STAÐFASTIR STRÍÐSANDSTÆÐINGAR Í AUSTURBÆ


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Helgi Hjörvar verða ræðumenn á fundi Staðfastra stríðsandstæðinga á fundi í Austurbæ í kvöld – mánudaginn 19. september klukkan 20.
Nú eru liðin rétt fjögur ár frá innrásinni í Írak. Innrásin var gerð eftir áralangar þrengingar írösku þjóðarinnar vegna viðskiptabanns á hendur Írak. Bæði viðskiptabannið og innrásin voru réttlætt með upplognum sökum og til þess eins að þjóna viðskiptalegum og hernaðarlegum hagsmunum fjármagnsafla heimsins, einkum hinna bandarísku.
Sem kunnugt er létu þeir Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra setja Ísland á lista hinna staðföstu fylgismanna stríðsins gegn Írökum og verður sá...

Fréttabréf