Umheimur September 2007

ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF SAMTAKA LAUNAFÓLKS


Í dag hófst í Vínarborg 28. þing Alþjóðasamtaka starfsmanna í almannaþjónustu, Public Services International, sem um þessar mundir fagna 100 ára afmæli sínu. Þingið mun standa til 28. september nk. Þar eru komnir saman 1500 fulltrúar frá öllum heimshornum;  þar á meðal eru fulltrúar BSRB. Undanfarna daga hefur verið lögð lokahönd á mikla undirbúningsvinnu  fyrir þingið. Ánægjulegt hefur verið að taka þátt í því starfi og verða vitni að þeim krafti og samheldni sem ríkir á meðal þess fólks sem þarna er mætt fyrir hönd 650 samtaka er hafa á að skipa 20 milljónum félagsmanna í um 150 löndum. Enn og aftur erum við minnt á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs og samstöðu sem verkalýðshreyfingin á heimsvísu hefur löngum sótt  kraft og næringu til...

Lesa meira

UTANRÍKISMÁLAUMRÆÐAN: BETUR MÁ EF DUGA SKAL


...Fundaröðin hefur verið kynnt sem mikilvægt innlegg í stefnumótandi umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Ef þessi fundur er vísbending um það sem koma skal þá þurfa háskólarnir á Íslandi heldur betur að taka sig á vilji þeir á annað borð bjóða upp vandaða gagnrýna og vekjandi umræðu um utanríkismál, stöðu Íslands og stefnumótun á sviði utanríkismála. Þessi umræðufundur reis ekki undir væntingum og var langt frá því að vera á dýptina. Fyrst og fremst var fjallað um stofnanlega umgjörð utanríkisstefnunnar en ekki tekist á við þau mál sem helst brenna á okkar samtíma og mikilvægt er að efna til umræðu um...Þegar undirritaður óskaði eftir því að forsætisráðherra  og utanríkisráðherra tjáðu sig um það efni sagðist forsætisráðherrann þurfa að víkja af fundi en myndi án efa eiga orðastað við mig um þetta efni á Alþingi! Utanríkisráðherrann vék að fyrirspurn minni undir lok fundarins en svaraði henni ekki. Sagði að þessir fundir væru fyrst og fremst til að "örva háskólasamfélagið" en stjórnvöld myndu ekki koma beint að þessum fundum...

Lesa meira

MISLUKKUÐ SAMFYLKING

Birtist í Morgunblaðinu 01.09.07.
Ég er að verða meyr með aldrinum. Svo er komið að ég farinn að kenna í brjósti um Samfylkinguna. Henni virðist ekki ætla að lukkast að lenda neinu máli áfallalaust. Síðast var það Árni Páll Árnason Samfylkingarþingmaður sem kallaði fram þessa tilfinningu. Það gerðist við lestur greinar hans í Morgunblaðinu 23. ágúst sl. Þar er vísað til þess að hann sé varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis eins og til að árétta þann skilning að greinin fjalli um utanríkismál. Á þessu var ekki vanþörf því viðfangsefnið var fyrst og fremst Vinstrihreyfingin grænt framboð undir fyrirsögninni: "Að styðja Hamas en fordæma Norðmenn." Árni Páll gerir því skóna að fulltrúar VG séu harla...

Lesa meira

Frá lesendum

AFVEGALEIDD UMRÆÐA

Hvað er varaflugvöllur?  Flugvélar á leið til Íslands, Keflavíkur eða Reykjavíkur, þurfa að hafa varaflugvöll ef veður breytist á leiðinni og ekki hægt að lenda við komu til landsins. Sá varaflugvöllur þarf eðli málsins samkvæmt að vera á öðru veðursvæoi svo tryggt sé. Varaflugvellir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla eru og hafa verið um áratugi, Akureyri, Egilsstaðir og Glasgow. Umræða um ...
Grétar H. Óskarsson,
flugvélaverkfræðingur

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar: VIÐSNÚNINGUR ÍSLANDS GAGNVART PALESTÍNU?

Allt frá 18. maí 1989 er Alþingi mótaði samhljóða stefnu í Palestínumálinu hefur Ísland tekið afstöðu með mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar. Sú afstaða var staðfest samhljóða af Alþingi hinn 29. nóvember 2011 þegar samþykkt var mótatkvæðalaust að viðurkenna Palestínu sem fullvalda sjálfstætt ríki. Þessi grundvallarafstaða hefur meðal annars birst í afstöðu í atkvæðagreiðslum innan Sameinuðu þjóðanna.
Nýverið varð viðsnúningur ...

Lesa meira

Kári skrifar: DÓPNEYSLA Á EKKI ERINDI HJÁ ÞEIM SEM HAFNA DÓPINU

Illa áttað fólk á Alþingi og utan þess sér lausn í því að afglæpavæða eiturlyf og vill jafnvel gera þau lögleg. Þar eru menn augljóslega á rangri braut. Það er merkilegt að á sama tíma og tóbaki er víða úthýst[i], m.a. vegna áherslna innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, virðast sumir telja að eitthvað allt annað eigi að gilda um eiturlyf. Þar vilja sumir ganga í þveröfuga átt ...

Lesa meira

Kári skrifar: ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [lex applicabilis]. Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni.
Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

Lesa meira

Kári skrifar: Lækkar samkeppni á raforkumarkaði verð til notenda?

...  Enn fremur þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það [þar sem þingið skuldbindur sig til að hlíta niðurstöðunni] hvort þjóðin er samþykk því að reistir verið vindorkugarðar á Íslandi og þá hvar. Það gengur ekki að stjórnmálamenn, braskarar og fjárglæframenn, vaði yfir lönd og jarðir, á „skítugum skónum“, og spyrji þjóðina ekki álits. Það er algerlega ótækt ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FASISMINN 100 ÁRA - HAR ER HANN NÚ?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd Bennio Rosso „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á hólm. Víðtæk ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar