Umheimur 2014

... Undir lok umfjöllunar sinnar er vikið að hernaðaraðgerðum
sem nú standa yfir: loftárásum á ISIS í Sýrlandi. Vitnað er í
nafngreinda sérfræðinga CIA sem segja að vísbendingar geti verið um
að afskipti Bandaríkjamanna hefðu stuðlað að uppgangi ISIS og að
loftárásirnar nú séu að þjappa saman Jabhat al-Nusra (grein úr Al
Queda) og ISIS, sem að undanförnu hafa deilt. Nú hafa þessi
samtök sameiginlegan óvin - sem eru Bandaríkin og taglhnýtingar
þeirra. Þar erum við Íslendingar því miður hnýttir í tagl ...
Lesa meira
... Á yfirlitsfundi í morgun áður en við hurfum á braut var
farið yfir framkvæmdina og sagði sænskur eftirlitsmaður sem hafði
eins konar yfirumsjón með höndum að hann væri ánægður með framkvæmd
kosninganna. Hnökrar hefðu verið til þess að gera litlir. Nú
verður ahyglisvert að fylgjast með framvindunni að afloknum
þingkosningunum. Svo fór sem spáð var að flokkur Porosjenkós
forseta fékk mest fylgi og næstmest fékk flokkur forsætisráðherrans
Yatsenyeks ... Öllum ber saman um að sríðið og afstaða til þess mun
verði helsti ásteitingarsteinn í úkraínskum stjórnmálum á komandi
misserum og síðan mun verða horft á hitt, hvernig muni takast
að kveða niður spillingu í landinu. Porosjenkó, forsetii, er
sjálfur auðkýfingur og verður fróðlegt að sjá hvort honum muni
takast að aftengjast hagsmunagæslu fyrir sig og sína líka. Allir
helstu ...
Lesa meira

... Utan þingsalar fóru einnig fram umræður og fundir sem voru
ekki síður áhugaverðir. Sérstaklega athyglisvert þótti mér að hlýða
á Petro Symoneko, formann Kommúnistaflokksins í Úkraínu, en
flokkurinn var sl. júlí leystur upp samkvæmt forsetaúrskurði
og mál samhliða höfðað gegn einstökum flokksmönnum fyrir landráð.
Svo einhliða hefur umræðan verið um Úkraínu að á sjálfu
mannréttindaþingi Evrópuráðsins í Strasbourg hefur það ekki
þótt tiltökumál ...
Lesa meira
Birtist í DV 26.08.14.
...Eftir fund
sinn með framkvæmdastjóra NATÓ hafði Gunnar Bragi Sveinsson,
utanríkisráðherra riðið á vaðið með eindregnum
stuðningsyfirlýsingum við hernaðarbandalagið. Engum leyndist áhugi
utanríkisráðherra á því að leiða framrétta betlihönd gestar síns
ofan í vasa íslenskra skattgreiðenda: "Við framkvæmdastjóri
NATÓ áttum mjög góð samtöl í þessa veru," er haft eftir
ráðherra í Fréttablaðinu föstudaginn 15. ágúst og vísaði hann í ...
Ég hef oft haldið því fram að eftir þessar áherslubreytingar hafi
NATÓ orðið okkur hættulegri félagsskapur en nokkru sinni, og því
hættulegri eftir því sem ...
...
Lesa meira
Birtist í DV 06.08.14.
Allur almenningur
í heiminum stendur agndofa frammi fyrir ofbeldinu sem Ísraelar
beita Palestínumenn, nú síðast á Gaza. Og forsvarsmönnum margra
ríkja heims er órótt. Þegar ráðist er á flóttamannabúðir á vegum
Sameinuðu þjóðanna, talar framkvæmdastjóri SÞ um stríðsglæpi.
Frakklandsstjórn segir nú í byrjun vikunnar að Evrópusambandið
verði að beita sér af meira krafti til í að stöðva blóðbaðið.
Bandaríkjastjórn tekur undir. Líka íslensk stjórnvöld. Það er gott.
En svo kemur hún, setningin sem gerir gagnrýnina nánst að
engu: "Ísrael hefur rétt til að verja sig!" Þetta er siðlausasta
setningin af þeim öllum. Vegna þess ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 29.07.14.
Bandaríska vikuritið Time helgar útgáfu sína síðustu
viku júlímánaðar þeirri tilgátu að nýtt Kalt stríð sé í
uppsiglingu og að þar sé Pútín Rússlandsforseti höfuðsökudólgur.
Umfjöllun Time minnir reyndar mjög á nálgun og orðfæri Kalda
stríðsins eins og ég kynntist því m.a. sem fréttamaður
erlendra frétta á áttunda og níunda áratugnum. Í umræddu Time blaði
er ítarleg umfjöllun um malasísku flugvélina sem var skotin niður
yfir Úkraínu, sýndar myndir af limlestum líkum og slitrum úr bókum
barna sem höfðu farist. Rifjað er upp að 298 manns hafi farist.
Lesendum er greint frá því að bandaríska leyniþjónustan segi með
"vaxandi vissu" að aðskilnaðarsinnar hafi skotið vélina niður með
eldflaugum sem Moskvu-stjórnin hafi fengið þeim í hendur. Slíkar
flaugar hafi ...
Lesa meira

Ég er óráðinn í því hvað mér finnst vera rétt að gera varðandi
stjórnmálaslit við ofbeldisfullt ríki. Hallast þó gegn því. Mér
finnst hins vegar gott að slíkur möguleiki komi upp í umræðu
gagnvart Ísrael vegna ofbeldisglæpa ísraelska ríkisins ...
Auðvitað vitum við innst inni að hægt er að sýna andúð okkar á
enn markvissari hátt: Með því að slíta stjórnmálasambandi við
Bandaríkin því það eru þau sem skapa Ísrael alþjóðlegt skjól og
hafa gert í meira en hálfa öld. Slíkt kæmi líka meira við okkur.
Alvaran í málinu myndi þá brenna heitar á okkur. Öllum yrði ljóst
hve okkur væri misboðið og að við vildum eitthvað á okkur leggja.
Eins og til að árétta söguleg tengsl ...
Lesa meira

Athygli vekur röksemdafærslan sem John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, notaði á fundi með fréttamönnum þegar hann fordæmdi
íhlutun Rússa á Krímskaga: "Það er ekki við hæfi að ráðast inn
í land og þröngva þar fram vilja sínum að baki byssuhlaupi.
Þetta er ekki 21. öldin, eða háttalag G-8 stórvelda".
... Forseti Rússlands svaraði á eftirfarandi hátt á
fréttamannafundi: " Það er nauðsynlegt að minnast ...
Obama forseti segir nú fáheyrt að ætlast til þess að vilji íbúa á
Krím-skaga eigi að ráða því innan hvaða ríkis þeir vilji vera.
Hvers vegna skyldi það vera svona fráleit hugmynd Rússa? Og er það
ekkert undarlegt að helstu "lýðræðisríki" heims í Evrópu og
Bandaríkjunum skuli leggjast á sveif með fasískum og ný-nasískum
öflum sem ...
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum