Umheimur 2007

Morðið á Benazir Bhúttó í Pakistan hefur, einsog við mátti
búast, vakið heimsathygli. Hinn gamalreyndi fréttamaður og
fréttaskýrandi, Bogi Ágústsson, var mættur á skjáinn í fréttatíma
RÚV í kvöld með umfjöllun um atburðinn og líklegar afleiðingar.
Prýðilegt. En það á eftir að botna fréttina. Slíkt verður aðeins
gert í fréttaskýringaþætti. Hvers vegna eru engir erlendir
fréttaskýringaþættir í RÚV ohf? Sú var tíðin að slíkir þættir voru
vikulega. Bogi Ágústsson var einn þeirra sem stýrðu slíkum þáttum.
Hvers vegna í ósköpunum er honum ekki fengið slíkt verkefni nú? Er
metnaður RÚV ohf minni en var hjá Ríkisútvarpinu fyrir tuttugu
árum? Finnst stjórnendum RÚV ohf þeir ...
Lesa meira

...Og til Morgunblaðsins: Sú var tíðin að blaðið taldi
réttilega Kreml-verja engar málsbætur eiga sér eftir að uppljóst
varð um öll þeirra voðaverk, þar á meðal ...fangaflutninga til
Síberíu. En hvað með pyntingarflugin til Guantanamo? Ég læt liggja
á milli hluta að þessu sinni, Íraksinnrásina, Afganistan,
Palestínu, Mið-Ameríku, ofbeldið gegn fátækum þjóðum um víða
veröld. Ég staðnæmist að þessu sinni aðeins við frumstæða grimmd
sem Bandaríkjastjórn hefur sýnt gagnvart einstaklingum í Guantanamó
og Abu Graib. Myndin hér að ofan birtist á sínum tíma í breska
tímaritinu Economist og sýnir flutninga á föngum á leið í
fangabúðir Bandaríkjahers þar sem þeir voru pyntaðir...Í mínum huga
átti að segja upp öllu hernaðar- og varnarsamtarfi við
Bandaríkjastjórn um leið og vitað var um þau grófu og grimmilegu
mannréttindabrot sem skipulögð hafa verið að hennar
undirlagi...
Lesa meira
Birtist í 24 Stundum 30.11.07.
Í Noregi hefur nú hafist umræða um hvort til greina komi að beita
neitunarvaldi skv. EES-samningum. Tveir ríkisstjórnarflokkanna VS,
Vinstri-sósíalistar og Miðflokkurinn, segja þetta koma til greina.
Verkamannaflokkurinn er því hins vegar andvígur. Fyrir nokkrum
misserum lýsti Gerd Liv Valla, þáverandi forseti norska
Alþýðusambandsins, því yfir að sér þætti beiting neitunarvalds vel
koma til álita. Núverandi forysta sambandsins hefur hins vegar ekki
tekið afstöðu. Það hefur þó stærsta aðildarfélag þess gert,
Fagforbundet, sem og Flutningaverkamenn.
Félögin telja að fráleitt sé að...
Lesa meira

Og nú skal enn sorfið að Gaza. Um það er rætt að taka af rafmagn
þangað í byrjun desember. Við það munu vatnsdælurnar hætta að ganga
og skólplagnir stíflast. En láta Ísraelar og "bandalagsþjóðir"
okkar í NATÓ þetta gerast? Getur það verið? Svarið er að
þetta er ásetningur þeirra... Áframhaldandi aðför
að íbúum Gaza og og fyrirhugaðar hertar aðgerðir gegn þeim, munu
ganga eftir nema VIÐ stöðvum þær.
Mannmréttindasinnum um heim allan ber siðferðileg skylda til að
reisa baráttufána að húni og berjast af alefli gegn því
viðbjóðslega ofbeldi, sem saklaust fólk í Palestínu er beitt. Þessi
krafa var reist á fjölmennum fundi félagsins Ísland Palestína sem
haldinn var...
Lesa meira

Mánudag og þriðjudag hef ég setið stjórnarfund EPSU, Samtaka
launafólks innan almannaþjónustunnar á hinu Evrópska efnahagssvæði.
Fundurinn var mjög fróðlegur. Sérstaklega athyglisverð var umræða
um síðasta útspil Stjórnarnefndar Evrópusambandsins til að
markaðsvæða velferðarþjónustuna...Slagurinn stóð framan af um
tillögur sem gengu út á að leggja allt það sem kalla má
þjónustu inn á markaðstorgið og láta hana þar lúta
"samkeppnisreglum." Alræmd var svokölluð Bolkestein-nefnd,
kennd við formann sinn, en hún reyndist mjög harðdrægur málssvari
markaðssinna. Þótti mörgum samhljómur með Bolkestein og
Frankenstein, hinn fyrrnefndi hafi ógnað lífi
verlferðarkerfana...
Lesa meira

...Í fréttaskýringum erlendra fjölmiðla kemur fram að
orkugeirinn á Filippseyjum hafi hingað til verið varinn ásókn
erlendra fjármálabraskara vegna óstöðugleika í landinu en nú væri
svo komið að olíuverð væri orðið svo hátt að fjölþjóða orku- og
fjármálasamsteypur væru viljugri að taka meiri áhættu en áður við
fjárfestingu í orkugeiranum. Einnig kemur fram að fjárhagsvandi
ríkissjóðs á Filippseyjum valdi því að stjórnvöld sjái sig knúin
til að selja "mjólkurkúna" eða "ættarsilfrið"
eins og vísað er til þessarar sölu í þjóðmálaumræðunni á
Filippseyjum. Erlendu fjárfestarnir láta sér fátt um finnast
tilfinningaþrungna andstöðu almennings...
Lesa meira
Auðvitað eiga Íslendingar að taka þátt í uppbyggingarstarfi víðs
vegar um heim og þá ekki síst í verkefnum sem við erum sérfróð
um, svo sem á sviði jarðvarmavirkjana. Slíkt gagnast þurfandi
samfélögum og Íslendingar hagnast því vísindamenn okkar fá
verkefni, hvatningu og fjármagn og orkuveitur okkar styrkjast
að sama skapi. Við yrkjum þannig akurinn á þann hátt að allir
uppskera. Á uppskeruakri heimsins eigum við að vera hin hjálpandi
hönd en ekki vágesturinn sem fer ránshendi um allt, engisprettan
sem Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skírskotaði til í frábærum
Morgunblaðspistli sínum um helgina...
Lesa meira

...Hernámsþjóðirnar í Írak, Bandaríkjamenn og Bretar ásamt
bandalagsþjóðum sínum, innan sem utan NATÓ, klifa á því sýknt og
heilagt að unnið sé mikið hjálpar- og uppbyggingarstarf í Írak á
þeirra vegum. Þetta kom upp í hugann við að fylgjast með fréttum í
Bandaríkjunum (þar sem ég er nú staddur í nokkra daga) um
vandræðagang í sambandi við vopnasölu til Íraka. Þannig er að fyrir
ári borguðu Írakar tvo milljarða Bandaríkjadala fyrir vopn sem ekki
hafa enn...
Lesa meira
...Fyrir okkur Íslendinga er það umhugsunarefni að íslensk
stjórnvöld fylgdu Bandaríkjastjórn að máli - án gagnrýni og í
blindri hlýðni - eins örugglega og rófa fylgir hundi. Ekki nóg með
það. Allan tímann lágu íslensk stjórnvöld á hnjánum og báðu sömu
stjórnvöld og stýrðu Helförinni á hendur írösku þjóðinni að verja
sig gegn öllu illu! Fréttir frá pyntingum í Guantanamó eða Abu
Graib breytti engu! Það verður að segjast eins og er að það er
dapurlegt að horfa upp á nýja ríkisstjórn
Sjálfstæðis/Samfylkingarflokksins horfa jafn gagnrýnislaust á
alþjóðamálin og forveri hennar í Stjórnarráðinu gerði. Hér er mynd
Pilgers...
Lesa meira

Í dag hófst í Vínarborg 28. þing Alþjóðasamtaka starfsmanna í
almannaþjónustu, Public Services International, sem um þessar
mundir fagna 100 ára afmæli sínu. Þingið mun standa til 28.
september nk. Þar eru komnir saman 1500 fulltrúar frá öllum
heimshornum; þar á meðal eru fulltrúar BSRB. Undanfarna daga
hefur verið lögð lokahönd á mikla undirbúningsvinnu fyrir
þingið. Ánægjulegt hefur verið að taka þátt í því starfi og verða
vitni að þeim krafti og samheldni sem ríkir á meðal þess fólks sem
þarna er mætt fyrir hönd 650 samtaka er hafa á að skipa 20
milljónum félagsmanna í um 150 löndum. Enn og aftur erum við minnt
á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs og samstöðu sem
verkalýðshreyfingin á heimsvísu hefur löngum sótt kraft og
næringu til...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum