Umheimur Mars 2008

FUNDUR Í DAG: GEGN MANNRÉTTINDABROTUM Í TÍBET


...Hópur fólks hefur að undanförnu beitt sér gegn mannréttindabrotum í Tíbet og þá jafnframt í þágu mannréttindanna. Ég vil vekja sérstaka athygli á fundi sem í dag verður haldinn við kínverska sendiráðið en í kjölfar hans verður fulltrúum ríkisstjórnarinnar afhent hvatning um að taka afdráttarlausa afstöðu í þágu mannréttinda í Tíbet. Eftirfarandi tilkynningu sendi baráttuhópurinn frá sér í dag....

Lesa meira

MÓTMÆLUM MANNRÉTTINDABROTUM Í TÍBET


...Ég hef hvatt íslensk stjórnvöld til að bregðast við og fyrir hönd þingflokks VG hef ég óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis um málið. Til þess fundar hefur ekki enn verið boðað. Oft læðist að mér sá grunur að íslensk stjórnvöld geri einvörðungu það sem þau telja borga sig hverju sinni. Það á vissulega við um fleiri... Að mínum dómi er útilokað að verja ógnarstjórn og ofbeldi sem kínversk yfirvöld eru nú uppvís að - og hafa lengi verið - gagnvart landsmönnum. Meðfylgjandi er fréttatilkynning um mótmælafund við kínverska sendiráðið laugardaginn 22. mars klukkan 13.

Lesa meira

FYLGJUMST MEÐ TÍBET

Tibet 3

Birgitta Jónsdóttir, skáldkona, skrifar umhugsunarverða grein hér á síðuna í dag um Tíbet og það ofbeldi sem kínverska hernámsliðið beitir landsmenn þar. Hér fyrr á tíð fór ætíð minna fyrir mótmælum gegn ofríki og ofbeldi kínverskra stjórnvalda gagnvart þegnunum en gegn hinum  sovésku Kremlverjum...Hvað gæti hafa valdið þessu? Það er auglóst mál: Hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir ...Nú borgar sig hins vegar að hafa kínversk stjórnvöld góð, enda sjá þau vestrænum kapitalistum fyrir stærstu þrælakistu heimsins. Til er fólk sem hugsar á annan veg. Það gerir Birgitta Jónsdóttir, skáldkona. Hún spyr ekki hvenær það borgi sig að berjast fyrir mannréttindum. Hún - að eigin frumkvæði og ein á báti - stendur fyrir mótmælum  við kínverska sendiráðið í dag klukkan 17 til að hvetja okkur til samstöðu með Tíbetum og mótmæla ofbeldinu sem...

Lesa meira

ÖLL Á TORGIÐ AÐ MÓTMÆLA HERNÁMI ÍRAKS!


...Spurning hvort kalla eigi þetta stríð. Um er að ræða hernám annars  vegar og síðan andspyrnu gegn því. Ömurlegt er að vita til þess að íslensk stjórnvöld skuli hafa lagst í duftið fyrir hið árásargjarna herveldi, Bandaríkin. Þyngra en tárum taki er að Samfylkingin með formann þess flokks í broddi fylkingar,Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, skuli ganga eins langt og raun ber vitni í þjónkun við Bush-stjórnina bandarísku.
Vesöld Samfylkingarinnar virðist ekki ...

Lesa meira

EKKI LÍTA UNDAN


Ræða á útifundi á Lækjartorgi
...Þegar íslenskir ráðherrar tala um réttlætingu Ísraela á ofbeldisverkunum þá er þetta samhengið. Ísraelska hernámsliðið hefur í gegnum tíðina lært að lifa með tímabundinni gagnrýni umheimsins. Gagnrýnin er umborin að því tilskyldu að lykilorðið - leyniorðið -  fylgi: "Já, en við vitum að þið eruð að gera þetta í sjálfsvörn." Þannig talar Bush og þannig hafa íslenskar ríkisstjórnir talað í seinni tíð...En það er eitt að skilja á kaldan og tilfinningasnauðan hátt....Þarf að drepa minn bróður, mína systur eða barnið mitt til að ég skilji í alvöru? Þarf að sprengja heimili  mitt í loft upp eða sjúkrahúsið þar sem faðir minn liggur, gamall og sjúkur, til að ég skilji til fulls fréttirnar frá Gaza?...Ég spyr: Styður ríkisstjórn Íslands ofbeldisstjórn Ohlmerts?...

Lesa meira

ÚTIFUNDUR Á LÆKJARTORGI GEGN OFBELDI Í PALESTÍNU

motmaelafundur Palestina 5.3.08

Á morgun, miðvikudag klukkan 12:15, er boðað til útifundar á Lækjartorgi í Reykjavík til að mótmæla hernaðarofbeldinu á Gaza svæðinu í Palestínu. Yfirskrift fundarins er: Stöðvum fjöldamorðin og rjúfum umsátrið á Gaza. Á Gaza svæðinu hafa á örfáum dögum á annað hundrað manns verið myrtir, þar af tugir barna. Til viðbótar hafa mörg hundruð manns særst í árásum ísraelska hersins... Öllu fólki um heiminn allan ber siðferðileg skylda til að láta frá sér heyra...Þetta er það minnsta sem við getum gert - og hvernig sem viðrar. Með því að mæta á fundinn fylkjum við okkur að baki kröfunni á hendur íslenskum stjórnvöldum...  

Lesa meira

ÁKALL: ÍSLAND RJÚFI STJÓRNMÁLASAMBAND VIÐ ÍSRAEL


Yfir helgina hafa okkur borist fréttir af "aðgerðum" Ísraelshers á Gaza svæðinu og "hernaðarátökum" þar. Þessi orðanotkun er villandi. Í reynd er hér verið að segja frá kaldrifjuðum árásum og morðum á óbreyttum borgurum. Í dag sendi formaður félagsins Ísland Palestína, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, frá sér áskorun til íslenskra stjórnvalda og hvet ég lesendur til að kynna sér þessa yfirlýsingu. Ég hvet jafnframt allt fólk til að l...

Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar