Umheimur Ágúst 2007

"ÞEGAR BYSSURNAR ERU ÞAGNAÐAR"


...Hið sama gildir um allt tal um hina lýðræðislegu umræðu sem fram þurfi að fara. Hvers vegna fer hún ekki fram áður en ákvarðanir eru teknar? Er það þetta sem menn kalla umræðustjórnmál, að segja eitt en gera annað?
Formaður Samfylkingarinnar segir að við þurfum "að hafa metnað og þor til þess að láta rödd okkar heyrast. Sammála, en hvar? Eigum við ekki að hafa metnað og þor til að standa utan hernaðarbandalags ríkustu hernaðarvelda heimsins og eigum við ekki að hafa metnað og þor til að tala máli hins undirokaða og kúgaða, tala máli réttlætis og frelsis? Eða finnst Ingibjörgu Sólrúnu og samherjum hennar í Samfylkingunni ef til vill þeir  Bush og Blair, sem stýrt hafa NATÓ undanfarin ár, hafa verið sérstakir málsvarar réttætis og frelsis? Er það kannski frelsisher sem er að verki í Írak og Afganistan? Íslendingar voru sendir til Íraks og Afganistan eftir að byssurnar voru þagnaðar svo enn sé vísað sé til orða utanríkisráðherrans. Á þetta að verða hlutskipti Íslands, að verða... Lesa meira

ÞEGAR HIN ÞÖGLA BARÁTTA FÆR ANDLIT

...Það var merkilegt að heyra Eduardo Grutzky nefna nöfn Íslendinganna í fréttatíma í útvarpi, þar á meðal nafn Önnu Atladóttur. Þetta endurtók hann á fyrirlestri sínum í Norræna húsinu. Mér fannst þar með þrotlaus barátta Önnu Atladóttur og félaga hennar í Amnesty International fá andlit, verða okkur sýnileg. Við vorum minnt á að þetta gerist ekki af sjálfu sér heldur fyrir tilstilli einstaklinga sem leggja fram krafta sína af fullkominni óeigingirni  ...  Það er alltof sjaldan að þakkað sé þögult starf baráttufólksins sem aldrei sofnar á verðinum heldur vakir yfir þeim sem eru beittir kúgun og ofbeldi. Fyrir fanga sem er einn og yfirgefinn, hrjáður eftir illa meðferð ... Lesa meira

EN HVAÐ FINNST HÖFUNDI REYKJAVÍKURBRÉFS UM ÞENNAN MANN?


Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um síðastliðna helgi er athyglisvert. Það fjallar um stjórnarhætti í Rússlandi og þá sérstaklega undir Pútín núverandi  Rússlandsforseta. Spurt er hvort í fæðingu sé fasískt ríki í Rússíá. Greining Reykjavíkurbréfs á ástandinu í Rússlandi virðist mér vera trúverðug....Listinn er óendanlegur. Spyrja má hvort Morgunblaðið hafi kynnt sér stefnuskrá American First Century, samtakanna sem allir helstu stuðningsmenn Bush forseta áttu hlut að undir síðustu aldamót. Ef þetta voru/eru ekki fasísk samtök þá veit ég ekki hvað fasismi er og þá ekki heldur neitt um sagnfræði. Þó var reynt að kenna mér hana í nokkur ár við háskólann í Edinborg á öldinni sem leið. Þar las ég m.a. um fasisma á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, aðferðafræði Hitlers og félaga. Ég þykist skilja mæta vel spurningar og vangaveltur Morgunblaðsins sem fram koma í eftirfarandi klausu...

Lesa meira

STRÍÐSLEIKUR FYRIR 45 MILLJÓNIR AF ÞÍNUM SKATTGREIÐSLUM !


Í Tíu-fréttum Sjónvarps í kvöld fengum við að heyra að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, er tilbúinn að eyða einum milljarði króna af skattfé landsmanna til að halda úti Ratsjárstofnun svo hún geti fylgst með því að flugvélar "sem ekki senda frá sér merki" og gera grein fyrir sér mælist á skermum þessarar stofnunar. "Hvaða vélar skyldu það vera?-" spurði forsætisráðherra íbygginn fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Það er nú það, eins gott að fylgjast með þeim! Ég spyr, gæti verið að þær kæmu frá Líbýu eða Kasakstan, Formósu - eða kannski Sovétríkjunum? Getur verið að ríkisstjórn Íslands hafi ekki borist fréttir af nýrri heimsmynd, að hún sé föst í viðjum liðins tíma? Er ef til vill verið að gera grín að þjóðinni? Hlýtur það ekki að vera grín þegar okkur er sagt að verið sé að æfa árás á landið þar sem Norðmenn eru árásaraðilinn ...Haldið þið að við - almennir skattgreiðendur - séum tilbúin að láta ykkur sólunda peningum okkar á þennan hátt?

Lesa meira

Frá lesendum

SAMHENT Á NÝJU ÁRI

Já nú byrjar allt ballið víst
hjá Bjarna, Sigga og Kötu
Um samruna ég heyrði tíst
enda samhent á ríkis jötu.

Æ ráðherra ansi illa fór
undir mikilli pressu
þegar flónið Willum Þór
féll á Þorláksmessu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ÁRIÐ ER LIÐIÐ

Tvö þúsund tuttugu og eitt
tók hræðilegan enda
Því hér var helst engu breytt
á hægristjórn vil benda

Um áramót er aukin spenna
öll verðum hennar vör
Hverjir vilja og hverjir nenna
að verða lady eða sör.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍ ER ÞAGAÐ UM WIKILEAKS Á ALÞINGI?

Kann einhver skýringu á því að alþingismenn skuli þegja þunnu hljóði um fangelsun stofnanda Wikileaks og ofbeldið í hans garð? Allt á þetta svo að heita að tekist sé á um málið fyrir dómstólum þótt staðreyndin sé augljóslega sú að þetta snýst bara um pólitík og ofbeldi eins og þú bendir réttilega  á í bréfi þínu til breska sendiherrans Ögmundur. Eistaklingur er ofsáttur fyrir að upplýsa um stríðsglæpi og stjórnvöldin í heiminum láta gott heita. Þar á meðal ríkisstjórn Íslands og svo Alþingi eins og það leggur sig.
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

ERUÐ ÞIÐ Á LYFJUM?

Sæll, það er sorglegt að sjá að þú og aðrir haldið að það leysi vandann að banna spilakassana, fólkið sem notar þá mun þá bara færa sína fíkn inn á netið og peningarnir renna bara úr landinu. Nær væri að skylda þá sem reka þá til að láta 75% af hagnaði renna í forvarna og meðferðarstarf. En nei eins og þið núverandi og fyrrverandi þingmenn virðist sjá einhverja töfralausn í banni þó að raunveruleikinn sýni allt annað, eru einhver spes vímuefni sem þið fáið ...
Einar

Lesa meira

EIGNATILFÆRSLUSTJÓRNIN

Þetta gengur allt út á "eignatilfærslur", að ræna þjóðina (þjóðirnar) auðlindum og eigum. Alvöru kapitalisti er sá sem byggir upp sjálfur, helst frá rótum, en rænir ekki eigum almennings til þess að auðgast sjálfur. Á því tvennu er  grundvallarmunur.

Bankana færum við Björgólfum sterkum,
blásum að rótum glóðar.
Stefnum að miklum og stórum verkum,
stelumst í eigur þjóðar.

Kári

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: HVAÐ RÆÐUR MESTU UM HEGÐUN NOTENDA Á RAFORKUMARKAÐI?

Ef reynt er að lesa í vilja íslenskra kjósenda að loknum kosningum til Alþingis virðist sem talsverður hluti þeirra sé ekki mjög óánægður með yfirstandandi braskvæðingu raforkumálanna. Líklegt er að sú afstaða haldist óbreytt þangað til notendur sjá áhrifin með vaxandi þunga á rafmagnsreikningum sínum. Þegar breytingarnar skila sér í buddu notenda, með gríðarlegum hækkunum, kann að verða breyting á. En það gildir hér, eins og víða annars staðar, að best er að bregðast við í tíma, ekki bíða þar til allt er komið í óefni. Það stefnir nefnilega í ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: STÖNDUM MEÐ ASSANGE

... Ef við missum allar raunverulegar gagnrýnisraddir í þetta hyldýpi óttans er samfélagið komið langt frá þeim gildum sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og við eigum á hættu að missa það frelsi og þau réttindi sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut. ... Fylgjum nú öll fordæmi Ögmundar Jónassonar. Mótmælum fangelsun og framsali Julians Assange, og krefjumst þess um leið að Julian Assange fái frelsi og pólitískt hæli á Íslandi. Mætum við breska seniráðið við Laufásveg á morgun, miðvikudaginn 22. desember 2021 ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BÓLUSETNINGARSKYLDA OG LÖGREGLURÍKI

Um allan heim eru átök og spenna sem virðast vaxa með hverjum deginum. Opinbert tilefni átakanna nú er deilan um mismunun óbólusettra með lögum, lögum sem innleidd hafa verið í ýmsum löndum, og skref verið tekin í þá átt í næstu nágrannalöndum okkar (Noregi, Svíþjóð). Þar er um að ræða  innanríkisvegabréf, víða nefnt «grænn passi» eða „kórónupassi“, bólusetningarskilríki sem sett eru sem skilyrði fyrir borgaralegum réttindum. Við nánari athugun sést að deilan snýst um nokkrar meginreglur réttarríkis, og um lýðræðið. Á Íslandi hefur sóttvarnarlæknir fengið að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ Í EFLINGU

Það kom flatt upp á almenning þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði upp starfi sínu og formennsku í Eflingu. Og starfsbróðir hennar Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri einnig. Það kom jafnvel enn flatar upp á fólk að ástæðan skyldi vera «vantraust» frá starfsfólki Eflingar. 
Tilefni afsagnarinnar var í fyrsta lagi ályktun tveggja trúnaðarmanna starfsfólksins á skrifstofu Eflingar í júní sl. sumar. Í ályktuninni voru borin upp á stjórn Eflingar samningsbrot, tilefnislausar uppsagnir og «aftökulistar» starfsfólks. Í öðru lagi var tilefnið dramatískur fundur með umræddu starfsfólki föstudaginn 29. október. Á þeim fundi gaf Sólveig Anna hópnum ... 

Lesa meira

Kári skrifar: INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS - FRAMLEIÐSLA OG DREFING Á JARÐGASI

Það er lesendum kunnugt að innri orkumarkaður Evrópusambandsins nær til framleiðslu, dreifingar og sölu á rafmagni og gasi (jarðgasi). Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn virðast trúa því að jafnaðarmerki sé á milli annars vegar aðgerða í loftslagsmálum og þess að Ísland verði fullgildur aðili að innri orkumarkaði Evrópusambandsins. Með öðrum orðum, menn tengja saman mögulegan árangur í loftslagsmálum við aðild að innri orkumarkaði Evrópu. Samkvæmt þessu getur ekkert ríki í heiminum náð árangri í loftslagsmálum nema ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÓPERASJÓN BARBAROSSA – ENN OG AFTUR

Áttatíu ár eru í dag liðin frá innrás Þýskalands í Sovétríkin, Óperasjón Barbarossa, mannskæðasta glæp veraldarsögunnar. Haldið er upp á afmælið með mikilli samræmdri heræfingu í Austur-Evrópu undir bandarískri stjórn, gegn Rússlandi. Æfingin sem nefnist  DefenderEurope 2021 stendur nú yfir en er dreift á nokkrar vikur í 12 Austur-Evrópulöndum, á landi og sjó. Þátt taka 37 þúsund hermenn frá 27 löndum, þar á meðal frá hinum 14 nýju aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu. Öll fer æfingin fram í Austur-Evrópu, frá Eystrasalti til Svartahafs og Balkanskaga ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar