ÞEGAR HIN ÞÖGLA BARÁTTA FÆR ANDLIT

...Það var merkilegt að heyra Eduardo Grutzky nefna nöfn Íslendinganna í fréttatíma í útvarpi, þar á meðal nafn Önnu Atladóttur. Þetta endurtók hann á fyrirlestri sínum í Norræna húsinu. Mér fannst þar með þrotlaus barátta Önnu Atladóttur og félaga hennar í Amnesty International fá andlit, verða okkur sýnileg. Við vorum minnt á að þetta gerist ekki af sjálfu sér heldur fyrir tilstilli einstaklinga sem leggja fram krafta sína af fullkominni óeigingirni  ...  Það er alltof sjaldan að þakkað sé þögult starf baráttufólksins sem aldrei sofnar á verðinum heldur vakir yfir þeim sem eru beittir kúgun og ofbeldi. Fyrir fanga sem er einn og yfirgefinn, hrjáður eftir illa meðferð ...

Fréttabréf