Umheimur 2006
Í Betlehem er barn oss fætt
, er sungið um jólin þegar fólk minnist fæðingar Krists. Okkur
er innrætt að jólin eigi að vera tilefni til göfugrar hugsunar.
Prestarnir predika um mannkærleikann og boðskapur réttlætis og
friðar er í hávegum hafður. Allt of mörgum þykir það hins vegar
vera þægilegra að hugsa um tvö þúsund ára réttlæti eða
ranglæti, eftir atvikum, en veruleika samtímans sem kallar á
afstöðu okkar hér og nú. Í dag heyrðum við í fréttum Svein
Rúnar Hauksson, lækni og formann félagsins Ísland-Palestína, tala
frá Betlehem. Hann hafði komist til borgarinnar í fylgd biskups frá
Jerúsalem, að því er mér skildist (eða var það biskupinn af
Kantaraborg sem einnig var í Jerúsalem í dag?). Borgin er nánast
eins og lokað fangelsi, umlukt múrum og umsetin ísraelsku
hernámsliði. Þetta ætti að vera umfjöllunarefni úr hverjum
predikunarstól á jólum meðan þetta kúgunarástand varir. Orð Sveins
Rúnars voru ...
Lesa meira
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi fyrir sjálfsákvörðunarrétti
palestínsku þjóðarinnar efnir félagið Ísland Palestína til
samstöðufundar á Hótel Borg í kvöld, miðvikudag kl. 20, þar sem
Ziad Amro, helsti frumkvöðull blindra og fatlaðra og stofnandi
Öryrkjabandalags Palestínu, er aðalræðumaður. Hann mun fjalla
fjalla um áhrif hernáms á líf þjóðar, með sérstakri áherslu á fólk
með fötlun. Ziad missti sjálfur sjónina af völdum hernámsins.
Lesa meira

...Nálgun Guðna Ágústssonar er hins vegar röng í tvennum
skilningi. Í fyrsta lagi er rangt að skírskota til vilja
þjóðarinnar í því samhengi, sem Guðni gerir. Vilji hennar lá
alltaf ljós fyrir. Ítrekað sýndu skoðanakannanir að þjóðin var
andvíg árásarstríðinu. Það var því íslenska ríkisstjórnin sem
misnotaði íslensku þjóðina en ekki Bush. Í öðru lagi var það
íslenska ríkisstjórnin sem einhliða tók ákvörðun sína um að lufsast
með þeim Bush og Blair þrátt fyrir að þær upplýsingar, sem nú
liggja fyrir væru öllum sem vildu vita morgunljósar. Hér vísa ég í
frábæra grein Steinþórs Heiðarssonar, hér á
vefsíðunni. Þar segir á meðal annars: Til að gera langa sögu
stutta, lágu fyrir allar þær upplýsingar sem þurfti til að taka
rétta ákvörðun í þessu afdrifaríka máli, bæði um stöðu mála í Írak
og þau hagsmunasambönd sem sköpuðu samstöðu innrásarríkjanna. Það
sem íslensku ráðherrana - Davíð, Halldór, Geir, Þorgerði, Valgerði
og öll hin - skorti í raun og veru var einfaldlega
...
Lesa meira
Menn hafa nokkuð velt því fyrir sér hvers vegna sendiherra
Ísraels vildi hitta að máli fulltrúa allra annarra stjórnmálaflokka
en VG, til að skýra hin "tæknilegu mistök" í Ben
Hanun á Gaza þar sem 18 óbreyttir borgarar voru myrtir í síðustu
viku....Gæti verið að sendiherra Ísraels hafi fengið það veganesti
að heiman fyrir Íslandsheimsókn sína að gæta þess að eiga sem
minnst samneyti við fulltrúa stjórnmálaflokks sem sendi frá sér
orðsendingu af þessu tagi?...
Lesa meira

...Enda þótt Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra tæki skýrt fram að hrannvígið í Beit Hanun í síðustu viku væri með öllu óafsakanlegt þá þurfti þessi formúlering að fylgja með. Gerir utanríkisráðherra Íslands sér ekki grein fyrir því að hún er að ávarpa fulltrúa hernámsþjóðar sem hefur fótum troðið mannréttindi og vanvirt samþykktir Sameinuðu þjóðanna um áratugaskeið. Og nú þegar við mótmælum hryllilegum morðum á saklausum börnum þá er hvorki staður né stund til að árétta að Íslendingar telji að Ísraelsríki hafi rétt til sjálfsvarnar! Hvenær skyldi koma að því að Íslendingar fylgi sjálfstæðri utanríkisstefnu og hætti að...
Lesa meira

Á miðvikudagsmorgun klukkan 8:15 er efnt til morgunverðarfundar á Grand Hótel í Reykjavík undir fyrirsögninni: EVRÓPUSAMVINNAN OG LÝÐRÆÐIÐ. Það er Evrópufræðasetrið að Bifröst sem stendur að fundinum í samvinnu við BSRB, ASÍ, Samtök atrvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.
Marius Vahl sérfræðingur um málefni EFTA ríkjanna hjá CEPS stofnuninni (Center for European Policy Studies) í Brussel flytur erindi á fundinum sem hann nefnir: Double democratic deficit; Influence of the EEA on democracy in Iceland and Norway.
Af þessum titli sýnist mér að megi ráða að fyrirlesari telji að við séum í tvöföldum mínus hvað lýðræðið snertir með hlutdeild okkar í Hinu evrópska efnahagssvæði. Hvað hann á við með því að tala um tvöfaldan mínus á eftir að koma í ljós – hvort hann telur að það ...
Lesa meira
...Davíð Oddsson, seðlabankastjóri hefur aðra skoðun á þessu
máli. Það er honum að sjálfsögðu frjálst að hafa og ekkert nema
gott um það að segja ef ekki væri fyrir þær sakir að Ríkisútvarpið
gerir hann að eins konar prófdómara í þessu máli. Þegar menn opnuðu
vefsíðu Ríkisútvarpsins í morgun gat þar að líta flennimynd af
Davíð Oddssyni. Fyrirsögn stórfréttar Ríkisútvarpsins var
einkunnagjöf þessa merka álitsgjafa: Davíð Oddsson segir umræðu um
Grímsskýrslu vera vitleysu...
Lesa meira
Að undanförnu hefur farið fram talsverð umræða um aðkomu
Íslendinga að friðargæslustörfum. Eins og kunnugt er olli það
talsverðum deilum þegar íslenskir friðargæsluliðar voru sendir til
Afganistans til starfa í tengslum við Bandaríkjaher og NATÓ. Þótti
okkur mörgum að verið væri að koma á fót íslenskum her
bakdyramegin. Þessu var afdráttarlaust neitað af hálfu
utanríkisráðuneytisins þótt myndir af íslenskum friðargæsluliðum
sýndu menn með alvæpni og fram kæmi að þeir bæru titla og heiti sem
notuð eru í herjum.
Lesa meira
Áfram berast fréttir frá Ísrael, Palestínu og Líbanon þar sem
ekkert lát er á ofbeldinu. Mér varð hugsað til ferðar minnar til
Palestíunu þegar ég sá í fréttum að minn ágæti félagi og bílstjóri
í ferðinni, Qosai Odeh, hafði verið tekinn
höndum fyrir mótmæli við bandarísku ræðismannsskrifstofuna í
Jerúsalem og beittur harðræði af hálfu ísraelskra hermanna.
Qosai er íslenskur ríkisborgari og væri fróðlegt að vita
hvort íslensk stjórnvöld hafi mótmælt handtökunni. Mér varð hugsað
til foreldra Qosais, sem ... Þá hafa birst bréf hér á síðunni þar
sem skrif mín og annarra, sem hafa verið mjög gagnrýnin í garð
Ísraela, eru sögð of einstrengingsleg. En hvað skyldi þeim hinum
sömu þá þykja um skrif hins heimsþekkta norska rithöfundar
Josteins Gaarder í Aftenposten um
síðustu helgi undir fyrirsögninni Guðs útvalda
þjóð. Jostein Gaarder segir að Ísrael sé liðin
tíð; að við eigum ekki lengur að viðurkenna Ísrael. Ekki verði
lengur umflúið að komast að þessari niðurstöðu. Ísrael hafi svívirt
viðurkennigu heimsins á tilvist sinni. Ísraelum sé sjálfum um að
kenna og eigi þeir ekki að fá frið fyrr en þeir leggi niður vopn.
Jostein Gaarder segir stofnum Ísraels hafa verið réttlætanlega í
kjölfar Heimsstyrjaldarinnar síðari en með skefjalausu ofbeldi,
ofsóknum og rasisma hafi ríkið fyrirgert tilverurétti sínum. Nú sé
nóg komið og að menn eigi að tala tæpitungulaust. Grein Josteins er
birt hér að neðan á norsku ásamt slóð inn á greinina í Aftenposten.
Ég skal viðureknna að ég verð sífellt meira og meira efins um þann
rétt sem gömlu nýlenduveldin tóku sér til að stofna ríkið
Ísrael með því að hrekja þáverandi íbúa á brott eins og gert var.
Ef gyðingar áttu siðferðilegan rétt til stofnunar sjálfstæðs ríkis,
eftir Helförina,...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 03.08.06.
...Það getur vel verið að á Fréttablaðinu þyki þetta fyndið. Okkur
sem sóttum fundinn þótti hann hins vegar vel mannaður, þótt það
veki óneitanlega áhyggjur hvílíkt sinnuleysi margir sýna þeim
stríðsglæpum sem heimurinn verður nú vitni að í Líbanon og
Palestínu og læt ég þá liggja á milli hluta afstöðu hinna sem telja
ástæðu til að hafa þessi mál í flimtingum. Með því að gera lítið úr
mótmælum sem þessum, er Fréttablaðið að taka afstöðu. Að vísu með
hinum lítilmannlegu vopnum, hroka og kaldhæðni, en afstöðu
samt...
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum