Umheimur Mars 2007

LÝSUM YFIR STUÐNINGI VIÐ ÞJÓÐSTJÓRNINA Í PALESTÍNU


Íslensk stjórnvöld ættu að sýna þann manndóm að lýsa þegar í stað yfir eindregnum stuðningi við þjóðstjórnina í Palestínu og fylgja þar með góðu fordæmi frænda vorra Norðmanna. Á aðalfundi Félagsins Ísland Palestína var samþykkt ályktun þar sem segir m.a.: "Það er smánarblettur á Vesturlöndum að hafa fylgt Ísraelsstjórn í því að refsa Palestínumönnum fyrir að hafa kosið öðru vísi en þessum stjórnvöldum líkar". ... Stjórn Félagsins Ísland Palestína hefur óskað eftir fundi með Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra um málið. Með þeim fundi verður fylgst ...

Lesa meira

STAÐFASTIR STRÍÐSANDSTÆÐINGAR Í AUSTURBÆ


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Helgi Hjörvar verða ræðumenn á fundi Staðfastra stríðsandstæðinga á fundi í Austurbæ í kvöld – mánudaginn 19. september klukkan 20.
Nú eru liðin rétt fjögur ár frá innrásinni í Írak. Innrásin var gerð eftir áralangar þrengingar írösku þjóðarinnar vegna viðskiptabanns á hendur Írak. Bæði viðskiptabannið og innrásin voru réttlætt með upplognum sökum og til þess eins að þjóna viðskiptalegum og hernaðarlegum hagsmunum fjármagnsafla heimsins, einkum hinna bandarísku.
Sem kunnugt er létu þeir Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra setja Ísland á lista hinna staðföstu fylgismanna stríðsins gegn Írökum og verður sá... Lesa meira

ÍRAKSSTRÍÐIÐ OG FRAMSÓKNARFLOKKURINN

Birtist í Blaðinu 10.03.07.
...Þetta stenst að sjálfsögðu engan veginn enda var því aldrei mótmælt af hálfu íslenskra stjórnvalda þegar Bush veifaði listanum hróðugur hvar sem hann fór. Framsóknarforsystan þarf þá líka að svara því hvers vegna þáverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, hafi ekki mótmælt margítrekuðum yfirlýsingum Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, um að Ísland hefði beinlínis verið sett á listann að beiðni bandarískra stjórnvalda og að það hefðu íslensk stjórnvöld gert með ánægju.
Í DV 21. mars 2003, segir... Lesa meira

Frá lesendum

AFVEGALEIDD UMRÆÐA

Hvað er varaflugvöllur?  Flugvélar á leið til Íslands, Keflavíkur eða Reykjavíkur, þurfa að hafa varaflugvöll ef veður breytist á leiðinni og ekki hægt að lenda við komu til landsins. Sá varaflugvöllur þarf eðli málsins samkvæmt að vera á öðru veðursvæoi svo tryggt sé. Varaflugvellir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla eru og hafa verið um áratugi, Akureyri, Egilsstaðir og Glasgow. Umræða um ...
Grétar H. Óskarsson,
flugvélaverkfræðingur

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar: VIÐSNÚNINGUR ÍSLANDS GAGNVART PALESTÍNU?

Allt frá 18. maí 1989 er Alþingi mótaði samhljóða stefnu í Palestínumálinu hefur Ísland tekið afstöðu með mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar. Sú afstaða var staðfest samhljóða af Alþingi hinn 29. nóvember 2011 þegar samþykkt var mótatkvæðalaust að viðurkenna Palestínu sem fullvalda sjálfstætt ríki. Þessi grundvallarafstaða hefur meðal annars birst í afstöðu í atkvæðagreiðslum innan Sameinuðu þjóðanna.
Nýverið varð viðsnúningur ...

Lesa meira

Kári skrifar: DÓPNEYSLA Á EKKI ERINDI HJÁ ÞEIM SEM HAFNA DÓPINU

Illa áttað fólk á Alþingi og utan þess sér lausn í því að afglæpavæða eiturlyf og vill jafnvel gera þau lögleg. Þar eru menn augljóslega á rangri braut. Það er merkilegt að á sama tíma og tóbaki er víða úthýst[i], m.a. vegna áherslna innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, virðast sumir telja að eitthvað allt annað eigi að gilda um eiturlyf. Þar vilja sumir ganga í þveröfuga átt ...

Lesa meira

Kári skrifar: ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [lex applicabilis]. Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni.
Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

Lesa meira

Kári skrifar: Lækkar samkeppni á raforkumarkaði verð til notenda?

...  Enn fremur þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það [þar sem þingið skuldbindur sig til að hlíta niðurstöðunni] hvort þjóðin er samþykk því að reistir verið vindorkugarðar á Íslandi og þá hvar. Það gengur ekki að stjórnmálamenn, braskarar og fjárglæframenn, vaði yfir lönd og jarðir, á „skítugum skónum“, og spyrji þjóðina ekki álits. Það er algerlega ótækt ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FASISMINN 100 ÁRA - HAR ER HANN NÚ?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd Bennio Rosso „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á hólm. Víðtæk ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar