Umheimur Ágúst 2007

"ÞEGAR BYSSURNAR ERU ÞAGNAÐAR"


...Hið sama gildir um allt tal um hina lýðræðislegu umræðu sem fram þurfi að fara. Hvers vegna fer hún ekki fram áður en ákvarðanir eru teknar? Er það þetta sem menn kalla umræðustjórnmál, að segja eitt en gera annað?
Formaður Samfylkingarinnar segir að við þurfum "að hafa metnað og þor til þess að láta rödd okkar heyrast. Sammála, en hvar? Eigum við ekki að hafa metnað og þor til að standa utan hernaðarbandalags ríkustu hernaðarvelda heimsins og eigum við ekki að hafa metnað og þor til að tala máli hins undirokaða og kúgaða, tala máli réttlætis og frelsis? Eða finnst Ingibjörgu Sólrúnu og samherjum hennar í Samfylkingunni ef til vill þeir  Bush og Blair, sem stýrt hafa NATÓ undanfarin ár, hafa verið sérstakir málsvarar réttætis og frelsis? Er það kannski frelsisher sem er að verki í Írak og Afganistan? Íslendingar voru sendir til Íraks og Afganistan eftir að byssurnar voru þagnaðar svo enn sé vísað sé til orða utanríkisráðherrans. Á þetta að verða hlutskipti Íslands, að verða... Lesa meira

ÞEGAR HIN ÞÖGLA BARÁTTA FÆR ANDLIT

...Það var merkilegt að heyra Eduardo Grutzky nefna nöfn Íslendinganna í fréttatíma í útvarpi, þar á meðal nafn Önnu Atladóttur. Þetta endurtók hann á fyrirlestri sínum í Norræna húsinu. Mér fannst þar með þrotlaus barátta Önnu Atladóttur og félaga hennar í Amnesty International fá andlit, verða okkur sýnileg. Við vorum minnt á að þetta gerist ekki af sjálfu sér heldur fyrir tilstilli einstaklinga sem leggja fram krafta sína af fullkominni óeigingirni  ...  Það er alltof sjaldan að þakkað sé þögult starf baráttufólksins sem aldrei sofnar á verðinum heldur vakir yfir þeim sem eru beittir kúgun og ofbeldi. Fyrir fanga sem er einn og yfirgefinn, hrjáður eftir illa meðferð ... Lesa meira

EN HVAÐ FINNST HÖFUNDI REYKJAVÍKURBRÉFS UM ÞENNAN MANN?


Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um síðastliðna helgi er athyglisvert. Það fjallar um stjórnarhætti í Rússlandi og þá sérstaklega undir Pútín núverandi  Rússlandsforseta. Spurt er hvort í fæðingu sé fasískt ríki í Rússíá. Greining Reykjavíkurbréfs á ástandinu í Rússlandi virðist mér vera trúverðug....Listinn er óendanlegur. Spyrja má hvort Morgunblaðið hafi kynnt sér stefnuskrá American First Century, samtakanna sem allir helstu stuðningsmenn Bush forseta áttu hlut að undir síðustu aldamót. Ef þetta voru/eru ekki fasísk samtök þá veit ég ekki hvað fasismi er og þá ekki heldur neitt um sagnfræði. Þó var reynt að kenna mér hana í nokkur ár við háskólann í Edinborg á öldinni sem leið. Þar las ég m.a. um fasisma á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, aðferðafræði Hitlers og félaga. Ég þykist skilja mæta vel spurningar og vangaveltur Morgunblaðsins sem fram koma í eftirfarandi klausu...

Lesa meira

STRÍÐSLEIKUR FYRIR 45 MILLJÓNIR AF ÞÍNUM SKATTGREIÐSLUM !


Í Tíu-fréttum Sjónvarps í kvöld fengum við að heyra að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, er tilbúinn að eyða einum milljarði króna af skattfé landsmanna til að halda úti Ratsjárstofnun svo hún geti fylgst með því að flugvélar "sem ekki senda frá sér merki" og gera grein fyrir sér mælist á skermum þessarar stofnunar. "Hvaða vélar skyldu það vera?-" spurði forsætisráðherra íbygginn fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Það er nú það, eins gott að fylgjast með þeim! Ég spyr, gæti verið að þær kæmu frá Líbýu eða Kasakstan, Formósu - eða kannski Sovétríkjunum? Getur verið að ríkisstjórn Íslands hafi ekki borist fréttir af nýrri heimsmynd, að hún sé föst í viðjum liðins tíma? Er ef til vill verið að gera grín að þjóðinni? Hlýtur það ekki að vera grín þegar okkur er sagt að verið sé að æfa árás á landið þar sem Norðmenn eru árásaraðilinn ...Haldið þið að við - almennir skattgreiðendur - séum tilbúin að láta ykkur sólunda peningum okkar á þennan hátt?

Lesa meira

Frá lesendum

AFVEGALEIDD UMRÆÐA

Hvað er varaflugvöllur?  Flugvélar á leið til Íslands, Keflavíkur eða Reykjavíkur, þurfa að hafa varaflugvöll ef veður breytist á leiðinni og ekki hægt að lenda við komu til landsins. Sá varaflugvöllur þarf eðli málsins samkvæmt að vera á öðru veðursvæoi svo tryggt sé. Varaflugvellir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla eru og hafa verið um áratugi, Akureyri, Egilsstaðir og Glasgow. Umræða um ...
Grétar H. Óskarsson,
flugvélaverkfræðingur

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar: VIÐSNÚNINGUR ÍSLANDS GAGNVART PALESTÍNU?

Allt frá 18. maí 1989 er Alþingi mótaði samhljóða stefnu í Palestínumálinu hefur Ísland tekið afstöðu með mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar. Sú afstaða var staðfest samhljóða af Alþingi hinn 29. nóvember 2011 þegar samþykkt var mótatkvæðalaust að viðurkenna Palestínu sem fullvalda sjálfstætt ríki. Þessi grundvallarafstaða hefur meðal annars birst í afstöðu í atkvæðagreiðslum innan Sameinuðu þjóðanna.
Nýverið varð viðsnúningur ...

Lesa meira

Kári skrifar: DÓPNEYSLA Á EKKI ERINDI HJÁ ÞEIM SEM HAFNA DÓPINU

Illa áttað fólk á Alþingi og utan þess sér lausn í því að afglæpavæða eiturlyf og vill jafnvel gera þau lögleg. Þar eru menn augljóslega á rangri braut. Það er merkilegt að á sama tíma og tóbaki er víða úthýst[i], m.a. vegna áherslna innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, virðast sumir telja að eitthvað allt annað eigi að gilda um eiturlyf. Þar vilja sumir ganga í þveröfuga átt ...

Lesa meira

Kári skrifar: ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [lex applicabilis]. Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni.
Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

Lesa meira

Kári skrifar: Lækkar samkeppni á raforkumarkaði verð til notenda?

...  Enn fremur þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það [þar sem þingið skuldbindur sig til að hlíta niðurstöðunni] hvort þjóðin er samþykk því að reistir verið vindorkugarðar á Íslandi og þá hvar. Það gengur ekki að stjórnmálamenn, braskarar og fjárglæframenn, vaði yfir lönd og jarðir, á „skítugum skónum“, og spyrji þjóðina ekki álits. Það er algerlega ótækt ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FASISMINN 100 ÁRA - HAR ER HANN NÚ?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd Bennio Rosso „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á hólm. Víðtæk ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar