Umheimur September 2007

Í dag hófst í Vínarborg 28. þing Alþjóðasamtaka starfsmanna í
almannaþjónustu, Public Services International, sem um þessar
mundir fagna 100 ára afmæli sínu. Þingið mun standa til 28.
september nk. Þar eru komnir saman 1500 fulltrúar frá öllum
heimshornum; þar á meðal eru fulltrúar BSRB. Undanfarna daga
hefur verið lögð lokahönd á mikla undirbúningsvinnu fyrir
þingið. Ánægjulegt hefur verið að taka þátt í því starfi og verða
vitni að þeim krafti og samheldni sem ríkir á meðal þess fólks sem
þarna er mætt fyrir hönd 650 samtaka er hafa á að skipa 20
milljónum félagsmanna í um 150 löndum. Enn og aftur erum við minnt
á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs og samstöðu sem
verkalýðshreyfingin á heimsvísu hefur löngum sótt kraft og
næringu til...
Lesa meira

...Fundaröðin hefur verið kynnt sem mikilvægt innlegg í
stefnumótandi umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Ef
þessi fundur er vísbending um það sem koma skal þá þurfa
háskólarnir á Íslandi heldur betur að taka sig á vilji þeir á annað
borð bjóða upp vandaða gagnrýna og vekjandi umræðu um utanríkismál,
stöðu Íslands og stefnumótun á sviði utanríkismála. Þessi
umræðufundur reis ekki undir væntingum og var langt frá því að vera
á dýptina. Fyrst og fremst var fjallað um stofnanlega umgjörð
utanríkisstefnunnar en ekki tekist á við þau mál sem helst brenna á
okkar samtíma og mikilvægt er að efna til umræðu um...Þegar
undirritaður óskaði eftir því að forsætisráðherra og
utanríkisráðherra tjáðu sig um það efni sagðist forsætisráðherrann
þurfa að víkja af fundi en myndi án efa eiga orðastað við mig um
þetta efni á Alþingi! Utanríkisráðherrann vék að fyrirspurn minni
undir lok fundarins en svaraði henni ekki. Sagði að þessir fundir
væru fyrst og fremst til að "örva háskólasamfélagið" en
stjórnvöld myndu ekki koma beint að þessum fundum...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 01.09.07.
Ég er að verða meyr með aldrinum. Svo er komið að ég farinn að
kenna í brjósti um Samfylkinguna. Henni virðist ekki ætla að
lukkast að lenda neinu máli áfallalaust. Síðast var það Árni Páll
Árnason Samfylkingarþingmaður sem kallaði fram þessa tilfinningu.
Það gerðist við lestur greinar hans í Morgunblaðinu 23. ágúst sl.
Þar er vísað til þess að hann sé varaformaður utanríkismálanefndar
Alþingis eins og til að árétta þann skilning að greinin fjalli um
utanríkismál. Á þessu var ekki vanþörf því viðfangsefnið var fyrst
og fremst Vinstrihreyfingin grænt framboð undir fyrirsögninni:
"Að styðja Hamas en fordæma Norðmenn." Árni Páll gerir því
skóna að fulltrúar VG séu harla...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum