Umheimur 2006

EGILL OG BJÖRN Í SILFURSPJALLI

Björn Bjarnason

, dóms- og kirkjumálaráðherra, átti síðasta orðið í Silfri Egils í dag nema það hafi verið Egill  sjálfur. Þeir voru nokkuð sammála félagarnir, höfðu miklar skoðanir, ekkert síður þáttastjórnandinn en gestur hans, þegar þeir ræddu um alþjóðastjórnmál, "brjálæðinginn", sem er forseti Írans, eins og Egill komst að orði, "öfgasamtökin" Hamas í Palestínu, nauðsyn á greiningardeild Björns Bjarnasonar hjá lögreglunni sem á að fjalla um landráð og greina hættur sem að okkur kunna að steðja í framtíðinni. Það síðastnefnda var í framhjáhlaupi og tjáði Egill sig ekki um það efni en fróðlegt hefði verið að heyra Björn færa rök fyrir því að stóri forræðishyggjubróðir hafi puttann á púlsinum - okkur til verndar gegn öllu illu með sérstakri greiningar- og landráðadeild innan lögreglunnar. Reyndar varð Birni Bjarnasyni tíðrætt um mikilvægi þess að...

Lesa meira

ÆTLA ÍSLENDINGAR AÐ STYÐJA OFBELDIÐ GEGN PALESTÍNUMÖNNUM?

...Bandaríkin og Evrópusambandið taka þátt í nýjustu mannréttindabrotunum gegn palestínsku þjóðinni; hóprefsingu fyrir að kjósa yfir sig stjórn sem er ekki Ísrael og Bandaríkjastjórn að skapi...En...lýðræðið, á það bara við þegar niðurstaðan er stjórnendum heimsins í hag? ... Auðvitað væri þetta ekkert annað en hlægilegt ef málið væri ekki grafalvarlegt. Það er alvarlegt fyrir Íslendinga að horfa upp á fasismann og ofbeldið, sem Bandaríkin, þetta svokallaða bandalagsríki okkar, beitir alla þá sem ekki leggjast í duftið. Ekki batnar það þegar haft er í huga að ríkisstjórn Íslands lítur á stjórnina í Washington sem alveg sérstaka...

Lesa meira

ÞJÓNUSTUTILSKIPUN ESB - ÚTKOMAN ÓLJÓS


Í gær voru greidd atkvæði um þjónustutilskipun Evrópusambandsins á Evrópuþinginu. Enn á Ráðherranefnd ESB eftir að taka afstöu til tilskipunarinnar eins og þingið afgreiddi hana í gær. Athygli vekur að eini fjölmiðillinn sem fjallar að marki um þetta mál hér á landi er vefsíða BSRB, bsrb.is, en þar eru okkur færðar fréttir af viðbrögðum við atkvæðagreiðslunni í gær. Viðbrögðin eru enn sem komið er nokkuð misvísandi og ljóst að samtök og stjórnmálaflokkar  túlka útkomuna á mismunandi veg. Vandinn verður án efa sá að endanlegir úrskurðir um túlkun tilskipunarinnar koma til með að ráðast fyrir dómstólum en ljóst er að markaðssinnar hafa í seinni tíð sett traust sitt á þá. Þess vegna fallast þeir iðulega á loðið orðalag tilskipana ESB og láta síðan dómurum eftir að...

Lesa meira

GÓÐIR BANDAMENN?


... Myndirnar lýsa viðbjóðslegu atferli. Því reynir enginn að neita. Ekki einu sinni talsmaður Hvíta hússins í Washington. Hann lét þess sérstaklega getið í yfirlýsingu í dag að sérlega "óheppilegt"  væri að myndirnar birtust núna, í því andrúmslofti sem hefði skapast í samskiptum vestrænna ríkja við Arabaríkin og átti þá væntanlega við þá reiðiöldu sem risið hefur í kjölfar myndbirtinga Jyllandsposten. Já, það er nefnilega það, óheppilegur tími! Er ekki alltaf réttur tími til að upplýsa um grimmdarverk?...Í vikunni birtu fjölmiðlar víða um heim fréttir af rannsóknarskýrslu sem er í burðarliðnum um pyntingar í bandarísku herstöðinni í Guantanomó á Kúbu. Hún er unnin af fimm sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna fyrir Mannréttindanefnd SÞ. Viðbrögð í Washington hafa að sjálfsögðu verið neikvæð. Í fyrsta lagi var reynt að ...

Lesa meira

30 ÞÚSUND MÓTMÆLA Í STRASSBOURG

...Tilskipunin kom til umræðu á Evrópuþinginu í dag en atkvæðagreiðsla um hana fer fram á fimmtudag. Tekist hefur samkomulag milli hægri flokkanna og sósíaldemokratísku flokkanna á Evrópuþinginu um tilteknar breytingar á tilskipuninni. Það er hins vegar bæði svo að verkalýðshreyfingin hefur efasemdir um að samkomulagið haldi þegar til kastanna kemur í atkvæðagreiðslu og síðan er hitt að almennt þykir samkomulagið ekki ná nærri nógu langt. Aðeins íhaldssömustu öflin innan verkalýðshreyfingarinnar telja nógu langt gengið en meginþorrinn telur það fjarri lagi, einkum varðandi þá þætti sem lúta að almannaþjónustunni. Almennt er litið á þjónustutilskipun ESB sem...

Lesa meira

HRYÐJUVERKAMAÐUR EÐA FRELSISHETJA?

...Tilefni þessara skrifa minna eru Staksteinar Morgun-
blaðsins síðastliðinn sunnudag. Ekki skrifa ég upp á hvert orð pistilsins. En vitiborinn er hann að mínu mati, ber vott um víðsýni höfundar og er ég, þegar á heildina er litið, boðskapnum hjartanlega sammála. Í þeirri afstöðu sem birtist í þessum Staksteinapistli er að finna lykilinn að friðsamlegri sambúð. Með aðferðafræði suður-afríska biskupsins Desmonds Tutu í ofanálag mætti síðan komast upp úr skotgröfunum. Þjóð Tutus hins blakka biskups hafði verið kúguð, pyntuð, rænd og fangelsuð um áratugi af valdhöfum og handbendum þeirra. Þegar svo kúgararnir gáfust upp, þá setti...

Lesa meira

PYNTINGAR: ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI

...Ef ekki ætti í hlut voldugasta ríki heimsins hefði fyrir löngu komið til tals að slíta stjórnmála-
sambandi við það! Ekkert væri fjær íslensku ríkisstjórninni. Gagnvart Bandaríkjastjórn kann hún best við sig á hnjánum. Þegar ríkisstjórnin var knúin til þess að "mótmæla"  framferði Bandaríkjamanna vorið 2004 var það gert svo mildilega að ekki nokkur maður tók eftir því. Þetta hafa síðan verið kölluð mótmæli í kyrrþey. Í stað þess að afneita staðreyndum um framferði Bandaríkjamanna á ríkisstjórn Íslands nú að hafa manndóm í sér til að...

Lesa meira

ALÞJÓÐASAMTÖK LAUNAFÓLKS VILJA ALÞJÓÐAVÆÐINGU Á RÉTTLÁTUM FORSENDUM

 
Í Fréttablaðinu í gær furða menn sig á áherslum BSRB varðandi Doha-viðræðurnar svokölluðu, sem fram fara á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO...Út á hvað ganga þessar ályktanir samtaka launafólks? Tvennt er gagnrýnt. Í fyrsta lagi sú leynd sem hvílt hefur yfir samningaviðræðunum og ólýðræðsileg vinnubrögð...Í öðru lagi eru samningsforsendurnar gagnrýndar... Fréttablaðið gerir að sínum orð Ýmis Arnar Finnbogasonar, eins af pistlahöfundum deiglunnar.com, sem er vefrit frjálshyggjumanna þar sem hann beinir gagnrýni ...Ég tók reyndar þátt í mjög skemmtilegri umræðu um þetta efni með ágætum deiglupenna, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, í síðustu viku á fundi sem Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, boðaði til...  

Lesa meira

Frá lesendum

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ALVÖRULEYSI PÍRATA

Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira

Grímur skrifar: PÁSKAUPPRISA PCC

... Upprisa BakkiSilicon nú um páska er að líkum hafin yfir mannlegan, röklegan skilning. Birtist því sem undur. Rétt eins og ófarasagan frá upphafi rekstrar 2018 til stöðvunar 2020 er látin standa óútskýrð, eins og gildir um athæfi æðri máttar-valda. Fullvíst er að “Hönd Guðs” kemur að páskaupprisu BakkiSilicon sú sem líknsöm er oft þeim þurfandi ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar