Umheimur Júlí 2007

RÉTT HJÁ MOGGA – RANGT HJÁ ÖSSURI


...Þótt þessir tónar séu góðir er ég ósammála heildarboðskapnum sem ég hef grun um að sé settur fram til að sýna utanríkisráðherra Samfylkingarinnar samstöðu, en sem kunnugt er hafnaði Ingibjörg Sólrún því alfarið að eiga nokkur samskipti við Hamas, sigurvegara síðustu þingkosninga í Palestínu. Um þetta segir ÖS ... Ég hef í nokkrum greinum og pistlum gert grein fyrir því hvers vegna ég tel fráleitt að sniðganga Hamas. Morgunblaðið sá framvinduna fyrir, að Ísraelar og bakhjarlar þeirra myndu reyna að hrekja lýðræðislega stjórn Palestínumanna frá völdum og að slíkt gengi ekki...

Lesa meira

UM ÖFGAR OG ÖFGALEYSI

Birtist í Fréttablaðinu 29.07.07.
Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki „hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök“. Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið „til vinsælda.“ Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu... Lesa meira

"VARNARSTEFNA" RÍKISSTJÓRNARINNAR OG SPURNINGAR ÞORSTEINS PÁLSSONAR

...þær upphæðir sem hér er um að tefla eru gríðarháar eða á annan milljarð króna, talsvert meira en allur rekstrarkostanður menntastofnunar á borð Háskólann á Akureyri!  Haft er eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, að kostnaður við þessa áætlun hafi ekki verið tekinn saman en hann sé lægri en hann hefði getað orðið! ...Augljóst er að þegar Alþingi kemur saman í haust mun fara fram rækileg umræða um varnir og öryggi Íslands, skuldbindingar okkar og markalínur á milli borgaralegra og hernaðarlegra þátta. Ekki verður betur séð en að með samningum sínum við NATÓ, skilgreiningu á hernaðarsvæði á Keflavíkurflugvelli og fjármögnun okkar á komu orustuflugvéla NATÓ sé verið að fella þá múra sem hafa verið á milli borgaralegrar starfsemi annars vegar og henraðarlegrar hins vegar, án þess að .... Lesa meira

FLÓTTAMENN Í LÍBANON OG ROTNANDI ÁVEXTIR Í GAZA


...Einn aðalframleiðenda myndarinnar var Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Hún og félagar eiga þakkir skyldar. Það á Sjónvarpið líka fyrir að sýna myndina. En hvers vegna var hún sýnd klukkan hálf ellefu að kvöldi – á eftir öllum sápuruglþáttunum? Ég minntist á það um daginn hve lélegt það var að sýna Barenboim-þáttinn undir miðnættið. Ætlar Sjónvarpið aldrei að læra – aldrei að kunna að meta að verðleikum gott sjónvarpsefni og vera stolt af okkar fólki sem er að gera góða hluti? Þakka þér Hrafnhildur fyrir stórkostlegan þátt! Mig langar líka til að þakka Maríu Kristjánsdóttur,  fyrir hughreystandi ummæli í minn garð á heimasíðu sinni, http://www.mariakr.blog.is/blog/mariakr/entry/269379/   þar sem hún líka bendir á áhugaverða umfjöllun um Palestínu. Hún fer fallegum orðum um ... Lesa meira

ÓRAUNSÆI UTANRÍKISRÁÐHERRA

Birtist í Morgunblaðinu 23.07.07.
...Einu sinni mátti ekki ræða við fulltrúa Fatah, ekki mátti ræða við Arafat og nú er það Hamas sem ísraelska hernámsliðið með fulltingi Bandaríkjastjórnar bannar að sé rætt við. Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta snýst ekki um samtök og persónur heldur um lýðræði. Og þetta snýst líka um raunsæi. Ef einhver von á að vera til þess að ná árangri þarf auðvitað að ræða við alla hlutaðeigandi, hvort sem það er Fatah, Hamas eða Ísraelsstjórn, alla þá sem hafa lýðræðislegan hljómgrunn hjá fólkinu. Það er nauðsynlegt að ræða við þessa aðila af virðingu fyrir lýðræðinu og vegna þess að annað skilar ekki árangri...

Lesa meira

HVERJU ER INGIBJÖRG SÓLRÚN AÐ LOFA FYRIR OKKAR HÖND?

Birtist í Fréttablaðinu 22.07.07.
...Nú hefur komið fram að ísraelsk stjórnvöld hafa verið afar ánægð með málflutning og afstöðu Ingibjargar Sólrúnar í nýafstaðinni heimsókn, jafnvel viljað fá hana sem málamiðlara í "deilunni" við Palestínumenn, að hennar sögn. Í framhaldinu hljóta fjölmiðlar að ganga eftir því við utanríkisráðherrann hverju hún sé að lofa fyrir hönd þjóðarinnar í viðræðum af þessu tagi. Hvers vegna eru Ísraelar svona himinlifandi? Og hvað veldur því að fulltrúi Bush stjórnarinnar bandarísku kemur skælbrosandi af fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Reykjavík nýlega og segist ...

Lesa meira

ÞANKAR FRÁ SÉRA GUNNÞÓRI, ROWAN WILLIAMS OG URI AVNERY


Í predikun sem séra Gunnþór Ingason, prestur í Hafnarfirði flutti í gær minnti hann á þá breytingu sem orðið hefði á utanríkisstefnu Íslands í seinni tíð með stuðningi íslenskra stjórnavalda við árásarstríð gegn öðrum þjóðum. Þar vísar hann til innrásarinnar í Írak ...svo og ummæli Rowan Williams, erkibiskupsins af Kantaraborg...Dapurlegt er að horfa upp á utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, skrifa upp þá afskræmingu á veruleikanum sem við verðum nú vitni að eftir að Ísraelum, með stuðningi Bandaríkjastjórnar, tókst að hrekja lýðræðislega stjórn frá völdum í Palestínu ...Eftir að sú stjórn tók við, talar ISG um að glufa kunni að vera að opnast á friðarferlinu! Uri Avnery, friðarsinninn ísraelski, fyrrum þingmaður og rithöfundur með meiru, hefur skrifað mjög magnaðar greinar um þá stöðu sem nú er komin upp. Í nýrri grein sem finna má á ensku hér að neðan gerir hann að umræðuefni sýn Georgs Bush... Lesa meira

SAID OG BARENBOIM Í RÚV: KENNSLUSTUND Í SIÐFERÐI OG HUGREKKI


Í gær var sýndur afbragðsgóður þáttur í Sjónvarpinu um friðarframtak þeirra félaga, snillinganna Edwards heitins Saids og Daniels Barenboims. Sá fyrrnefndi Palestínumaður, hinn gyðingur, sem að hluta til óx úr grasi í Ísrael. Á sama tíma og hernámsþjóðin ísraelska hefur reist múr sem umlykur fórnarlömb hennar í Palestínu hafa þessir menn leitast við að brjóta niður múra - einkum hina huglægu.
Sjónvarpsþátturinn í gær fjallaði um það framtak þessara manna að mynda fjölþjóðlega hljómsveit ungs fólks, þar á meðal með hljóðfæraleikurum frá Ísrael og Palestínu, með það fyrir augum að færa nær hvert öðru fólk sem býr sitt hvoru megin óvildarmúra. Hápunktur þessa framtaks voru hljómleikar í Ramallah á Vesturbakkanum. Þeir voru áhrifaríkir og þá ekki síður hitt að fylgjast með Barenboim...

Lesa meira

PÓLITÍSKT MAT Á MANNSLÍFUM


... Ekki veit ég hve oft brugðið hefur verið á skjáinn myndum af logandi jeppabifreið við flugstöðvarbygginguna í Glasgow í Skotlandi. Breska lögreglan telur að þar hafi hryðjuverkamenn komið að verki. Engan sakaði. Mikil leit fer nú fram á hugsanlegum vitorðsmönnum. Sama dag og þetta gerðist féllu 60 Afganar fyrir hendi NATÓ hersins í Afganistan, þar á meðal fjöldi barna. Frétt um þetta efni  birtist í flestum meiriháttar fjölmiðlum. Síðan gufaði fréttin upp. Engar spurnir hafa borist af því að...

Lesa meira

Frá lesendum

AFVEGALEIDD UMRÆÐA

Hvað er varaflugvöllur?  Flugvélar á leið til Íslands, Keflavíkur eða Reykjavíkur, þurfa að hafa varaflugvöll ef veður breytist á leiðinni og ekki hægt að lenda við komu til landsins. Sá varaflugvöllur þarf eðli málsins samkvæmt að vera á öðru veðursvæoi svo tryggt sé. Varaflugvellir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla eru og hafa verið um áratugi, Akureyri, Egilsstaðir og Glasgow. Umræða um ...
Grétar H. Óskarsson,
flugvélaverkfræðingur

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar: VIÐSNÚNINGUR ÍSLANDS GAGNVART PALESTÍNU?

Allt frá 18. maí 1989 er Alþingi mótaði samhljóða stefnu í Palestínumálinu hefur Ísland tekið afstöðu með mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar. Sú afstaða var staðfest samhljóða af Alþingi hinn 29. nóvember 2011 þegar samþykkt var mótatkvæðalaust að viðurkenna Palestínu sem fullvalda sjálfstætt ríki. Þessi grundvallarafstaða hefur meðal annars birst í afstöðu í atkvæðagreiðslum innan Sameinuðu þjóðanna.
Nýverið varð viðsnúningur ...

Lesa meira

Kári skrifar: DÓPNEYSLA Á EKKI ERINDI HJÁ ÞEIM SEM HAFNA DÓPINU

Illa áttað fólk á Alþingi og utan þess sér lausn í því að afglæpavæða eiturlyf og vill jafnvel gera þau lögleg. Þar eru menn augljóslega á rangri braut. Það er merkilegt að á sama tíma og tóbaki er víða úthýst[i], m.a. vegna áherslna innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, virðast sumir telja að eitthvað allt annað eigi að gilda um eiturlyf. Þar vilja sumir ganga í þveröfuga átt ...

Lesa meira

Kári skrifar: ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [lex applicabilis]. Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni.
Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

Lesa meira

Kári skrifar: Lækkar samkeppni á raforkumarkaði verð til notenda?

...  Enn fremur þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það [þar sem þingið skuldbindur sig til að hlíta niðurstöðunni] hvort þjóðin er samþykk því að reistir verið vindorkugarðar á Íslandi og þá hvar. Það gengur ekki að stjórnmálamenn, braskarar og fjárglæframenn, vaði yfir lönd og jarðir, á „skítugum skónum“, og spyrji þjóðina ekki álits. Það er algerlega ótækt ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FASISMINN 100 ÁRA - HAR ER HANN NÚ?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd Bennio Rosso „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á hólm. Víðtæk ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar