
launafólks í almannaþjónustu - sem BSRB á aðild að. ... Jürgen
Buxbaum dró upp mjög áhrifaríka mynd af þjóðfélögum í vestanverði
álfunni sem byggju við ákveðið grunnkerfi hvað varðar
félagsþjónustu, stöðu verkalýðsfélaga, lýðréttindi og lýðræðislegar
stofnanir og bar hana saman við austanverða álfuna eftir hrun
kommúnismans ... Niðurstaðan hefði orðið óheftur markaðsbúskapur
með tilheyrandi misskiptingu og örbirgð hjá drjúgum hluta
samfélagsins. Alan Leather setti fleiri drætti inn í þessa mynd -
vék að flutningi starfsfólks í heilbrigðisgeiranum bæði innan
Evrópu og á heimsvísu. Fram kom að í reynd væru þróunarríkin að
fjárfesta í ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 07.07.06.
Það er ekki nóg með að vestræn ríki og þá einkum Bandaríkin og
Evrópusambandið horfi aðgerðarlaus upp á skefjalaust ofbeldi
ísraelska hernámsliðisins í Palestínu, þau eru beinir þátttakendur
í ofbeldinu...Til sanns vegar má færa að í mannlegu tilliti skiptir
ekki máli hver það er sem verður fyrir ofbeldi. Það hefur hins
vegar táknræna þýðingu þegar það nú gerist að ráðherrar og þingmenn
Palestínumanna eru numdir nauðugir á brott af ísraelska
hernámsliðinu og haldið föngnum. Slíkt er táknrænn máti að svívirða
lýðræðið. Skyldi vera nokkur von til þess að ríkisstjórn Íslands
hafi sig upp af hnjánum og sýni þann manndóm að mótmæla þessum
mannréttindabrotum í Palestínu, glæpsamlegri hóprefsingu á saklausu
fólki? Þeir sem styðja ofbeldið eru samsekir. Spurning er hvort það
eigi ekki einnig við um hina sem þegja. Okkur ber öllum siðferðileg
skylda til að...
Lesa meira
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns
framboðs hefur sent forseta ísraelska þingsins, Daliu Itzik,
bréf þar sem mannréttindabrotum í Palestínu af hálfu ísraelska
hernámsliðsins er harðlega mótmælt, jafnframt því sem óskað er
eftir liðsinni þingsins við að fá palestínska þingmenn og ráðherra,
sem hafa verið hnepptir í varðhald setta lausa. Fangelsun
þingmanna er táknræn um það virðingarleysi sem ísraelska
ríkið sýnir lýðræðinu. Bréf þingflokks VG fylgir hér að
neðan...
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum