Umheimur 2015
... Nú berast fréttir af fjöldahandtökum, morðum og margvíslegu
ofbeldi í héruðum Kúrda í austanverðu Tyrklandi. Í fyrrnefndu
hjálparákalli frá kúrdneska bæjarstarfsmannasambandinu segir að
ofbeldið hafi leitt til þess að um 200 þúsund manns hafi neyðst til
að yfirgefa heimili sín; með öðrum orðum, komnir á flótta, orðnir
flóttamenn. Það er góðra gjalda vert að taka á móti flóttamönnum
til Íslands og styð ég það, en vesælt er hlutskipti íslenskra
stjórnvalda að horfa þegjandi á ríkisvaldið í Tyrklandi búa til
nýjan flóttamannavanda með blessun NATÓ, hernaðarbandalags sem
Ísland á aðild að. Gleymum því ekki að fyrsta ósk flóttamannsins er
yfirleitt sú að geta snúið til síns heima og búið þar í friði og
öryggi ...
Lesa meira

... Þrátt fyrir þetta á sér stað þróun í átt að lýðræði. Í
mannréttindamálum hefur þó orðið afturkippur á síðustu mánuðum.
Fyrir bragðið þótti mér ekki rétt að ganga eins langt í því að lofa
kosningarnar eins og meirihluti eftirlitsnefndar Evrópuráðsins
vildi. Var ég í hópi sjö þingmanna sem greiddi atkvæði gegn
samþykki skýrslunnar en ég hafði þá ásamt þingkonu frá Grikklandi
gert tillögu um breytt orðlag sem þó ekki fékkst greitt atkvæði um
fremur en aðrar breytingartillögur. Um tillögu okkar má lesa á
vefsíðu vinstri flokkanna hjá Evrópuráðinu, sbr. hér...
Lesa meira

...Þá var Rússaland á sínum stað. Fremstir í flokki þess að
meina rússneskum þingmönnum áfram aðgang að Evrópuráðsþinginu vegna
afskipta Rússlands af Úkraínu, voru harðlínumenn úr Austurvegi,
ríkjunum sem nýlega eru komin undan hinum sovéska járnhæl. Ég sagði
í ræðu um málefnið að ég hefði samúð með þeim sem hefðu verið
undirokuð en síður hinum sem væru í slagtogi með gömlu
heimsveldunum og þá einkum innrásarveldunum í Írak. Vék ég
sérstaklega að breskum þingmönnum hvað þetta snertir og gagnrýndi
ég afstöðu þeirra á svipuðum forsendum og ég hef áður gert ...
Lesa meira

Á þingfundi Evrópuráðsins á miðvikudag var ákveðið að svipta
Rússland enn atkvæðisrétti í Evrópuráðinu og framlengja með því
ástand sem varað hefur síðan í apríl á síðasta ári ...
Evrópuráðið á að standa vörð um mannréttindi og lýðræði, iðulega
gegn ríkisvaldinu heima fyrir. Verði Rússar
hraktir úr Evrópuráðinu verða allir þegnar Rússlands þar með
sviptir réttinum til að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Evrópuráðinu og Evrópudómstólnum er ætlað að standa vörð um
réttindi einstaklinga og hópa, síður ríkja. Þetta er
grundvallaratriði. Gagnvart aðildarríkjunum er þessum stofnunum
ætlað að hafa áhrif í þá átt að skapa löggjöf sem tryggir sem best
grundvallaréttindi. Þegar þeirri löggjöf er síðan ekki fylgt, geta
einstakir borgarar leitað til Mannréttindadómstóls Evrópuráðsins.
Ef Rússland verður hrakið úr Evrópuráðinu ...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum