Umheimur 2008

Ræða flutt á útifundi á Lækjartorgi
Hvað á að segja um atburðina á Gaza?
Hvaða mælikvarða á að nota á þau voðaverk sem þar eru nú framin?
Að ráðist er á fólk sem í reynd er innilokað í fangabúðum;
fólk sem getur ekki forðað sér undan sprengjuregni og
stórskotahríð? Á að minna á að árásarliðið er brotlegt gagnvart
hinum Sameinuðu þjóðum, margútgefnum yfirlýsingum og samþykktum? Að
úrskurðir Mannréttindadómstólsins séu virtir að vettugi,
Genfarsáttmálinn um mannréttindi brotinn?
Þarf kannski að útlista ...
Lesa meira

Ég hvet alla þá sem kost eiga að sækja útifund á Lækjartorgi
klukkan 16 í dag til að mótmæla fjöldamorðunum á Gaza svæðinu í
Palestínu. Þeir sem fylgst hafa með fréttum undanfarna daga gera
sér grein fyrir hve mikið er í húfi að takist að stöðva
grimmdarverkin. Fundurinn krefst þess að stjórnmálasambandi verið
slitið við Ísrael þar til látið verði af ofbeldinu...
Lesa meira


...Nú er blessunarlega mikið rætt um mikilvægi
lýðræðisins. Þannig eigi að láta þjóðina skera úr um það í
atkvæðagreiðslu hvort halda skuli með Ísland inn í Evrópusambandið
eða standa utan þess. Ég er andstæðingur aðildar að
Evrópusambandinu og hefði reyndar aldrei viljað að við
undirgengjumst EES skilmálana á sínum tíma. Á hinn bóginn tel ég
einu réttu leiðina til að útkljá deilumál af þessari stærðargráðu
vera þá að skjóta þeim undir þjóðaratkvæði. Hvers vegna ekki
aðildina ð NATÓ? Mér finnst liggja í ...
Lesa meira

Hjartanlega var ég sammála Össuri Skarphéðinssyni, starfandi
utanríkisráðherra að við hefðum ekkert með breskar orustuþotur að
gera til landsins í haust til að sinna
"loftrýmiseftirliti". ...Reglulegar heimsóknir til
Íslands með drápstól frá NATÓ er einn af
"stórsigrum" þeirra Geirs H. Haarde og Ingibjargar
Sólrúnar í utanríkispólitíkinni.
Annar "stórsigur" vannst síðan í dag þegar Íslendingar
steinlágu í kosningu um að fá að sitja í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna í tvö ár. Ingibjörg Sólrún lýsti því strax yfir samkvæmt
RÚV í dag "að því færi fjarri að sú vinna sem lagt var í vegna
framboðs Íslands hafi verið unnin fyrir gíg." ...Geir,
forsætisráðherra, sagði að Ísland stæði geysilega sterkt eftir
tapið og Björn, dómsmálaráherra, líkti þessu við þjálfun fyrir
heimsleika...
Lesa meira

...Samkoman var allvel sótt en þó var fámennara en efni stóð
til. Hvers vegna skyldi það hafa verið? Gæti það verið vegna þess
að samkoman fékk nánast enga kynningu í almennum fjölmiðlum. Að
undanskildum vefmiðli DV veit ég ekki til þess að nokkur fjölmiðill
hafi birt fréttatilkynningu sem send var út um samkomuna! Ekki RÚV,
ekki Morgunblaðið, ekki 24 stundir, ekki Fréttablaðið, ekki
Bylgjan, ekki Stöð 2....að því er ég best veit. Sú var tíðin að
fjölmiðlar voru ófeimnir að fjalla um mannréttindabrot innan
Kínverska Alþýðulýðveldisins. Hvað hefur breyst? Það sem
breyst hefur er þetta...
Lesa meira
Ræða á fundi sem Vinir Tíbets stóðu fyrir í Salnum í
Kópavogi 24.08.08.
Fyrst man ég
eftir fréttum frá Tíbet árið 1959. Þá var ég 11 ára. Einu ári eldri
en Kínverska Alþýðulýðveldið. Tíbetar höfðu gert uppreisn
gegn valdhöfunum í Peking, sem innlimað höfðu land
þeirra. Mér eru minnisstæðar spennuþrungnar fréttir af flótta
trúarleiðtogans Dalai Lama úr landi og ofbeldisfullum aðgerðum gegn
þeim sem risið höfðu upp. Enda þótt uppreisnin hafi verið
bæld niður bárust fréttir af og til á næstu árum til Vesturlanda af
andófi og harkalegum aðgerðum hers og lögreglu. Málsvarar hins unga
Kínverska Alþýðulýðveldis sögðu okkur að hafa allan vara á og ekki
trúa sem nýju neti ...
Lesa meira

...Ekki veit ég hve margir vissu um þessa athöfn en fjölmiðlar
hafa haft öðrum hnöppum að hneppa þegar Kína er annars vegar en að
fjalla um mannréttindi í Tíbet og annars staðar í hinu víðfeðma
kínverska ríki. Mér er deyfð fjölmiðla umhugsunarefni.
Hópurinn sem stóð fyrir kertaathöfninni við kínverska sendiráðið í
gærkvöldi er sami hópur og stendur fyrir tónleikum í Salnum í
Kópavogi klukkan 20 í kvöld. Þessi hópur hefur ekki fjármuni
til að auglýsa atburðinn. Fari fram sem horfir munu
fjölmiðlar ekki vekja á honum athygli. Ég hvet þá sem lesa þessar
línur að láta sem flesta vita um styrktartónleikana í kvöld.
Með því að mæta má slá tvær flugur í einu höggi...
Lesa meira

Á sunnudagskvöld klukkan 20 verður samkoma í Salnum í Kópavegi
til stuðnings flóttamönnum frá Tíbet. Fjöldi listamanna kemur þar
fram og er ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna á þessa
styrktartónleika. Í grein sem hin ötula baráttukona fyrir
mannréttindum í Tíbet, Birgitta Jónsdóttir birtir hér á síðunni í
dag undir frjálsum pennum, gagnrýnir hún íslenska fjölmiðla
fyrir hve slælega þeir hafi staðioð sig í "að fklytja fréttir á
gagnrýnin hátt um voðaverkin sem framin eru í skugga
Olympíuleikanna." Hún birtir einnig í viðhengi
Ákall um frið í Tíbet eftir
Tsewang Namgyal sem búsettur er hér á landi. Það
sem vekur mér ugg er að þessi grein hafi verið send til allra
fjölmiðla en ekki fengist birt!...
Lesa meira
Nú lýkur senn Olympíuleikunum að þessu sinni. Baráttufólk fyrir
mannréttindum hefur ötulega unnið að því að vekja athygli á
mannréttindabrotum sem framin eru innan landamæra Kína og hefur
sjónum ekki síst verið beint að Tíbet. Í fréttatilkynningu frá
Vinum Tíbets er vakin athygli á því að annað kvöld,
laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan 21:00 verður efnt til aðgerða
víðs vegar um heiminn "til að sýna fram á að heimsbyggðin hefur
ekki gleymt Tíbet, þó kínversk yfirvöld hafi gert sitt besta til að
hindra aðgang að upplýsingum um ástand mála þar. Kveikt verður á
kertum fyrir utan kínversk sendiráð um allan heim, en ...
Lesa meira

...Þáverandi ríkisstjórn lét sem kunnugt er það viðgangast að
við vorum sett á lista svokallaðra "viljugra þjóða" en þar
var að finna samsafn vesælustu peða Bandaríkjanna á taflborði
heimsstjórnmálanna á þeim tíma, þjóðir sem bjuggu við stjórnvöld
sem hugsuðu meira um meinta eigin hagsmuni en prinsipp og
samvisku.
Tilefni þess að ég rifja þetta upp nú eru orð núverandi
utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, í
Morgunblaðinu 13. ágúst. Hún veltir þar vöngum yfir því hvað valdið
hafi því að ríkisstjórn Íslands studdi ódæðið gegn Írak. Þar kunni
að hafa skipt máli að brotthvarf bandaríska hersins frá Íslandi var
þá til ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum