Umheimur Ágúst 2007

"ÞEGAR BYSSURNAR ERU ÞAGNAÐAR"


...Hið sama gildir um allt tal um hina lýðræðislegu umræðu sem fram þurfi að fara. Hvers vegna fer hún ekki fram áður en ákvarðanir eru teknar? Er það þetta sem menn kalla umræðustjórnmál, að segja eitt en gera annað?
Formaður Samfylkingarinnar segir að við þurfum "að hafa metnað og þor til þess að láta rödd okkar heyrast. Sammála, en hvar? Eigum við ekki að hafa metnað og þor til að standa utan hernaðarbandalags ríkustu hernaðarvelda heimsins og eigum við ekki að hafa metnað og þor til að tala máli hins undirokaða og kúgaða, tala máli réttlætis og frelsis? Eða finnst Ingibjörgu Sólrúnu og samherjum hennar í Samfylkingunni ef til vill þeir  Bush og Blair, sem stýrt hafa NATÓ undanfarin ár, hafa verið sérstakir málsvarar réttætis og frelsis? Er það kannski frelsisher sem er að verki í Írak og Afganistan? Íslendingar voru sendir til Íraks og Afganistan eftir að byssurnar voru þagnaðar svo enn sé vísað sé til orða utanríkisráðherrans. Á þetta að verða hlutskipti Íslands, að verða... Lesa meira

ÞEGAR HIN ÞÖGLA BARÁTTA FÆR ANDLIT

...Það var merkilegt að heyra Eduardo Grutzky nefna nöfn Íslendinganna í fréttatíma í útvarpi, þar á meðal nafn Önnu Atladóttur. Þetta endurtók hann á fyrirlestri sínum í Norræna húsinu. Mér fannst þar með þrotlaus barátta Önnu Atladóttur og félaga hennar í Amnesty International fá andlit, verða okkur sýnileg. Við vorum minnt á að þetta gerist ekki af sjálfu sér heldur fyrir tilstilli einstaklinga sem leggja fram krafta sína af fullkominni óeigingirni  ...  Það er alltof sjaldan að þakkað sé þögult starf baráttufólksins sem aldrei sofnar á verðinum heldur vakir yfir þeim sem eru beittir kúgun og ofbeldi. Fyrir fanga sem er einn og yfirgefinn, hrjáður eftir illa meðferð ... Lesa meira

EN HVAÐ FINNST HÖFUNDI REYKJAVÍKURBRÉFS UM ÞENNAN MANN?


Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um síðastliðna helgi er athyglisvert. Það fjallar um stjórnarhætti í Rússlandi og þá sérstaklega undir Pútín núverandi  Rússlandsforseta. Spurt er hvort í fæðingu sé fasískt ríki í Rússíá. Greining Reykjavíkurbréfs á ástandinu í Rússlandi virðist mér vera trúverðug....Listinn er óendanlegur. Spyrja má hvort Morgunblaðið hafi kynnt sér stefnuskrá American First Century, samtakanna sem allir helstu stuðningsmenn Bush forseta áttu hlut að undir síðustu aldamót. Ef þetta voru/eru ekki fasísk samtök þá veit ég ekki hvað fasismi er og þá ekki heldur neitt um sagnfræði. Þó var reynt að kenna mér hana í nokkur ár við háskólann í Edinborg á öldinni sem leið. Þar las ég m.a. um fasisma á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, aðferðafræði Hitlers og félaga. Ég þykist skilja mæta vel spurningar og vangaveltur Morgunblaðsins sem fram koma í eftirfarandi klausu...

Lesa meira

STRÍÐSLEIKUR FYRIR 45 MILLJÓNIR AF ÞÍNUM SKATTGREIÐSLUM !


Í Tíu-fréttum Sjónvarps í kvöld fengum við að heyra að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, er tilbúinn að eyða einum milljarði króna af skattfé landsmanna til að halda úti Ratsjárstofnun svo hún geti fylgst með því að flugvélar "sem ekki senda frá sér merki" og gera grein fyrir sér mælist á skermum þessarar stofnunar. "Hvaða vélar skyldu það vera?-" spurði forsætisráðherra íbygginn fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Það er nú það, eins gott að fylgjast með þeim! Ég spyr, gæti verið að þær kæmu frá Líbýu eða Kasakstan, Formósu - eða kannski Sovétríkjunum? Getur verið að ríkisstjórn Íslands hafi ekki borist fréttir af nýrri heimsmynd, að hún sé föst í viðjum liðins tíma? Er ef til vill verið að gera grín að þjóðinni? Hlýtur það ekki að vera grín þegar okkur er sagt að verið sé að æfa árás á landið þar sem Norðmenn eru árásaraðilinn ...Haldið þið að við - almennir skattgreiðendur - séum tilbúin að láta ykkur sólunda peningum okkar á þennan hátt?

Lesa meira

Frá lesendum

TILLAGA TIL LAUSNAR BRÁÐAVANDA

Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir

Lesa meira

,,BJARNA GREIÐI‘‘

Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.

Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

FELLA STJÓRN?

Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.

Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

Í AUÐMENN KOKKAÐ

Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.

Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VG KOMI HEIÐARLEGA FRAM

Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVAR ERU MÁLSVARAR SKYNSEMI?

Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A. 

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS OG SNJALLMÆLAVÆÐINGIN

... Alltof lítið hefur verið fjallað um snjallmælavæðingu í þjóðfélagsumræðunni – þar sem tekin er gagnrýnin afstaða – heldur gerist þetta á „sjálfstýringu“. Það er ævinlega versta aðferðafræði sem hugsast getur. Sú besta er að taka ákvörðun að vandlega athuguðu máli, með fullri aðkomu fjölda fólks og eftir atvikum stjórnenda fyrirtækja. Ákvörðun er þá niðurstaða af opinni og ítarlegri rannsókn máls (stundum kallað „lýðræði“). „Sjálfstýringin“ kemur ekki á óvart. Umræða um ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NORÐURLÖND SAMEINUÐ UNDIR BANDARÍSKUM HERNAÐARYFIRRÁÐUM

Leiðtogafundur NATO í Madríd skilaði einkum þrennu.  a) Fundurinn lýsti yfir: “Aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins stafar bein ógn af Rússlandi.”  b) Fundurinn samþykkti næstu útvíkkun NATO, sem sé samþykkti  hann aðildarumsóknir Finnlands og Svíþjóðar að bandalaginu.  c) Í fyrsta sinn tilgreindi NATO í pólitískum viðmiðunarreglum sínum Kína sem andstæðing ...

Lesa meira

Kári skrifar: SAMRÆMD EIGNAUPPTAKA Í EVRÓPU? - ORKUSTEFNA ESB - FRAMHALDSSAGA

... Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB. Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR

Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ... Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...

Lesa meira

Kári skrifar: FIMMTI ORKUPAKKI ESB KOMINN Á FÆRIBANDIÐ

... Með hverjum pakka herðist kverkatak ESB á einstökum aðildarríkjum á sviði orkumálanna. Kvaðirnar og skyldurnar verða sífellt meira íþyngjandi og oft í engu samræmi við tilefnið. Hvað Ísland snertir má spyrja: hvert er raunverulegt gildissvið EES-samningsins?
Þegar samningar eru gerðir (almennt talað) eru þar að jafnaði sérstök ákvæði um gildissvið, þ.e.a.s. um hvað samningurinn snýst og hversu langt hann nær. EES-samningurinn er stundum kallaður „lifandi samningur“ en í því felst að hann tekur breytingum, nýjar ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: VARNIR GEGN VÖLDU FÖRUFÓLKI

Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar