Umheimur Ágúst 2006
Að undanförnu hefur farið fram talsverð umræða um aðkomu
Íslendinga að friðargæslustörfum. Eins og kunnugt er olli það
talsverðum deilum þegar íslenskir friðargæsluliðar voru sendir til
Afganistans til starfa í tengslum við Bandaríkjaher og NATÓ. Þótti
okkur mörgum að verið væri að koma á fót íslenskum her
bakdyramegin. Þessu var afdráttarlaust neitað af hálfu
utanríkisráðuneytisins þótt myndir af íslenskum friðargæsluliðum
sýndu menn með alvæpni og fram kæmi að þeir bæru titla og heiti sem
notuð eru í herjum.
Lesa meira
Áfram berast fréttir frá Ísrael, Palestínu og Líbanon þar sem
ekkert lát er á ofbeldinu. Mér varð hugsað til ferðar minnar til
Palestíunu þegar ég sá í fréttum að minn ágæti félagi og bílstjóri
í ferðinni, Qosai Odeh, hafði verið tekinn
höndum fyrir mótmæli við bandarísku ræðismannsskrifstofuna í
Jerúsalem og beittur harðræði af hálfu ísraelskra hermanna.
Qosai er íslenskur ríkisborgari og væri fróðlegt að vita
hvort íslensk stjórnvöld hafi mótmælt handtökunni. Mér varð hugsað
til foreldra Qosais, sem ... Þá hafa birst bréf hér á síðunni þar
sem skrif mín og annarra, sem hafa verið mjög gagnrýnin í garð
Ísraela, eru sögð of einstrengingsleg. En hvað skyldi þeim hinum
sömu þá þykja um skrif hins heimsþekkta norska rithöfundar
Josteins Gaarder í Aftenposten um
síðustu helgi undir fyrirsögninni Guðs útvalda
þjóð. Jostein Gaarder segir að Ísrael sé liðin
tíð; að við eigum ekki lengur að viðurkenna Ísrael. Ekki verði
lengur umflúið að komast að þessari niðurstöðu. Ísrael hafi svívirt
viðurkennigu heimsins á tilvist sinni. Ísraelum sé sjálfum um að
kenna og eigi þeir ekki að fá frið fyrr en þeir leggi niður vopn.
Jostein Gaarder segir stofnum Ísraels hafa verið réttlætanlega í
kjölfar Heimsstyrjaldarinnar síðari en með skefjalausu ofbeldi,
ofsóknum og rasisma hafi ríkið fyrirgert tilverurétti sínum. Nú sé
nóg komið og að menn eigi að tala tæpitungulaust. Grein Josteins er
birt hér að neðan á norsku ásamt slóð inn á greinina í Aftenposten.
Ég skal viðureknna að ég verð sífellt meira og meira efins um þann
rétt sem gömlu nýlenduveldin tóku sér til að stofna ríkið
Ísrael með því að hrekja þáverandi íbúa á brott eins og gert var.
Ef gyðingar áttu siðferðilegan rétt til stofnunar sjálfstæðs ríkis,
eftir Helförina,...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 03.08.06.
...Það getur vel verið að á Fréttablaðinu þyki þetta fyndið. Okkur
sem sóttum fundinn þótti hann hins vegar vel mannaður, þótt það
veki óneitanlega áhyggjur hvílíkt sinnuleysi margir sýna þeim
stríðsglæpum sem heimurinn verður nú vitni að í Líbanon og
Palestínu og læt ég þá liggja á milli hluta afstöðu hinna sem telja
ástæðu til að hafa þessi mál í flimtingum. Með því að gera lítið úr
mótmælum sem þessum, er Fréttablaðið að taka afstöðu. Að vísu með
hinum lítilmannlegu vopnum, hroka og kaldhæðni, en afstöðu
samt...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 01.08.06.
...Í bréfi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, er uppi sama framsetningin og Bandaríkjastjórn og sú ísraelska leggja mest upp úr: "Réttur" Ísraels til að verja sig. Þessi "réttur" er rækilega tíundaður í hinu "harðorða" bréfi. Hvergi er minnst á "rétt" Palestínumanna, hvorki til að verja sig né hafa sjálfsforræði yfir eigin málum. Nýkjörin stjórn Palestínu hefur þannig ekki fengið leyfi til að starfa, þingmenn og ráðherrar verið fangelsaðir af ísraelska hernámsliðinu, skatttekjum haldið frá lýðræðilega kjörinni stjórn þannig að hún hefur ekki getað rekið velferðarþjónustu og aðra samfélagsþjónustu. Allt þetta og utanríkisráðherra Íslands á varla nógu sterk orð til að lýsa vináttu Íslands í garð Ísraelsríkis og leyfir sér þar í ofanálag að segja í þessu samhengi að "aldrei (sé) einum að kenna þegar tveir deila", eins og Valgerður Sverrisdóttir gerði í viðtali við Sjónvarpið þegar bréfið "harðorða" var til umfjöllunar í fréttum. Nei, utanríkisráðherrann þarf ekki að ...
Lesa meira
Þorleifur Gunnlaugsson, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík skrifar umhugsunarverða grein hér á síðuna þar sem hann hvetur til þess að stjórnmálasambandi verði slitið við Ísrael og viðskiptabann sett á landið. Þorleifur minnir á viðskiptabannið sem sett var á Suður-Afríku á dögum aphartheidstefnunnar: " Í Ísrael situr engu minni ofbeldisstjórn en kynþáttastjórnin í Pretoríu, sem fór með stjórn Suður-Afríku. Ég bið menn um að íhuga þetta vel – vel en hratt. Svo hrikalegt er ástandið nú fyrir botni Miðjarðarhafs, svo skelfilegt er ofbeldið, að engan tíma má missa. Okkur hreinlega ber að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma þeim, sem fyrir ofsóknunum verða, til hjálpar."
Undir þetta skal tekið. Ég setti fram svipaðar vangaveltur vorið 2004. Til sanns vegar má færa að ástandið sé nú orðið mun verra en það var þá og full ástæða til að íhuga þennan kost vel. Sjálfum fyndist mér að fyrsta skrefið eigi að vera...
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum