Umheimur 2010

Aldrei hefur mér þótt eins vænt um málflutning af Íslands hálfu
á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og þann sem Össur
Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, flutti nú í vikulokin....Hér var
talað tæpitungulaust og óttalaust um
réttlætismál án þess að fá áður stimpil að utan, það mátti sjá úr
mílufjarlægð - svo mikið þykist ég vita um utanríkismál. Í
Vinstrihreyfingunni grænu framboði erum við flest ósammála
utanríkisráðherra um ESB en mannréttindakafla þessarar ræðu hefðum
við getað flutt kinnroðalaust. Svo mikið veit ég. Össur tók upp mál
...
Lesa meira

Skýringar eru misvísandi á því hvers vegna mörg ríki, þar á
meðal Ísland, hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu
þjóðunum, um að tryggja vatn sem mannréttindi....Maude Barlow, hin
þekkta kanadíska baráttukona, sem m.a. hefur gegnt ráðgjafastörfum
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á sviði þessa málaflokks, segir
samþykkt tillögunnar vera mikilvæg tímamót fyrir alla þá sem vilja
réttlæti á þessu sviði ...Maude Barlow telur að ágreiningurinn sem
fram kom við atkvæðagreiðsluna í eigi rót að rekja til mismunandi
grundvallarafstöðu, annars vegar á afstöðu þeirra þjóða sem vilja
telja vatn til almannagæða og mannréttinda og svo hinna sem vilja
markaðsvæða vatnið...Þessi ólíka grundvallarafstaða hafi síðan
...
Lesa meira

Í morgun áttum við Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB
stórfróðlegan fund með José Sojo, sendiherra Venezuela á Íslandi
með (aðsetur í Osló), í höfuðstöðvum bandalagsins. Það er
óneitanlega önnur mynd sem dregin er upp af gangi mála í þessu
umtalaðasta ríki Suður- Ameríku en gert er að jafnaði í stærstu
fjölmiðlum heims. Hvers vegna er Venezuela umtalað? Jú, vegna
harðdrægni Hugos Chavez, forseta og stjórnar hans, í garð
fjölþjóða-auðvaldsins sem fyrir stjórnartíð forsetans var að verða
talsvert ágengt í að éta upp auðlindir landsmanna. Olíuiðnaðurinn í
Venezuela hafði verið í þjóðareign frá miðjum áttunda áratugnum en
í ...
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum