"ÞEGAR BYSSURNAR ERU ÞAGNAÐAR"


...Hið sama gildir um allt tal um hina lýðræðislegu umræðu sem fram þurfi að fara. Hvers vegna fer hún ekki fram áður en ákvarðanir eru teknar? Er það þetta sem menn kalla umræðustjórnmál, að segja eitt en gera annað?
Formaður Samfylkingarinnar segir að við þurfum "að hafa metnað og þor til þess að láta rödd okkar heyrast. Sammála, en hvar? Eigum við ekki að hafa metnað og þor til að standa utan hernaðarbandalags ríkustu hernaðarvelda heimsins og eigum við ekki að hafa metnað og þor til að tala máli hins undirokaða og kúgaða, tala máli réttlætis og frelsis? Eða finnst Ingibjörgu Sólrúnu og samherjum hennar í Samfylkingunni ef til vill þeir  Bush og Blair, sem stýrt hafa NATÓ undanfarin ár, hafa verið sérstakir málsvarar réttætis og frelsis? Er það kannski frelsisher sem er að verki í Írak og Afganistan? Íslendingar voru sendir til Íraks og Afganistan eftir að byssurnar voru þagnaðar svo enn sé vísað sé til orða utanríkisráðherrans. Á þetta að verða hlutskipti Íslands, að verða...

Fréttabréf