Umheimur Mars 2008

FUNDUR Í DAG: GEGN MANNRÉTTINDABROTUM Í TÍBET


...Hópur fólks hefur að undanförnu beitt sér gegn mannréttindabrotum í Tíbet og þá jafnframt í þágu mannréttindanna. Ég vil vekja sérstaka athygli á fundi sem í dag verður haldinn við kínverska sendiráðið en í kjölfar hans verður fulltrúum ríkisstjórnarinnar afhent hvatning um að taka afdráttarlausa afstöðu í þágu mannréttinda í Tíbet. Eftirfarandi tilkynningu sendi baráttuhópurinn frá sér í dag....

Lesa meira

MÓTMÆLUM MANNRÉTTINDABROTUM Í TÍBET


...Ég hef hvatt íslensk stjórnvöld til að bregðast við og fyrir hönd þingflokks VG hef ég óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis um málið. Til þess fundar hefur ekki enn verið boðað. Oft læðist að mér sá grunur að íslensk stjórnvöld geri einvörðungu það sem þau telja borga sig hverju sinni. Það á vissulega við um fleiri... Að mínum dómi er útilokað að verja ógnarstjórn og ofbeldi sem kínversk yfirvöld eru nú uppvís að - og hafa lengi verið - gagnvart landsmönnum. Meðfylgjandi er fréttatilkynning um mótmælafund við kínverska sendiráðið laugardaginn 22. mars klukkan 13.

Lesa meira

FYLGJUMST MEÐ TÍBET

Tibet 3

Birgitta Jónsdóttir, skáldkona, skrifar umhugsunarverða grein hér á síðuna í dag um Tíbet og það ofbeldi sem kínverska hernámsliðið beitir landsmenn þar. Hér fyrr á tíð fór ætíð minna fyrir mótmælum gegn ofríki og ofbeldi kínverskra stjórnvalda gagnvart þegnunum en gegn hinum  sovésku Kremlverjum...Hvað gæti hafa valdið þessu? Það er auglóst mál: Hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir ...Nú borgar sig hins vegar að hafa kínversk stjórnvöld góð, enda sjá þau vestrænum kapitalistum fyrir stærstu þrælakistu heimsins. Til er fólk sem hugsar á annan veg. Það gerir Birgitta Jónsdóttir, skáldkona. Hún spyr ekki hvenær það borgi sig að berjast fyrir mannréttindum. Hún - að eigin frumkvæði og ein á báti - stendur fyrir mótmælum  við kínverska sendiráðið í dag klukkan 17 til að hvetja okkur til samstöðu með Tíbetum og mótmæla ofbeldinu sem...

Lesa meira

ÖLL Á TORGIÐ AÐ MÓTMÆLA HERNÁMI ÍRAKS!


...Spurning hvort kalla eigi þetta stríð. Um er að ræða hernám annars  vegar og síðan andspyrnu gegn því. Ömurlegt er að vita til þess að íslensk stjórnvöld skuli hafa lagst í duftið fyrir hið árásargjarna herveldi, Bandaríkin. Þyngra en tárum taki er að Samfylkingin með formann þess flokks í broddi fylkingar,Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, skuli ganga eins langt og raun ber vitni í þjónkun við Bush-stjórnina bandarísku.
Vesöld Samfylkingarinnar virðist ekki ...

Lesa meira

EKKI LÍTA UNDAN


Ræða á útifundi á Lækjartorgi
...Þegar íslenskir ráðherrar tala um réttlætingu Ísraela á ofbeldisverkunum þá er þetta samhengið. Ísraelska hernámsliðið hefur í gegnum tíðina lært að lifa með tímabundinni gagnrýni umheimsins. Gagnrýnin er umborin að því tilskyldu að lykilorðið - leyniorðið -  fylgi: "Já, en við vitum að þið eruð að gera þetta í sjálfsvörn." Þannig talar Bush og þannig hafa íslenskar ríkisstjórnir talað í seinni tíð...En það er eitt að skilja á kaldan og tilfinningasnauðan hátt....Þarf að drepa minn bróður, mína systur eða barnið mitt til að ég skilji í alvöru? Þarf að sprengja heimili  mitt í loft upp eða sjúkrahúsið þar sem faðir minn liggur, gamall og sjúkur, til að ég skilji til fulls fréttirnar frá Gaza?...Ég spyr: Styður ríkisstjórn Íslands ofbeldisstjórn Ohlmerts?...

Lesa meira

ÚTIFUNDUR Á LÆKJARTORGI GEGN OFBELDI Í PALESTÍNU

motmaelafundur Palestina 5.3.08

Á morgun, miðvikudag klukkan 12:15, er boðað til útifundar á Lækjartorgi í Reykjavík til að mótmæla hernaðarofbeldinu á Gaza svæðinu í Palestínu. Yfirskrift fundarins er: Stöðvum fjöldamorðin og rjúfum umsátrið á Gaza. Á Gaza svæðinu hafa á örfáum dögum á annað hundrað manns verið myrtir, þar af tugir barna. Til viðbótar hafa mörg hundruð manns særst í árásum ísraelska hersins... Öllu fólki um heiminn allan ber siðferðileg skylda til að láta frá sér heyra...Þetta er það minnsta sem við getum gert - og hvernig sem viðrar. Með því að mæta á fundinn fylkjum við okkur að baki kröfunni á hendur íslenskum stjórnvöldum...  

Lesa meira

ÁKALL: ÍSLAND RJÚFI STJÓRNMÁLASAMBAND VIÐ ÍSRAEL


Yfir helgina hafa okkur borist fréttir af "aðgerðum" Ísraelshers á Gaza svæðinu og "hernaðarátökum" þar. Þessi orðanotkun er villandi. Í reynd er hér verið að segja frá kaldrifjuðum árásum og morðum á óbreyttum borgurum. Í dag sendi formaður félagsins Ísland Palestína, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, frá sér áskorun til íslenskra stjórnvalda og hvet ég lesendur til að kynna sér þessa yfirlýsingu. Ég hvet jafnframt allt fólk til að l...

Lesa meira

Frá lesendum

ÞÖGUL ÞJÓÐ MEÐ BROSTIÐ HJARTA

Hjartað er brostið þjóðinni hjá
helst ekki viljum Samherja sjá
heimta og hóta
eigna sér kvóta
en um það fáir sig þora að tjá.

Mýrarljós Moggans er kveikt
enn minkar stöðugt og veikt
láta það skína
á leiðina sína
er verður nú bráðlega fleygt.


...
Höf. Pétur Hraunfjörð

Lesa meira

KALT ER VORIÐ

Veðurfar hér virðist kalt
við þurfum meiri hita
Vorið og sólin útum allt
vont þó úti að strita.

Nú lífsánægjan lifnar við
og léttir okkur sporið
loksins loksins fáum frið
 fyrir Cóvid þetta vorið.

Bjarni öllum býður í mat
bætir á skuldafenið.
En landinn á sig étur gat
og losar ferðaslenið.

...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

BANKASALAN

Engeyingarnir um sig sjá
Það sér hver kjaftur
Íslandsbanka vilja víst fá
vandræðin ganga aftur.

Hér blaðurskjóðan Brynjar N
bullar heilt um mál og menn
En kosningarnar koma senn
þá kallinn tæplega situr enn.

 Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

SUMARIÐ KEMUR

Bráðlega við sumarið sjáum
sem lyftir okkur á tá
Þá heilsu og heilbrigði fáum
og helvítis pestin frá.

Fáir bera af ´onum blak
Brynjar fór í díið
Ætti nú að taka sér tak
og minka fylliríið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ÓVÖNDUÐ FRÉTTASTOFA SJÓNVARPS

... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.  
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara  

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar : “VANDASAMT ER VEGABRASK”

... Árás á sameignarviðhorf um almannavegi birtist í Vaðlaleiknum. Það högg reyndist klámhögg og verður því ekki sértjaldað vegabraski til framdráttar. Sú er ástæðan fyrir þöggun og yfirklóri, enda eru önnur plön um vegabrask í bígerð. Að auki er orðstýr skapara absúrd Vaðlaleiks þeim mikilsverðastur af öllu. Því er reynt að fela öll óhreinindin, allt kusk á hvítflibbum dustað af þeim sem með spunavald fara gagnvart almenningi. Eftir stendur þó ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVER Á VINDINN? - BRASK MEÐ ALMANNAGÆÐI

Umræða um vindorkuver á Íslandi hefur varla farið framhjá nokkrum einasta manni undanfarna mánuði og ár. Fjölmiðlar hafa greint frá mjög glannalegum áformum um stóra vindorkugarða, oft í eigu erlendra aðila. Þetta er enn einn anginn af botnlausri græðgisvæðingu samfélagsins. Ætlunin er að fórna landsvæði, útsýni og fuglalífi á altari fáeinna braskara og jafnvel fjárglæframanna.  Fjölmiðlar margir eru gagnrýnislausir, segja einungis frá áformunum en tengja þau ekkert við stærra samhengi. Eftir því sem áherslan eykst á „græna orkugjafa“ sjá braskararnir sér einfaldlega leik á borði að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FRÁSÖGN KJARTANS ÓLAFSSONAR AF ÍSLENSKUM KOMMÚNISTU

...Pólitískur klofningur verkalýðsaflanna á Íslandi birtist í stofnun KFÍ og brösóttri sambúð hans við Alþýðuflokkinn. Af hverju var sú sambúð svo erfið? Hverjir klufu mest? ASÍ var samvaxið Alþýðuflokknum frá stofnun, 1916. Allt frá 3. áratugnum predikuðu kommúnistar aðskilnað verkalýðsfélaga frá flokknum og stofnun óháðs verkalýðssambands, en kratar hindruðu það. Flokksfélögum kommúnista var meinuð aðild að Alþýðusambandinu, og ekki bara það – krataforingjarnir ákváðu að aðeins Alþýðuflokksmenn skyldu kjörgengir til trúnaðarstarfa innan sambandsins. Þeir klufu verkalýðsfélög hiklaust ef kommúnistar höfðu þar forustu, stofnuðu ný félög og véku hinum úr ASÍ. Þetta var alvarlegasta klofningsstarfið í hreyfingunni. Kjartan Ólafsson kemur inn á þessa klofningsaðferð kratanna, lýsir henni málefnalega (t.d. bls. 87) en hefur samt ekki um hana mörg orð ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: FUGLAR OG FÓLK.

Rjúpa ein hvílir í klóm frænda síns, fálka. Haldin Stokkhólmseinkenni, unir rjúpa sér vel eftir atvikum og bæði segja samband sitt samþykkt í nafni samstöðu. Yfir sveimar vígalegur konungur fugla, fálka og rjúpu, örn, sem kallast Sammi á stundum og veit vel af yfirvaldi sínu yfir þeim frændsyskinum í samstöðubandinu.
Með sunnavindi bárust nýlega öllu fuglageri Íslands vondu tíðindin af harmi kúgaðs fólks í Palestínu, fjöldadrápi á fólki í fangabúðum, fjölþættum ofsóknum um langan tíma á svæði þar sem hatrið ríkir. Hugaður ...

Lesa meira

Kári skrifar: STOFNUN UM SAMVINNU LANDSREGLARA (ACER) - Framsal íslensks ríkisvalds  - Framhaldsumræða

  Í síðustu grein var rætt um tilurð og stofnun ACER og reglugerðirnar sem þessi stofnun landsreglara byggist á. Eftir því sem sumir stuðningsmenn orkupakkanna, sérstaklega á þingi, tjá sig oftar og meira, þeim mun augljósari verður djúpstæður þekkingarskortur þeirra á heildarsamhengi málsins. Málflutningur þeirra minnir helst á tal krakka sem eru að byrja að átta sig á heiminum og reyna að skilja muninn á hlutbundnum og óhlutbundnum veruleika...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: LIÐSKÖNNUN ANTONY BLINKENS Á NORÐURSLÓÐUM

Liðskönnun Antony Blinkens á Norðurslóðum gekk vel. Allir flokkar á Alþingi Íslendinga stóðu prúðan heiðursvörð þegar hann gekk könnunarganginn. Hann var ekki spurður um nýja norðurslóðastefnu Bandaríkjahers. Sergei Lavrov var hins vegar sagður efna til átaka á Norðurslóðum, vegna einhvers sem hann sagði aldrei. Eftir fund þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Hörpu sagði Antony Blinken: “Sem bandamenn á Norðuslóðum vilja Íslendingar og Bandaríkjamenn tryggja að heimshlutinn verði ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar