Umheimur 2010

Aldrei hefur mér þótt eins vænt um málflutning af Íslands hálfu
á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og þann sem Össur
Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, flutti nú í vikulokin....Hér var
talað tæpitungulaust og óttalaust um
réttlætismál án þess að fá áður stimpil að utan, það mátti sjá úr
mílufjarlægð - svo mikið þykist ég vita um utanríkismál. Í
Vinstrihreyfingunni grænu framboði erum við flest ósammála
utanríkisráðherra um ESB en mannréttindakafla þessarar ræðu hefðum
við getað flutt kinnroðalaust. Svo mikið veit ég. Össur tók upp mál
...
Lesa meira

Skýringar eru misvísandi á því hvers vegna mörg ríki, þar á
meðal Ísland, hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu
þjóðunum, um að tryggja vatn sem mannréttindi....Maude Barlow, hin
þekkta kanadíska baráttukona, sem m.a. hefur gegnt ráðgjafastörfum
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á sviði þessa málaflokks, segir
samþykkt tillögunnar vera mikilvæg tímamót fyrir alla þá sem vilja
réttlæti á þessu sviði ...Maude Barlow telur að ágreiningurinn sem
fram kom við atkvæðagreiðsluna í eigi rót að rekja til mismunandi
grundvallarafstöðu, annars vegar á afstöðu þeirra þjóða sem vilja
telja vatn til almannagæða og mannréttinda og svo hinna sem vilja
markaðsvæða vatnið...Þessi ólíka grundvallarafstaða hafi síðan
...
Lesa meira

Í morgun áttum við Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB
stórfróðlegan fund með José Sojo, sendiherra Venezuela á Íslandi
með (aðsetur í Osló), í höfuðstöðvum bandalagsins. Það er
óneitanlega önnur mynd sem dregin er upp af gangi mála í þessu
umtalaðasta ríki Suður- Ameríku en gert er að jafnaði í stærstu
fjölmiðlum heims. Hvers vegna er Venezuela umtalað? Jú, vegna
harðdrægni Hugos Chavez, forseta og stjórnar hans, í garð
fjölþjóða-auðvaldsins sem fyrir stjórnartíð forsetans var að verða
talsvert ágengt í að éta upp auðlindir landsmanna. Olíuiðnaðurinn í
Venezuela hafði verið í þjóðareign frá miðjum áttunda áratugnum en
í ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum