GLEYMUM ALDREI EIGIN GLÆPUM!

Sænska friðarrannsóknarstofnunin TFF býður stöðugt upp á afar athyglisvert efni. Þess má geta að forstöðumaður þessarar stofnunar Jan Oberg kom hingað til lands fyrir fáeinum árum og flutti eftirminnilegt erindi í tengslum við ráðstefnu sem Vinstrihreyfingin grænt framboð efndi til. Sjá nánar hér um stofnunina:  http://www.transnational.org/

Í fréttaútsendingu frá TFF í vikunni erum við minnt á að gleyma aldrei þeim glæpum sem við sjálf eigum hlutdeild í. Þar vegi þungt viðskiptabannið sem sett var á Írak í rúman áratug og varð þess valdandi að minnsta kosti ein milljón saklausra manna lét lífið. Þetta gerðist í stjórnartíð Clintons forseta og Nobelshafans Al Gores sem þá var varaforseti Bandaríkjanna.
Oberg líkir viðskiptabanninu við Helför Nasista, kjarnorkuárásunum Bandaríkjamanna á Japan, fjöldamorðunum í Congó og Rwanda. "Listinn gæti verið lengri, en honum megum við aldrei gleyma."
Jan Oberg hvetur okkur til þess að gefa okkur tíma til að horfa á heimildarmynd um viðskiptabannið - sem hvíldi á Írak nær allan síðasta áratug síðustu aldar og fram á þessa öld einnig - eftir rannsóknarfréttamanninn John Pilger. Sjá tengil hér að neðan.

Fyrir okkur Íslendinga er það umhugsunarefni að íslensk stjórnvöld fylgdu Bandaríkjastjórn að máli - án gagnrýni og í blindri hlýðni - eins örugglega og rófa fylgir hundi. Ekki nóg með það. Allan tímann lágu íslensk stjórnvöld á hnjánum og báðu sömu stjórnvöld og stýrðu Helförinni á hendur írösku þjóðinni að verja sig gegn öllu illu! Fréttir frá pyntingum í Guantanamó eða Abu Graib breytti engu! Það verður að segjast eins og er að það er dapurlegt að horfa upp á nýja ríkisstjórn Sjálfstæðis/Samfylkingarflokksins horfa jafn gagnrýnislaust á alþjóðamálin og forveri hennar í Stjórnarráðinu gerði.

 Hér er mynd Pilgers: http://www.informationclearinghouse.info/article15385.htm

Og hér að neðan er kafli úr fréttabréfi TFF með fleiri athyglisverðum slóðum:  

"Begin to talk about our crimes too and not only Saddam's. Please ask yourself whether we will ever win the Iraqi hearts and minds if we do not pull out all the troops, ask their forgiveness and reconciliation and begin a completely new policy of of respect and partnership.
If at all there is a road to freedom and democracy anymore for the Iraqi people - among the most victimised in history - it starts the day all foreign troops have been withdrawn. Sanctions is a conveniently closed chapter in Western minds, media and policy circles. But it all started with the killing of the first million Iraqis by one of the most terrible Weapons of Mass Destruction: Sanctions. Pilger's video says it all: http://www.informationclearinghouse.info/article15385.htm

 When you have watched it, please use TFF's resources. We have constantly pointed out that the war on Iraq would become a predictable fiasco. In contrast to many others, we said it before the war started - here:

  http://www.transnational.org/Area_MiddleEast/MiddleEast_2002-2005.html

 We continue to work against the human folly - and deliberate mass murder - that war is, the war on Iraq more than most: http://www.transnational.org/Area_Index_MiddleEast.htm

Fréttabréf