Umheimur 2006

RÍKISSTJÓRNIN OG LÍBANON: BETUR MÁ EF DUGA SKAL

Birtist í Morgunblaðinu 01.08.06.
...Í bréfi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, er uppi sama framsetningin og Bandaríkjastjórn og sú ísraelska leggja mest upp úr: "Réttur" Ísraels til að verja sig. Þessi "réttur" er rækilega tíundaður í hinu "harðorða" bréfi. Hvergi er minnst á "rétt" Palestínumanna, hvorki til að verja sig né hafa sjálfsforræði yfir eigin málum. Nýkjörin stjórn Palestínu hefur þannig ekki fengið leyfi til að starfa, þingmenn og ráðherrar verið fangelsaðir af ísraelska hernámsliðinu, skatttekjum haldið frá lýðræðilega kjörinni stjórn þannig að hún hefur ekki getað rekið velferðarþjónustu og aðra samfélagsþjónustu. Allt þetta og utanríkisráðherra Íslands á varla nógu sterk orð til að lýsa vináttu Íslands í garð Ísraelsríkis og leyfir sér þar í ofanálag að segja í þessu samhengi að "aldrei (sé) einum að kenna þegar tveir deila", eins og Valgerður Sverrisdóttir gerði í viðtali við Sjónvarpið þegar bréfið "harðorða" var til umfjöllunar í fréttum. Nei, utanríkisráðherrann þarf ekki að ... Lesa meira

HVAÐ ER BEST FYRIR HANA?

Þorleifur Gunnlaugsson, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík skrifar umhugsunarverða grein hér á síðuna þar sem hann hvetur til þess að stjórnmálasambandi verði slitið við Ísrael og viðskiptabann sett á landið. Þorleifur minnir á viðskiptabannið sem sett var á Suður-Afríku á dögum aphartheidstefnunnar: " Í Ísrael situr engu minni ofbeldisstjórn en kynþáttastjórnin í Pretoríu, sem fór með stjórn Suður-Afríku. Ég bið menn um að íhuga þetta vel – vel en hratt. Svo hrikalegt er ástandið nú fyrir botni Miðjarðarhafs, svo skelfilegt er ofbeldið, að engan tíma má missa. Okkur hreinlega ber að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma þeim, sem fyrir ofsóknunum verða, til hjálpar."
Undir þetta skal tekið. Ég setti fram svipaðar vangaveltur vorið 2004. Til sanns vegar má færa að ástandið sé nú orðið mun verra en það var þá og full ástæða til að íhuga þennan kost vel. Sjálfum fyndist mér að fyrsta skrefið eigi að vera... Lesa meira

TVÍSKINNUNGUR STÓRVELDANNA – OG MORGUNBLAÐSINS

Birtist í Morgunblaðinu 30.07.06.
...Jafnframt er haldið uppi stöðugum manndrápum og ofbeldisaðgerðum. Allt þetta gerist eftir að Hamas samtökin, sem kjörin voru lýðræðislega til valda, höfðu einhliða virt vopnahlé í 16 mánuði. Í kjölfar þessara atburða sauð upp úr og bæði Hamas og Hizbollah í Suður-Líbanon gripu til vopna. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið höfðu stutt Ísraela í ofbeldinu og eftir að til átaka kom, var viðkvæðið: "Ísraelar hafa rétt til að verja hendur sínar." Gott ef ekki heyrðist eitthvert taut um þetta í Stjórnarráði Íslands líka, frá umsækjendunum um fulltrúasæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna....

Lesa meira

ÍSLAND GETUR HAFT ÁHRIF Í LÍBANON

Birtist í Fréttablaðinu 29.07.06.
...Ályktun 377,  kom upphaflega til sögunnar árið 1950 að frumkvæði Bandaríkjastjórnar, sem leitaði leiða til að komast framhjá neitunarvaldi Sovétríkjanna í Öryggisráði SÞ. Það var reyndar Bandaríkjastjórn, sem nýtti sér þessa aðkomu í Súezdeilunni vegna neitunarvalds Breta og Frakka í ráðinu. Ályktun 377 gengur einnig undir heitinu Sameining í þágu friðar, Uniting for peace. Í ályktuninni er minnt  á þá skyldu Sameinuðu þjóðanna og allra stofnana þeirra að...

Lesa meira

STÖÐVIÐ MORÐIN NÚNA!!!

Ávarp fyrir framan bandaríska sendiráðið á opnum fundi sem Herstöðvaandstæðingar boðuðu til.

...Nú þarf að reisa kröfu á hendur Ísraelum og bakhjarli þeirra, Bandaríkjunum: Stöðvið stríðsglæpina, stöðvið mannréttindabrotin. Heimurin krefst þess að vopnin verði tekin af fólki, sem ekkert kann annað en að drepa hvert annað.
Ísland á að krefjast þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman þegar í stað svo stöðva megi ofbeldið. Sýnum að okkur er alvara; að við viljum aðgerðir. Enga bið. Okkar krafa er...

Lesa meira

FÖSTUDAG HÁLF SEX FYRIR FRAMAN BANDARÍSKA SENDIRÁÐIÐ

Mikilvægt er að sem flestir mæti fyrir framan bandaríska sendiráðið, föstudaginn 27. júlí,  klukkan hálf sex. Samtök herstöðvaandstæðinga efna til fundarins og eiga samtökin lof skilið fyrir að skapa vettvang fyrir mótmæli gegn innrás Ísraela í Líbanon og því skefjalausa ofbeldi sem Ísraelar beita Palestínumenn á herteknu svæðunum í Palestínu. Allt þetta komast Ísraelar upp með ...Söfnum liði, mætum til þessa baráttufundar og allra þeirra funda sem boðað verður til sem mótmæla ofbeldinu og tala máli alþjóðasamninga og friðsamlegra lausna....

Lesa meira

ÞRIGGJA DAGA "AÐGERÐUM" LOKIÐ Í NABLUS


...Augu heimsins beinast augljóslega fyrst og fremst að atburðum innan Líbanon, afleiðingum hernaðarárásanna á landið. Í fréttum fer minna fyrir hernaðarofbeldinu sem samhliða viðgengst af hálfu ísraelska hernámsliðsins víðs vegar á herteknu svæðunum innan Palestínu. Þar verður hvert svæðið á fætur öðru, hver bærinn og hver borgin á fætur annarri fyrir barðinu á ísraelska hernum. Aðferðafræðin er ætíð hin sama. Mikilvægar stjórnarbyggingar rústaðar,  íbúðarhús eyðilögð og ráðist á fólk, að því er virðist af handahófi, til að skapa skelfingu og ringulreið. Fyrir hálfu öðru ári ferðaðist ég um herteknu svæðin ásamt þeim... Lesa meira

FJÖLSÓTTUR UMRÆÐUFUNDUR HJÁ BSRB


Fyrirlesararnir frá PSI, Jurgen Buxbaum og Alan Leather.

Á föstudaginn, 7. júlí, fór fram á vegum BSRB umræðufundur um opnun vinnumarkaða bæði í Evrópu og á heimsvísu. Fjölmenni hlýddi á tvo fyrirlessara frá Public Services International - Samtaka launafólks í almannaþjónustu - sem BSRB á aðild að. ... Jürgen Buxbaum dró upp mjög áhrifaríka mynd af þjóðfélögum í vestanverði álfunni sem byggju við ákveðið grunnkerfi hvað varðar félagsþjónustu, stöðu verkalýðsfélaga, lýðréttindi og lýðræðislegar stofnanir og bar hana saman við austanverða álfuna eftir hrun kommúnismans ... Niðurstaðan hefði orðið óheftur markaðsbúskapur með tilheyrandi misskiptingu og örbirgð hjá drjúgum hluta samfélagsins. Alan Leather setti fleiri drætti inn í þessa mynd - vék að flutningi starfsfólks í heilbrigðisgeiranum bæði innan Evrópu og á heimsvísu. Fram kom að í reynd væru þróunarríkin að fjárfesta í ...

Lesa meira

MÓTMÆLUM OFBELDINU Í PALESTÍNU

Birtist í Fréttablaðinu 07.07.06.
Það er ekki nóg með að vestræn ríki og þá einkum Bandaríkin og Evrópusambandið horfi aðgerðarlaus upp á skefjalaust ofbeldi ísraelska hernámsliðisins í Palestínu, þau eru beinir þátttakendur í ofbeldinu...Til sanns vegar má færa að í mannlegu tilliti skiptir ekki máli hver það er sem verður fyrir ofbeldi. Það hefur hins vegar táknræna þýðingu þegar það nú gerist að ráðherrar og þingmenn Palestínumanna eru numdir nauðugir á brott af ísraelska hernámsliðinu og haldið föngnum. Slíkt er táknrænn máti að svívirða lýðræðið. Skyldi vera nokkur von til þess að ríkisstjórn Íslands hafi sig upp af hnjánum og sýni þann manndóm að mótmæla þessum mannréttindabrotum í Palestínu, glæpsamlegri hóprefsingu á saklausu fólki? Þeir sem styðja ofbeldið eru samsekir. Spurning er hvort það eigi ekki einnig við um hina sem þegja. Okkur ber öllum siðferðileg skylda til að...

Lesa meira

VG SKRIFAR FORSETA ÍSRAELSKA ÞINGSINS

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur sent forseta ísraelska þingsins, Daliu Itzik, bréf þar sem mannréttindabrotum í Palestínu af hálfu ísraelska hernámsliðsins er harðlega mótmælt, jafnframt því sem óskað er eftir liðsinni þingsins við að fá palestínska þingmenn og ráðherra, sem hafa verið hnepptir í varðhald setta lausa. Fangelsun þingmanna er táknræn um það virðingarleysi sem ísraelska ríkið sýnir lýðræðinu. Bréf þingflokks VG fylgir hér að neðan...

Lesa meira

Frá lesendum

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ALVÖRULEYSI PÍRATA

Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira

Grímur skrifar: PÁSKAUPPRISA PCC

... Upprisa BakkiSilicon nú um páska er að líkum hafin yfir mannlegan, röklegan skilning. Birtist því sem undur. Rétt eins og ófarasagan frá upphafi rekstrar 2018 til stöðvunar 2020 er látin standa óútskýrð, eins og gildir um athæfi æðri máttar-valda. Fullvíst er að “Hönd Guðs” kemur að páskaupprisu BakkiSilicon sú sem líknsöm er oft þeim þurfandi ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar