Umheimur Júlí 2007

RÉTT HJÁ MOGGA – RANGT HJÁ ÖSSURI


...Þótt þessir tónar séu góðir er ég ósammála heildarboðskapnum sem ég hef grun um að sé settur fram til að sýna utanríkisráðherra Samfylkingarinnar samstöðu, en sem kunnugt er hafnaði Ingibjörg Sólrún því alfarið að eiga nokkur samskipti við Hamas, sigurvegara síðustu þingkosninga í Palestínu. Um þetta segir ÖS ... Ég hef í nokkrum greinum og pistlum gert grein fyrir því hvers vegna ég tel fráleitt að sniðganga Hamas. Morgunblaðið sá framvinduna fyrir, að Ísraelar og bakhjarlar þeirra myndu reyna að hrekja lýðræðislega stjórn Palestínumanna frá völdum og að slíkt gengi ekki...

Lesa meira

UM ÖFGAR OG ÖFGALEYSI

Birtist í Fréttablaðinu 29.07.07.
Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki „hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök“. Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið „til vinsælda.“ Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu... Lesa meira

"VARNARSTEFNA" RÍKISSTJÓRNARINNAR OG SPURNINGAR ÞORSTEINS PÁLSSONAR

...þær upphæðir sem hér er um að tefla eru gríðarháar eða á annan milljarð króna, talsvert meira en allur rekstrarkostanður menntastofnunar á borð Háskólann á Akureyri!  Haft er eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, að kostnaður við þessa áætlun hafi ekki verið tekinn saman en hann sé lægri en hann hefði getað orðið! ...Augljóst er að þegar Alþingi kemur saman í haust mun fara fram rækileg umræða um varnir og öryggi Íslands, skuldbindingar okkar og markalínur á milli borgaralegra og hernaðarlegra þátta. Ekki verður betur séð en að með samningum sínum við NATÓ, skilgreiningu á hernaðarsvæði á Keflavíkurflugvelli og fjármögnun okkar á komu orustuflugvéla NATÓ sé verið að fella þá múra sem hafa verið á milli borgaralegrar starfsemi annars vegar og henraðarlegrar hins vegar, án þess að .... Lesa meira

FLÓTTAMENN Í LÍBANON OG ROTNANDI ÁVEXTIR Í GAZA


...Einn aðalframleiðenda myndarinnar var Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Hún og félagar eiga þakkir skyldar. Það á Sjónvarpið líka fyrir að sýna myndina. En hvers vegna var hún sýnd klukkan hálf ellefu að kvöldi – á eftir öllum sápuruglþáttunum? Ég minntist á það um daginn hve lélegt það var að sýna Barenboim-þáttinn undir miðnættið. Ætlar Sjónvarpið aldrei að læra – aldrei að kunna að meta að verðleikum gott sjónvarpsefni og vera stolt af okkar fólki sem er að gera góða hluti? Þakka þér Hrafnhildur fyrir stórkostlegan þátt! Mig langar líka til að þakka Maríu Kristjánsdóttur,  fyrir hughreystandi ummæli í minn garð á heimasíðu sinni, http://www.mariakr.blog.is/blog/mariakr/entry/269379/   þar sem hún líka bendir á áhugaverða umfjöllun um Palestínu. Hún fer fallegum orðum um ... Lesa meira

ÓRAUNSÆI UTANRÍKISRÁÐHERRA

Birtist í Morgunblaðinu 23.07.07.
...Einu sinni mátti ekki ræða við fulltrúa Fatah, ekki mátti ræða við Arafat og nú er það Hamas sem ísraelska hernámsliðið með fulltingi Bandaríkjastjórnar bannar að sé rætt við. Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta snýst ekki um samtök og persónur heldur um lýðræði. Og þetta snýst líka um raunsæi. Ef einhver von á að vera til þess að ná árangri þarf auðvitað að ræða við alla hlutaðeigandi, hvort sem það er Fatah, Hamas eða Ísraelsstjórn, alla þá sem hafa lýðræðislegan hljómgrunn hjá fólkinu. Það er nauðsynlegt að ræða við þessa aðila af virðingu fyrir lýðræðinu og vegna þess að annað skilar ekki árangri...

Lesa meira

HVERJU ER INGIBJÖRG SÓLRÚN AÐ LOFA FYRIR OKKAR HÖND?

Birtist í Fréttablaðinu 22.07.07.
...Nú hefur komið fram að ísraelsk stjórnvöld hafa verið afar ánægð með málflutning og afstöðu Ingibjargar Sólrúnar í nýafstaðinni heimsókn, jafnvel viljað fá hana sem málamiðlara í "deilunni" við Palestínumenn, að hennar sögn. Í framhaldinu hljóta fjölmiðlar að ganga eftir því við utanríkisráðherrann hverju hún sé að lofa fyrir hönd þjóðarinnar í viðræðum af þessu tagi. Hvers vegna eru Ísraelar svona himinlifandi? Og hvað veldur því að fulltrúi Bush stjórnarinnar bandarísku kemur skælbrosandi af fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Reykjavík nýlega og segist ...

Lesa meira

ÞANKAR FRÁ SÉRA GUNNÞÓRI, ROWAN WILLIAMS OG URI AVNERY


Í predikun sem séra Gunnþór Ingason, prestur í Hafnarfirði flutti í gær minnti hann á þá breytingu sem orðið hefði á utanríkisstefnu Íslands í seinni tíð með stuðningi íslenskra stjórnavalda við árásarstríð gegn öðrum þjóðum. Þar vísar hann til innrásarinnar í Írak ...svo og ummæli Rowan Williams, erkibiskupsins af Kantaraborg...Dapurlegt er að horfa upp á utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, skrifa upp þá afskræmingu á veruleikanum sem við verðum nú vitni að eftir að Ísraelum, með stuðningi Bandaríkjastjórnar, tókst að hrekja lýðræðislega stjórn frá völdum í Palestínu ...Eftir að sú stjórn tók við, talar ISG um að glufa kunni að vera að opnast á friðarferlinu! Uri Avnery, friðarsinninn ísraelski, fyrrum þingmaður og rithöfundur með meiru, hefur skrifað mjög magnaðar greinar um þá stöðu sem nú er komin upp. Í nýrri grein sem finna má á ensku hér að neðan gerir hann að umræðuefni sýn Georgs Bush... Lesa meira

SAID OG BARENBOIM Í RÚV: KENNSLUSTUND Í SIÐFERÐI OG HUGREKKI


Í gær var sýndur afbragðsgóður þáttur í Sjónvarpinu um friðarframtak þeirra félaga, snillinganna Edwards heitins Saids og Daniels Barenboims. Sá fyrrnefndi Palestínumaður, hinn gyðingur, sem að hluta til óx úr grasi í Ísrael. Á sama tíma og hernámsþjóðin ísraelska hefur reist múr sem umlykur fórnarlömb hennar í Palestínu hafa þessir menn leitast við að brjóta niður múra - einkum hina huglægu.
Sjónvarpsþátturinn í gær fjallaði um það framtak þessara manna að mynda fjölþjóðlega hljómsveit ungs fólks, þar á meðal með hljóðfæraleikurum frá Ísrael og Palestínu, með það fyrir augum að færa nær hvert öðru fólk sem býr sitt hvoru megin óvildarmúra. Hápunktur þessa framtaks voru hljómleikar í Ramallah á Vesturbakkanum. Þeir voru áhrifaríkir og þá ekki síður hitt að fylgjast með Barenboim...

Lesa meira

PÓLITÍSKT MAT Á MANNSLÍFUM


... Ekki veit ég hve oft brugðið hefur verið á skjáinn myndum af logandi jeppabifreið við flugstöðvarbygginguna í Glasgow í Skotlandi. Breska lögreglan telur að þar hafi hryðjuverkamenn komið að verki. Engan sakaði. Mikil leit fer nú fram á hugsanlegum vitorðsmönnum. Sama dag og þetta gerðist féllu 60 Afganar fyrir hendi NATÓ hersins í Afganistan, þar á meðal fjöldi barna. Frétt um þetta efni  birtist í flestum meiriháttar fjölmiðlum. Síðan gufaði fréttin upp. Engar spurnir hafa borist af því að...

Lesa meira

Frá lesendum

SAMHENT Á NÝJU ÁRI

Já nú byrjar allt ballið víst
hjá Bjarna, Sigga og Kötu
Um samruna ég heyrði tíst
enda samhent á ríkis jötu.

Æ ráðherra ansi illa fór
undir mikilli pressu
þegar flónið Willum Þór
féll á Þorláksmessu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ÁRIÐ ER LIÐIÐ

Tvö þúsund tuttugu og eitt
tók hræðilegan enda
Því hér var helst engu breytt
á hægristjórn vil benda

Um áramót er aukin spenna
öll verðum hennar vör
Hverjir vilja og hverjir nenna
að verða lady eða sör.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍ ER ÞAGAÐ UM WIKILEAKS Á ALÞINGI?

Kann einhver skýringu á því að alþingismenn skuli þegja þunnu hljóði um fangelsun stofnanda Wikileaks og ofbeldið í hans garð? Allt á þetta svo að heita að tekist sé á um málið fyrir dómstólum þótt staðreyndin sé augljóslega sú að þetta snýst bara um pólitík og ofbeldi eins og þú bendir réttilega  á í bréfi þínu til breska sendiherrans Ögmundur. Eistaklingur er ofsáttur fyrir að upplýsa um stríðsglæpi og stjórnvöldin í heiminum láta gott heita. Þar á meðal ríkisstjórn Íslands og svo Alþingi eins og það leggur sig.
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

ERUÐ ÞIÐ Á LYFJUM?

Sæll, það er sorglegt að sjá að þú og aðrir haldið að það leysi vandann að banna spilakassana, fólkið sem notar þá mun þá bara færa sína fíkn inn á netið og peningarnir renna bara úr landinu. Nær væri að skylda þá sem reka þá til að láta 75% af hagnaði renna í forvarna og meðferðarstarf. En nei eins og þið núverandi og fyrrverandi þingmenn virðist sjá einhverja töfralausn í banni þó að raunveruleikinn sýni allt annað, eru einhver spes vímuefni sem þið fáið ...
Einar

Lesa meira

EIGNATILFÆRSLUSTJÓRNIN

Þetta gengur allt út á "eignatilfærslur", að ræna þjóðina (þjóðirnar) auðlindum og eigum. Alvöru kapitalisti er sá sem byggir upp sjálfur, helst frá rótum, en rænir ekki eigum almennings til þess að auðgast sjálfur. Á því tvennu er  grundvallarmunur.

Bankana færum við Björgólfum sterkum,
blásum að rótum glóðar.
Stefnum að miklum og stórum verkum,
stelumst í eigur þjóðar.

Kári

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: HVAÐ RÆÐUR MESTU UM HEGÐUN NOTENDA Á RAFORKUMARKAÐI?

Ef reynt er að lesa í vilja íslenskra kjósenda að loknum kosningum til Alþingis virðist sem talsverður hluti þeirra sé ekki mjög óánægður með yfirstandandi braskvæðingu raforkumálanna. Líklegt er að sú afstaða haldist óbreytt þangað til notendur sjá áhrifin með vaxandi þunga á rafmagnsreikningum sínum. Þegar breytingarnar skila sér í buddu notenda, með gríðarlegum hækkunum, kann að verða breyting á. En það gildir hér, eins og víða annars staðar, að best er að bregðast við í tíma, ekki bíða þar til allt er komið í óefni. Það stefnir nefnilega í ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: STÖNDUM MEÐ ASSANGE

... Ef við missum allar raunverulegar gagnrýnisraddir í þetta hyldýpi óttans er samfélagið komið langt frá þeim gildum sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og við eigum á hættu að missa það frelsi og þau réttindi sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut. ... Fylgjum nú öll fordæmi Ögmundar Jónassonar. Mótmælum fangelsun og framsali Julians Assange, og krefjumst þess um leið að Julian Assange fái frelsi og pólitískt hæli á Íslandi. Mætum við breska seniráðið við Laufásveg á morgun, miðvikudaginn 22. desember 2021 ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BÓLUSETNINGARSKYLDA OG LÖGREGLURÍKI

Um allan heim eru átök og spenna sem virðast vaxa með hverjum deginum. Opinbert tilefni átakanna nú er deilan um mismunun óbólusettra með lögum, lögum sem innleidd hafa verið í ýmsum löndum, og skref verið tekin í þá átt í næstu nágrannalöndum okkar (Noregi, Svíþjóð). Þar er um að ræða  innanríkisvegabréf, víða nefnt «grænn passi» eða „kórónupassi“, bólusetningarskilríki sem sett eru sem skilyrði fyrir borgaralegum réttindum. Við nánari athugun sést að deilan snýst um nokkrar meginreglur réttarríkis, og um lýðræðið. Á Íslandi hefur sóttvarnarlæknir fengið að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ Í EFLINGU

Það kom flatt upp á almenning þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði upp starfi sínu og formennsku í Eflingu. Og starfsbróðir hennar Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri einnig. Það kom jafnvel enn flatar upp á fólk að ástæðan skyldi vera «vantraust» frá starfsfólki Eflingar. 
Tilefni afsagnarinnar var í fyrsta lagi ályktun tveggja trúnaðarmanna starfsfólksins á skrifstofu Eflingar í júní sl. sumar. Í ályktuninni voru borin upp á stjórn Eflingar samningsbrot, tilefnislausar uppsagnir og «aftökulistar» starfsfólks. Í öðru lagi var tilefnið dramatískur fundur með umræddu starfsfólki föstudaginn 29. október. Á þeim fundi gaf Sólveig Anna hópnum ... 

Lesa meira

Kári skrifar: INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS - FRAMLEIÐSLA OG DREFING Á JARÐGASI

Það er lesendum kunnugt að innri orkumarkaður Evrópusambandsins nær til framleiðslu, dreifingar og sölu á rafmagni og gasi (jarðgasi). Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn virðast trúa því að jafnaðarmerki sé á milli annars vegar aðgerða í loftslagsmálum og þess að Ísland verði fullgildur aðili að innri orkumarkaði Evrópusambandsins. Með öðrum orðum, menn tengja saman mögulegan árangur í loftslagsmálum við aðild að innri orkumarkaði Evrópu. Samkvæmt þessu getur ekkert ríki í heiminum náð árangri í loftslagsmálum nema ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÓPERASJÓN BARBAROSSA – ENN OG AFTUR

Áttatíu ár eru í dag liðin frá innrás Þýskalands í Sovétríkin, Óperasjón Barbarossa, mannskæðasta glæp veraldarsögunnar. Haldið er upp á afmælið með mikilli samræmdri heræfingu í Austur-Evrópu undir bandarískri stjórn, gegn Rússlandi. Æfingin sem nefnist  DefenderEurope 2021 stendur nú yfir en er dreift á nokkrar vikur í 12 Austur-Evrópulöndum, á landi og sjó. Þátt taka 37 þúsund hermenn frá 27 löndum, þar á meðal frá hinum 14 nýju aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu. Öll fer æfingin fram í Austur-Evrópu, frá Eystrasalti til Svartahafs og Balkanskaga ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar