Umheimur 2008

YFIRLÝSING UTANRÍKISRÁÐHERRA UM RÉTTLÆTI Í HEIMSVIÐSKIPTUM

Birtist í Morgunblaðinu 07.08.08.
MBL - Logo...Hvað eru varaformaður og formaður Samfylkingarinnar eiginlega að fara? Þau hræra saman áralangri deilu um skipulag á landbúnaðarframleiðslu á Íslandi og baráttu fátækra landa fyrir að koma útflutningsvörum sínum á heimsmarkað án skilyrða. Látið er líta svo út sem íslenski bóndinn sé helsti dragbítur á tilraunir þriðja heimsins til að hefja sig upp úr fátækt. Hvers kyns stuðningur við landbúnað er eitur í beinum þessara talsmanna Samfylkingarinnar og "áríðandi mannúðarmál" að knýja þar fram breytingar svo "opin heimsviðskipti" geti farið fram. Eftir því sem ég skil málið hefur sú deila innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem snýr að landbúnaði staðið um ...

Lesa meira

ÞURFUM BJARTSÝNA RÍKISSTJÓRN

Birtist í DV 16.07.08.
DV...Aðra skýringu á óvinsældum ríkisstjórnarinnar er hugsanlega að finna í hinu óreglubundna göngulagi sem stjórnin hefur tamið sér. Þegar einn ráðherra stígur fram þá stígur annar aftur og þegar einn talar í norður má bóka að síðar þann sama dag muni annar tala í suður. Um þetta er Evrópuumræðan dæmigerð. Auðvitað mega ráðherrar hafa mismunandi sjónarmið og áherslur. En þetta er nú einu sinni ríkisstjórn og það sem máli skiptir fyrir landslýð er að fá að vita hvað hún hyggst taka sér fyrir hendur sem slík. Björn Bjarnason dómsmálaráherra á síðasta útspilið ... 

Lesa meira

FORDÓMALAUS UMRÆÐA UM EES?

Birtist í Morgunblaðinu 10.07.08.
MBL - Logo...Þarna eru farin að rekast á annars vegar markaðshyggja og miðstýring Evrópusambandsins og hins vegar lýðræðislegur vilji okkar. Ef lýðræðið og skerðing á því er ekki stórmál sem kallar á umræðu í okkar samfélagi er ég illa svikinn. Enda er það svo að þótt stofnanaveldið sé afundið hafa viðbrögð við greinum mínum almennt í samfélaginu verið afar sterk og jákvæð...

Lesa meira

AÐ VERA TEKINN ALVARLAEGA

Birtist í Fréttablaðinu 10.07.08.
Fréttabladid haus...Nú gerðust undur og stórmerki. Þeir sem áður höfðu látið í veðri vaka að þeir vildu umræðu um Evrópumál virtust vilja kveða tal mitt niður umræðulaust! Varaformaður  Samfylkingar talaði um "heimsku" að ég skyldi voga mér að hreyfa þessum málum! Leiðarhöfundur Fréttablaðsins sagði að ég yrði að skýra mál mitt miklu betur ef taka ætti  "þingmanninn alvarlega."...

Lesa meira

PSI: DRÖGUM RÉTTA LÆRDÓMA AF FJÁRMÁLAKREPPUNNI


...Í greinargerð PSI er vísað til þess að Alan Greenspan, fyrrum stjórnandi bandaríska seðlabankans ( US  Federal Reseve Bank), hafi fram á síðustu stund neitað að viðurkenna að nokkuð væri að í fjármálakerfi heimsins.  Nú segi hann að kreppan sé sú alvarlegasta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Það verði án efa mörg fórnarlömb en vonandi verði ekki þeirra á meðal sú hugsun að leyfa markaðnum að leika frjálsum sem tæki til að tryggja stöðugleika í fjarmálakerfum á heimsvísu (" ..as the fundamental balance mechanism for global finance." ...). Þá er vitnað i Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrisssjóðsins, IMF, sem upphaflega gerði  lítið úr kreppunni en segir nú að hún sé mjög alvarleg en að þó séu ljósir punktar. Kannski geti kreppan orðið tilefni til ...

Lesa meira

ABBAS Á ÍSLANDI OG AMNESTY INTERNATIONAL


...Ég varð við ákalli Amnesty International og tók upp mál hins dauðdæmda manns við  Mahmoud Abbas í viðræðum við hann á Bessastöðum. Fram hefur komið í fréttum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hafi gert slíkt hið sama á fundi með Abbas síðar um daginn. Er það vel. Hins vegar er ósköp dapurlegt að fylgjast með því hvernig Íslendingar lötra þá slóð sem Washington vísar þeim í málefnum Palestínu sem öðrum alþjóðamálum. Þá má ekki gleyma því að stjórn  Mahmouds Abbasar er ekki lýðræðislega kjörin heldur situr að völdum á forsendum og með stuðningi Ísraela og Bandaríkjastjórnar...

Lesa meira

RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS STYÐUR AUKNA HERVÆÐINGU


...En spurning mín til ríkisstjórnarflokkanna á Íslandi, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, er hvort þeir telji það vera eftirsóknarvert framlag Íslands til heimsmálanna að leggjast á sveif með vopnaiðnaðinum og kynda undir nýtt vígbúnaðarkapphlaup? Einmitt þetta gerðu þau Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar með stuðningi sínum - fyrir Íslands hönd - við NATÓ samþykktina á nýfstöðnum fundi hernaðarbandalagsins í Búkarest...

Lesa meira

FUNDUR Í DAG: GEGN MANNRÉTTINDABROTUM Í TÍBET


...Hópur fólks hefur að undanförnu beitt sér gegn mannréttindabrotum í Tíbet og þá jafnframt í þágu mannréttindanna. Ég vil vekja sérstaka athygli á fundi sem í dag verður haldinn við kínverska sendiráðið en í kjölfar hans verður fulltrúum ríkisstjórnarinnar afhent hvatning um að taka afdráttarlausa afstöðu í þágu mannréttinda í Tíbet. Eftirfarandi tilkynningu sendi baráttuhópurinn frá sér í dag....

Lesa meira

MÓTMÆLUM MANNRÉTTINDABROTUM Í TÍBET


...Ég hef hvatt íslensk stjórnvöld til að bregðast við og fyrir hönd þingflokks VG hef ég óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis um málið. Til þess fundar hefur ekki enn verið boðað. Oft læðist að mér sá grunur að íslensk stjórnvöld geri einvörðungu það sem þau telja borga sig hverju sinni. Það á vissulega við um fleiri... Að mínum dómi er útilokað að verja ógnarstjórn og ofbeldi sem kínversk yfirvöld eru nú uppvís að - og hafa lengi verið - gagnvart landsmönnum. Meðfylgjandi er fréttatilkynning um mótmælafund við kínverska sendiráðið laugardaginn 22. mars klukkan 13.

Lesa meira

FYLGJUMST MEÐ TÍBET

Tibet 3

Birgitta Jónsdóttir, skáldkona, skrifar umhugsunarverða grein hér á síðuna í dag um Tíbet og það ofbeldi sem kínverska hernámsliðið beitir landsmenn þar. Hér fyrr á tíð fór ætíð minna fyrir mótmælum gegn ofríki og ofbeldi kínverskra stjórnvalda gagnvart þegnunum en gegn hinum  sovésku Kremlverjum...Hvað gæti hafa valdið þessu? Það er auglóst mál: Hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir ...Nú borgar sig hins vegar að hafa kínversk stjórnvöld góð, enda sjá þau vestrænum kapitalistum fyrir stærstu þrælakistu heimsins. Til er fólk sem hugsar á annan veg. Það gerir Birgitta Jónsdóttir, skáldkona. Hún spyr ekki hvenær það borgi sig að berjast fyrir mannréttindum. Hún - að eigin frumkvæði og ein á báti - stendur fyrir mótmælum  við kínverska sendiráðið í dag klukkan 17 til að hvetja okkur til samstöðu með Tíbetum og mótmæla ofbeldinu sem...

Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar