Umheimur 2008

YFIRLÝSING UTANRÍKISRÁÐHERRA UM RÉTTLÆTI Í HEIMSVIÐSKIPTUM

Birtist í Morgunblaðinu 07.08.08.
MBL - Logo...Hvað eru varaformaður og formaður Samfylkingarinnar eiginlega að fara? Þau hræra saman áralangri deilu um skipulag á landbúnaðarframleiðslu á Íslandi og baráttu fátækra landa fyrir að koma útflutningsvörum sínum á heimsmarkað án skilyrða. Látið er líta svo út sem íslenski bóndinn sé helsti dragbítur á tilraunir þriðja heimsins til að hefja sig upp úr fátækt. Hvers kyns stuðningur við landbúnað er eitur í beinum þessara talsmanna Samfylkingarinnar og "áríðandi mannúðarmál" að knýja þar fram breytingar svo "opin heimsviðskipti" geti farið fram. Eftir því sem ég skil málið hefur sú deila innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem snýr að landbúnaði staðið um ...

Lesa meira

ÞURFUM BJARTSÝNA RÍKISSTJÓRN

Birtist í DV 16.07.08.
DV...Aðra skýringu á óvinsældum ríkisstjórnarinnar er hugsanlega að finna í hinu óreglubundna göngulagi sem stjórnin hefur tamið sér. Þegar einn ráðherra stígur fram þá stígur annar aftur og þegar einn talar í norður má bóka að síðar þann sama dag muni annar tala í suður. Um þetta er Evrópuumræðan dæmigerð. Auðvitað mega ráðherrar hafa mismunandi sjónarmið og áherslur. En þetta er nú einu sinni ríkisstjórn og það sem máli skiptir fyrir landslýð er að fá að vita hvað hún hyggst taka sér fyrir hendur sem slík. Björn Bjarnason dómsmálaráherra á síðasta útspilið ... 

Lesa meira

FORDÓMALAUS UMRÆÐA UM EES?

Birtist í Morgunblaðinu 10.07.08.
MBL - Logo...Þarna eru farin að rekast á annars vegar markaðshyggja og miðstýring Evrópusambandsins og hins vegar lýðræðislegur vilji okkar. Ef lýðræðið og skerðing á því er ekki stórmál sem kallar á umræðu í okkar samfélagi er ég illa svikinn. Enda er það svo að þótt stofnanaveldið sé afundið hafa viðbrögð við greinum mínum almennt í samfélaginu verið afar sterk og jákvæð...

Lesa meira

AÐ VERA TEKINN ALVARLAEGA

Birtist í Fréttablaðinu 10.07.08.
Fréttabladid haus...Nú gerðust undur og stórmerki. Þeir sem áður höfðu látið í veðri vaka að þeir vildu umræðu um Evrópumál virtust vilja kveða tal mitt niður umræðulaust! Varaformaður  Samfylkingar talaði um "heimsku" að ég skyldi voga mér að hreyfa þessum málum! Leiðarhöfundur Fréttablaðsins sagði að ég yrði að skýra mál mitt miklu betur ef taka ætti  "þingmanninn alvarlega."...

Lesa meira

PSI: DRÖGUM RÉTTA LÆRDÓMA AF FJÁRMÁLAKREPPUNNI


...Í greinargerð PSI er vísað til þess að Alan Greenspan, fyrrum stjórnandi bandaríska seðlabankans ( US  Federal Reseve Bank), hafi fram á síðustu stund neitað að viðurkenna að nokkuð væri að í fjármálakerfi heimsins.  Nú segi hann að kreppan sé sú alvarlegasta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Það verði án efa mörg fórnarlömb en vonandi verði ekki þeirra á meðal sú hugsun að leyfa markaðnum að leika frjálsum sem tæki til að tryggja stöðugleika í fjarmálakerfum á heimsvísu (" ..as the fundamental balance mechanism for global finance." ...). Þá er vitnað i Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrisssjóðsins, IMF, sem upphaflega gerði  lítið úr kreppunni en segir nú að hún sé mjög alvarleg en að þó séu ljósir punktar. Kannski geti kreppan orðið tilefni til ...

Lesa meira

ABBAS Á ÍSLANDI OG AMNESTY INTERNATIONAL


...Ég varð við ákalli Amnesty International og tók upp mál hins dauðdæmda manns við  Mahmoud Abbas í viðræðum við hann á Bessastöðum. Fram hefur komið í fréttum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hafi gert slíkt hið sama á fundi með Abbas síðar um daginn. Er það vel. Hins vegar er ósköp dapurlegt að fylgjast með því hvernig Íslendingar lötra þá slóð sem Washington vísar þeim í málefnum Palestínu sem öðrum alþjóðamálum. Þá má ekki gleyma því að stjórn  Mahmouds Abbasar er ekki lýðræðislega kjörin heldur situr að völdum á forsendum og með stuðningi Ísraela og Bandaríkjastjórnar...

Lesa meira

RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS STYÐUR AUKNA HERVÆÐINGU


...En spurning mín til ríkisstjórnarflokkanna á Íslandi, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, er hvort þeir telji það vera eftirsóknarvert framlag Íslands til heimsmálanna að leggjast á sveif með vopnaiðnaðinum og kynda undir nýtt vígbúnaðarkapphlaup? Einmitt þetta gerðu þau Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar með stuðningi sínum - fyrir Íslands hönd - við NATÓ samþykktina á nýfstöðnum fundi hernaðarbandalagsins í Búkarest...

Lesa meira

FUNDUR Í DAG: GEGN MANNRÉTTINDABROTUM Í TÍBET


...Hópur fólks hefur að undanförnu beitt sér gegn mannréttindabrotum í Tíbet og þá jafnframt í þágu mannréttindanna. Ég vil vekja sérstaka athygli á fundi sem í dag verður haldinn við kínverska sendiráðið en í kjölfar hans verður fulltrúum ríkisstjórnarinnar afhent hvatning um að taka afdráttarlausa afstöðu í þágu mannréttinda í Tíbet. Eftirfarandi tilkynningu sendi baráttuhópurinn frá sér í dag....

Lesa meira

MÓTMÆLUM MANNRÉTTINDABROTUM Í TÍBET


...Ég hef hvatt íslensk stjórnvöld til að bregðast við og fyrir hönd þingflokks VG hef ég óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis um málið. Til þess fundar hefur ekki enn verið boðað. Oft læðist að mér sá grunur að íslensk stjórnvöld geri einvörðungu það sem þau telja borga sig hverju sinni. Það á vissulega við um fleiri... Að mínum dómi er útilokað að verja ógnarstjórn og ofbeldi sem kínversk yfirvöld eru nú uppvís að - og hafa lengi verið - gagnvart landsmönnum. Meðfylgjandi er fréttatilkynning um mótmælafund við kínverska sendiráðið laugardaginn 22. mars klukkan 13.

Lesa meira

FYLGJUMST MEÐ TÍBET

Tibet 3

Birgitta Jónsdóttir, skáldkona, skrifar umhugsunarverða grein hér á síðuna í dag um Tíbet og það ofbeldi sem kínverska hernámsliðið beitir landsmenn þar. Hér fyrr á tíð fór ætíð minna fyrir mótmælum gegn ofríki og ofbeldi kínverskra stjórnvalda gagnvart þegnunum en gegn hinum  sovésku Kremlverjum...Hvað gæti hafa valdið þessu? Það er auglóst mál: Hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir ...Nú borgar sig hins vegar að hafa kínversk stjórnvöld góð, enda sjá þau vestrænum kapitalistum fyrir stærstu þrælakistu heimsins. Til er fólk sem hugsar á annan veg. Það gerir Birgitta Jónsdóttir, skáldkona. Hún spyr ekki hvenær það borgi sig að berjast fyrir mannréttindum. Hún - að eigin frumkvæði og ein á báti - stendur fyrir mótmælum  við kínverska sendiráðið í dag klukkan 17 til að hvetja okkur til samstöðu með Tíbetum og mótmæla ofbeldinu sem...

Lesa meira

Frá lesendum

LOFORÐAVERTÍÐIN BYRJUÐ

Nú kjörtímabilið er klárlega búið
kófsveittir akta á bæði borð
En samstarfið var jú lélegt og lúið
lítið heyrðust trúverðug orð.

Í frjálshyggjunni ei frelsi sést

flokksmenn snúa til varna
En væri ekki lang lang best
að leiða í burtu Bjarna?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð

Lesa meira

JÁ NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ

Nú sósíalistar setjast á þing
Sjálfstæðis flokks að gæta
Með alþýðu nú Nallann syng
úr neyðinni vaskir bæta.

Hér svik og lygi sitt á hvað
sjáum nú alla daga
í September við sjáum það
hverjir sultarkjörin laga.

Í lífsins skóla lærði fljótt
að loforð frambjóðenda
Lifðu alls ekki eina nótt
á lygina vildi benda.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð

Lesa meira

BRANDARAKALLARNIR SEM GERÐU ÍSLAND GJALDÞROTA

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kastró er ekki búinn að vera fimm mínútur í helvíti og við erum þegar byrjaðir að fá flóttamenn“.  Ég man Þegar Íhaldið sá um fjármálaráðuneytið 2008 og Gerði Ísland GJALDÞROTA. Almenningur missti húsnæði og vinnu og FLÚÐI land!

Brandara kallinn Óli Björn
baunar á sósialisma
Virðist í frjálshyggju vörn
hatar víst komonista.

Sósíalistum ég sendi hug
saman hafið valdið
Með samstöðunni sýnið dug
sækið á auðvaldið.

Ráðherraliðið rauk nú austur
í rólegheita kjaftalotu
En fáránlegur var fjáraustur
fóru víst í einkaþotu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

NÚ ER ÞAÐ NALLINN!

Sósíalistar sigla á þing
seinna á þessu ári
Auðvitað nú Nallann syng
nelgdu það Gunnar Smári.

Aðalheiður er alveg óð
aldeilis illa hitti
segir sjómenn veiða kóð
og sýkta ormatitti.

Sautjándi júlí kemur senn
sjötíu og fjagra verður þá
Hann segist í fullu fjöri enn
farðu varlega og slakaðu á.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÓPERASJÓN BARBAROSSA – ENN OG AFTUR

Áttatíu ár eru í dag liðin frá innrás Þýskalands í Sovétríkin, Óperasjón Barbarossa, mannskæðasta glæp veraldarsögunnar. Haldið er upp á afmælið með mikilli samræmdri heræfingu í Austur-Evrópu undir bandarískri stjórn, gegn Rússlandi. Æfingin sem nefnist  DefenderEurope 2021 stendur nú yfir en er dreift á nokkrar vikur í 12 Austur-Evrópulöndum, á landi og sjó. Þátt taka 37 þúsund hermenn frá 27 löndum, þar á meðal frá hinum 14 nýju aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu. Öll fer æfingin fram í Austur-Evrópu, frá Eystrasalti til Svartahafs og Balkanskaga ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar : “VANDASAMT ER VEGABRASK”

... Árás á sameignarviðhorf um almannavegi birtist í Vaðlaleiknum. Það högg reyndist klámhögg og verður því ekki sértjaldað vegabraski til framdráttar. Sú er ástæðan fyrir þöggun og yfirklóri, enda eru önnur plön um vegabrask í bígerð. Að auki er orðstýr skapara absúrd Vaðlaleiks þeim mikilsverðastur af öllu. Því er reynt að fela öll óhreinindin, allt kusk á hvítflibbum dustað af þeim sem með spunavald fara gagnvart almenningi. Eftir stendur þó ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVER Á VINDINN? - BRASK MEÐ ALMANNAGÆÐI

Umræða um vindorkuver á Íslandi hefur varla farið framhjá nokkrum einasta manni undanfarna mánuði og ár. Fjölmiðlar hafa greint frá mjög glannalegum áformum um stóra vindorkugarða, oft í eigu erlendra aðila. Þetta er enn einn anginn af botnlausri græðgisvæðingu samfélagsins. Ætlunin er að fórna landsvæði, útsýni og fuglalífi á altari fáeinna braskara og jafnvel fjárglæframanna.  Fjölmiðlar margir eru gagnrýnislausir, segja einungis frá áformunum en tengja þau ekkert við stærra samhengi. Eftir því sem áherslan eykst á „græna orkugjafa“ sjá braskararnir sér einfaldlega leik á borði að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FRÁSÖGN KJARTANS ÓLAFSSONAR AF ÍSLENSKUM KOMMÚNISTU

...Pólitískur klofningur verkalýðsaflanna á Íslandi birtist í stofnun KFÍ og brösóttri sambúð hans við Alþýðuflokkinn. Af hverju var sú sambúð svo erfið? Hverjir klufu mest? ASÍ var samvaxið Alþýðuflokknum frá stofnun, 1916. Allt frá 3. áratugnum predikuðu kommúnistar aðskilnað verkalýðsfélaga frá flokknum og stofnun óháðs verkalýðssambands, en kratar hindruðu það. Flokksfélögum kommúnista var meinuð aðild að Alþýðusambandinu, og ekki bara það – krataforingjarnir ákváðu að aðeins Alþýðuflokksmenn skyldu kjörgengir til trúnaðarstarfa innan sambandsins. Þeir klufu verkalýðsfélög hiklaust ef kommúnistar höfðu þar forustu, stofnuðu ný félög og véku hinum úr ASÍ. Þetta var alvarlegasta klofningsstarfið í hreyfingunni. Kjartan Ólafsson kemur inn á þessa klofningsaðferð kratanna, lýsir henni málefnalega (t.d. bls. 87) en hefur samt ekki um hana mörg orð ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: FUGLAR OG FÓLK.

Rjúpa ein hvílir í klóm frænda síns, fálka. Haldin Stokkhólmseinkenni, unir rjúpa sér vel eftir atvikum og bæði segja samband sitt samþykkt í nafni samstöðu. Yfir sveimar vígalegur konungur fugla, fálka og rjúpu, örn, sem kallast Sammi á stundum og veit vel af yfirvaldi sínu yfir þeim frændsyskinum í samstöðubandinu.
Með sunnavindi bárust nýlega öllu fuglageri Íslands vondu tíðindin af harmi kúgaðs fólks í Palestínu, fjöldadrápi á fólki í fangabúðum, fjölþættum ofsóknum um langan tíma á svæði þar sem hatrið ríkir. Hugaður ...

Lesa meira

Kári skrifar: STOFNUN UM SAMVINNU LANDSREGLARA (ACER) - Framsal íslensks ríkisvalds  - Framhaldsumræða

  Í síðustu grein var rætt um tilurð og stofnun ACER og reglugerðirnar sem þessi stofnun landsreglara byggist á. Eftir því sem sumir stuðningsmenn orkupakkanna, sérstaklega á þingi, tjá sig oftar og meira, þeim mun augljósari verður djúpstæður þekkingarskortur þeirra á heildarsamhengi málsins. Málflutningur þeirra minnir helst á tal krakka sem eru að byrja að átta sig á heiminum og reyna að skilja muninn á hlutbundnum og óhlutbundnum veruleika...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar